Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
VÍKURBLAÐIÐ
ro^tr
Landvinningar fyrr og nú
VIGFÚS B.
JÓNSSON
SKRIFAR
Vigfús B. Jónsson á
Laxamýri gagnrýnir
fyrirhuguö kaup
Húsavíkur á jörðinni
Saltvík og telur þau
kippa stoð undan
Reykjahreppi.
Skammt er sfðan að risaveldið
Kína gerði harða hríð að Islend-
ingum fyrir þá ósvinnu að þeir,
þótt sjálfstæð þjóð séu, skyldu
leyfa sér að vilja ráða því hverjir
færu um land þeirra og einnig
hinu, við hverja þeir töluðu.
Auðvitað leyfðu Kínverjar sér að
snúa dæminu við og telja að við
Islendingar værum að hlutast til
um innri málefni Kína.
Þetta gerðu þeir í krafti þess
að við erum bara litli bróðir, en
þeir sá stóri. Því betur létu ís-
lenskir valdamenn engan bilbug
á sér finna og stóðu af sér hrin-
una. Menn velta því fyrir sér
hvað fyrir Kínverjum vaki. Sé
skyggnst í erlenda fjölmiðla og
skýringar þeirra kemur í Ijós að
sumir telja þetta lið í leikfléttu,
sem enda eigi með hernámi Kín-
verja á Tævan eða valdatöku
þeirra þar með einhverjum öðr-
um hætti. Það eru sem sé land-
vinningar sem Kínverjar stefna
á.
Landvinningar eru auðvitað
engin ný uppfinning hjá Kínverj-
um, því landvinningar hafa alltaf
fylgt mannkyninu frá örófi alda.
Nú að undanförnu hefur mátt
líta í blöðum viðtöl og einnig
heyra í ljósvakaíjölmiðlum sam-
töl sem öll hníga að því að túlka
Hestaútgerðin í Saltvík hefur skilað tekjum til Reykjahrepps og aukið ferðamannastraum í sýsluna.
og kynna hversu mjög Húsavík-
urbær þurfi á því að halda að
eignast jörðina Saltvík í Reykja-
hreppi. Þeir sem ókunnugir eru
kunna að trúa þessum málflutn-
ingi, en með tilliti til þess að nýt-
ing Húsavíkur á jörðunum
Bakka, Tröllakoti og Kaldbak er í
algjöru lágmarki, auk þess sem
hinar fornu hjáleigur Skógar-
gerði og Þorvaldsstaðir eru Iangt
frá því fullnýttar, þá er málflutn-
ingur þessi ekki trúverðugur í
augum þeirra sem til þekkja.
Málflutningurinn er að því er
virðist á svið settur til að réttlæta
kaup Húsavíkurbæjar á Saltvík.
Ekki þarf að efa að á eftir
kaupunum komi það að hinir
áhugasömu ráðamenn bæjarins
muni leggja Saltvík undir Húsa-
víkurbæ og þar með kippa góðri
stoð undan Reykjahreppi, litla
bróðurnum, sem eklti hefur Ijár-
hagslega getu til að keppa við
stóra bróðurinn Húsavíkurbæ.
En hvaða stoð er verið að kippa
undan Reykjahreppi, kann ein-
hver að spyrja? Jú, því er
auðsvarað. A hluta Saltvíkur er
rekinn góður og ört vaxandi fjöl-
greinabúskapur með hesta og
rekstraraðilinn gjaldandi Reykja-
hrepps, auk þess sem fjárbænd-
ur í Reykjahreppi njóta útlands
Saltvíkur sem afréttar öllum að
meinalausu. Það kemur sér þó
vel því hreppurinn er afréttarlít-
ill.
Heyrst hefur að fyrirhuguð
kaup á Saltvík tengist eitthvað
neikvæðri afstöðu til grasbíta.
