Austanfari - 25.08.1923, Qupperneq 2

Austanfari - 25.08.1923, Qupperneq 2
AUSTANFARl Hveiti 2 teg Rúgmjöl Kartöflur Sykur st. Sykur hg. Hrísgrjón __z= Kaupa Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Baunir Kex 3 teg. Kaffi Bárujárn Kaffibætir Gaddavírskengi • Libby’s-mjólk Umbúðapappír alsk. Gluggagler Gerduft Gaddavír Ullarballa allar íslenzkar afurðir 1— T. L. Imslands erfingjar haía í heildsölu: Handsápur Mustad’s lóðar- Molasykur Raksápur önglaog hneifar Sáldsykur \ í verzlun Fr. Wathne íæst: Laukur á 1 krónu kílóið Appelsínur á 25 au. stk. Hlaupostur á 1,35 kr. kg. Skattfrelsi. Ríkissjóður er, svo sem kunnugt er, sameiginleg eign hverrar þjóðar- heildar fyrir sig. Undir afli hans er komið efnalegt sjálfstæði hennar. Og vr- • því eru komnar verklegarfram- k . ..idir, menningarleg blómgun og allsherjar framþróun. Því er það hverjum sómi, að leggja sem drýgst- í skerf í sjóð síns ríkis, því með því styrkir hann þolmagnið í lyfti- stöng sinnar þjóðar til þroska og sæmdar. En því miður finst mörgum að því fé sé á glæ kastað, sem þangað er greitt og eins og sér sé tekið blóð undan nöglum við innheimtur þess fjár. Til þessa ber jafnvel þrent: 1. að aðferðin til að safna í ríkisfjárhirzluna sé óheppileg. 2. að ógætilega og jafn- vel ranglega sé með hana farið, og 3. að tekjustofnarnir séu ranglátir og komi óréttilega niður á landsmönn- um. Að eins síöasta atriðið skal ofur- lítið nánar minst á hér. Þó skal drepið á, að Ieiöin sem farin hefur verið til að safna fénu í ríkissjóð, er aðallega sú, að myndaðir hafa verið tekjustofnar með því að leggja tolla á vörur, stimpilgjöld á verðbréf, leyf- isbréf og tryggingarskjöl og skatta á eignir og tekjur, atvinnuvegi og fram- leiðslufyrirtæki. Ekki skal út í það farið í þessari grein, að dæma um þjóðhagslegt réttmæti áðurnefndra tekjustofna í eðli sínu. Það ar atriði, sem þarf að athuga út af fyrir sig. En eitt hljóta allir að vera sammála um. Það er það, að hverskonar toll- ar og skattar eiga að koina sem jafn- ast niður á landsmönnum, stéttunum, atvinnuvegunum og framleiðslufyrir- tækjunum, hvort sem um er að ræða landbúnað, sjávarútveg, verzlun eða iðnaðarfyrirtæki, svo framarlega sem ríkið á að vera eitt, Ef þetta er ekki svo, getur helzt ekki veriö um sam- eiginlegan ríkissjóð að ræða. Því all- ar stéttir og atvinnuvegir ríkisins hafa^notið og mun verða framvegis reynt að sjá um að njóti jafnrar hlut- deildar í fjárafla ríkissjóðs, hvort sem það fé svo gengur til opinberrar starf- semi, samgöngubóta á sjó eða landi, til styrktar atvinnuvegum eða iðnað- arfyrirtækjum, til mentastofnana eða annara menningar og hagsmunamála þjóðarinnar. En aftur á móti, ef einhver stétt, atvinnuvegur eða fjárgróðastofnun er undanþegin hinum borgaralegu skyld- um, að því er snertir réttarfarslega sjálfsagða greiðslu í ríkissjóð, þ. e. skattfrelsuð, þá er það það hróplegasta ranglæti oghneyksl- anlegasta réttleysi sem er t i I, svo framarlega sem meðlimir þjóðfélagsins eru borgarar ríkisins og ríkið er eitt. Því slíkir skattfrels- isþegar væru ekkert annað en þurfa- lingar á þjóðarbúinu. Og þaö er sorglegt, að hægt skuli vera að sanna upp á þjóðþing íslendinga svo mikið stjórnmálalegt þroskaleysi og réttar- farslegan menningarskort, að það skuli ekki hafa veriö betur á verði í þeim efnum en það, að hafa látið pólitiskar Ioddaraklær smeygja inn í löggjöfina skattfrelsi fjárgróðastofn- ana eins og kaupfélaganna eð Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. Því þótt, að því er hin einstöku kaupfélög snertir, sé aðeins átt við að undanþeginn skatti sé sá hluti við- skifta hvers félags, sem nefnist pönt- unardeild, þ. e. vörur fyrir fram pant- aðar og ekki afgreiddar gegnum sölubúð með venjulegri álagningu, þá er það fyrst og fremst rangiátt af því, að þessi hluti viðskiftanna dregst, hvar sem er og hvernig sem á er litið, undan réttu og eðlilegu skattamati b*ði hjá innflytjanda og kaupanda. Og að öðru leyti af því, að þetta er svo auðvelt að smjúga í gegnum. Því óvíst er að öll kaupfé- Iög, beinlínis vegna þessarar undan- þágu, gefi eins samviskulega