Austanfari


Austanfari - 25.11.1922, Blaðsíða 2

Austanfari - 25.11.1922, Blaðsíða 2
2 AUSTANFARl 23. tbl. Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Mjólk „Libby,, Oma smjörlíki Qerduft Kaffi Kaffibætir Súkkulaði Kakáo Epli, þurkuð Aprikósur Rúsínur Sinnep Sardfnur Kex Sveskjur Eldspítur Krystalssépu Sóda Seglgarn Línsterkju, Colm. Bréfpoka Umbúðapappír sér neitt til ágætis unnið. Ham- ingjan hefur að ýmsu orðið hon- um hverful, en lundin veik og ömurleg. Slíkir menn fá oft og tíðum einskonar ofsóknar- og ill- girnisköst og sletta þá saur sínum á þá, er þeir halda að líði betur. En þess ættu þeir að gæía, að þettaýfir að eins þeirra eigin fúa- sár, unz þeir rotna andlega sund- ur og verða maðkafæða öfundar illgirni og mannvonzku. Eðlilegt er að slíkum mönnum finnist þeir eiga heima í herbúð- búðum „Tímans“. Þargefst tæki- færi fyrir ömurlyndan kopp- stjóra til siglingar á saurforar- pollum þjóðlífsins. Fögur er sú sigling — og er eg eigi sá háðfugl að óska til ham- ingju. Guðm. G. Hagalín. Góðar teg. af úrum og klukkum. Guðm.W. Kristjánsson úrsmiður, Seyðisfiröi. Hangið kjöt f æ s t í verz 1 un HalldóriJónssonH UNDIRRITAÐUR hefur hugsað sér að setja upp Opið bréf til kjötútílytjenda EteikniskölðE ef nægir þátttakendur fást Er til viðtals á morgun frá kl. 11 f. h. til 2 e. h. Stjórnarráðið hefur fengið til- kynningu um innflutningsskilyrði fyrir saltkjöt f Svíþjóð, og sé fylgt reglum þeim, er hér gilda um meðferð og verkun kjötsins (mat og dýralæknisskoðun) er innflutningsskilyrðunnm fullnægtað öðru en því, að tunnurnar verð- ur að innsigla svo, að ekki sé hægt að slá þær upp, án þess að eyðileggja innsigiið. Innsiglun- inni mun bezt að haga á þann hátt, að' s!á báðar endagjarðirnar af, því næst eru boruð göt á hvora gjörð, tvö og tvö saman, hver tvö beint andspænis hinum tveimur, því næst eru gjarðirnar settar á aftur og því næst boruð göt á stafina, þar sem gjarðagöt- in koma á þá, svo hægt sé að draga járnvír í gegnum götin. Vírendarnir 4 eru svo samtengdir á miðjum tunnubotninum með blýinnsigli, með þar til gerðri töng. Þó ekki séu miklar líkur til þess að mikið kjöt verði flutt til Svíþjóðar, þykir rétt að gjöra þær ráðstafanir, að kjötútflytjend- ur haíi möguleika til þess að fá tunnurnar innsiglaðar, hefi eg því ö e i r Þ o r m a r. Reyktur lax og Carlsberg öl á V* fl. fæst hjá Herm. Þorsteinssyni sent Hermanni Þorsteinssyni, kjöt- matsmanni á Seyðisfirði, töngina til geymslu, oggeta unndirkjötmats- menn sem kynnu að verða beðn- ir að innsigla kjöttunnur, fengið töngina lánaða hjá houum. En þaö skal tekið fram, að eigi mega aðrir en kjötmatsmenn brúka töngina. Páll Sigurösson yfirkjötmatsmaður. Sakir rúmleysis verður enn margt að bíða næta blaðs. Stjórnarkiftin ensku. Famh. Bonar Law, hinn nýi forsætisráð- herra, heitir fullu nafni, Andrew Bon- ar Law, Er hann fæddur í Canada, sonur prests eins, ættaðs frá Skot- landi. Fæddist forsætisráðherrann í þennan heim árið 1838 og er því 64 ára að aldri. Var Bonar Law sendur 'til Skotlands, komst þar þeg- ar í járnverzlun og varð ríkur maður og laginn við fjármál. Á þing komst bann aldamótaárið, og var kosinn fyrir kjördæmi eitt í Glasgow, borg þeirri er hann bjó í. Þótti hann þegar á þingi ræðumað- ur góður, fylginn sér og áhrifamik- ill. Varð hann líka 1904 ráðherra í ráðuneyti Balfours. Árið 1906 biðu íhaldsmenn, flokkur Bonar Laws, ósigur mikinn við aðal- kosningar til þings. Var þá Bonar Law einn þeirra er féllu. En skömmu seinna vann hann glæsilegan sigur í aukakosningum. Síðan leið og beið. — Bonar Law Iét ávalt til sín taka á þingi og gerði oft harða hríð að stjórn frjálslynda flokksins. Og árið 1911 var hann í einu hljóði kosinn foringi íhalds- manna. I stríðsbyrjun skrifaði