Dagur - 10.10.1997, Síða 7
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 - 7
ÞJÓÐMÁL
Samtök um þjóöareign
Frá fundi Samtaka um þjóðareign, þar sem áhugamenn um breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi fylltu salinn. Svanfríður Jónasdóttir segir að stofnun siiks félagskapar ætti ekki
að koma mönnum á óvart - mynd: pjetvr
Það á ekki að koma mönnum á
óvart að nú skuli blásið til Sam-
taka um þjóðareign. Allir sæmi-
lega skynugir menn hljóta að
hafa áttað sig á því að það hefur
nánast soðið á þjóðinni vegna
þess óréttlætis sem í því felst að
fámennum hópi skuli, án þess að
gjald komi fyrir, afhent yfirráð
yfir hinni sameiginlegu auðlind
okkar, fisldmiðunum. Enda hef-
ur það þráfaldlega komið fram í
skoðanakönnunum að yfirgnæf-
andi meirihluti þjóðarinnar telur
að taka beri upp veiðileyfagjald.
Fólk horfir á réttlætisrökin. I
þessu máli nægja þau.
Almannaliagui gegn sérhags-
inununi
I umræðu um sjávarútvegsmál
hefur mest borið á umræðu um
„kvótamálið'*. Stjórnun fiskveið-
anna hefur yfirskyggt aðra stóra
þætti sem varða bæði lífskjör og
búsetu í landinu. I umræðu um
veiðileyfagjald hefur líka sífellt
verið blandað umfjöllun um
kvótakerfið. Það er þó óþarfi að
skilyrða afstöðu til veiði-
leyfagjalds fiskveiðistefnunni á
hverjum tíma. Réttlætisrökin í
málinu eiga við svo lengi sem
um er að ræða stjórnun fiskveiða
úr sameiginlegri auðlind og sam-
keppni um að fá að nýta hana.
Svo lengi sem veiðarnar eru ekki
frjálsar hverjum sem vill. Og ég
held að við séum öll meðvituð
um það að miðað við nútíma-
veiðitækni og þekkingu á lífrík-
inu þá mun veiðum áfram verða
stjórnað á Islandsmiðum, rétt
eins og veiðum er stjórnað nán-
ast um allan heim, á öllum mið-
um.
Það er þessvegna óskiljanlegt,
og flótti frá kjarna málsins, að
skilyrða afstöðu sína til veiði-
Ieyfagjalds breytingum á núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Hvað ef það ekki breytist á
næstu árum? Er ekki jafn rang-
látt að tiltekinn hópur fái að um-
gangast auðlindina eins og sína
einkaeign í einhverju öðru fisk-
veiðistjórnunarkerfi? Hvað sem
mönnum kann að finnast um
kvótakerfið og ranglæti þess, þá
er kvótakerfi með veiðileyfagjaldi
bæði heppilegra og réttlátara fyr-
irkomulag en kvótakerfi án veiði-
Ieyfagjalds. Réttlátara af því þá
er greitt fyrir aðganginn að sam-
eiginlegri auðlind þannig að eig-
andinn, þjóðin, fær beinan arð.
Það er líka auðveldara að aftur-
kalla og breyta kvótakerfi með
veiðileyfagjaldi því það staðfestir
eignarhald þjóðarinnar betur en
núverandi löggjöf.
Með óbreyttu ástandi er verið
að vernda þrönga sérhagsmuni
sem geta reynst almannahagi
mjög þungir í skuti. Það hefur
nefnilega aldrei verið sannað að
auður og forréttindi fárra leiði til
almennrar velsældar. Og arður af
nýtingu sameiginlegrar auðlind-
ar er ekki einkamál þeirra sem
hafa fengið tímabundinn afnota-
rétt. I ávarpi til Íslendinga, sem
hópurinn sem undirbjó Samtök
um þjóðaeign birti í dagblöðun-
um í vikunni, kemur fram ótti
við að með óbreyttu ástandí séu
fiskimiðin í raun að hverfa úr
eign íslensks almennings til
kvótaeigenda, þrátt fyrir þau
ákvæði 1. gr. laga um stjórn fisk-
veiða að nytjastofnar á Islands-
miðum séu sameign þjóðarinnar.
Einokunargróði með að-
stöðu fárra
TiIIögur um veiðileyfagjald
byggja á réttlætisrökum. En þær
byggja Iíka á þeirri vissu að ein-
okun tiltekins hóps á miðunum
hafi í för með sér verulegan arð
ef stjórnun veiðanna er skyn-
samleg. Einokunargróði er það
kallað þegar verðmæti eru sköp-
uð með sérstakri aðstöðu fárra.
Takmörkun fiskveiðanna með
valdboði er slík aðstaða. Með
þeirri sölu veiðiheimilda sem nú
þegar er í gangi, þar sem einn út-
gerðaraðili selur öðrum það sem
hann fékk úthlutað ókeypis, er
verið að taka út þennan arð sem
fer vaxandi. Það sýnir verðið á
þeim veiðiheimildum sem ganga
kaupum og sölum.
Þetta er ekki siðlegt, þessu
verður að breyta. Þessvegna fjöl-
mennti hópur fólks á Grand hót-
el á miðvikudagskvöldið og
stofnaði Samtök um þjóðareign.
Mengun á varnars væ öuniun
SKARPHÉÐINN H.
