Dagur - 10.10.1997, Síða 5

Dagur - 10.10.1997, Síða 5
 FÖSTUDAGUR 8.OKTÓBER 1997 - S FRÉTTIR Kína slær Tævan brátt út Heimsókn varaforseta Tævans kann að ógna viðskiptahagsmunum, en útflutningur til Kína hefur margfaldast. Útflutuingur til Tævans er flnmifaldur á við Ktna. En það er skammt í að þetta snúist við að mati út- flytjenda. Verðmæti útflutnings til Tævan nam fyrstu sex mánuði ársins 1460 milljónum króna. lslend- ingar keyptu vörur á móti fyrir 612 milljónir króna. Þetta er fimm sinnum meira en flutt var út til Kína ef miðað er við sama tímabil en athygli vekur að þótt aðeins hafi verið selt út til Kína lyrir tæpar 300 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins, er það 15- földun frá fyrri árshelmingi í fyrra. Þá keyptu Kínverjar vörur fyrir aðeins 19,6 milljónir króna en seldu Islendingum fyrir 859 milljónir. Snýst bráðum við Vöruskiptajöfnuðurinn er með öðrum orðum hagstæður við Tævan en óhagstæður gagnvart Kína. Ef útflutningssprengingin í ár er tekin með í reikninginn má hins vegar álykta að stutt sé f að dæminu verði þveröfugt farið. Þá skoðun styður Friðrik Jónsson, útflytjandi hjá Silfurtúni, en fyr- irtæki hans hefur flutt út vörur fyrir um 100 milljónir króna til Kína í ár, aðallega vélar fyrir pappírsendurvinnslu. „Það er engin spurning að Kína á eftir að verða mun mikilvægara við- skiptaland en Tævan innan skamms tíma. Við erum að selja þeim Ijölbreytta þekkingu á ýms- um sviðum s.s. í jarðhita og sjáv- arútvegi," segir Friðrik. Tævönsk viöskiptaskrif- stofa? A fundi Davíðs Oddssonar með varaforseta Tævans í fvrrakvöld bar ferðamál og önnur viðsldpta- mál aðallega á góma. Forætisráð- herra sagði eftir fundinn að ekk- ert væri þvf til fyrirstöðu að Tævanar kæmu á fót viðskipta- skrifstofu á lslandi. Kínveijar juku enn þrýsting á íslensk stjórnvöld í gær og ítrekuðu mótmæli sín. Málið hefur hlotið æ meiri um- fjöllun í kínverskum fjölmiðlum og nálgast heimsathygli. Fimm daga óopinberri heim- sókn tævanska varaforsetans og fylgdarliðs hans hér á landi Iýkur í dag. Kínversk stjórnvöld ftrek- uðu í gær harðorð mótmæli gegn heimsókninni. Þeir telja að Isl- ensk stjórnvöld séu með því að hitta varaforseta Tævans að skipta sér af innanríkismálum Kínverja. Kínverjar segja að afleiðingar þessa séu á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. — Bl> Héraðsbúar verðlaunaðir Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, og Árni Sigfússon, formaður FÍB, kynntu í gær skýrslu um hagnað blleigenda af aukinni samkeppni á tryggingamarkaði. - mynd: hilmar Bíleigendur spara á FÍB Upplýsingamiðstöðin og tjald- svæðið á Egilsstöðum hlutu um- hverfisverðlaun Ferðamálaráðs 1997 en þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt. 1 fyrra fékk Norðursigling á Húsavík verðlaunin. Verðlaunin eru höggmynd eftir Hallstein Sigurðsson, sem Halldór Blön- dal, samgönguráðherra, afhenti á ferðamálaráðstefnu Ferða- málaráðs sem hófst á Blönduósi í gær og lýkur í dag með því að gerð verður grein fyrir könnun sem gerð hefur verið á viðhorf- um erlendra ferðamanna á Is- landi, en fyrir liggur niðurstaða fyrsta heila ársins sem könnun- in nær til. I úrskurði dómnefndar um umhverfis- verðlaunin segir m.a. að upp- bygging tjald- svæðisins hafi Halldór Blöndal staðið allt frá samgönguráð- árinu 1968, en í herra afhenti í dag sé það í gær Upplýsinga- höndum Ferða- miðstöðinni á Eg- miðstöðvar Aust- ilsstöðum um- urlands. Eðli hverfisverðlaun þjónustunnar Feröamálaráðs. hafí færst (rá því að vera venju- legt tjaldsvæði í að vera þjón- ustustaður sem leggur sérstaka áherslu á umhverfismál og fræðslu um staðhætti og sögu. Allt ytra umhverfi, sorpflokk- un, gönguferðir og fræðsla gera það að verkum að