Austanfari


Austanfari - 16.12.1922, Blaðsíða 1

Austanfari - 16.12.1922, Blaðsíða 1
 Hannes Hafstein, Skáld og fyrverandi ráðherra, lézt á heimili sínu í Reykjavík kl. 11 f. hádegi miðvikifdaginn 13. þ. m. eftir langvarandi veikindi. Ihald og /íösýni. Löngum hefur þaö þótt eins- konar smán, qð þessi eða hinn væri kallaður íhaldsmaður. Eink- um hafa blöðin hér á landi keppst um að heita framsóknar-, frels- is- og frjálslyndisblöð, án þess þó að hafa minstu hugmynd um það, eða gera sér minstu grein fyrir því, hvað felst í þessum orð- um og hvar þau eiga sín tak- mörk. Þá hefur það og verið algengt, að líta svo á, sem íhald væri sama og þröngsýni. Víðsýnn er sá maður, er gerir sér glögga grein fyrir hverju máli á báða bóga, lítur á það með fullum skilningi og án fordóma. Sá hinn sami maður getur verið hægfara og gætinn í einkalífi sínu og því, er hann þar tekur sér fyrir hendur, sem og í afskiftum sínum í opinberum málum. Honum getur virzt, að flas sé ekki til fagnaðar, viljað ógjarna sleppa því gamla, fyr en ait er náið at- hugað og hann hefur fulla vissu þess, að hið nýja verði til bóta, en kippi ekki fótum undan þjóðinni, eyðileggi hina gömlu og rótgrónu menningu, en gefi ekkert í staðinn. Honum getur verið illa við hraðfara byltingar, viljað að stigið sé eigi svo fram öðrum fæti, að eigi sé fastur og gamall grundvöllur undir hinum. íhaldsmenn hafa oftlega athugað, hvað sagan kennir í þessu efni, hvernig skyndileg umskiíti hafa kostað þjóðirnar margra ára bar- áttu við algert rótaleysi. Sumir þcirra eru og svo miklir vits- og athyglismenn, að þeir sjá, að eigi er alt unnið við hraðfara framfarir, heldur að mönnunum líði sem bezt og séu sem ánægð- astir með kjör sín, þvf að svo bezt verður verk þeirra í þágu þjóðfétagsins unnið af góðum hug, sem aftur á móti er skilyrðið fyr- ir að það komi að góðum not- um. Þeir skilja það, sem nú virðist ekki eiga greiða leið að heila þeirra, er hæst láta: Að framkvæmdirnar eiga að vera til fyrir mennina, en mennirnir ekki fyrir þær. Nýlega hefur verið harmagrátur mikill í „Verkamanninum“ á Ak- ureyri, yfir kosningunum brezku. Þar unnu íhaldsmenn hinn glæsi- legasta sigur. En þess er ekki gætt, að íhaldsmenn hafa lengst af ráðið í Bretlandi, og hið heims- kunna, víðsýna íhald Bretanna hefur gert þá að voldugustu og stjórnsömustu þjóð heimsins. Og hversu er svo oft og tíðum „frjá!slyndu“ mönnunum farið? Oft er frelsisstefnan í því falin að glamra sem hæst, eira engu því gamla, berja með hnúum og hnefum fram lítt reyndar ný- ungar, án forsjár, án tillits til af- leiðinganna. Menn hafa yfirleitt ekki gætt þess, að hægra er að skera á strengi þá, ei binda al- þýðu manna við gamla og rót- gróna þjóðmenningu, en að færa henm nýja í staðinn. Afleiðing- in hefur orðið óánægja og til- gangslaust fálm. Þarf og eigi að taka það fram, að margir hinna svonefndu frelsis- og framfara- postula hafa verið afbrigða þröngsýnir, algelega blindir á hið gamla verðmæti, sem frá er horf- ið, og jafnsnauðir af vitund um hvað við tæki. í þeirra hóp hef- ur alt af verið nægur akur vind- hönum og æsingabjálfum, er rutt hafa með aðstoð fáfróðra og lítt hugsandi kæruleysingja þeim stytt- um og stoöum, sem þjóðmenn- ingin hefur staðið á um langan aldur. Og óhætt mun um það, að í flokki íhaldsmanna hafa þjóðmálaskúmar og stjórnmála- „spekúlantar" jafnan átt lítinn ak- ur. Leið íhaldsmanna liggur jafn- an hinn þrönga stig alvöru og íhugunar, en ekki hina breiðu braut æsinga og ofsa. Tekið skal það fram, að utan við báðar þær tegundir manna, sem hér er um rætt, standa auðvitað þeir, er risið hafa eins og klettur úr hafinu, og séð fram og aftur lengra en nokkrir aðrir. En þess ber og að gæta, að hugsjónir þessara manna hafa verið langt of stórvaxnar til framkvæmda og fjarri