Austanfari - 16.12.1922, Blaðsíða 2
2
AU.S T A N F A R I
26. tbl.
D Mtom& ÖLSIEM C
Seyðisfirði
Smjörlfki 2 teg.
Hveiti 2 teg.
Rúgmjöl
Hafragrjón
Hrfsgrjón
Baunir
Maísmjöl
hafa fyrirliggjandi:
Kaffi
Kaffibætir
Sykur höggv.
Sáldsykur
Kandfs
Súkkulaði
Kakao
Mjólk „Libby,,
Leotabletter
Rúsfnur
Sveskjur
Eggjaduft
Jólakerti
Spil
Lyfjabiíð Seyðisfjarðar
hefur nú eins og að undanförnu, margt gott og þarflegt til
jólanna. Þar á meöal1
Rakvélar
Rakhni'fa
Skeggsápur
Handsápur
Naglaskæri
Vasahni'fa
Vasaspegla
Greiður ýms.stærð.
Tannbursta
Tannsápur
Hárbursta
Naglabursta,
Ávexti f dósum.
Þurk. aprikósur
Te
Konfect
Epli
Átsúkkulaði
Suðusúkkulaði
Brjóstsykur
Cigarettur
Vindla
Gerduft
Eggjaduft
Búðingsduft
Citróndropa
Þurkuö egg
Vanilledropa
Möndludropa
Rúsi'nur.
Einnig allskonar krydd og margt fleira.
Appelsínur og vínber koma með „(slandinu“
miðuðu í áttina og gerðar vaeru,
þá er þjóðfélagið sæi sér fsert.
Þeir hafa fyrir sér langa reynslu,
er þeir vilja ekki varpa á glæ, og
undir þeirra forsjón hefur landið
út á við náð fullu fre!si(* og
inn á við smátt og smátt þokað
í framfaraátttina. Og sé borið
saman ísland fyrir 20 árum og nú,
þá er munurinn á sviði framkvæmd-
anna all mikill. Nú þurfa þessir
flokkar að eyða miklu af starfs-
kröftum sínum í að berjast gegn
ofsa og öfgum hinna, og má ó-
hætt fullyrða það, að stjórnmála-
ástand^vort væri alt annað nú, ef
„Tíma“klíkan hefði eigi eitrað
stjórnmálalíf landsins.
„Austanfari“ játar þ*ð fúslega,
að hann telur hið víðsýna íhald
hið eina, sem nú geti bjargað úr
öngþveiti því, sem þjóðin er
komin í — og mun hann sigla
undir þeim fána.
* Hin nýstofnaða „Tíma“klíka átti
fulltrúa í nefnd þeirri, er samdi við
Dani, en „Austanfari11 býst ekki frekar
vid að Methúsalem verði bökkuð
úrslitin en klíkunni undirbúningurinn.
Bæjarstjórinn.
Lögum samkvæmt mega Seyðfirð-
ingar taka sér bæjarstjóra, þá er
þeim þykir þörf, þarf þó til þess 2/s
af greiddum , atkvæðum. Svo sem
skýrt var frá í síðasta tölublaði
„Austanfara,“ ákvað bæjarstjórnin að
láta fara fram við næstu bæjarstjórn-
arkosningar atkvæðagreiðslu um það
mál, hvort ráða skyldi bæjarstjóra
eða ekki. Á fundi, er lialdinn var í
þessari viku, út af skeyti því, er
bæjarfógeta barst frá stjórnarráðinu
og um er rætt á öðrum stað í blað-
inu, var ákveðið að halda á morgun
borgarafund um málið.
Svo sem menn vita, eru til tvenns-
konar opinber störf hér hjá oss,
störf, sem ríkið kostar og þau, er
hver sveit ’ kostar. Hér hafa þessi
störf að nokkru verið sameinuð, þar
sem bæjarfógeti hefur verið oddviti
bæjarstjórnar og haft á hendi með
henni framkvæmd bæjarmálanna.
Starf hans er fyrst og fremst starf
fyrir ríkiö, hann' er lögreglustjóri,
dómari og innheimtumaður lands-
sjóðs. Starf hans í þágu bæjarins
hefur því verið aukastarf.
Starf bæjarstjóra yrði þá fyist og
fremst það að hafa á hendi oddvita-
störf þau, er bæjarfógeti hefur haft
og enn fremur inundi hann verða for-
maður flestra nefnda og hafa fyrir
þær á hendi aðalframkvæmd starfanna.
Tæki hann því þar á sínar hendur
einnig starf, sem menn hafa orðið
að hafa í hjáverkum með öðrum
ærnum störfúm. Mætti nú fyrst og
fremst búast við því, að sérstakur
bæjarstjóri hefði í för með sér
skjótari og hagkvæmari framkvæmd
málanna en nú er, svo að frá þeírri
hlið er hann að öllu æskilegur. Auð-
vitað er um þetta starf sem annað,
að gagn það, sem bærinn. hefur af
því, er nær eingöngu undir því
komið, hversu nýtur maðurinn er,
hversu hann leggur mikla rækt við
starfið og hvernig hann er hæfur til
framkvæmdanna. En þá er talað er
um stofnun embættis, rýrir það
að engu þörf þess, þó að sá mögu-
leiki sé til, að svo ónýtur maður
verði í það skipaður, að honum tak-
ist að gera starfið einskisvert eða
verra en það. En ætla má, að þeg-
ar menn sjá hvað í húfi er, þá vandi
þeir Valið og láti þar eigi annað
koma til greina en rólega yfirvegun
og athugun á kostum mannsins.