upp til skatts, og vera bæri. Það er hægt að láta sér detta það í hug. Þó kastar tólfum þegar á að fara að setja á stofn gróðavænleg iðnaðar- fyrirtæki, með það fyrir augum, að smeygja þeim inn á skattfrelsisgrund- völlinn undir hinn skyggða hjálm Sambandsins. Á síðasta þingi fengu Þingeyingar lán, 30 þús. kr., úr ríkissjóði til þess að koma á fót hjá sér ullarverksmiðju. Á Húsavík og í nærliggjandi sveitum varð myndarleg þátttaka í þessu fyrir- tæki, svo að söfnuðust Tiðlega 32 þús. kr. Svo skyldi stofna hlutafélag meö þessu fé sem stofnsjóði. En er á stofnfund kom, kom það upp úr kafi sem fáa haföi grunað að einstaka Sambandssinnar og Tímagleiðgosar höfðu gengist fyrir því meðal þátt- takenda fyrirtækisins í sýslunni, að verksmiðjan yrði sett á fót undir Sambandsmerkinu á skattfrelsisgrund- vellinum. Ýmsir réttsýnir menn, sem skilja hvað er unnirstáða heilbrigðs þjóðskipulags, fyltust drengilegri reiði, því þeir vildu ekki að stofnunin væri grundvölluð á smásálarskap og þröng- sýni, það voru menn, sem þótti sómi að því að styrkja ríkissjóðinn sinn. En svo fóru leikar, að þeir urðu í minnihluta og verksmiðjufélagið var stofnað í dýrðarljóma skattfrelsisins(H) sakleyst frá þeirri óhæfu að leggja skerf af gróða sínum í ríkissjóð. En á Akureyri, skamt þaðan, er „Gefjun", líka ullarverksmiöja og lfka hlutafé- lag. Hún er ekki skattfrjáls. Hún ber sig orðið ágætlega, og er forstjóri hennar Jónas Þór, dugnaðarmaðurog hagsýnn. í vinnulaun greiddi hún um 70 þúsund kr. síðastliðið ár. Og hagnaðurinn af rekstri hennar var tæpar 70 þús. krónur. I skatt greiddi hún árið sem leið um 10 þús. krón- ur. Sú stofnun þarf ekki aö bera kinn- roða fyrir skattfrelsis-smáninni og því, að hún ekki greiði sómasamlega upp- hæð í ríkissjóðinn. Hvað er nú rang- Iæti í eðli sínu, ef þetta er það ekki, þegar litið er til þessara tveggja samkynja iönaðarstofnana? Eöa ætli að þeir Þingeyingar, sem að uliar- verksmiðju Þingeyinga standa, njóti ekki eins og aðrir landsmenn, góðs af skattframlagi „Gefjunar" í ríkis- sjóð? Það" dettur víst engum í hug að efast um slíkt. Skattar eru sjaldan vinsælir, en svona ranglæti eykur ekki á vinsæld- irnar, sem ekki er von. Skattfrelsið er sama réttleysið fyrir það, þótt Sambandið lifi undir þeim lög- um, eins og stendur. En slíka óhæfu þarf að nema úr lögum hið bráðasta. Það er svo sem auðséð, hverjum er ætlað, með slíkri löggjöf, að bera þyngstu skattabirðar ríkisins. Auðvit- að kaupsýslumönnum, útgerðarmönn- um,verkamönnum og launu ðumstarfs- mönnum, eða með öðrum orðum kaupstaðabúum og sjávarþorpa yfir- leitt. Þvílíkt réttlæti! Annars ætti hverjum góðum Islend- ing að þykja ánægja og sómi að því, aðmegnaaðgreiðaísem ríkustum mæli réttlátlega krafið framlag í sjóð síns ríkis, alveg á sama hátt og góður meölimur í einhverju félagi hefir áhuga fyrir eflingu félagssjóðsins. En það versta við þetta alt saman er það, að þeim finst, að þeir eiga einsmikiðeða jafnvel meira tilkall en aðrir til ríkissjóðsins þessir skatt- frelsuðu, sem smokra sér undan því • að leggja í hann svo sem þeim ber skylda tH sem borgurum með borg- aralegum réttindum. það er eins og sú eignarréttar ímyndun væri eitt- hvað skyld samábyrgð í aðra ættina og Kommunismanum í hina. Landsbankinn tapar stórfé alt í einu. „Tíminn" og Jónas hafa, sem kunnugra er en frá þurfi að segja, hingað til dregið fjöður yfir það, að Landsbankinn hafi beðið tjón af afurðasölu vandræðunum. Ástæðurnar fyrir því hafa þeir talið þær, að lánveitingar þess banka hafi verið miklu tryggari en íslandsbanka, sökum þess, að sá banki hafi ekki hætt sér út f glæfralegar lánveitingar fyrir sjáv- arútveginn. Hefur þetta þótt nauð- synlegt maðal, þegar ómissandi Tími hefi þótt til þess. að kasta skugga á þennan atvinnuveg lands- manna og æsa landbúnaðarstétt- ina gegn honum með blekkingum og álygum. En nú þykir Tímabært að Ijósta því upp, að Landsbanka útbúið á ísafirði hafi tapað stórfé. Og þá hvorki meira né minna en heilli milljón króna. En ennþá ekki kominn Tími til að segja það sama

x

Austanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.