Skjöldur - 24.11.1923, Blaðsíða 2

Skjöldur - 24.11.1923, Blaðsíða 2
S K JfO L D U R Veíðarfæri það margborgar sig áður en þið festið kaup á veiðarfærum annarstaðar að athuga verð og gæði þessara vörutegunda í verslun undirritaðs. — T. d. kostar þúsundið af hinum alþektu ióðarönglum 7 kr. 25 a. 4 pd. línan 9 kr. 50 a, „ÍTotfærið ykkur þessi ágætis kaup í verslun Með s. s. Gullfoss kom mikið af alsk karlmannavörum, svo sem : Nærfatnaði — Manchetskyrtum — Bindum — Siaufum — Flibbum Hnöppum — Axlaböndum Ermaböndum Khaki- skyrtum — Nankinsfatnaði — Enskum húfum — Peys- um — Treflam — O. fl. o. fl. Smekklgar vörur Ödýrar vörur Brauðsöíubúðunum verður lokað lyrst um sinn kl* 9 h.f. Fjelagsbakaríið Magnús Bergsson U L L lta\ipu \jexsluw &. 3. hæsta verði eftir svo vitlausri gjaldskrá. En aHeiðingarnar af þessu, að föstu launin hækkuðu en taxtinn tækk- aði í hlutfalli við verð peninga, hafa orðið þær, að ýmsir gamiir læknar, sem ætluðu að fara að segja af sjer, sitja enn t embætt- um og fá hæstu laun, þótt þeir sjeu ekki vinnufærir, en aðrir, sem óprúttnir eru, hliðra sjer hjá læknisverkum, af því að þeir geta alt að þvi lifað á föstu laununum. Jeg skrifaði um gallana á þessu fyrirkomulagi í Læknablaðið fyrir 2 árum og sýndi fram á, að sú leiðin, sem er affarasælust fyrir landslýðinn og mest bætandi fyrir læknastjettina, er það, að hafa föstu launin ekki mjög há, en borga læknunum aðallega fyr- ir þá vinnu, sem þeir láta í tje, með öðrum orðum ákveðið fyr- ir hvert einstakt læknisverk. Til þess að þetta komi ekki of hart niður á fátæklingum, þá á aó skylda þá til að vera i sjákra- samlögum, styrktum ríflega af rikisfje, og taxtinn. sem sjúkra- samlagið borgar læknunum eftir, á að vera mun lægri en sá taxti sem efnamenn gjalda eftir. þetta er holl og hagkvæm jafnaðar- stefna í þess orðs besta skiln- ingi, en ekki ójafnaðarúlfur í jafnaðarsauðargæru, eins og kredduföst sameignarstefna ávalt er. Jeg vona. alþýðumenn á ís- landi verði fúsari til að fylgja þessari og annari álíka jafnaðar- mensku, sem lagar sig eftir eðli mannanna og innlendum stað- háttum, heldur en innfluttu út- lendu kreddukenningunum, sem reynt er til að telja þeim trú um að allir alþýðumenn eigi að trúa og fylgja og pólitískir skottulækn- ar í Reykjavík og vikadrengir þeirra úti um land reyna til að mata þá á. þeir menn reyna að fá alþýðuna til að kyngja öfga- kenningum sínum á þann sama hátt og hafður er við krakka, sem eru óþekkirað borða. Börn- unum er lofað, að þau skuli fá sykurmola eða önnur fríðindi, ef þau klári úr grautarskálinni, en alþýðumönnunum er lofað átta stunda vinnudegi og öllum öðr- um veraldlegum gæðum, ef þeir renna niður stefnuskrá þessa flokks, er skreytir sigmeðstolnu nafni frá íslenskri alþýðu. Börn- in eiga að borða eina skeið fyrir pabba og aðra fyrir mömmu, en aiþýðan á að gleypa landsversl- unarbitann fyrir Hjeðinn, sam- eignarsúpugutlið fyrir Ólaf og ráðstjórnarkássuna fyrir Hall- björn. Ef sjúkrasamlag kæmist á í þessu formi, sem bent hefir verið á, þá væri öllum efnalitlum mönn- um trygð læknishjálp og spítala- vist fyrir mjög sanngjarnt verð Vonandi verður þess ekki langt að bíða, því læknastjettin hefir lýst sig því samþykka. Jeg bar upp á læknaþinginu 1922 tillögu um að skora á Alþing og lands- stjórn að koma sem fyrst á slík- um skyldusjúkrasamlögum í átt við það sem tíðkast víða erlend- is og sú tillaga var samþyktmeð miklum meiri hluta, þótt árangur hafi enginn sjesf enn. Síðan jeg kom hingað til Eyja, hefi jeg oft sjeð og fundið þörf- ina á sjúkrasamlagi hjer og ætl- aði