Austanfari - 25.11.1922, Blaðsíða 1
23. tbl.
Seyðisfirði, 25. nóvember 1922
1. árg.
Verzlunarólagið
eítir Björn Kristjánsson fyrrum bankastjóra.
(Birt með leyfi höfundarins.)
Frh.
Þegar kom fram á áriö 1921,
og Sambandið sá hve Sala þess
á öllum landbúnaðarafurðum
hafði misheppnast, mun það hafa
séð, eða öllu heldur bankarnir,
að það var komið oflangt út á
landsverzlunarbrautina, Þeir munu
því hafa sett Sambandinu allþung
skilyrði fyrir nýjum lánum á næsta
ári, og mun það hafa orðið til
þess, að Sambandið sá sér ekki
annað fært en að snúa við blað-
inu, hætta við að auka veltuna,
en gefa sig aðallega við innheimtu
skulda og það jafnvel á harð-
neskjulegan iiátt. Sambandið mun
nú hafa sent öllum kaupfélags-
stjórum áskorun um að sjá um
að kaupfélögin og allir félags-
menn létu af hendi við Samband-
ið allar framleiðsluvörur þeirra,
er þeir hefðu til sölu á þessu ári
og að skuldbinda sig til þess með
samningi, svo að félögin minkuðu
skuldir sínar á þessu ári, gegn
því, að félagsmenn fengju eitthvað
lánað af þeim allra nauðsynleg-
ustu þöríum þeirra. Og Sambandið
mun hafa tekið sér sjáifdæmið
að ákveða, hve mikiö hvert félag
fengi, er skuldbindingarnar og
pantanir væru komnar þeim í
hendur. Með því móti gátu fé-
lögin ekki átt neina vissa von um
að fá þarfir sínar uppfyltar á
þessum allra nauðsynlegustu vör-
um. Jafnframt mun félagsstjórn-
um hafa verið uppálagt, að sjá
um, að félagsmenn ekki keyptu
hjá kaupmönnum, þær nauðsyn-
legustu þarfir sínar, sem þeir ekkí
gátu fengið hjá Sambandinu, svo
sem kaffi, sykur, tóbak, efni til
fata o, s. frv., . Og yfir höfuð
mun þjóðin hafa verið eggjuð til
ýtrustu sjálfsafneitunar, alt.til að
vernda hina vafasömu hugsjón,
Sambandsstarfsemina.
En var nú ekki til ofmikils
mælst? Og var það ekki betra
í tíma, að leggja Sambandið nið-
ur og að gefa verzlunina frjálsa,
en að gera þessar kröfur? Við
skulum segja, að bændurnir
sjálfir hefðu viljað leggja á sig
þennan fyrirsjáanlega skort á
mörgum náuðsynjum og flestum
lífsþægindum. En mundi vinnu-
fólkið vilja gera það, þegar það
isæi allsnægtir hjá utanfélagsmönn-
um? Eg efa það. Afleiðingin
mundi verða, að vinnufólkið
streymdi burt til bæjanna, og
bændurnir stæðu einir eftir. Með
öðrum orðum. Landbúnaðurinn
yrði með því móti lagður í rúst-
ir. Og hvernig færi, ef hafísár
kæmi svo þar ofan á?
Hér virðist sannarlega telft á
of tæpt vað, svo tæpt, að ómögu-
legt er að verja. Þessi síðast-
nefndu úrræði mun hafa átt að
framkvæma með „stálvilja og
járnhöndum."
Þessum fyrirætlunum Sambandsins
mun hafa verið misjafnlega tekið,
og það því eigi séð sér fært að
framfylgja þeim í öllum greinum.
En víða kvað vera farið að
þrengja að efnaminni bændum,
svo að jafnvei sveitarsjóðirnir
verði að taka að sér ábyrgð eða
greiðslu á skuldum þeirra. Á
sumum stöðum munu kaupfélags-
stjórarnir nú benda fátækum
mönnum á, er þeir hafa lagt inn
alla framleiðslu sína, samkvæmt
skuldbindingunum, og jafnvel veð-
sett félaginu allar skepnur sínar,
að eigi sé annað fyrir þá að
gera en að segja sig til sveitar,
Á þennan liátt er hætt við að
sveitarsjóðirnir verði líka flæktir
inn í kaupfélagsverzlunina, og að
fleiri verði sveitarþuríar en á
meðan verzlunin var frjáls.
Útgöngudyrnar.
Bændur hafa hugsað sér, að
komas4 út úr hinu gamla veizl-
unarólagi með því, að stofna nýtt
og nýtt kaupfélag, en sú leið upp-
hefur ekki grundvöllinn undir
verzlunarólaginu. Sú leið gerir
lítið annað en að veikja verzlun-
ina, tvöfalda verzlunarkostnaðinn
í landinu, mannahald, húsahald
o. s. frv. Auk þess dregur þetta
fyrirkomulag úr þrótti búnaðar-
rekstursins, þar sem beztu bænd-
urnir veiða að vera með hálfan
hugann við verzlunina, og verja
miklu af tíma sínum í þarfir
hennar,
Sjálfa meinsemdina verður að
lækna, en hún er vöruskifta
verzlunin og lánsverzlunin. Það
er ekki von að þjóð kunni að
fara með fé, sem aldrei hetur
fengið fé handa á milli. Og það
er heldur ekki von, að þjóð
skilji hvort hún er að tapa eða
vinna, þegar hún fer með kjötið
eða ullina í búðina, og tekur út
á þetta allra handa útlendar vör-
ur, oftast löngu fyrirfram, og án
þess að vita um, hvað hún fær
fyrir innlendu vöruna. Þessvegna
er líka svo hægt að villa henni
sýn. En væru allar vörur greidd-
ar jafnharðan í peningum, þá
mundi skapast alment fast mark-
aðsverð í landinu. Þá væri þjóðin
fær að dæma um, hvort hún
kaupir of dýrt eða selur of ódýrt.
