Austanfari


Austanfari - 11.11.1922, Qupperneq 1

Austanfari - 11.11.1922, Qupperneq 1
/ l RITSTJÓRI OG EIGANDI: GUÐM. G. HAGALfN 21. tbl. Seyölsfiröl, 11. nóvember 1922 1. árg. Verzlunarolagið eftir BJörn Kristjánsson fyrrum bankastjóra. (Birt með leyfi höfundarins.) Frh. Þetta er nú ábyrgðin, sem fé- lagsmenn taka venjulega upp á sig fyrir sitt eigið félag, en svo bætist ofan á samskonar ábyrgð fyrir öllu, sem Sambandið skuldar og stendur í ábyrgð fyrir, eins og áður er sagt. Ábyrgðirnar gefa allir í góðri trú, og fiestir án þess að vita um hvað slík ábyrgð hefur að þýða, sem á þá legst, þegar hún er svona orðuð og svona víðtæk. Það er ekki lítil siðferðisleg á- byrgð, sem hvílir á þeim, sem hafa slíka ábyrgð almennings upp á vasann, bæði gagnvart lán- stofnunum, og þá ekki síður gagn- vart þeim, sem láta ábyrgðina í té. Með svona lagaðri ábyrgð af- salar ábyrgðarmaðurinn sér öllu sjálfstæði og fjárhagslegu frelsi, ef til vill fyrir lífstíð. Og ekki verður aðstaða erfingjanna glæsi- legri. Þeir eiga það alveg undir Sambandinu, hvort þeir yfir höfuð nokkurntíma geta skift eftirlátn- um munum, ef Sambandið stend- ur áfram í stórskuld. Viðskiftin í landinu verða með þessu móti svo óviss, að enginn getur gert annars bón, án fjár- hagslegiar áhættu. Og bankarnir og sparisjóðir. Hvernig eru þeir settir? Ef þeir líta á ástandið sem fjármálamenn, þá virðast þeir heldur ekki geta gert nokk- urs manns bón, því þeir geta bú- ist við, að sá sem láns beiðist, sé yfirhlaðinn ábyrgðum annarsstað- ar, sem hann aldrei losnar við. Regla í bönkum er, að halda svo- nefndar „Obligobækur," þ. e. skrá yfir skuldir og ábyrgðir hvers manns/ sem viðskifti hefur við bankann; er þeim flett upp í hvert skifti, sem einhver biður um lán, án fullrar veðtryggingar, til þess að sjá, hvort eigi er svo mikið á hann hlaðið af skuidum og ábyrgðum, að honum sé ekki lánandi. Þessar bækur missa mjög þýðingu sína í bönkunum, eins og nú er komið, nema þeír haldi líka „Obligobækur" yfir alla, sem eru í kaupfélögunum, er sé einnig höfð til hliðsjónar, er veita á lán út á persónulega tryggingu. Þannig mundu erlendir fjármála- menn líta á, og hver gætinn og reglusamur banki og sparisjóður. Ef eigi er þannig farið að, missa bankar og sparisjóðir hið óhjá- kvæmilega öryggi. Þessu ástandi þarf að breyta. Það þolir enga bið. Annars er líka lánstraust landsins og bank- anna í útlöndum sett í hættu. Menn geta auðvitað sagt, að hér standi skuldbindingar kaup- félaganna að baki, en mjög munu menn líta misjafnlega á, hversu mikils virði þær eru. Endurskoðunin. • í mörgum greinum er oss ótamt að eiga við verzlnar- og peninga- mál, en í engu eins og endur- skoðun reikninga, og þó sérstak- lega stórreksturs fyrirlækja. Vér erum ekki komnir lengra en að töluskoðun, En eins og auðvitað er, er það ekkert aðalatriði, að uppgötva hvort starfsmaður fyrir- tækis hefur reiknað skakt um fimm eða tíu aura á þessum eða hinum staðnum, þó sú endur- skoðun sé nauðsynlegt aðhald fyrir starfsemina, enda. getur það fyrir komið, að reikningsskekkja sé gerð í sviksamlegum til- gangi. Aðalþýðinguna fær endur- skoðunin, er hún nær einn- ig til fullkominnar endurskoð- unar, ekki einungis á tölum, held- ur á stjórn og rekstri fyrirtækís- ins (krítisk endurskoðun) Eigi erum vér komnir svo svo langt í þessu efni, að vér höfum slíka endurskoðun t. d. við bankana hér. Þar er aðeins tó'/w-endurskoðun ennþá. Og því hefur farið sem farið hefur fyrir bönkunum í seinni tíð. Og þessi töluendurskoðun hefur verið skoð- uð bitlingaverk, menn venjulegast valdir til þess, aöeins með það fyrir augum, að styðja þá fjár- hagslega. Fyrsta skilyrðið fyrir góðri og ábyggilegri endurskoðun er, að endurskoðendurnir kunni vel þann rekstur, sem þéir eru að endur- skoða, og að þeir geti komið fram sem menn, er valdiö hafa þannig, að þeir með afskiftum sínum veiti stjórn fyrirtækisins