Dagur - 10.10.1997, Side 6

Dagur - 10.10.1997, Side 6
6- FÖSTUDAGUR ÍO.OKTÓBER 1997 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Adstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEiNSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖRU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171 Sukk og sorg í fyrsta lagi Dagur birti í gær áhrifaríka lýsingu á skuggahliðum miðbæjar- lífsins í Reykjavík undir yfirskriftinni „Sukk og sorg í miðbæn- um“. Umfjöllunin byggði að mestu á lögregluskýrslum vegna útkalla á alræmda „sóðabúllu". Augljóst er að í kráamergð mið- borgar Reykjavíkur leynast nokkur greni, sem varla standa undir því virðulega nafni að kallast veitingahús. Greni þessi virka sem segull á ógjæfufólk - drykkjusjúka og fólk sem kom- ist hefur í kast við lögin. í öðru lagi I sjálfu sér er lítið við því að gera að fólk af þessu tagi safnist fyrir á ákveðnum stöðum. Erfitt kann líka að vera að hafa stjórn á því hvaða staðir verða samastaðir ógæfufólks og und- irheimaliðs, en líklegt er að þetta fólk sækist eftir því að koma sér fyrir í mannmergð miðbæjarins þar sem allur þorri fólks er að skemmta sér. Þar er auðveldara að finna sér fórnarlönb til að betla af eða ræna, auk þess sem allt fólkið og fjöldi kráa dregur athyglina frá starfsemi hinna vafasamari og því að sum- ir þeirra eru beinlínis að stunda ólöglega starfsemi. Ungling- ar sækja í miðbæinn og þeir eiga enga samleið með viðskipta- vinum sóðabúllanna. Nóg eru vandamálin samt í bænum. í þriðja lagi Það hlýtur því að vera almenn krafa að vafasamar knæpur sem sífellt brjóta leikreglur fái ekki að starfa áfram. Þessar knæpur skemma fyrir öðrum veitingastöðum og þær spilla fyrir mann- lífi í miðbænum. Vel má vera að góðkunningjar Iögreglu og fé- lagsmálakerfisins safnist þá einfaldlega saman á öðrum stöð- um og við því er ekkert að segja. Aðalaatriðið er að farið sé eft- ir ströngustu reglum. Ef ekki er hægt að uppræta sóðabúllurn- ar sjálfar, þá þarf að tryggja að þær þjappist eldd saman ein- mitt á þeim stað þar sem unglingarnir koma saman og al- mennir borgarar vilja geta rölt um. Sóðabúllur eru nú til skoð- unar í „kerfinu". Það er lágmarkskrafa að reynt sé að koma þeim burt úr miðbænum. Birgir Guðmundsson. Deima-dúettiim Garra þótti vænt um að sjá lít- inn greinarstúf í Morgunblað- inu í gær eftir Helga Péturs- son, sem titlaður er „fyrrum framsóknarmaður og starfar að ferðamálum". Helgi er vissulega að skrifa um sitt sér- svið - ferðamál fyrrum fram- sóknarforingja. Fyrsti íslend- mgiirinn... Helgi er fyrsti íslendingurinn sem opinberlega kemur fram og ver að ferðakostnaður Steingríms Hermannssonar á umhverfisfundi úti í löndum sé greiddur af Seðlabanka Is- lands, ef frá er tal- inn Steingrímur sjálfur auðvitað sem hefur sem kunnugt er sagt að umhverfismál séu efnahagsmál sem Seðlabankinn þarf að skipta sér af. Helgi er að sjálf- sögðu sammála Steingrími, eins og hann hef- ur alltaf verið í gegnum árin - en Helgi hefur eins og menn vita sungið í tveimur grúpp- um gegnum árin - „Ríó tríói“ og „Denna- dúettnum". Og Garri getur í sjálfu sér ekki annað en skilið þetta