Austanfari - 25.08.1923, Síða 1
AUSTANFARI
V RIT5TJÖRI OG EIGANDI: GUOM. G. HAGALfN
9. tbl.
Seyöisfiröi, 25. ágúst 1923
2. árg.
Stjórnmálaólagið.
Ástandið nú.
Oftlega hefur áður verið á það
minst liér í blaðinu, hver fjar-
stæða væri flokkaskiftingin nú í
landinu. Jafnaðarmenn eru sá
flokkurinn, sem stefnir að því
pólitiska marki, er ætti að nægja
til þess að mynda flokk, en þó
er jafnaðarmannaflokkurinn í landi
hér hálfvegis viðrini, þar sem
engar línur eru þar dregnar á
milli Bolsivikka og hægfara jafn-
aðarmanna, þeirra flokka, sem í
öðrum löndum vilja ekkert gott
saman eiga. Þá er Framsóknar-
flokkurinn svonefndi, þar sem eru
menn, sem ekkert tengir saman
annað en verzlunarmálin, eða
réttara einskonar ímynduð verzl-
unarhætta, sem hefur vakið hjá
mörinum furðulegt ofstæki. Því að
eins ná verzlunarmálin til stjórn-
málanna, að þar sé um að ræða,
að löggjafarvaldið eigi að grípa
inn í, þ. e. einhver flokkur setj-i
sér að fá verzlunarlög-gjöfinni
breytt í grundvallaratriðum sínum.
En grundvöllur verzlunarlöggjafar
vorrar er frjáls samkepni. Og blað
Framsóknarflokksins hefur einmitt
nú í sumar lýst því yfir með feitu
Jetrí, að það vilji frjálsa verzlun,
framar öllu öðru frjálsa verzlun.
En frjáls er eigi verzlunin, nema
lögin geri öllum þeim er kaup-
sýslu reka jafn hátt undir höfDi.
Og því að eins sést það, hvaða
v ..zlunarfyrirkomulag er heppileg-
ast, að hvortveggju aðilar, kaup-
menn og kaupfélög, hafi jafna að-
stöðu. Og á hverju byggist þá
samvinnuflokkurinn? Spyr sá er
eigi veit. En hitt vita allir, að
einungis um það mál gat flokk-
urinn staðið saman á síðasta
þingi. í öllum öðrum stórmálum
var hann klofinn í svo að segja
jafn marga hluti og þingmenn
voru margir í honum. Og hvar
er þá hinn heilbrigði grundvöllur
hans — og hvar tilverurétturinn ?
En nú skal sýnt enn þá glöggar
fram á það, hversu háttvirtir kjós-
endur og þingmenn hafa verið
skynviltir af heldur en ekki ófyr-
irleitnum leiðtogum.
Flokkaskifting í öðrum löndum
og hér.
í öðrum löndum er tíðust sú
flokkaskifting, að aðalflokkarnir
eru þrír. Eru þar fyrst jafnaðar-
menn, er hafa sérstöðu, þá frjáls-
lyndir menn og loks íhaldsmenn,
hverjum nöfnum sem svo flokkar
þessir nefnast. Raunar eru í sum-
um löndum bændaflokkar, en þar
sem siíkir stéttaflokkar hafa magn-
ast, hefur sprottið af óheilbrigður
reipdráttur, hatursfullar ofsóknir
og jafnvel blóðsúthellingar og bylt-
ingar. Er þar seinasta dæmið hin-
ar blóðugu byitingar í Búlgaríu.
Nú er rétt að athuga, hversu
nærri fer þessari flokkaskiftingu
hér í landi. Er þá fyrst að athuga
hversu þessu er farið í þinginu.
Nýiega hefur „Alþýðublaðið" lát-
ið það í Ijós, að það telji „Fram-
sóknarflokkinn“ hinn magnaðasta
afturhaldsflokk, nema Jónas frá
Hriflu og einhverja aðra. Vita það
og allir, að í flokknum eru blátt
áfram Bolsivikkar, eins og Jónas
frá Hriflu, sem er á yztu rönd
byltingamanna í sumum tillögum
sínum, en þrælslega harðýðgisleg-
ur og ómannúðlegur í öðrum. Má
þar nefna frumvarpið um bann-
lagabrotin. Hefur hann því öll
einkenni Bolsivikka: ófyrirleitni
og fyrirhyggjuleysi annarsvegar,
en harðstjórnaranda og síngirni
hinsvegar. Þá má nefna frjálslynda
menn eins og Þorleif í Hólum,
afturhaldsseggi eins og Svein í
Firði, íhaldsmenn eins og Einar
á Eyrarlandi, ófyrirleitna braskara
eins og Gunnar á Selalæk. Sjá
því allir hve heilbrigð er sam-
kundan.
Þá er að athuga andstöðumenn-
ina.
Má þar nefna frjálslynda menn
eins og Bjarna frá Vogi, Benedikt
Sveinsson.JakobMöller.MagnúsPét-
ursson, Sig. Eggerz o. fl. íhaldsmenn
eins og Magnús Guðmundsson
og hans nánustu skoðanabræður,
og afturhaldsmenn eins og Sigurð
Stefánsson í Vigur. Og nú er rétt-
ast fyrir hvern þann, er vill athuga
þetta mál, að líta umhverfis sig í
sveit sinni og vita hvort hann
finnur þaí eigi sömu andstæðurn-
ar f fylgjendum og andstæðingum
„Tímaklíkunnar“.