þroska almennings. Fram- kvæmdin á slíkum hugsjónum hefur síðan skift mönnum í íhalds- og „frjálslynda" flokka, eftir því hvort menn hafa kosið að freista framkvæmdanna sem fyrst, án veru legs undirbúnings eða hvort þeir hafa valið þann kostinn að móta menn smátt og smáttog færa sig þannig að markinu. Þeir flokkar hér á landi, er láta hæst um framsókn og frelsi, eru „Tímaklíkan" og jafnaðarmenn. Skal þá Tímaklíkan fyrstað nokkru athuguð. Menn vita það vel, að þeir, er til hennar hafa stofnað, eru vissir menn innan Reykjavíkur. Aðal- verk þeirra er „Samband ísl. samvinnufélaga," og snýst um það öll þeirra „pólitík." Þessi félags- skapur átti að bæta úr verzlunar- fyrirkomulagi landsins, átti að láta menn fá vörur fyrir sannvirði, selja vörur þeirra fyrir hæsta verð, sem unt væri að fá — og enn fremur koma í veg fyrir stærsta gallann á íslenzkri verzlun, skulda- farganið. Framkvæmdin hefur orðið sú, að menn hafa alls ekki yfirleitt fengið ódýrari vörur, ekki fengið betra verð fyrir afurðir sínar, nema síður skyldi, og safn- að skuldum í stærri stíl en dæmi munu til áður við eina verzlun. Þá er í óefni hefur verið komið hafa þeir sem mest hafa skuldað, orðíð að sæta því að. selja Sam- bandinu afurðtr sínar og verið skamtað úr hnefa, það sem þeir nauðsynlega hafa þurft. Gagn- kvæm samábyrgð bindur félags- menn saman, og þeir, sem stofn- að hafa til skuldar, óáreittir og án þess í raun og veru að vera sér þess fyllilega meðvitandi, hverjar afleiðingar það mundi hafa, eru nú með öllu ófrjálsir menn viðskiftalega og verða að sæta þeim kjörum, sem Sam- bandið vill vera láta. Hinir, sem eitthvað eiga, standa í ábyrgð fyrir þá fyrnefndu og eiga því ekki gott aðstöðu. Harðæri og erfið afurðasala ár eftir á bætir drjúgum skerf við skuldirnar, og enginn veit, hver endir verður á öllu þessu. Þannig lítur þá út í stuttu máli framsókn „Tíma“klíkunnar, sem og auðvitað felst í því að þræl- binda, sem mest alla þá, er hún nær tangarhaldi á. Má t. d. taka hve kaupfélagsstjórarnir eru frjálsir: Vestur á fjörðum var kaupfélags- stjóri, er var að skoðunum and- stæður „pólitík,“ „Tímaklíkunnar.“ Við þenna mann líkaði sveitar- búum mjög vel, hann reyndist bæði framtakssamur og duglegur. F.n í haust hefur hann orðið að fara frá fyrir tilstilli Sambandsins, og var settur í hans stað ungur aðvífandi bóndasonur, sem verið hefur einn vetur í Samvinnuskól- an. Og þetta er þar sem allir lifa meira eða minna á útgerð og sjómensku og aðalvara viðskifta- mannanna er sjávarafurðir. Ef til vill hefur bóndasonurinn ein- hverntíma veitt og selt silung! Þá mætti á það benda, að sumir þeir, er íylla þenna fiokk, eru í þinginu kunnir að megnu attur- haldi og blátt áfram þröngsýni, svo sem Sveinn Ólafsson í Firði. Má t. d. minna á það, að hann, samvinnupostulinn, dirfist ekki að taka þátt í kaupfélagsskap, heldur hefur sjálfur borgarabréf og kaupir vörur sínar þar sem bezt gegnir. Loks skal á það bent, að ekki þekkist önnur eins þröngsýnisfordæming hjá nokkrum stjórnmálaflokk á skoð- unum annars flokk og hjá „Tíma“ — klíkunni. Um jafnaðarmenn þarf ekki mörgum orðum að fara. Þeir hafa látið hátt, en munu ekki eiga neina von þess að ná völdunum í landinu fyrstu áratugina. Og hætt er við því, að þeim færi þá á líkan veg og félögum þeirra er- lendis, sem völd hafa fengið í hendur, að þeir sæju sitt ráð ó- vænna um þjóðfélagslegar bylting- ar og héldu hina gömlu leið. Enn hafa þeir ekki annað starfað hér en að fá komið fram kröfum um kauphækkun, án þess að taka tillit til þess, að nákvæmt hlutfall verður að vera á milli framleiðslu, kaupgjalds og eyðslu. Framsókn þeirra hefur því legið í stórum orðum. Hinir flokkarnir hafa haldið sér við hið gamla, framkvæmdir, sem

x

Austanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.