sjónar- mið Dennadúettsins því gegn- um árin hafa umhverfismálin verið svo samofin starfsemi Seðlabankans að bankinn hefur í samvinnu við starfs- mannafélagið keypt heilan dal í Skaftafellssýslu svo banka- menn geti leikið sér þar í friði og horft á verkamenn vinna í skógrækt á kostnað bankans. Hins vegar fer fyrir Helga í greininni eins og Steingrími áður, hann áttar sig ekki á að- alatriði málsins, sem er að umhverfismálin eru ekki á skilgreindu verksviði banka- sjórnar og almenningur skilur ekki hvers vegna hann á að vera að borga fyrir hluti sem alls ekkert eru á verksviði bankans. Ráðherrar skammaðir En það er þó ekki þessi hluti greinar Helga sem vekur at- hygli heldur nið- ffjj: urlagið þar sem hann segir Hall- dóri Ásgrímssyni og Finni Ingólfs- syni til syndanna. Helgi segir að þeir eigi að verja Steingrím með kjafti og ldóm - eins og hann ger- ir. Ástæðan sem Helgi gefur er að bæði Halldór og Finnur séu menn sem „eiga allan sinn frama í stjórnmálum honum að þakka“. M.ö.o. Helgi segir það „nöturleg skilaboð" frá Halldóri og Finni ef þeir ætla ekki að gjalda Steingrími þökk fyrir sinn pólitíska frama með því að taka upp hanskann fyr- ir hann nú. Eftir þessa skýr- ingu Helga getur Garri ekki annað en velt fyrir sér hvað Helgi sé að þakka fyrir? Garri. ODDUR ÓLAFSS0N skrifar Þverpólitískir þrýstihópar eru að verða svo öflugir, að þeir eru flokkunum skeinuhættari en allt sameiningarbrölt valdastreitu- fólks. Fjölmennir hagsmunahóp- ar eru að þreifa sig áfram til áhrifa og ef heldur fram sem horfir munu þeir ná vopnum sín- um fyrr en síðar. Atvinnufólk í stjórnmálum fylgist með og telur atkvæði, en hefur að öðru leyti sáralítinn skilning á hvers vegna kjósendur eru að íylkja liði á nýj- an leik og semja nýjar leikreglur. Þújsundir eldra fólks, sem dæmt er til áhrifaleysis og naumt skammtaðra lífskjara, komu saman á Austurvelli til að minna á að það er til. Látið var í það skína að gamlingjarnir hafa ekki aðeins kosningarétt, heldur ein- nig kjörgengi. Stofnfundur samtaka gegn lögum um löggildingu Iénsgreifa fiskislóðarinnar og erfðaréttindi þeirra sprengdi húsnæðið utan ... þegar hvín í helvítinu af sér og mun nú vaxa svo fiskur um hrygg, að stéttastríð er í upp- siglingu. Af sögulegri hefð munu stjórnvöld standa og falla með þeim ríku og voldugu gegn fjöld- anum. Of lítið, of seint Þau samtök sem hér eru nefnd eiga það sameiginlegt, að þeim koma bug- myndafræði stjórnmálallolLk- anna ekkert við. Og enn síður er hægt að tengja hagsmuni þeirra ákveðnum kjör- dæmum. Þau eru laus úr þeim viðjum sem hefðbundin stjórnmálabar- átta byggir tilveru sína á. Það er einmitt það sem getur gert hópana að sterku pólitísku afli sé rétt á málum haldið. Stjórnmálaflokkarnir munu að sjálfsögðu reyna að halda utan um atkvæði sín og tala loðmullu- lega til þeirra, um að þeir skilji og hafi fulla samúð með þeim hagsmunahópum sem hæst byl- ur í. En þeirra framlag verður of lítið og kemur of seint ef að lík- um lætur. Sívaxandi fjöldi gaml- ingja mun ekki sætta sig við að bíða fram í rauðan dauðann eftir þeim lífskjarabótum sem þeir telja sig eiga kröfu á. Þá er