Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKVDAGUR 8.0KTÓBER 1997 . FRÉTTIR rD^ir Hvað á barnið að heita? Ekki hvað sem er þvi ekki eru öll nöfn samþykkt af mannanafnanefnd. Lusifer Ká pg Rosmarie Yrí Mannanafnanefnci hefnr hafnaö 17 nöfniun sem fyrir hana hafa verið lögð. Af þessum nöfnum eru 7 þar sem ritmynd nafn- anna er hafnað en ekki nöfnunum sjálfum. Hvað eiga börn sem heita Katarínus, Kaprasíus, Kaleb, Knörr, Kristens, Kaja og Katinka sameiginlegt? Jú, þau byrja öll á K, en það er fleira. Þetta eru aÍlt nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt. Drengjanöfnin Antonio, Ben, Ká, Kosmo, Lusifer og Werner hlutu ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar. Hins vegar voru samþykkt nöfn eins og FRÉTTAVIÐ TALIÐ Rúben, Rólant, Sandri, Aríel, Reidar og Steinmann. Hjá stúlkunum var Rosmarie, Stef- anie, Yri og Yrí hafnað. Meðal þeirra naíha sem samþykkt voru eru nöfn eins og, Rósinkara, Sabrína, Evíta, Jasmín, Maídís, Ynja og Mey. Samkvæmt mannanafnalögum er prestum skylt að bera nöfn sem ekki eru á mannanafnaskrá undir manna- nafnanefnd. Eitthvað hefur borið á því að prestar hafi ekki gegnt þessari skyldu sinni. Halldór Armann Sigurðs- son, formaður mannanafnanefndar, segir þetta vandamál fara minnkandi og í sama streng tekur Baldur Krist- jánsson biskupsritari. Baldur segir að haldnir hafi verið fræðslufundir með prestum um mannanafnalögin og því verði beint til þeirra að fara eftir þeim. Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri á Hagstofu Islands, segir það óþægi- legt fyrir alla aðila ef barn er skírt nafni sem ekki fæst samþykkt. Það sé mun betra að gengið sé úr skugga um slíkt áður en barn er skírt. Kristján Arnason, formaður íslenskr- ar málnefndar, sagðist ekki vilja tjá sig mikið um þetta mál þar sem hann hefði ekki séð skýrslu eftirlitsnefndar mannanafnalaga. Hann sagði það hafa verið skoðun málnefndarinnar þegar drög að breytingum á mannanafnalög- um voru lögð fyrir hana að skynsam- legt væri að fara sér hægt við að rýmka ákvæði laganna. Kristján segir að stærsta málið sé að halda í séríslenskar hefðir og nefnir Kristján þar sérstak- lega föðurnafnahefðina. Hann telur mikilvægt að sporna eftir því sem hægt er gegn ættarnöfnum sem myndu kaf- færa þessa hefð okkar. — HH í heita pottinum er fullyrt að lætin útaf heim- sókn taívanska varaforsetans hingað til lands hafi komið fáum meira á óvart en honum sjálf- um. Maðurinn er sagður vera, vara-eitthvað í heimalandi sínu og bera áhyrgð á ferðamálum. Hann sé hingað komiim til að hitta mr. Oddsson, eins og frægt er orðið, en gár- ungar í pottinum segja að maðurinn hafi átt við Magnús Oddsson, ferðamálastjóra, en ekki for- sætisráðherrann. Taivaniim standi reyndar enn í þeirri meiningu að hann sé að fara á fund ferða- málastjóra og skilji ekkert í þvl að heimspressan standi á öndinni yfir þessu og Kinverjar séu famir' að skella aftur viðskiptadyrum hér og þar.... í heita pottinum heyrist að menn séu þegar fam- ir að velía fyrir sér hver verði næsti forstjóri Osta- og smjörsölunnar en Óskar Gunnarsson fer að komast á tíma. Nú þegar tala menn um að þrír menn séu verulega heitir í jobbið en þeir eiga það sameiginlegt að vera allir stjómarmenn í fyrir- tækinu núna. Þetta em Þór- arinn E. Sveinsson mjólk- ursamlagsstjóri á Akiu'eyri, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Sauðár- króki