EINAHSSON
SKRIFAR
Þann 16. maí var skýrt frá því í
staðarblaði í Reykjanesbæ og
einnig á annarri sjónvarpsstöð-
inni að haldið væri að sjúkdóm-
ur í fóstrum sem ylli fósturláti í
Reykjanesbæ og nágrenni mætti
rekja til mengunar á svokölluðu
Nikkel svæði. Þetta kom mér alls
ekld á óvart. Hér er um meira en
Nikkelsvæðið að ræða, þó svo að
gífurlegt magn af olíu og ýmsu
eldsneyti hafi farið þar niður í
jarðvegi á vegum hersins, allt frá
1946 þegar þessi stöð var reist
ogjafnvel frá stríðsárunum.
Á svokölluðu Turner svæði
sem liggur þar fyrir ofan og
braggaþyrping var í voru ösku-
haugar á vegum Varnarliðsins og
enn sjást glögg merki um þá þó
svo að þeir hafi verið jafnaðir við
jörðu. Á þá hauga var öllum
hugsanlegum hlutum kastað
sem Varnarliðið var hætt að nota
og liggja þeir að núverandi flug-
stöðvarvegi, á vinstri hönd þegar
ekið er til flugstöðvarinnar. Veg-
urinn klýfur svæðið þar sem
Turner kampurinn var á hæðinni
fyrir ofan Nikkel-svæðið. Þarna
hefur ugglaust verið hent þeim
banvænustu spilliefnum og er
deginum ljósara eins og ég hef
áður minnst á að þar þyrftu að
fara fram rannsóknir. I viðtali
sagði ljósmóðir í Reykjanesbæ
„ef‘ en ég held það sé meira en
„ef“ heldur 99% líkur á því að
þetta sé Varnarliðinu að kenna.
í þessu samhengi vil ég vitna f
stöð sem Bandaríkjaflotinn rak
(en hann rekur einnig stöðina í
Keflavík) við Clyde fjörðinn í
Skotlandi, nánar til tekið í
Dunoon við Holy Loch. Dunoon
er af svipaðri stærð og Reykja-
nesbær og hagar staðháttum þar
að mörgu leyti til eins og í
Reykjanesbæ. Fiotastöðin var
endanlega lögð niður árið 1992
og flutt burtu. Þegar Bandaríkja-
menn fóru þá tók breska ríkið
við stöðinni og afhenti Clyde
Ports. Kostnaður við hreinsun
sem er geysilegur, mun bitna á
breska ríkinu. I blaðinu US
News and World Report frá 30.
nóv. 1992 kemur fram að tíðni
krabbameins á þessu svæði er sú
hæsta í Bretlandi og tíðni fóstur-
láta í bæjum í nágrenninu er
einnig með því hæsta og veldur
þessu kjarnorkumengun. I
Keflavík er talið að mengun af
völdum Bandaríkjahers, hvort
sem hún er af olíusvæðinu eða
af gömlum sorphaugum, sé or-
sök þess hvað tíðni fósturláta er
mikil.
Hreinsum gömlu öskuhaug-
ana
Það er kominn tími til að íslend-
ingar fari að athuga sín mál. Við
erum með umhverfismálaráð-
herra, utanríkisráðherra, heil-
brigðisfulltrúa á Suðurnesjum,
en þessir menn halda að allt sé í
lagi og fljóta einfaldlega sofandi
að feigðarósum hér á landi. Það
er mín skoðun og ég veit það
með vissu að komandi kynslóðir
verða að gjalda íyrir þetta. Nú
þegar þarf að hefjast handa við
að grafa upp gamla öskuhauga
og fjarlægja það drasl sem þar er.
Þeir hafa verið á mörgum stöð-
um á Vellinum: á Turnersvæði, á
Patterson flugvelli fyrir ofan
Hagkaup voru öskuhaugar á sín-
um tíma, við Hafnarveg og á
fleiri stöðum og enn eru Banda-
ríkjamenn að grafa drasl við
Stafnes í landi Miðneshrepps.
Þetta þarf að hreinsa.
Aðalverktakar eru á Keflavík-
urflugvelli með sínar vinnuvélar
og munu brátt hverfa þaðan, en
ég tel að Bandaríkjamenn og ut-
anríkisráðherra og varnarmála-
skrifstofan og allt þetta batterí
sem hernum fylgir ætti að fá Að-
alverktaka til að gera þriggja ára
áætlun um að hreinsa upp þessa
hluti því að það er mjög líklegt
að á næstu árum muni mengun
við Reykjanesbæ og í nágranna-
byggðarlögunum margfaldast.
Heyrst hefur að tíðni krabba-
meins sé óvenjuhá í byggðarlög-
um við herstöðina miðað við
landið í heild.
Það er deginum ljósara að gíf-
urleg mengun er á varnarsvæð-
inu og Islendingum ber skylda til
að fara strax af stað með áætlun
um viðeigandi ráðstafanir og
hreinsa þetta upp. Reykjanesbær
getur ekki tekið við Nikkel svæði
fyrr en hreinsun hefur fiarið fram
eða athugun hefur sýnt hvort
það er heilsuspillandi svæði eður
ei. Það þýðir ekkert að koma ná-
lægt þessu svæði eða samþykkja
móttöku á því fyrr en það Iiggur
fyrir. Eg er viss um það sem ég
hef hér sett á blað á við rök að
styðjast - því miður.