Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 10
10- MIBVIKVDAGUR 8.QKTÓBER 1997
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra
ræðir stjórnmálaviðhorfið
á hádegisverðarfundi á
Hótel Borg á morgun
9. október
kl. 12.00 - 13.30.
Iládegisverður kr. 1.100.
Allir velkomnir.
Fundarboðandi Ólafur Örn
Haraldsson, alþingismaður.
FRÉTTIR
Steingrfmur Hermannsson, seðlabankastjórí, er 1 af 17 stjórnarmönnum íThe Millennium Institute f Bandaríkjunum. Stjórnar-
menn fá ekki greitt fyrír störfsin, né heldur ferðakostnað, en hann hefur Seðlabankinn reyndar greitt fyrir Steingrím til þessa.
^P^Vestlendingar!
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsins á Vesturlandi verður haldinn í
Félagsbæ í Borgarnesi, sunnudaginn 17.
október n.k. og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Undirbúningur landsfundar
3. Önnur mál
Stjórn kjördæmisráðs.
- fyrir þig!
Munið slátursölu í Hrísalundi
frá kl. 13 til 18
og laugardaga 10 til 14.
Hrossabjúgu fín
kr. 290 kg
Grísakambsneiðar
kr. 498 kg
Greipe hvftt kr. 97 kg
Greipe rautt kr. 97 kg
Avocado kr. 179 kg
lceberg salat kr. 193 kg
Nói Nizza 3 stk kr. 126 pk
Frystipokar 18 kr. 73 pk
Frystipokar 24 kr. 11 pk
Hrísalundur sér um sína
Sæluríki Steingríms
Sextán menn eiga sæti
í stjóm Millennium
stofnunarinnar í
Bandaríkj uiiiun, auk
Steingríms Her-
mannssonar, sem
sinnt hefur stjómar-
setunni á kostnað
Seðlabankans.
Steingrímur Hermannsson,
seðlabankastjóri, er einn 17
stjórnarmanna í The Milliennum
Institute í Bandaríkjunum, sem
svo mjög hefur verið fjallað um
vegna ferða hans þangað á kostn-
að Seðlabankans.
Stjórnarmennirnir eru flestir
bandarískir og þekktlr af störfum
sínum að umhverfismálum, en í
stjórninnni eiga einnig sæti
menn frá Afríku, SuðurAmeríku
og víðar. Steingrímur er eini fyrr-
verandi ráðherrann í stjórninni.
Millennium stofnunin, sem
samkvæmt orðabók mætti kalia
Þúsund ára - eða Sæluríkisstofn-
unina, á rætur að rekja til skýrslu
um umhverfismál, sem unnin var
fyrir Jimmy Carter, Bandaríkja-
forseta, Global 2000. Hún byg-
gði á ítarlegum 3 ára rannsókn-
um á líklegum breytingum á efn-
hag, auðlindum, fólksfjölda og
umhverfi jarðarinnar á 21. öld-
inni. Dr. Barney, höfundur
skýrslunnar, stofnaði the
Millennium Institute, og er
markmið hennar að vinna að
sjálfbærri þróun. Stofnunin
stundar rannsóknir á öllum svið-
um umhverfismála, bæði fyrir
einstök ríki og samtök.
Styrkt af SÞ
Sameinuðu þjóðimar, Rockefeller
stofnunin og fleiri styrkja starfsemi
Sæluríkisstofnunarinnar. Þar
vinna 11 manns, auk þess sem
stofnunin nýtur krafta fjölmargra
sérfræðinga víða um heim.
I stjórninni sitja sem fyrr segir
17 menn. Þeir fá ekki greitt fyr-
ir stjórnarsetuna og verða sjálfir
að kosta ferðir á fundi, sem
haldnir eru þrisvar á ári f höfuð-
stöðvum stofnunarinnar í
Virginíu. Samkvæmt upplýsing-
um frá stofnuninni er stjórnar-
mönnum séð fyrir gistingu og
fæði meðan á dvöl þeirra stendur
og þeim endurgreiddur útlagður
kostnaður ef farið er fram á það.
-VJ
Skoða málið fái ég
formlega beiðnl
Bankaráð Seðlabank-
ans leitaði í vor er
leið til viðskiptaráð-
herra vegna ferðalaga
Steingríms.
Bankaráð Seðlabankans leitaði
til mín í vor og spurði hvort ég
teldi að umhverfismál og fram-
tíðarþróun á því sviði heyrðu
undir verksvið Seðlabankans. Ég
svaraði því á þann veg að ég teldi
að almennt heyrðu þessi mál
undir umhverfisráðherra. Það
yrði hins vegar að vera mat þeirra
sem bera ábyrgð á rekstri bank-
ans hverju sinni hvernig þeir líta
á þetta hlutverk sitt og hlutverk
bankans er skilgreint í Iögum,"
sagði Finnur Ingólfsson, við-
skiptaráðherra, þegar hann var
spurður hvort hann ætlaði að
skipta sér af þeirri deilu sem nú
er uppi milli Steingríms Her-
mannssonar bankastjóra og
Þrastar Ólafssonar formanns
bankaráðs Seðlabankans, vegna
ferðalaga Steingríms.
Eins og fram kom í Degi fyrir
helgina banna lög um Seðla-
banka stjórum hans setu í stjórn-
um stofnana og fyrirtækja utan
Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra
segir þá sem bera ábyrgð á rekstri
bankans verða að ákveða hvernig þeir
túlka hlutverk hans.
bankans. Þess vegna hafi ferða-
kostnaður Steingríms Her-
mannssonar á stjórnarfundi Mil-
lenium Institute ekki staðist lög.
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra var spurður hvort hann
ætlaði, sem æðsti yfirmaður
bankamála í landinu, að skoða
þetta mál sérstaklega?
„Samkvæmt þeirri umræðu
sem átt hefur sér stað um þetta
mál að undanförnu fæ ég ekki
betur séð en að átt hafi sér stað
misskilningur á milli Steingríms
Hermannssonar og Þrastar
Ólafssonar um hvaða heimildir
Steingrímur taldi sig fá og hvaða
heimildir Þröstur Ólafsson segist
hafa veitt. Ég tel mig ekki geta
skipt mér af þessu máli eins og
það liggur fyrir núna. Mér finnst
þetta snúa að hinum daglega
rekstri bankans. Verði ég hins
vegar beðinn um það formlega,
af bankaráðinu, mun ég að sjálf-
sögðu skoða það,“ sagði Finnur.
Hann bendir á að yfirstjórn
Seðlabanka Islands sé í höndum
viðskiptaráðherra og bankaráðs.
Viðskiptaráðherra skipar banka-
stjóra að fenginni tillögu banka-
ráðs. Hinir þrír bankastjórar
Seðlabankans mynda síðan
stjórn bankans sem ber ábyrgð á
rekstri hans. Bankaráðið ákveður
hins vegar Iaun og önnur ráðn-
ingarkjör bankastjóranna.
„Það sem þarna er verið að
deila um eru auðvitað önnur
ráðningakjör. Bankaráðinu er
falið þetta samkvæmt lögum og
það er ekki ætlast til þess að við-
skiptaráðherra sé með daglegt
eftirlit eða sé að fást um dagleg-
an rekstur Seðlabankans. Það er
í höndum bankastjóranna og
bankaráðsins," sagði Finnur Ing-
ólfsson. — S.DÓR