Nú munu menn segjð, að jafn
undarlegt sé það, að þeir, sem
séu á móti „Tímaklíkunni“ séu
eigi síður sundurleitir en fylgjend-
ur hennar. En það er eigi undar-
legt. Það er af eðlilegum ástæð-
um. Engan þeirra manna hefur
tekist að blinda, engan þeirra hefur
tekist að fá til. að „gaa paa
Akkord med Uretten“ þ. e. aðhyll-
ast óheilbrigða stjórnmáiastefnu
af ótta við, að illa vegnaði félags-
skap, er vissir mann hafa leitt út
á glapstigu. Andstæðingar „Tíma-
klíkunnar" ganga þess eigi duldir,
að ef flokkaskifting væri heilbrigð,
þá ættu þeir ekki samleið. En ein
mitt það sameinar þá, að þeir
vilja ganga milli bols og höfuðs á
óheilbrigðri stefnu í stjórnmálum.
svo að heilbrigðir flokkar geti
risið upp og menn notið sín í
starfsemi fyrir þjóðfélagið. En
meðan svo er háttað sem nú,
geta engir borið ábyrgð á því
sem fram fer, engin heilbrigð
framsókn náð yfirtökum, ekkert
heilbrigt íhald orðið í meiri hluta.
Enginn heilagur áhugi kemst að,
ekkert sem sameinar um málefni
en ekki menn. Og meðan svo er,
að baráttan stendur um menn en
eigi málefni, veröur stjórnmála-
lífið siðspillandi forarfen, er breið-
ir úlfúð og undirhyggju út manna
á meðal, lamar siðferðisþrekið og
alla heilbrigða viðleitni til vegs og
gengis þjóðinni. Vel má vera, að
eigi sjái þeir þetta, en sú mun
koma tíð, að með ömurleika og
gremju mun þjóðin líta til þeirra
manna er leitt hafa hana út í
slíka ófæru.
Símfréttir.
Erlent:
írland:
Uppreisnarmaðurinn írski, de Val-
era, hefur verið handsamaður og sit-
ur nú í ríkisfangelsinu í Dublin og
bíður dóms fyrir landráö.
Þýzkaland:
Stresemann's-stjórnin í Þýskalandi
talin völt í sessi. íhaldsmenn ein-
dregið móti henni. Mest ber þó á
andstöðunni í Bayern. Iðnaður Þýzka-
lands talinn í voða staddur, sökum
kolaverös. Vinnuteppa fer stöðugt
vaxandi.
/talir
draga saman herlið og er álitið að
þeir muni ætla að nota það tíf árásar
gegn Serbum.
Marokko :
Uppreisnin í Marokko magnast.
Ákaíar orustur síðustu daga og hafa
uppreisnarmenn haft betur. Spánverj-
ar hörfa undan hvarvetna með feikna
mannfalli.
Bandaríkin:
Hinn nýi forseti Bandaríkjanna
heitir Coolidge. Hefur hann tilkynt
að stjórnarstefna Bandaríkjanna
haldist óbreytt, að því er snerfir
Evrópumálin.
Grikkland:
Stjórnin í Aþenu hefur rofið verk-
mannafélögin. En leiötogar verkmanna
hafa svaraö með því, að hefja als-
herjarverkfall yfir alt Grikkland.
Óeyrðir gífurlegar og búist viö Stjórn-
arbyltingu.
Danmörk:
Alþjóðaþing bindindismanna kom
saman í Kaupmannahöfn 22. þ. m.
Innlent:
Atvinnumálaráðherra sigldi, að
sögn í þeim erindum, að semja viö
Norðmenn um lækkun kjöttollsins.
Fyrri Iaugardagsnótt brann í Birt-
ingaholti í Árnessýslu fjós, haughús,
hlaða og skemma. 8 nautgripir brunnu
inni, nokkuö af heyi og' ýmsir munir
í skemmunni. Orsök álitin vera sú,
að aska var borin í flórinn, og neisti
hafi komist í einn básinn og þannig
kviknað í. Bóndinn þar, Ágúst
Helgason, bíður stórtjón af brunanum.
Samningatilraunir milli nefnda út-
gerðamanna og verkamanna hafa
reynst árangurslausar, og er þeim
hætt. Togararnir liggja bundnir viö
hafnargarðinn.
Strandvarnarskipið „Þór“ kom í
gærmorgun inn til Akureyrar meö
norskt síldveiðaskip, sem hann tók
að veiðum við Rauðanúp. Var skipið
dæmt í 300 kr. sekt og veiðarfæri
upptæk. Annað síldveiðaskip kom
strandvarnarbáturinn „Þórður kakali"
ineð í fyrradag til Siglufjarðar og
hafði það fengið sama dóm. /
Á Eyjafirði og Siglufirði eru komn-
ar á land um 240 þús. tunnur síldar.
Þar af um 180 þús. saltaðar og í
krydd, og um 60 þús. til bræðslu.
Úr sveitarbréfi.
Ekki linnir ennþá rógsins eiturnagi
lygum Tryggur langur Tími
loddara „Spurna“ einkasími.