hann, ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum, for- sætisráðherra og kvaðst mundi styðja hann, ef frjálslyndir menn gerðust nú atkvæðamiklir og gengju í lið með Frökkum. Mun þetta bréf hafa haft mikil áhrif á það, að Bret- ar gengu í stríðið svo snemma sem raun varð á, og ef til vill má sama bréfi þakka eða kenna það, hvernig heimsstyrjöldinni lauk. Minsta kosti hefði það haft mikil áhrif á ófriðinn, ef Þjóðverjum hefði verið gefinn kostur á að eiga við Frakka eina, enn þá nokkra hríö. Má óhætt fullyrða, að Frakkland hefði verið enn þá ver leikið, ef Bretland hefði lengur beðið með þátttökuna. Vorið 1915 varð Bonar Law ný- lenduráðherra í ráðuneyti Asquith’s og kosinn í hermálanefnd ríkisins. Én eigi þótti honum stjórnin aðgerða- mikil og samdi þeim Asquith illa. Fór og stjórn Asquith’s frá í des. 1916, svo sem fyr hefur verið á drepið. Skyldi þá Bonar Law mynda stjórn, en hann vildi eigi takast þann vanda á hendur. Varð hann síðan fjármálaráðherra í ráðuneyti Lloyd George. Þótti hann í því embætli gera miklar kröfur til þjóðarinnar, og fanst henni hann full harðdrægur, en bar þó íyrir honum fulla virðingu og mat starf hans. Sást það bezt á þeirri hluttekningu, .er honum var veitt í sorg hans, er hann misti á vígvellinurn sonu sína tvo', hina mann- vænlegustu, og hafði þá nýlega mist konu síná. Árið 1918 var hann í nefnd þeirri, er kosin var af Breta hálfu til friðrrsamninganna, en lítt gat hann þar notið sín, því að hann varð altaf að vera með annan fótinn í brezka þinginu og haida þar í taum- ana, því aðLloyd George hafði þáöðr- um hnöppum að hneppa. Nú upp á síðkastið hefur hann ekki átt við stjórnmál, sakir lasleika, en hefur nú á ný ráðist út í barátt- una. Er hann mikill vinur Frakka, og mun Þjóðverjum eigi þykja umskiftin til hins betra. Er og óvíst hvort stjórn hans heldur lengi völdum, en altaf mun hann verða talinn meðal hinria mestu og ósérplægnustu stjórn- málarisa Breta. Á þó sú þjóð ein- kennilega mikla menn áratug eftir áratug og öld eftir öld. Símfréttir. Erlent: Kosningarnar í Bretlandi fóru þannig, að íhaldsmenn, flokkur Bon- ar Law, fékk 343 þingsæti <*f 615, verkamenn 142, Asquitsflokkur 63 og Lloyd George 54. Utanflokkamenn hlutu 13 kosningu. Stjórnarskifti eru orðin í Þýzka- landi. Fór Wirth frá fyrir þá sök, að hann hugðist taka þióðernissinna í stjórn sína, en jafnaðarmenn mót- mæltu. Forstjóri Hamborgar-Ame- ríku línunnar, Cuno, hefur myndað stjórn og tekið í hana helztu atkvæð- menn landsins, án tillits til flokka. Morgan, auðmaðurinn ameríski, er kominn til Berlínar, til ráðagerðar við fjármálamenn þá, er skyldu ræða gengi marksins, Ráðstefnan um Balkanmálin hófst í Frakklandi síðastliðinn mánudag. Kémur þar mjög illa saman fulltrú- um Frakka og Breta. Hefur Poin- care lýst því yfir í langri ræðu, að hann vilji ekki gefa Þjóðverjum einn eyri eftir, því að þeir eigi kost á láni og geti því borgað. Stjórnin vilji aðeins ekki greiða skaðabæt- urnar. Seðiaútgáfu er hætt í Austurríki, samkvæmt tillög# alþjóðasambands- nefndarinnar, sem á að hafa eftirlit með fjárhag ríkisins. Kemal pasja vill gera upptækar eignir grískia borgara í Konstantín- opel og Smyrna. Innlent: Hundrað þús. kr. sjóðþurð hefur orðið uppvís hjá gjaldkera Islands- banka. Féð hefur verið endurgreitt, en gjaldkeranum vísað frá. Sagt að Tofte bankastjóri, er farajjmun (fjfrá 'um nýjár, krefjist 100 þús. kr. skaðabóta, en hefur verið neitað. Sagt er að allir ráðherrarnir vilji verða banka- stjórar og telja sumir það aðal ástæðu fyrir bankastjóraskiftunum. Líklegast- ur tíl að hreppa hnossið er Magnús fjármálaráðherra talinn. Einar Gunn- arsson, fyrv. ritstjóri, er látinn.

x

Austanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.