fyrir 2 árum að reyna að koma því á. Jeg færði það því t tal við hjeraðslæknirinn og lyf- salann,hvort þeir vildu ekki vera með í því að veita sjúkrasanii- lagi et það yrði srofnað hjer, talsverðan afslátt frá venjulegum taxta. Jeg átti ennfremur tal við nokkura menn úr verkamannafje- laginu „Drífandi" og spurði þá að, hvort fjelagið myndi ekki vera fúst á að snúa sjúkrasjóði sínum upp í reglulegt sjúkrasam- lag. Allir þeir sem jeg spurði af þessu, bjuggust við að það inyndt ekki . fást. Mjer leist þá ekki mikil v»o þess, að úr framkvæmd- um yrði og hafðist því ekki frek- ar að, enda stóð þá utanferð mín fyrir dyrum. Nú eru tímarnir orðnir breytt- ir, gjaldþol manna minna en áð- ur var og því meiri þörf á slíku samlagi. Jeg vona því, að verka- mannafjelagið sjái hvílik nauðsyn það er að tryggja verkamennina hjer fyrir þeim skaða, sem sjúk- dómar og heilsuleysi ávalt hafa í för með sjer, og breyti nú sjúkra- sjóði sínum í það form. Jeg tel sjálfsagt, að bæjarstjórnin virði það eife og vera ber og styðji það samlag árlega með talsverðu fjárframlagi. Sjálfur er jeg fús til að láta í tje þær upplýsingar og þau ráð sem jeg er megnug- ur 00 hjeraðslæknirinn og jeg munu báðir verða sanngjarnir í samningum við væntanlegt sam- lag, enda getur ekkert sjúkrasam- lag átt sjer stað án samkomu- lags við þá lækna sem á siaðn- um eru. Jeg ætla ekki að fjölyrða meira um þetta mál að sinni, en vil að eins lýsa ánægju minni yfir því, að einn af daglaunamönnun- um hjer í bæ liefir vakið umræð- ur um þetta þarfamál í Skildi, blaðinu sem sumir telja sett til höfuðs alþýðunni. Mjer er á- nægja að því að birta hjer í blað- Inu fleiri greinar frá alþýðumönn- um, sem vilja ræða opinberlega og með stillingu nauðsynjamál stjettar sinnar. Skjöldur er til fyrir alla Eyjabúa jafnt, engu síð- ur fyrir fátæka en rika og er ekkert klíkublað, eins og líka er auðsjeð á því, hvernig útgáfu- nefndin er skipuð, og honum er því ljúft að flytjá greinar um ölj þau mál, sem geta orðið almenn- ingi tii gagns og eyjunum til sóma. Ritsljórinn. Viðbót. Síðan ofanskráð var ritað hef jeg átt tal við Eirík Ögmundsson bæjarfulltrúa og tel- ur hann iíklegt, að verkamanna- fjelagið væri fúst á að breyta sjúkrasjóði sínum í varasjóð fyr- ir sjúkrasamlagið, ef það kæmist á. það gæti einnig verið heilla- ráð. Ritstj• Nsesta blað Skjaldar kem- ur út næstkomandi mánudag. Strauboltarnir góðu eru nú komnir aftur í verslun & 3* 3o^$eu Auglýsingar. Vil selja 4 nýja stóia, nöt- aðan „divan“, „buffet“ og klæða- skáp. LÁRUS J. JOHNSEN. I Tek að mjer saum á yngri og ' eldri karla og konur. Ólafa Óladóttir, Sólheimum. Tek að mjer að þvo þvocta - fyrir þá sem oska þess. Gíslína Gísladóttir Hjálmholti. Eg undirrituð tek aö mjer að hreinsa og pressa föt.Verð 3kr Sigríður Sigurðardóttir Fögrubrekku. , Gólfmottur n'Österkar, 3 tegundir-fást í versl. G. .1. Johm§en. | Kaupi liæsta vnrni J ' & silfur og nikkel peninga', Í® Magnús Bergsson. Saumavéiar hvergi betri en í verslun Cjf. J. Johiiiseii. I verslun 3 ówssowav er best að kaupa tóbaksvörur, Svínasylía WST Skinke Rúlluskinke Leverposiej er nýkomið í verslun Cjf. J. Jolintsen. Lesið Allur umbúðapappír og pokar mjög ódýr, fæst í versluninni á REYNI Komið Skoðið Kaupið O S t a r 3 tegundir nýkomnar í verslun Cjf- *J. Johusieii. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: P. V. G. Kolka. Prentsmiðja Vestmannaeyja.

x

Skjöldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skjöldur
https://timarit.is/publication/243

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.