Austanfari - 25.11.1922, Blaðsíða 3
3
AUSTANFARI
22 tbl.
Þökk.
Þár eð jeg er nú heim kominn
með góðum bata og von um fuila
heilsu, læt eg ekki hjá líða að votta
mitt innilegasta þakklæti öllum þeim
mörgu Seyðfirðingum, sem með
skjótri og drengilegri hjálp studdu
að því að eg komst til Reykjavíkur
og gat notið þar hinnar ágætustu
læknishjálpar,. þegar í öll skjól virtist
fokið fyrir mér.
Eg get því miður ekki skráð hér
öll nöfn hjálparmanna minna, þó vil
eg nefna þá, sem sköruðu fram úr,
svo sem Einar Svein Þorsteinsson,
trésmið, Benedikt Jónasson, verzlun-
arstjóra, Pétur Jóhannsson, bóksala^
síra Björn Þorláksson og Steingrím
Björnsson. Þó eg ekki nefni fleiri
mun eg 'jafnan minnast þeirra allra
með virðing og þökkum.
Vestdalseyri 23. nóv. 1920
Sigfinnur Jónsson.
H e i 1 d v e r z I u n
T. L. Imslands
erfingja
Seyðisfirði
Hefur fyrirliggjandi:
Kaffibrauð
Jólakerti
Vaxkerti
Sunlightsápu
Hessianstriga
Vefnaðarvörur
Mótorinn „Vesta“
Mótorinn „Vesta“ er nú óðum að ryðja sér til rúms. Það er hrá-
olíumótor, afar ódýr í rekstri, og hefur reynst allstaðar afbrigða vel.
Fást „Vesta“ mótorar alt frá 6 hestöflum. Mótorinn er ágætur til
raflýsingar og kostar 8 hesta mótor, með dynamo og plötu, að eins
ca. 6000,00 kr. Mótornum hafa allsstaðar verið gefin hin beztu með-
mæli, bæði þar sem hann er notaður á landi og sjó. Ættu menn hið
fyrsta að leita sér upplýsinga, sem einkaumboðsmaður fyrir Austurland
Steinn O. Jónsson, Seyðisfirði
veitir öllum ókeypis.
MeO e.s. „Borg“
kemur nærfatnaður karla og kvenna.
Silkisokkar Bindisslifsi isaumsgarn
Waverley, Capstan, reyktóbak, Lucana cigarettur Munn-
tóbak, Rjól, Neftóbak.
Fataeíni, yiirfrakkaeini, repkápur, tilbúin iöt
o. m. íl.
Jólagjafir
Ýmsir hlutir hentugir til jólagjafa
verða. pakkaðir upp þessa dagana
og ennfremur
Körfutiúsgögn, stólar, borð, bréiakörfnr
og margt fleira eigulegtúr tágum. og bambus
Vasaúr, Klukkur og baromet
Qullarmbandsur
er falleg og kærkominjólagjöf handa konunni eða konuefninu
Kaupið ekki annarsstaðar fyr en þér lítið á
HVAfi HÉR ER TIL
St. Th. Jónsson
Fyrirliggjandi skótau, aluminíum-pottar ýmsar
stærðir, o. m. fl.
Alt með lægra verði en verið hefur
Jðrgen þorsteinsson
Riklingurinn
ágæti, sem áður var auglýstur
er nú kominn
Einar Jónsson
S K I Ð I
Hef til sölu nokkur pör af
ágætum norskum skfðum,
ábindingar og skíöastafir
fylgja
Stefán Böðvarsson.
Hitt og þetta.
Madur horfinn.
Föstudaginn í fyrri viku lagði Stef-
án bóndi Þorsteinsson í Höfðahúsum
í Fáskrúðsfirði af stað frá kauptún-
inu Búðum, síðla kvölds í hinu bezta
veðri. Hefur síðan ekkert til hans
frézt. Milli bæjanna, Höfðahúsa og
Brimness, fanst ljósker, er hann hafði
haft. Var hið bezta veður, en dimt
mjög. Liggur leiðin eigi mjög nærri
sjó, en hamrar þarna með ströndinni,
sem sjór fellur upp undir, þegar flóð
er. Hyggja menn að Stefán hafi vilst
þar fram af. Hefur verið leitað með
slæðum og netum og ekkert fundíst.
Eldgos.
Föstudaginn í fyrri viku tók á ný
að gjósa. Hyggja menn nú gosið í
tveim stöðum — og halda Mývetn-
ingar því fram, að annar eldstaður-
inn sé Dyngjufjöll. Öskufall og mist-
ur hefur veriö all mikið hér a Seyð-
isfiiöi og roði sést á lofti. Af Hér-
aði og Fjöllum hafa sést eldar eigi
litlir,
Skip.
E.s. Síríus kom hér í vikunni með
all margt farþega. E.s. Goðafoss og
Borg eru væntanleg nú um helgina.
Kolaskip mikið kom í vikunni til
Imslands, Wathne og Stefáns Th.
Jónssonar.
Gefið
hefur verið út rit af hálfu sam-
vinnumanna gegn riti Björns alþing-
ismanns Kristjánssonar. Er rit þetta
hálft sérstakur bæklingur, en hálft
„Tímarit Samvinnufélaganna" — og
mun hver sjá það sem athugar bls.
64—65! Samskonar tvískinnungur er
efni og innihald. Verður það tekið til
athugunar, þegar rúm og tími gefst
til. Rithöfundarnir eru að nafninu til
Páll bóndi í Einarsnesi og Jónas
nokkur Þorbergsson — sem drattar
á eftir í ritinu, eins og dilkum sæm-
ir. Gefur það eitt grun um, að Hriflu-
lykt finni hann undan gæru Páls, sem
mun þá hafa verið varpað yfir hor-
rolluna frá Hriflu. Og víst er grunur
sá eigi ástæðulaus, því að lömbin
þekkja móður sína á lyktinni.
Sjómannanámsskeiðið
hér hafa 15 manns sótt, svo að
nóg er einum kennara. Áætlað er að
hafa fyrirlestra tvisvar í viku um ým-
iss efni.
Um grein
Árna Jónssonar, verzlunarstjóra á
Vopnafirði, þá er kom í síðasta blaði,
mun rætt í næsta blaði, því að til-
lögur hans hafa það fram yfir flest-
ar slíkar tillögur, að þær eru fram-
kvæmanlegar.
Hjá Pétri bóksala
fæst nú ágætistímaritið „Samtiden",
„Markens Grode“ og „Konerne ved
Vandposten" eftir Hamsun. Einnig
afbragðsbækur eftir Bojer og m. fl.
merkilegt, auk allra nýju íslenzku
bókanna.
Komin
er út hér á Seyðisfirði bók, sem heitir
„Norskar og sænskar smásögur". Eru
það 5 sögur eftir höfundana Thomas
Krag, Daniel Fallstrom, Jónas Lie,
Pétur Egge og Ágúst Strindberg.
Sem sjá má á þessari upptalningu,
eru höfundarnir allir stópmerk skáld.
Þýðandinn er Guðm. G. Hagalín.
Bókin kostar að eins tvær krónur.
Vakin
skal eftirtekt á auglýsingum Geirs
G. Þormars í þessu blaði — einkum
þeirri, er ræðir um teiknikenslu, sem
menn ættu að nota sér rækilega.
011 áíallin bæjargjöId, ásamt raíveitugjöldum, greiðist gjaldkera nú þegar!