Alþýðublaðið - 27.01.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.01.1967, Blaðsíða 10
Starfsfólk Brunabótafélags íslands; talið’ frá vinstri Erlendur Þorsteinsson, Hilmar Pálsson, Sigríður Jör undsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Kolbrún Ililmarsd óttir, Sigríður Eggertsdóttir, Þórður Jónsson, Ingi- björg Sigfúsdóttir, Grétar Jónsson, Margrét Böðvars íóttir, Bjarni Guðlaugsson, Ingigerður Eyjólfsdóttir, Sigrún Aspelund, Guðmundur Pétursson, Aðalbjörg Vífilsdóttir, Sigurður Wium, Eiríkur Lárusson, Eester Ólafsdóttir og Guðný Jóhannesdóttir. (Mynd: Bjarnl.) BRUNABÓTAFÉLAGIÐ 50 ÁRA Framhald úr opnu. 1956. Nú um þessar mundir flyt ur félagið skrifstofur sínar á milli íhúsa í nýtt og glæsilegt hús nr. 103 við Laugaveg, en þar hafa ver ið innréttaðar skrifstofur fyrir starfsemi þess. Félagið festi kaup á meiri hluta af húsi þessu í bygg ingu, en meðeigandi er Samband ísl. bankamanna, sem á 5. hæð hússins. Hefir því verið búið vel í haginn fyrir starfsemi félagsins hvað húsnæði snertir um alllanga framtíð. Jafnframt hefir verið unnið að því að bæta aðstöðu umboðsskrif stofanna úti um landið. Sumsstaðar úti á landi eru um boðsmenn félagsins í eigin hús næði þess, en umboðsmennirnir 1 eru um 200 talsins, einn í hverju sveitarfélagi á landinu. VARA- OG TRYGGINGA- SJÓÐIR, ÚTLÁN. Hreinn varasjóður félagsins nem ur nú kr. 51.500.000.00, en séu tryggingasjóðir taldir með, nema sjóðir samtals kr. 71.700.000.00 Nytsemi þessara sjóða fyrir við- skiptamenn félagsins og þjóðfé lagið í heild má lýsa á eftirfar andi hátt. 1. Þeir eru nauðsynleg trygging fyrir því að félagið sé þess megn uigt að standa við þá ábyrgð, er það tekur á sig gagnvart viðskipta mönnum sínum. 2. Varasjóðirnir tryggja jafn- vægi í rekstri félagsins frá ári til árs og tryggja að iðgjaldakjör verða hagstæðari og ekki eins háð sveiflum eftir tjónaþunga ein- stakra ára . 3. Félagið getur tekið stærri hluta af tryggingum í eigin á- hættu og um leið minnkað þörf ina fyrir endurtryggingu, sem í flestum- tilfellum er sama og gjald eyrissparnaður. 4. Varasjóðurinn kemur hinum tryggða og þjóðfélaginu í heild að notum í formi lánveitinga, sem veitt eru til nauðsynlegra og nýt samra framkvæmda. Við ávöxtun sjóða félagsins hef ir verið fylgt þeirri meginreglu að dreifa lánsfénu til hinna ýmsu bæjar- og sveitarfélaga og ann arra viðskiptamanna í sem rétt- ustu hlutfalli við viðskipti þeirra við félagið. Þau lán, sem hafa ver ið látin sitja í fyrirrúmi er lán til slökkvitækjakaupa og lán til vatns veituframkvæmda. Eru BÍðar nefndu lánin langstærsti flokkur útlána félagsins. Þá hafa og verið veitt lán til skólabygginga og fé lagsheimila í sveitum. BRUNAVARNIR. Félagið hefir frá því að Bruna- varnaeftirlit ríkisins var sett á fót kostað þá stofnun. Einnig hefir | félagið lagt mikla áherzlu á að ' stuðla að uppbyggingu öflugra brunavarna sem víðast, svo mögu leikar væru sem beztir að tak marka eða forða tjóni. Hefir fé- lagið á undanförnum áratugum varið um tug milljóna til lán- veitinga &g styrktar við kaup á slökkvibílum og tækjum. Félagið rekur í Hafnarfirði verk stæði, þar sem hér áður, með