bara að taka af skarið og koma sér í þá valdaaðstöðu sem til þarf. Lífsseigt mynstur í voða Það er nokkuð djúpt í árinni tekið, að kalla þá sem eru á móti einkaeign fisk- veiðikvótans hagsmunahóp. En séu kvótaeig- endur hagsmunahópur má vel til sanns vegar færa, að kvótalausir eigendur auðlindarinnar hafa þar einnig hagsmuna að gæta. Því má vel kalla nýstofnuð sam- tök um hlutdeild í þjóðareign- inni hagsmunafélag. Þar sem allir stjórnmálaflokkar eru hallir undir einkaréttindi sæ- greifanna og þær eignatilfærslur og erfðarétt sem þeim fylgja, er eðlilegt að upp komi sú hug- mynd að stofna stjórnmálaflokk um hagsmuni þeirra sem telja sig hlunnfarna í viðskiptum við stjórnvöld og þá sem þau gefa allan fiskinn innan 200 mílna auðlindalögsögu. Þau viðhorf sem nú eru að skapast geta hæglega kollvarpað lífseigu mynstri flokkaskipaninn- ar. Gengdarlítið æskudekur og undanlátssemi við útvegsaðalinn er farið að fara meira en lítið í taugarnar á svo fjölmennum hópum, að þeir eru farnir að hyggja að því að fylkja liði. - Þá er andskotinn laus þegar hvín i helvítinu, eru fleyg orð bónda, þegar ofviðri var í nánd. Skyldu stjórnmálaflokkarnir vita hvaða andskota þeir hafa magn- að upp á móti sér? — OÓ .Thupir SDuria sv<arao Eiga einkasjúhráhús á íslandi rétt á sér? Kristín Á. Guðmundsdóttir fonnaður Sjúkraliðafélags íslatids. Nei, það tel ég ekki. Það hefur sýnt sig að þar sem einka- rekin heil- brigðisþjon- usta hefur verið tekin upp hefur það aukið stéttaskiptingu, þar sem fólk hefur ekki jafna mögu- leika á því að greiða fyrir þá lækn- isþjónustu sem á þarf að halda. Slíkt óttast ég að yrðu afleiðing- arnar, ef einkarekin sjúkrahús yrðu sett á fót hér á landi. Halldór Jónsson framkvæmdastjóriFjórðmigssjúkra- ltússins á Akureyri. T i 1 k o m a einkasjúkra- húsa er þró- un sem hef- ur átt sér stað í öðrum löndum og það er ekki óeðlilegt að horft sé til sambærilegra hluta hér á landi. En við verðum að hafa í huga að við erum fámenn þjóð, en fyrir- fram - og án sérstakrar skoðunar á þessari hugmynd - þá hafna ég henni ekki. Ámi Gunnarsson Jramkvæmdastjðri Heilsustojnunar NLFÍ. Slík sjúkra- hús eiga ekki rétt á sér. Þau yrðu fjárfrek og sé átt við einkarekstur eins og í Bandaríkj- unum, þá hlýtur ríkið að stöðva allar greiðslur til slíks reksturs. Hér á landi er landlægt að menn fari í einkarekstur; kaupi dýr tæki og treysti á að rík- ið borgi fyrir þá sem nota tækin. Viðhorf hjóta að breytast ef menn eru í alvöru að tala um einkarekin sjúkrahús - sem er stærra mál, en menn gera sér grein fyrir í daglegri umræðu. Stefán E. Matthíasson æðaskurðlæknir á Sjúkrahtísi Reykja- víkur. Slík sjúkra- hús eiga jafnan rétt á sér og sjúkrahús sent eru rek- in af hinu o p i n b e r a . Hinsvegar er í þessari um- ræðu gjarnan blandað saman einkarekstrarformi á sjúkrahús- um og tryggingafyrirkomulagi, þ.e. annað hvort ríki eða almennt tryggingafélag, og þetta eru óskyldir hlutir. Svo fremi að sjúklingar, sem fá heilbrigðis- þjónustu á einkareknum sjúlira- húsum, njóta trygginga frá hinu opinbera er eldd um mismunun að ræða.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.