Dagur - 10.10.1997, Qupperneq 12

Dagur - 10.10.1997, Qupperneq 12
12- FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 Xhyftr GOLF iinsrcn Seve vill fá Oosterhuis Seve Ballesteros, sem var liðsstjóri Evrópuúrvalsins í Ryderbikarnum, segir að hann vilji fá Bretann Peter Oosterhuis sem eftirmann sinn, þegar mótið verður haldið í Brookline í Massachussets. „Peter hefur allt sem til þarf. Hann var frábær spilari, lék oft í Ryderbikarnum og starf hans við sjónvarp gerir það að verkum að hann hittir alla spilar- ana reglulega," sagði Ballesteros. Hale Irwin þénar vel Bandaríkjamaðurinn Hale Irwin varð fyrsti maðurinn til að þéna tvær milljónir dala í verðlaunafé, á opinberum mótum, á einu ári. Irwin sem leikur á bandarísku öldungamótaröðinni náði markinu með sigri á móti um síðustu helgi. Það var áttundi sigur Irwin í ár og enginn kylfingur, ekki einu sinni Tiger Woods og hinir töffararnir á bandar- ísku PGA-mótaröðinni, hafa tekið jafn mikið inn á einu ári úr opin- berum mótum, eins og Irwin. Komnir á stall Seve Ballesteros og Nick Faldo fengu fyrir nokkru inngöngu í „Frægð- arhöll golfíþróttarinnar1. Alþjóðleg kjörnefnd sem skipuð var 371 manni kaus um inngöngu þeirra og 92% voru fylgjandi inngöngu Ballesteros og 78% guldu Faldo jáyrði sitt. Til þess að nýir meðlimir séu teknir inn þurfa 75% nefndarmanna að vera því samþykkir. Af þeirri ástæðu komst breski kylfingurinn Tony Jacklin ekki inn í fyrra. jacklin sem líklega er þekktastur fyrir að hafa stýrt Evrópuúrvalinu í Ryderbikarnum á árunum 1985-89 hlaut tæplega 74% atkvæða. Bændur glíma Flestir klúbbar landsins gengust fyrir Bændaglímunni sl. laugardag. Hjá Golfklúbbi Reykjavikur voru það Jón Pétur Jónsson og Þorsteinn Hallgrímsson, sem brugðu sér i hlutverk bændanna. Lið Jóns Péturs sigraði i goifkeppninni, en jafnglími varð hjá bændunum þegar þeir tóku létt tök í golfskálanum eftir keppnina. - mynd: hjördís Kristín lék vel á EM Sveit fslands í Evrópukeppni eldri kvenna 1997: Birgir Björnsson liðsstjóri, Inga Magnúsdóttir GK, Kristín Pálsdóttir GK, Gerða Halldórsdóttir GS og Sigríður Matthiesen GR. Islenskar konur voru í fyrsta skipti með á 17. Evrópumeist- aramóti eldri kvenna (konur 50 ára og eldri) sem fór fram á Arila golfvellinum í Nýköbing í Sví- þjóð dagana 2.-5. sept. sl. Keppnin sem er sveitakeppni og tvískipt, þar sem konur með 0- 7.5 í forgjöf keppa um meistara- bikarinn, en í hinum hlutanum eru konur með 8-18 í forgjöf og keppa þær um bikar sem kennd- ur er við gefandann og heitir „Marisa Sgaravatti-bikarinn", en það var í þeirri keppni sem ís- lensku konurnar tóku þátt. Það voru 9 þjóðir sem sendu keppendur í meistarakeppnina, en 14 þjóðir kepptu um Marisa Sgaravatti bikarinn. Islensku sveitina skipuðu þær Kristín Pálsdóttir GK. Inga Magnús- dóttir GK, Gerða Halldórsdóttir GS og Sigríður Matthiesen GR, liðsstjóri var Birgir Björnsson og var hann eini karlmaðurinn sem var liðsstjóri í mótinu. Fyrir- komulag keppninnar er þannig, að fyrstu tvo dagana er Ieikinn höggleikur án forgjafar, þar sem leikið er um röð, en síðan er holukeppni í tvo daga. Sveitina skipa fjórar konur og telja þrjár þeirra í höggleiknum, en allar taka þátt í holukeppninni. Islensku konurnar stóðu sig með ágætum og höfnuðu í 11. sæti eftir höggleikinn á 524 höggum, en keppni var mjög jöfn og aðeins nokkur högg voru í Iið- ið, sem var í 5. sæti. Kristín Páls- dóttir var best íslensku kvenn- anna en hún lék báða dagana á 81 höggi, eða samtals 162 högg- um, sem er frábær árangur og var hún með besta skor allra í keppninni ásamt konu frá Sviss. Það kom því í hlut Islands að leika í holukeppninni við Eng- land og Holland um 9.