Þá mundu þær sönnu þarfir sitja
í fyrirrúmi, og þá gæti ekki verið
um neinar einokunarverzlunar-
holur að ræða, því þær mundu
alls ekki þrífast stundu lengur,
vegna hinnar frjálsu samkepni
og vegna þess að verzlunin er
þá orðin almenningi skiljanleg.
Og vitanlega verða verzlunar-
lánin að hverfa úr sögunni, því
að þau hljóta jafnan að verða
dýrust allra lána, og geta ekki
verið annað, samkv æmt dæminu,
sem eg tilfærði í fyrsta kafla
þessarar greinar, urn kaupmann-
inn í Húsavík.
Gikkurinn
Hann siglir á kopp yfir saurforar-
pollinn,
með snúðugu drambi og íeigist
með kollinn.
Líkt og hann segði: Nær litu.
menn þó
slíkt línuskip áður á veraldarsjó?
Stgr. Th.
Mér datt ósjálfrátt í hug þessi
vísa góðskáldsins, þá er eg rendi
lauslega augunum yfir reiðiiestur
Jónasar Þorbergssonar, sem menn
segja að hafi unnið sér það eitt til
ágætis um dagana að feta í fót-
spor húsbænda sinna, í því
að klína saur sínum og kasta
koppsiglingarfroðu sinni á þá, er
að nokkru mæla til hans
orðum á forarpolli hans. Enda
má hver það sjá, er lítur mann-
skepnuna, að hann er í senn:
smáskitlegur, ógæfulegur og fúlleg-
ur ásýndum, enda svo sem fýlu-
vör hans sé til slettanna gjörð af
þeim, sem þar hefur „farið að
skapa mann“
í einu af síðustu blöðum „Dags,“
fleytu þeirrar, er hann siglir
um hinn veglega útsæ!!
(sbr. mottóið) hefur hann slett
á mig úr forarpolli sínum, svo
sem hann hefur mátt. Er auð-
skilin til þess ástæðan. Síðast,
er við áttum tal saman í riti,
dembdi eg yfir mannvesalinginn
svo óhrekjandi rökum, að hann
sá sig berskjaldaðan — og brá þeg-
ar fleytu sinni á annan stað að
mér. Hann brigzlar mér um það
sama og aðrir segja um hann
sjáifan, að eg sé sannfæringar-
laust leiguþý (man ekki hvort
orðin eru þessi, enmeiningin er sú
sama). Þetta er ekkert annað e,n
farmur sá, sem „Dagur“ og for-
ystukoppur hans „Tírninn" flytja
hverjum manni, sem virðir að
engu þvætting þeirra og fer sínar
leiðir. Eftir þeirra rökfærslu
að dæma, getur í engu landi ver-
ið til nema einn stjórnmálaflokk-
ur, sem hefur sannfæringu. Hinir
eru allir leiguþý. Jónas, stjórn-
andi heiðursfleytunnar á fyrnefnd-
um útsæ, kveðst hafa talað við
mig í vetur og hafi eg þá sagt
sér þetta eða hitt, sem hann
skýrir frá. Jú, við hittumst — og
mér leizt þegar í stað þann veg
á manninn, sem honum væri til
alls ætlandi. Enda hafði hann
sýnt sig all líklegan í þá átt, þó
að sífelt fari liann hríðversnandi
og alt af taki hann sér meira
og nieira snið húsbænda sinna,
líklega eftir því sem lífið verður
honum óbærilegra, sakir þess, sem
nagar og tætir sál hans nótt og
dagog nauðsyn er honum að svæfa.
Eg get tekiö það strax fram,
að eg fylgi í sjálfstæðismálunum
þeim, sem þar standa á verði um
rétt íslands og sóma. Einnig get
eg tekið það fram, að kaupfélags-
skapur er í mtnum augum nauð-
synlegur og réttmætur á heilbrigð-
um grundvelli. Enn get eg bætt
því við, að mér gremst hve lítið
menn hafa gætt sín gegn „Tíman-
um,“ þótt þeir hafi verið and-
stæðingar hans, og hve seinir
þeir hafa verið til ákveðinnar and-
stöðu opinberlega. En þetta er
auðskilið. Mönnum hefur fundist
„pólitík" „Tímans“ svo svívirðileg
fjarstæða, að þeim hefur eigi til
hugar komið, að hún fengi nokk-
urs manns fylgi.
Alt þetta hef eg ótal sinnum
áður tekið fram, og að því er
orð Jónasar víkja í þessa átt,
finst í þeim vottur sanninda. En
lygi og rógburður er þar svo yíir-
gnæfandi, að flestum mun finnast
þá fýlu leggja af koppi hans, sem
meir en meðal svæfð skilningar-
vit þurfi til að þola.
Enginn veit til að Jónas hafi