Skjöldur - 24.11.1923, Blaðsíða 1

Skjöldur - 24.11.1923, Blaðsíða 1
I. árg. 9. tbJ. ssr; Vestmannaeyium, laugardaginn 24. nóvember 1923. Nokkur orð um laun læknanna. t 7. tbl. Skjaldar er fróðleg og skemtileg grein um heilbrigðis- mál, en þar sem það er að eins upphafið, þá gefur hún mikla von um að endirinn verði góður. það er þörf á slíkum greinum, því fátt er það sem lamar eins andlega og likamlega starfskrafta manns- tns eins og langvarandi veikindi. þessum málum er alt of lítið sint af ráðandi mönnum innan þess- arar tátæku og fámennu þjóðar. því þótt launamönnum sje fjölg- að árlega og launahækkun fari fram á launahækkun ofan, þá er lítið gert til þess að vernda fólk, sem verður fyrir slysum eða veik- Indum. frá að þiggja náðarbrauð. Sjúkiingurinn losnar ekki einu sinni við að borga lækninum eins Og eðlilegast væri, því það virð- is vera siðferðisleg og ætti að vera lagaleg skylda rikisins að borga þeim svo að sjúklingurinn þurfi ekki að gera það. Jeg veit ekki til að 1 að hafi verið mikið gert til að rannsaka fátækramál á seínni árum, en jeg hefl hjer fyrir mjer skýrslu milli- þinganefndar þeirrar, sem vann að breytingu á fátækralögunum og rannsakaði hvers vegna menn fseru á sveitina hjer á landi. þetta var árið 1901—1902. þá voru á öllu landinu 2369 þurfamenn og orsakirnar voru taldar þessar: Sjúkdómar og heilsubilun 753 Ellilasleiki 538 Geðveiki 154 Drykkjuskapur 121 Ráðleysi og leti 287 Barnafjölgun og aðrar ást. 516 Guðmundur Björnsson segir um þetta í ritgerð í Skírni; „Skýrslan ber það með sjer, að veikindi eru algengasta and- streymi hfsins, tíðasta orsökin til þess að menn glata sjálfstæði sínu og verða að lifa á náðar- brauði annara“. — það”er satt, að fátt mun vera jafn erfitt sem langvarandi veikindi og fylsta á- stæða til að ljetta undir þá byrði Við tökum til dæmis efnalítinn mann sem er að reyna að hafa ofan af fyrir fjölskyldu sinni og heflr lítið annað en það sem hann vinnur inn daglega. Hann legst veikur, hann missir atvinnuna, það eyðist, það litla sem til er, og hann verður aö skulda fyrir þarflr heímilisins og þar við bæt- ist meðöl og læknishjálp. Astæð- urnar eru ekki góðar. Sama er Brauðsölubúð mín verður flutt sunnudaginn 25. þ m í nýja húsíð við hliðina. Magús Bergsson. hvað úr kann að rætast, en um það skal ekki rætt að sinni. Jeg vænti þess, að mjer færari menn leggi þar eitthvað til málanna því ef ekkert verður gert fyrir al- menning eins og nú horflr við, þá er ástæða til að segja eins og Hannibal forðum: Nú sje jeg forlög Kartagoborgar". A. B. Lítið í gluggana lijá fagmanninum. Framvegis verða til hin gömlu og góðu Landbrauð með kúmmeni í. Einnig verður margt fallegt að sjá í hinni nýju búð. Magnús Bergsson. Bæjarstjórakosningin. Atkvæðaseðillinn við bæjarstjórakosninguna sem fram á að fara næsta þriðjudag, lítur þannig út, að á honum stendur Já og Nei. þeir sem vilja kjósa sjerstakan bæjarstjóra setja skákross, sem sje merkið x fyrir framan Já, hinir setja það fyrir framan Nei. þörfin á því að fá sjerstakan bæjarstjóra er orðin svo augljós öll- um almenningi þessa bæjar, að það ætti ekki að vera þörf á að ræða það frekar í blöðunum. Allir, sem ekki stendur alveg á sama um afkomu bæjarins, verða að fara á kjörstað. Enginn má af kæruleysi láta ónotað at- kvæði sítt, því það er að fljóta sofandi að feigðarósi. Fjölmennið og seijið x fyrir framan Já. að segja um efnamanninn; þótt hann þoli það betur, þá veikir það þó starfskrafta hans og hann getur ekki