að- hald. Þetta brestur oss gersam- lega. Ef t. d. bankarnir hefðu haft slíka endurskoðun frá upp- hafi, þá mundu hin vafasömu lán þeirra síðustu árin hafa verið að mun takmarkaðri, og hagur bank- anna beggja betri. Nú geri eg ráð fyrir, að alveg eins standi á með Sambandið. þar munu vera sömu t ö 1 u-endur- skoðendurnir, sem láta sig litlu skifta hvernig fyrirtækið er rekið þó að lög um Samvinnufélög geri ráð fyrir öðru. En við slíka miljónastofnun þyrftu að vera al- veg óháðir, vel verzlunarfróðir endurskoöendur, með fullri kunn- áttu, sem endurskoðuðu daglega öll skjöl og bækur, og alla fram- kvæmd stjórnarinnar, þar 'með talin öll bréf og símskeyti, sem kæmu og færu. Ög þeir ættu að gefa aðalfundi skýrslu um rekst- urinn umliðið ár. Á annan hátt er endurskoðunin ekki fulltrygg að því er reksturinn heima fyrir snertir. En endurskoðunarinnar er ekki síður þörf hjá þeim, sem eru einhversstaðar úti í heimi og annast sölu innlendu vörunnar og kaupin á útlendum vörum. Qagnvart þeim eru félögin alveg berskjölduð, ef starfsemi þeirra er ekki hægt að rannsaka, því enginn getur heldur sagt um í hvaða félagsskap þeirlenda. Og þá má telja alvalda um gerðir sínar, ef þeir eru án eftirlits, þar á staðnum sem sem þeir eru. Til þess mun vera ætlast, að hinir svonefndu fulltrúafundir fé- lagsins veiti nokkra eftirlitstrygg- ingu i þessu efni, innanlands. En svo getur tæplega veriö, þó að fulltrúarnir séu góðir og greindir menn, kunni vel að endurskoða sveitarreikninga, og sparisjóðs- reikninga, þar sem öll plögg liggja fyrir, þá eru þeir þó alveg óæfðir í því að endurskoða, svo að nokk- urt verulegt gagn sé að, risareikn- ing Sambandsins. Sem þingnefndarmaður átti eg kost á í vetur að athuga reikn- ínga Landsverzlunarinnar með öðrum þingmanni, og höfðum við mjög nauman tíma til þess. Okk- ur furðaði á því, að reikningur Landsverzlunarinnar taldi um 848 þúsund krónur i sjóði, þar sem bankarnir voru þó alveg við hlið hennar. En brátt fundum vlð hvar í þetta lá. Landsverzlunin hafði sem sé gengið inn á, að kvitta nokkur kaupfélög og aðra, þar á meðal Sambandið, fyrir um 836 þúsund kr., 31 des. 1921 án þess að upphæðirnar væru borgaðar. Raunverulega var ekki í sjóði nema rúmar 11 þús. kr. Af þessum 836 þús. kr. var Sam- Gömul, góð fiðla er til sölu. Ritstjóri v. á. bandið kvittað fyrir réttum 200 þús. 31. des, í höfuðbókinni, sem það ekki borgaði fyr en í janúar- lok 1922, samkvæmt kassabókinni. Sambandið hefur nú hlotiö að fá reikning frá landsverzluninni, sem sýndi 200,000 kr. minni skuld, en það skuldaði í raun og veru um nýjár. Nú er spurningin. Hvernig gerði nú Sambandið sinn ársreikn- ing upp? Bygði það reikning sinn, að því er Landsverzlunina snerti, á reikningi hennar? Ef svo hefur verið, þá hefir Sam- bandsreikningurinn sýnt 200,000 kr. minni skuldir en vera bar, og þá um leið 200,000 kr. meiri eign En hafi Sambandið ekki bygt á þessum reikningi, þá hefur hann verið skoðaður sem hver önnur markleysa. Og hvað var þá skuld Sambandsins talin 31 des. 1921 á reikningi þess? Er hún talin 990,000 kr. eða um 790. 000 kr? Ómögulegt er fyrir fulltrúana að átta sig á öðru eins, en nú fá þeir tækifærið til að athuga þetta dæmi, Og hvernig hefur svo mismunurinn 636 þús. kr. verið talinn í reikningum þeirra, er þá upphæð skulduðu? Nokkur orð um Massage. Massage eru lækningatilraunir nefndar, þar sem notuð eru ákveðin handtök: strokur (Effeur- age), högg — ádrepa (Tapote- oment), elting (Petrissage), gnudd (Frietio), hristingar (Vibratío), til þess að hafa bein áhrif á ytri hluta líkamans, og óbeinlínis á alla innri hluta hans (innýflin). Massage er æfagömul aðferð til þess að lina þjáningar og sárs- auka manna. Frá alda öðli hafa menn t. d. ósjálfrátt strokið kné sitt er þeir hafa fallið á það og kent sársauka. En eftir því sem

x

Austanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.