Dagur - 15.10.1997, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 1S. OKTÓBER 1997 3
X^ur.
VÍKURBLAÐIÐ
Hundalíl á Hiísavík
Ýfingar hafa verið með Kínverj-
um og Islendingum að undan-
förnu. En á Húsavík lifa þeir í
sátt og samlyndi, Pekinghundur-
inn Kittí á rölti um malbikið og
hinn rammíslenski útgerðar-
hundur sem er að huga að fram-
leiðslutækjunum fyrir neðan
bakkann. Mættu ráðamenn í
Kína og Islandi taka sér þessa
friðsömu húsvísku hunda til fyr-
irmyndar á sviði diplómatískra
samskipta. — JS
ÞANKAR ÞINGEYINGS
Þar sem aðeins deyja stórmenni
JÓHAJVNES
SIGURJÓNS
SON
SKRIFAR
Það hefur verið hálf dapurlegt að
ganga að morgni út í drungaleg-
an daginn á Húsavík síðasta
mánuðinn eða svo, því oftar en
ekki hefur sama sýn borið fyrir
augu, fánar í hálfa stöng. A rúm-
um rnánuði hafa 11 manns látist
á Sjúkrahúsinu, bæða eldra fólk
satt lífdaga en einnig fólk sem
fallið hefur fyrir illvígum sjúk-
dómum á besta aldri. Haustið er
tími sláttumannsins, þá falla
grösin og liljur vallarins fyrir
ljánum.
Missir okkar allra
Fánar í hálfa stöng. Þeir vekja
alltaf sömu spurninguna hér.
Hver er dáinn? Og menn eru
ekki í rónni fyrr en aðspurðir,
vinnufélagar eða fólk á götunni,
geta svarað. Og þá hristir maður
höfuðið og hugleiðir í hljóði
missi samfélagsins en fyrst og
fremst sorgina sem ríkir í hugum
ástvina hins látna. Og menn
ræða um þann sem farinn er í
kaffitímanum í vinnunni, eða við
eldhúsborðið heima, rifja upp
minningar, samskipti og góð
kynni við þann sem horfinn er af
sjónarsviðinu, oftar en ekki
gáskafullar skemmtisögur af við-
komandi sem eru um leið mót-
vægi við sorgina, söknuðinn,
missinn.
Þegar fánar hafa blakt í hálfa
stöng í hálfan dag á Húsvík þá
vita allir bæjarbúar hver er horf-
inn úr okkar röðum. Og við get-
um farið að votta nánustu að-
standendum, vinum og kunn-
ingjum og raunar okkur sjálfum
líka, samúð.
Söknuöur okkar allra
Þegar ég bjó í Reykjavík fyrir
margt löngu fanst mér ýmislegt
þar með öðru sniði en í smábæn-
um fyrir norðan. Meðal annars
það að maður sá sjaldan eða
aldrei fána í hálfa stöng, rétt eins
og þar dæju aungvir, þó tölfræð-
in segði manni að það létist að
jafnaði a.m.k. einn maður á degi
hverjum í borginni. En samt sá
maöur aldrei fána í hálfa stöng,
af því auðvitað að það eru svo
fáir sem vita af því þegar einhver
deyr í borginni. Það var auðvitað
flaggað í hálfa á föstudaginn
langa í tilefni af síendurteknum
dauðdaga Jesúsar og einnig þeg-
ar þjóðhöfðingjar eða stórmenni
létust og ástæða þótti til að segja
frá láti viðkomandi í fréttatím-
um.
Og þá rann það upp fyrir mér
að heima á Húsavík deyja í raun
engir nema þjóðhöfðingjar og
stórmenni. Fólk sem allir þekkja,
fólk sem skiptir máli í samfélag-
inu, hefur hlutverki að gegna,
fólk sem er saknað af okl<ur öll-
um á einhvern máta.
Mikilvægi okkar allra
Það hefur mikið verið skrifað um
ókosti þess að búa í smærri sam-
félögum, um hvimleiða nálægð-
ina, tilbreytingarleysið, kjafta-
sögurnar, fábreytni atvinnulífs-
ins, óþolandi heildarvitneskju
allra um alla og þar fram eftir
götum og má til sanns vegar
færa. En í þessum smáu samfé-
lögum skiptir einstaklingurinn
máli, vægi hans innan heildar-
innar er svo margfalt á við það
sem gerist í stærri samfélögum.
Þess vegna vita allir hver er far-
inn þegar fánar eru í hálfa stöng
á Húsavík og eru vonandi allir
tilbúnir til að rétta hjálpandi
hönd þeim sem eiga um sárt að
binda. En í stórborginni er spurt
hvaða stórhöfðingi er nú fallinn
frá þegar fánar blakta lil hálfs og
svarið kemur í útvarpinu eða
Mogganum daginn eftir.
Bömin okkar allra
Þetta endurspeglast líka í mis-
munandi viðbrögðum Húsvík-
inga og Reykvíkinga þegar heyr-
ist í sírenum sjúkrabílanna. Fyr-
ir sunnan tekur maður ekki eftir
þessu stöðuga væli, það verður
aðeins hluti af endalausri um-
ferðarsinfóníunni. I Iitla bænum
fyrir norðan er fy'rsta hugsunin
þegar maður heyrir í sjúrkabíh
Hvar eru börnin mín? Eru þau
ekki enn í skólanum? Er strákur-
inn kannski á mótorhjólinu? Og
menn fara að hringja úr vinn-
unni, eða bregða sér frá til að
leita upplýsinga og verða ekki í
rónni fyrr en öruggt er að öll
börnin eru heil á húfi. En menn
verða ekki alveg sallarólegir því
vitneskjan um slys er um leið vit-
neskja um að eitthvað hefur
komið fyrir kannski einhvern
annan ættingja, vin eða kunn-
ingja, í það minnsta einhvern
sem maður þekkir eða börnin
þeirra.
Samfélag okkar allra
Þegar einhver flytur úr bænum
þá veit allur bærinn það. Og
sömuleiðis þegar einhver flytur í
bæinn. Þegar Húsvíkingur eða
íbúi í öðrum smáum samfélög-
um hverfur af sjónarsviðinu þá
er æfinlega skarð fyrir skildi,
þess sér stað, það er missir af
öllu góðu fólki. Og hver og einn
getur sagt við sjálfan sig: Samfé-
lagið án mín er ekki sama samfé-
lagiö og áður. Sumir setja auðvit-
að meiri svip á umhverfi sitt en
aðrir, en allir hafa hlutverki að
gegna, allir skipta máli, ekki bara
fyrir sína nánustu heldur fy'rir
samfélagið í heild. Þessi sann-
indi skynjar maður best þegar
fánar blakta í hálfa stöng á
Húsavík.
Afmæli í dag
I dag, 1 5. október, eiga þessir af-
mæli á Húsavík: Fanney Geirs-
dóttir frá Hringveri, f. 1912, bú-
sett á Hvammi; Hreffia Ólafs-
dóttir, Garðarsbraut 59, f.
1933; Jóhann Bjarni Einars-
son, Garðarsbraut 25, f. 1972;
Sigtryggur Brynjarsson, Sól-
brekku 18, f. 1972; Þórdís
Dögg Gunnarsdóttir, Steina-
gerði 6, f. 1979; Rafnar Orri
Gunnarsson, Stórhóli 17, f.
1988. 19. október n.k. verður 45
ára Kristín Þorbergsdóttir,
Mararbraut 7. Og 21. október
verður fimmtugur Sveinn Páls-
son, Sólvöllum 3.
- BK/jS