Slíkt er þó með ólíkindum að
mér finnst. Varla líta menn
hestabúskapinn í Saltvík horn-
auga, því hann dregur fjölda er-
lendra ferðamanna til Húsavíkur
og nærsveita. Þá má og minna á
það að sauðkindin er ekki voða-
legri skepna en það að hún á lff-
ið í íslensku þjóðinni, því hana
hefur hún fætt og klætt um
margar aldir. Einnig byggja ófáir
Húsvíkingar lífsafkomu sína á
sauðfjárræktini í nærsveitum
Húsavíkur.
Sannfærður er ég um að ekki
rekur þrýstingur frá hinum al-
mennu borgurum í Húsavík
ráðamenn bæjarins til kaupa á
Saltvík. Það er vitað mál að ein-
hverjar krónur skuldar nú Húsa-
víkurbær hér og þar og því ekki
óhugsandi að borgarar á Húsavík
telji skattpeningum sínum betur
varið til einhvers annars en að
leggja tugmilljónir í jafn ótíma-
bæra fjárfestingu og kaup bæjar-
ins á Saltvík eru í dag.
Húsvíkingar mega treysta því
að við Reykhverfingar viljum
vöxt og viðgang Húsavíkur og
myndum aldrei standa gegn því
að þeir fengju lóðir og svigrúm
til athafna í landi jarðarinnar, ef
þeir þyrftu á þvf að halda.
Nú er mjög til umræðu að
sameina sveitarfélög á sem
víðustum grundvelli og eru flest-
ir sammála um ágæti þess. En til
að slíkt megi verða þarf að und-
irbúa þá framkvæmd á jákvæðan
hátt með því að auka skilning og
samkennd hlutaðeigandi aðila. I
því tilliti finnst mér þessi land-
vinningastefna sumra ráða-
manna Húsavíkurbæjar virka
neikvætt á það sem koma skal.
Það er eins og þeir hafi einhvern
veginn orðið fastir í fortíðinni
hvað umgengnishætti varðar,
eða ekki er mér kunnugt um það
að þeir hafi séð ástæðu til að
ræða þetta við sveitarstjórn
Reykjahrepps né gefa henni kost
á að fylgjast með gangi mála.
Það þætti sumum þó sjálfsagt.
Ef ég ætti að leggja eitthvað til
þessa máls, þá tel ég að ráða-
menn Húsavíkur ættu að leggja
þá hugmynd á hilluna um sinn
að ná Saltvík undan Reykja-
hreppi með ærnum tilkostnaði,
sem telja verður ótfmabær fjár-
útlát. Saltvík verður á sínum
stað og fer ekki neitt, auk þess
sem íslenska ríkið ætti ekki að
fara á höfuðið þó það sitji uppi
með jörðina enn um sinn. Að
lokum vil ég svo minna á að
borgarar í Húsavík eru í ágætri
aðstöðu til að hafa vit fyrir
framámönnum sínum í þessu
máli.
Laxamýri 13. okt. 1997,
Vigfús B. Jónsson.
Ferð Félags eldri borgara
Heiðurskonurnar Gunna í Garði og Ragna í Skálabrekku skemmta sér greinilega kon-
unglega á þessari mynd sem Óli á Borgarhóli tók í ferð Félags eldri borgara.
GAMLA MYNDIN
Hann setti svip sinn á bæinn á sínum
tíma, þessi vaska kempa, Halldór
Jónsson, betur þekktur sem Dóri
póstur. Þarna er hann greinilega bú-
inn að fá sér kaffisopa á Borgarhóli og
röltir ánægður út f sólina.
Egill Jónasson orti á sínum tíma
fleyga vísu um Dóra þegar Sveinn
Björnsson forseti kom til Húsavíkur í
opinbera heimsókn. Bæjarbúar tóku á
móti forseta á bryggjunni og hann
gekk á milli fólks og tók í hendur þess
og var hinn alþýðlegasti. Og meðal
annarra tók forseti í spaðann á Dóra
pósti. Um þennan atburð kvað Egill:
Hlegið var dátt á hafnarsandi,
hugsað margt eins ogfólks er vandi,
er heilsaði Dóra með handabandi
höfðingjasleikja af Suðurlandi.