Þá er sú hliðin málsins, sem helzt
mun leika á tveim tungum, sem sé
fjárhagshliðin.
Ráð er fyrir því gert að borga
bæjarstjóranum 4,500,00 kr. laun. En
það er og ráðgert að leggia niður
gjaldkeraembættið, en láta bæjar-
stjórann hafa það á hendi. Koma
því upp í laun bæjarstjórans 1200,00'
kr., laun gjaldkerans, 600,00 kr, inn-
heimtulaun og auk þess ýmiss annar
kostnaður, svo sem bæjarstjórnar-
skriftir, ritfangakostnaður og fl„ svo
að gera má ráð fyrir að helmingur
launanna náist á þenna hátt.
Þá kemur loks það, sem græðist
á þessu meira eða minna óbeint.
Hér að frainan hefur verið minst á
það, hve framkvæmdirnar mundu
geta gengið betur og haganlegar, en
ekki minst á neitt sérstakt. Skal nú
aftur á móti drepið á eitt atriði, sem
blátt áfram ætti að geta goldið að
fullu og öllu annan helming launanna.
Síðan Reykjavík réði bæjarstjóra,
hefur sú ráðstöfun margborgað sig
fyrir það eitt, að síðan hefur verið
færð skrá yfir alla þá er flutt hafa
til bæjarins og vandlega tekið eftir
efnahag þeirra. Síðan þetta ,var
tekið upp, hefur bærinn losnað við
fjölda þurfalinga, sem ella hefðu á
honum lent með alt sitt. í þessu
efni gæti bæjarstjórinn gert meira en
lítið gagn, enda vita Seyðfirðingar
það gerla, að ein fjölskylda getur
orðið dýr, hvað þá margar.
Störf bæjargjaldkera og bæjarfó-
geta sem forstjóra bæjarmála mundu
dragast undir einn mann, er væri sér-
staklega til þeirra launaður og valinn
með tilliti til þeirra. Mætti vænta
að þeim manni gæfist meiri kostur á
að beita sér við störfin en þeim, er
hafa unnið þau íyrir lítið Og ekkert
kaup. Bæjarstjóri yrði einskonar
framkvæmdastjóri nefnda þeirra, er
sjá um hin ýmsu bæjarmál og mundi
skapa meiri hagkvæmni í framkvæmd
starfanna og meira samræmi í allri
stjórn bæjarins. Alleiðing þess ofan-
talda yrði mjnni framkvæmdakostn-
aður, strangara eftirlit og sterkari
trygging1 fyrir því að unnið væri með
framtíðina fyrir augum.
Á morgun mun verða borgara-
fundur um þetta mál. Er það von-
andi, að þeir aðilar þessa máls
sem átt hafa við bæjarstjórnarstörf
hér árum saman, leiði þar glögglega
fram fyrir almenning rök sín fyrir
málinu, og má vera, að þeir, sem eru
ritstjóra „Austanfara" hér kunnari.
færi að því ennþá fleiri og styrkari
rök, að bæjarstjóra sé hér full þörf.
Má ætla að þeir hafi hugsað grand-
gæfilega málið, áður en þeir lögðu
það fram fyrir almenning. Virðist
einnig sem meirihlutinn hafi talið
amálið vel hugsað, þar eð hann vild
eigi leggja það í nefnd, En nú á
borgarafundurinn að koma í staðinn,
og þar gefst fleirum en ella kostur
á upplýsingúm í málinu. Má því
ætla að bæjarbúar fjölmenni og sýni
að þeir leggi rækt við að kynna sér
málið, svo að þeir eigi kasti atkvæði
sínu hugsunarlaust á hvern veginn
sem vera skal.
Hitt og þetta.
Mannalát.
Sunnudaginn var, lést hér á Seyðis-
firði Böðvar Stefánsson, aldraður
maður, faðir Stefáns Böðvarssonar
verkstjóra og þeirra systkina. Var
»
Böðvar öllum að góðu kunnur, vel
gefinn og skemtilega hnittinn í orði.
— Látinn er á Arnórsstöðum á
Jökuldal Þorkell Jónsson bóndi, mað-
ur miðaldra. Lætur hann eftir sig
konu og mörg börn í ómegð. Var
Þorkell hinn nýtasti maður í sinni
stétt og lá síður en svo á liði sínu,
en fleytti fram sem einyrki stórun hóp
barna. Verða slíkir menn eigi um of
metnir, þótt eigi láti þeir mikið yfir
sér.
Svartidaudi.
Skeyti kom fyrrihluta þessarar viku
til bæjarfógetans hér frá dómsmála-
ráðuneytinu, þar sem skýrt er frá
því, að Svartidauði sé upp kominn í
Lissabon í Portugal og Barcelona á
Spáni. Beri því að skoða allar hafnir
í nefndum löndum sýktar. Enn frem-
ur skal beita ákvæðum laga nr. 34,6.
nóv. 1902, um varnir gegn því að
næmir sjúkdómar berist til landsins
frá umræddum löndum. Samkvæmt
22. gr. nefndra laga, skal og bannað
að flytja inn frá Spáni og Portúgal
notað lín, dulur, notað vatt, hnökra-
ull, pappírs afklippur, hár, húðir og
ávexti. Er og bæjarfógeti beðinn að
fara eftir lögum nr. 34, frá 1902. um
meðferð á öllunt skipum frá spönsk-
um eða portúgölskum höfnum. Skip-
um frá Spáni og Portúgal skal og ekki
leyfa samband við land, fyr en úr-
skutður heilbrigöissíjórnarinnar í
Reykjavík er fenginn. Svo er og
bannað stranglega að leggja við land
Víkum skipum.