an erfitt var um innflutning bif reiða, var byggt yfir 30 slökkvi bifreiðir auk þess smíðuð og útbú in margs konar tæki og slökkvi áhöld. Nú er svo komið að mjög sæmi legar brunavarnir eru í flestum kaupstöðum og kauptúnum. í dreifbýlinu hefir félagið haft for göngu um að sameina sveitarfélög in um kaup á slökkvibilum eða tækjum, þar sem aðstæður til slíks samstarfs hafa verið fyrir hendi. Hefir þetta víða borið árangur, en I þetta verkefni sem aldrei verður ; að fullu leyst, heldur þarf sífellt að fylgjast með tímanum og auka og endurbæta eftir því sem reynsla og ný tækni leyfir. FRAMTÍÐAR- HORFUR. Um framtíðarhorfur er það að segja, að þær eru mjög góðar — félagið er fjárhagslega traust og starfsmenn þess hafa fúllan hug á því að fylgjast méð í þróun trygg ingarmála, svo hægt sé á hverj- um tíma að veita viðskiptamönn um þau hagkvæmustu trygginga kjör sem fáanleg eru og góða þjónustu í hvívetna. Brunabótafélagið vill halda uppi heiðarlegri samkeppni í tryggijjg armálum og eiga um leið góða samvinnu við önnur tryggingar- félög. Bfunabótafélagið er starfrækt til að efla hag og öryggi viðskipta manna sinna, enda er Brunabóta félagið þeirra eign. Skýrasta dæm ið um það er, að á undanförnum 10 árum hafa viðskipta menn feng ið greiddan arð eða ágpðahluta er nemur kr. 21.229.348.94. Þessir menn hafa veitt félaginu forstöðu: Sveinn Björnsson, frá 1. janúar 1916 til 31. júlí 1920, Guð mundur Ólafsson, hæstaréttarlög- maður frá 1. ágúst 1920 til 31. á- gúst 1922. Gunnar Egilsson frá 1. september 1922 til 25. maí 1925, Árni Jónsson frá Múla, frá 26. maí 1925 til 30. september 1928. Hall dór Stefánsson fv. alþingism. frá 1. október 1928 til 31. maí 1945 Stefán Jóh. Stefánsson, fyrrv. for sætisráðherra, frá 1. júní 1945 til 1. september 1958, er hann tók við j sendiherraembætti íslands í Dan ! mörku og Ásgeir Ólafsson frá 1. í september 1958 og síðan. í ráð | herratíð Stefáns Jóh. Stefánsson | ar, árin 1947—1949, var Sigurjón Jóhannsson þá skrifstofustjóri, sett ur forstjóri. Frímerki Framliald af 6. síðu. nafn Síbelíusar, ásamt ártölum og mynd hans. Tónskáldið dó 1957 og 8. desember það ár kom út eitt frímerki — sorgarfrímerki — 30 mörk, grá-svart að lit, upplag 2 milljónir, tökkun 14. — Svo var það árið 1965 að Finnar gefa út tvö frímerki til minningar um 100 ára afmæli tónskáldsins. Þau eru að verðgildi 0,25 og 0.35 mörk og liturinn fjólublátt og blágrænt. Upplag 2 millj., tökkun 14. — Síbelíus er höfðingi í ríki tón- listar Finna og allra hinna Norð- urlandanna. Ekki er ólíklegt að hann eigi enn eftir að sjást á frí- merkjum Finna eða annarra Norð- urlanda. VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiöja Alþýðublaðsins MIÐBÆ, I. og U. HVERFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI NJÁLSGÖTU LAUFÁSVEG RAUÐARÁRSTÍG GRETTISGÖTU ESKIIILÍÐ GNOÐARVOG SÓLHEIMA SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, EFRI LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLIN FRAMNESVEG TRILLUBÁTUR ÓSKAST 2ja - 3ja tonna trillubátur óskast til kaups. Upplýsingar í símum 36661 og 36759 . 27. janóar 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.