og Borgnesingurinn og kaupfélagsstjórinn Þórir Páll Guðjónsson... Vandamál með áfengi hefur löngum viljað loða við íþróttahreyfinguna. Slík vandamál geta þó ekki verið til staðar hjá knattspyrnumönnum hjá Vesturbæjarliðinu KR vegna þess að þar heldur sjálfur Björgúlfur Guðmundsson um stjómartaumana. Hann er eins og flestir vita fyrrverandi formaður SÁÁ og heldur ásamt þús- undum annarra landsmamia hátíðlegt 20 ára af- mæli samtakaima um þessar mundir. Matthildur Sigurjónsdóttir varaformaður Einingar og nýkjörinn fortnaðurAN. Þing Alþýðusambands Norðurlands (AN) varhaldið um sl. helgi og sendi frá sér ályktun um heilbrigðismál Ómennskt álag á sjúkrahúsum Matthildur segist ekki búast við neinum breytingum á starfsemi AN þótt kosinn hafi verið nýr formaður, AN sé meira samnefnari fyrir norðlensk verkalýðsfélög, þótt vissu- Iega komi það t.d. að kjaramálum. „Þetta þing mótaðist af því að samningar gilda til aldamóta en umræður um atvinnu- og kjaramál voru mjög viðamiklar. Megin- verkefni næstu ára í atvinnumálum verka- fólks er efling grunnmenntunar og stöðugr- ar starfsmenntunar. Bætt menntun er grundvöllur aðlögunar að örum breytingum á vinnumarkaði. I ályktun þingsins segir m.a. að nauðsynlegt sé að stórauka fjár- framlög til starfsfræðslunámskeiða fyrir ófaglært verkafólk. Það íjármagn sem ætlað er í þennan málaflokk hefur farið sí minnk- andi ár frá ári. Traustari og fjölbreyttari undirstöðumenntun ásamt góðri verk- og tækniþekkingu er ekki hægt að sinna án verulegs fjármagns. Mennta- og atvinnu- stefna sem treystir undirstöðu þróunar og framfara í þessu landi á að fara saman. Sjúkrahúsin á landsbyggðinni eiga að spara 80 milljónir króna á þessu ári, eða um 5% af rekstrarafkomu, og um 160 milljónir króna á næstu árum. Niðurskurðurinn er þegar í hámarki, það er hæpið að auka hann nema með því að leggja niður deildir, en í dag er óheyrileg vinna lögð á starfsmenn sjúkrahúsanna og álagið nánast ómennskt. Reikningar vegna heilbrigðisþjónustu streyma inn á heimili þeirra sem síst mega við því, þ.e. íbúa landsbyggðarinnar, ef sér- fræðiþjónustan á öll að flytjast til Reykjavík- ur. Þingið taldi að efla mætti heilbrigðis- þjónustu á Norðurlandi með auknu sam- starfi sjúkrahúsa á svæðinu og með því að samdráttartillögum stjórnvalda linni.“ - Þing AN ályktaði um fikniefnavancl- ann og hvatti til samstillts átaks utn allt þjóðfélagið gegn fikniefnabölvaldinum. Telur þú það í verkahring verkalýðssam- taka að álykta um það mál? „Hvaða mál eru verkalýðshreyfingunni óviðkomandi? Það var full samstaða um þessa ályktun sem og aðrar sem þarna sáu dagsins ljós. Mín persónulega skoðun er sú að allt sem verkalýðshreyfing getur áorkað gegn fíkniefnavandanum á hún að styðja af alhug.“ - Miðstjórn sambandsins var falið að skipa 3ja manna „Viðbragðanefnd“ sem sjái m.a. um skipulagningu og fram- kvæmd mótmælaaðgerða. Hvert er henn- ar verkefni? „Ríkisstjórnin hefur stöðugt verið með mál í gangi sem hafa verið bein árás á kjör launafólks í Iandinu og þá er gott að eiga nefnd sem er til staðar til að fylgjast með því og móta tillögur um það hvernig skuli brugðist við þeim árásum. Nefndin leggur tillögurnar síðan fyrir miðstjórn Alþýðusam- bands Norðurlands til endanlegrar ákvörð- unar.“ - gg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.