-12. sæt- ið. Fyrst var leikið gegn Hollandi og tapaðist sá leikur 1-3 og var það Kristín sem vann sinn leik 4/2 en sigur vannst yfir Englandi eftir jafna og harða keppni, þar sem Kristín vann sinn andstæðing á 19. holu í umkeppni. Inga vann sinn Ieik, en Gerða og Sigríður töpuðu. Urslit mótsins urðu þau, að frönsku konurnar sigruðu, en Spánn og Sviss urðu í 2. og 3. sæti, en ísland hafnaði í 11. sæti á undan konum frá Englandi, Austurríki og Portúgal. Að sögn íslensku keppendanna var þetta mjög skemmtilegt mót, þar sem keppt var á mjög góðum velli og öll umgjörð mótsins var með miklum glæsibrag. Þær voru boðnar velkomnar í hóp stall- systra sinna í Evrópu með von um að áframhald verði á þátt- töku þeirra. Næsta mót fer fram í Austurríki á næsta ári og segjast konurnar stefna ótrauðar að því að konur frá Islandi verði þar með, enda hafa þær með þátt- töku sinni og frammistöðu á mótinu í Svíþjóð sýnt og sannað að þær eiga þar fullt erindi. — AÐS INNLENT Fjórir til Frakk- lands Fjórir kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur halda til Frakklands á sunnudaginn til að taka þátt í alþjóðlegu unglingamóti, sem nefnist „Teen’s golf trophy 97“. Haraldur Heimisson; Ofeigur Guðjónsson, Pétur Óskar Sig- urðsson og Kristinn Árnason, keppa á mótinu fyrir íslands hönd. Leiknir verða fjórir hringir á mótinu, sem ætlað er keppend- um sem eru átján ára og yngri. Sigurður Pétursson fer með hópnum sem fararstjóri. Styrktarmót imi helgina Golfklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir styrktarmóti á Grafar- holtsvellinum á morgun, fyrir karlasveit klúbbsins sem tekur þátt í Evrópumóti klúbbliða. Mótið á morgun verður Ieikið með „Texas-scramble“ fyrirkomu- lagi, fjórir saman í liði, þar af einn meistaraflokksmaður í hver- ju liði. Lágmarksþátttökugjald er kr. 4000, en keppt verður um ferðavinninga. Sunna í raðir ÍR Sunna Gests- dóttir, ein besta hlaupakona landsins á und- anförnum árum, hefur til- kynnt félaga- skipti yfir í IR. Sunna, sem er frá Blönduósi, hefur hingað til keppt fyrir USAH, en hefur ákveðið að fylg- ja þjálfara sínum, Jóni Sævari Þórðarsyni, yfir í Reykjavíkurlið- ið. Ymsar blikur eru á iofti í fé- Iagaskiptum á milli félaga og ekki ólíldegt að ÍR-liðið muni styrkjast enn frekar í vetur. Lokahóf hjá knattspymu- mönnum Lokahóf leikmanna í úrvalsdeild karla og 1. deild kvenna, verður haldið á Hótel Islandi, annað kvöld. Veittur verður fjöldi viður- kenninga, meðal annars til bestu og efnilegustu Ieikmanna deild- Sunna Gestsdóttir. Óli Bjama hestnr í Grindavík í Iokahófi knattspyrnu- manna Grind- víkinga fyrir nokkru var Ólafur Örn Bjarnason val- inn leikmaður ársins. Ólafur sannaði sig sem einn af betri miðjumönnum deildarinnar í sumar og sló rækilega í gegn í leik Grindvíkinga og KR í Frosta- skjólinu í sumar. Þar var hann yf- irburðamaður á miðjunni og lagði drjúgt inn til þess að verða valinn leikmaður ársins hjá félagi sínu. Ekki er annað vitað en Ólafur leiki áfram í herbúðum Grindvík- inga á næstu leiktíð. — GÞÖ Ólafur Örn Bjarnason.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.