þeir sem nýta sér þjónustuna fara af staðnum fróðari um umhverfismál og staðhætti. Það sem gerir tjald- svæðinu á Egilsstöðum kleift að standa svo vel að málum er markvisst starf bæjarins að um- hverfismálum. — GG Iðgjaldalækkim vegna samkeppni FÍB á tryggingamarkaðnnm lieíur sparað meðal- heimili 16-17 þús. kr. í lægri tryggingaið- gjöldum. Með komu FÍB á tryggingamark- aðinn sluppu bifreiðaeigendur með rúma 5,3 milljarða í trygg- ingaiðgjöld af bílum sínum í fyrra í stað 6,4 milljarða sem þeir hefðu þurft að greiða, ef gjöldin hefðu þróast í takt við verð á öðr- um vörum og þjónustu. Beinn sparnaður bíleigenda - líka allra annarra en þeirra 5-6 þúsund sem tryggðu hjá FIB - er því sam- tals 1,1 milljarður. Það samsvar- ar næstum 17.000 kr. á hverja 4ra manna Ijölskyldu, sem hún hefur þá getað eytt í eitthvað skemmtilegra. Þetta var helsta niðurstaðan í útreikningum sem Hagfræði- stofnun Háskólans gerði fyrir FÍB. Árni Sigfússon, formaður FÍB, var að vonum afar ánægður með útkomuna. Hann sagði mik- ilvægt að halda áfram á þessari braut. Og þess væri að vænta, þar sem tryggingafélögin virtust rekin með ágætum hagnaði, þrátt fyrir þessa miklu iðgjalda- lækkun, þvert á hrakspár for- svarsmanna þeirra fyrir ári. Árni segir Lloyds-tryggingafélagið mjög sátt við niðurstöðuna og einungis xakuspursmál hvenær FIB geti boðið mönnum allan „tryggingapakka" heimilisins. Vísitala neysluverðs hækkaði um rúmlega 1,6% í staðinn fyrir 2% ef bílatryggingar hefðu hækk- að eins og annað. Hagfræði- stofnun reiknaði út að vegna þessa séu skuldir heimilanna nú rúmlega 1,2 milljörðum króna lægri en þær hefðu annars verið. - HEl Endurskoðun á viðskipta- banni Þrívegis hefur verið flutt á Al- þingi tillaga um að endur- skoða þátttöku íslands í við- skiptabanni á írak. Hún hef- ur aldrei feng- ist afgreidd úr nefnd hvað þá meira. Nú hafa þau Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Ástgeirs- dóttir og Ossur Skarphéðinsson flutt þessa þingsályktunartillögu í fjórða sinn. Hávaði Þau Hjörleifur Guttormsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Kristín Halldórsdóttir, Ásta R. Jóhann- esdóttir og Ragnar Arnalds hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram víðtæka úttekt á hávaða- og hljóðmengun hér á landi og leggja fyrir næsta þing niðurstöður hennar og tillögur til úrbóta. I greinargerð með til- lögunni segir að hávaði og hljóð- mengun fari vaxandi á íslandi ár frá ári. Þar sé ekki aðeins um að ræða hávaða frá umferð og at- vinnurekstri heldur einnig tón- list og talað orð úr hátölurum á almannafæri. Stefnumótim Þingmenn úr öllum flokkum, undir forystu Jóhönnu Sigurðar- dóttur, hafa lagt fram þingsá- lyktunartillögu um að fela ríkis- stjórninni að undirbúa heild- stæða og samræmda stefnu í málefnum langsjúkra barna. Breyting á þing- sköpum Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytingar á Iögum um þingsköp á Alþingi. I því er gert ráð fyrir að þingnefnd sé heimilt að eigin frumkvæði að fjalla um og rannsaka önnur mál en þau sem þingið vísar til hennar. Sem dæmi er nefnt framkvæmd laga, meðferð opin- berra Ijármuna og önnur mikil- væg mál sem varða almenning. Það eru þau Jóhanna Sigurðar- dóttir, Guðmundur Árni Stef- ánsson og Ágúst Einarsson sem flytja frumvarpið. Takmörkuu á hrossabeit Hjörleifur Guttormsson vill að hrossabeit og fjöldi hrossa í landinu verði takmarkaður. Hann hefur í því skyni flutt þingsályktun þar sem lagt er til að landbúnaðarráðherra móti tillögur um aðgerðir og nauð- synlegar lagabætur til að tak- marka fjölda hrossa og hrossa- beit í úthaga með tilliti til jarð- vegsverndunar og hóflegrar nýt- ingar gróðurlendis. — S.DÓR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.