veitt sveitar, bæjar eða þjóðfjelaginu þann styrk, sem hann myndi annars hafa gert þá er önnur hliðin á þessu máli og það eru læknarnir sjálf- ir. Góðir og skylduræknir lækn- ar eru sú stjett launamanna, sem þjóðin álítur best komnaaðlaun- um sínum. þeir líkjast að því leyti verkamanninum, að þeir koma heim að kveldi þreyttir og þjáðir, hlakka til þeirrar hvíldar, sem þeir fá að njóta í örmum svefnsins, en eru oft nýsofnaðir þá er þeir eru kallaðir út í nótt- ina, út í óveðrið og stundum langar leiðir yfir vötn og veg- leysur. Og hvar eru launin? þeir sjá sjúklinginn og þeir sjá oft meira: Fátæktina hvar sem litið er, grátandi börn og mann eða konu af sjer gengið af' and- vöku og þreytu. Útkoman verð- ur oft sú, að þeir gefa engan reikning eða blátt áfram gefa fyr- irhöfn sína. Slík dæmi munu þekkjast hjer og víðar. þá er þriðja hlið á þessu máli Sumir læknar eru svo dýrir, að fátækir mehn munu draga { lengstu lög að vitja þeira, og slíkt getur haft alvarlegar afleið- ingar, ekki að eins fyrir sjúk- linginn heldur og fyrir hjeraðið sem hann er í, því ef veikin er mjög smitandi, getur húu verið orðin útbreidd áður en það kem- ur í ljós, hvað að manninum gengur. það er nú vonin, að þessi grein í Skildi sem byrjar svo vel, endi með áskorun tíl okkar háa Ál- þingis um að launa svo þessa stjett að sjúklingurinn þurfi ekki að borga læknishjálp eða þiggja hana sem gjöf — eða þá hitt, sem myndi hafa enn meiri þýð- ingu fyrir þenna bæ, að sjúkra- samlag kæmist hjer á. Hver veit Athugasemd. Jeg er greinarhöfundinum hr. Antoníusi, Baldvinssyni þakklát- ur fyrir þann áhuga, sem hann sýnir fyrir því að koma í betra horf tilhöguninni með læknis- hjálp og sjúkrahúsvist fyrir efna- lítið fólk. það er eitt af þýðing- armestu atriðunum í þeirri um- bótaviðleitni í heilbrigðismálum, sem þjóð okkar verður að keppa að í framtíðinni. Sumstaðar, t. d. í Bandaríkjunum eða a. m. k. í New-York — eiga allir kost á ókeypis læknishjálp, og þeír, sem fátæklr eru, fá einnig nauðsyn- lega spítaíavist ókeypis. Auð- vitað notar efnað fólk ekki þess- ar frílækningar, enda er ekki svo til ætlast. Jeg fyrir mitt leyti er — eins og læknastjettin í heild sinni — á móti því að láta lækna fá eingöngu föst laun og enga hlutfallsborgun fyrir einstök verk Jeg álít að það muni draga úr áhuga þeirra fyrir því að standa vel í stöðu sinni og afla sjer á- líts. Hættara við að þeir verði „aktaskrifarar" — reyni að rækja starf sitt þannig, að ekki sje hægt að reka þá frá, en kapp- kosti ekki eins og nú að afla sjer álits, trausts og — fjár. „því er nú andsk. ver, að læknarnir eru bara menn“, sagði hann frændi minn, G. Bj. landlæknir, hjer á árunum í þingræðu. Við höfum okkar breiskleika eins og aðrir menn og höfum gott af þeirri svipu, sem kölluð er frjáls sam- keppni. Hún itiun- gera okkar stjett afkastameiri heldur en það fyrirkomulagið að gera okkur alla að eldishestum á landsjóðs- stallinum. Alþingi tók fyrir nokkrum ár- um það ráð að hækka föst laun hjeraðslækna en láta verkataxt- ann haldast óbreyttan enda þótt öll önnur verkalaun hefðu 3—4 faldast Skv. taxtanum á hjeraðs- læknir heimtingu á 30 aurum um tímann á ferðalögum að degi til, en 50 aurum í næturvinnu. Aðvitað dettur engum, hvorki lækni nje sjúklingi, í hug að fara Ikið úrval af alsk. vörum Yerslun G. J. Johnsen

x

Skjöldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skjöldur
https://timarit.is/publication/243

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.