Dagur - 15.10.1997, Síða 4

Dagur - 15.10.1997, Síða 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 1S. OKTÓBER 1997 VÍKURBLAÐIÐ í stríð gegn blöddanuin Sjómenn hafa stofnað Selveiðisjóð Norður- lands eystra og hyggj- ast vemda fiskstofna með þvi að leggja fé til höfuðs blöðraseln- um sem veldur stór- kostlegu tjóni á mið- UIIIIIII. 1 fyrri viku var stofnað á Húsa- vík félagið Selveiðisjóður Norð- urlands eystra. Hlutverk félags- ins er að stuðla að fiskvernd á svæðinu allt frá Ólafsfirði, Grímsey að Langanesi með því að greiða verð fyrir veidda seli á svæðinu. Og tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að safna fjármunum, bæði með ár- gjöldum félagsmanna og eins styrkjum úr opinberum sjóðum. 14 manns mættu á stofnfundinn og í stjórn voru kjörnir þeir Helgi Bjarnason, Jón Asgeir Baldurs og Óskar Karlsson. Ein höfuðástæða þess að menn sáu sig knúna til að stofna Selveiðisjóð er sú að hringorma- nefnd, í kjölfar niðurskurðar, hætti að greiða fyrir veidda blöðruseli. Og sjómenn telja al- gjöra nauðsyn að halda blöddan- um í skeíjum, því hann sé ein- hver verstur vargur í véum þeirra og valdi stórkostlegu tjóni á fiski á grunnslóð. Flestir fundarmanna höfðu mjög slæma reynslu af blöðru- selnum og voru gjörkunnugir málinu. Mönnum bar saman um að upp úr 1985 hefði blöðrusel farið að fjölga all verulega. Fyrr á öldinni hefði hann verið lítt áberandi og haldið sig miklu utar. „Hann hélt sig á þetta 80- 100 föðmum en á síðustu árum eltir hann fiskinn nánast upp í fjöru,“ sagði Helgi Bjarnason. Helgi hefur stundað veiðar á blöðrusel á Skjálfanda á undan- förnum árum ásamt Þórði Pét- urssyni og eitt sumarið fengu þeir um 60 seli. I sumar eru þeir búnir að skjóta 27 blöðruseli og fengu t.d. tvo s.l. laugardag. Einn fundarmanna hafði fengið 5 blöðruseli í net í sumar. Selurinn bítur fiskinn í netinu og að sögn Helga dæmi um að allur fiskur í 4-5 netum trillu- kalla hefði verið bitinn. Og hann skapar vandamál víðar fyrir Norðurlandi. Gunnlaugur, sjó- maður úr Eyjafirði, sagði að blöðrusel hefði fjölgað gífurlega í Eyjafjarðarál og á Skagafjarðar- dýpi. „Það kveður svo rammt að þessu að það er varla lengur hægt að stunda hefðbundna netaveiði fyrir Norðurlandi.“ Menn lýstu því hvernig blöðruselurin tvístraði fiskigöng- um sem væru að koma inn á flóa og firði. Og hann ætti það til að smala saman fiski á stóru svæði í einn flekk og tína svo úr torfunni að vild. Menn voru að velta fyrir sér ástæðum þessarar fjölgunar á blöðruselnum. Og m.a. kom fram að framundir 1960 hefðu Norðmenn veitt sel í tugþús- undatali út af ísröndinni en nú væru þær veiðar af lagðar, sem hugsanlega væri skýringin á aukningunni hér. Selveiðisjóður Norðurlands eystra hefur þegar fengið loforð um framlög upp á um hálfa milljón. En menn voru nokkuð vondaufir um að fá styrki frá hinu opinbera, þar væru menn hræddir við „grínpísara11 og þyrðu ekki að standa að slíkum greiðslum nema þá úr sjóðum af hafsbotni sem enginn vissi um. „Það er hræðileg martröð að þurfa að búa við þetta helvíti. Og það gerir sér enginn grein fyrir því hvað þetta er mikið vandamál nema við sem þurfum stöðugt að glíma við það,“ sagði einn félaga í Selveiðisjóði Norð- urlands. — JS Bukolla og Oliver Twist Leikfélagið Bukolla stefnir að uppsetn- ingu á söngleikmun Oliver í samstarfi við Hafralækj arskóla. Hið stórgóða sam-þingeyska leikfélag, Búkolla, er nú að hefja vetrarstarf sitt og heldur aðal- fund n.k. laugardag. Búkolla hefur baulað á sviðinu í mörg ár og ávallt látið vel í eyrun og ef að líkum lætur verður hið sama uppi á teningnum í vetur. í bí- gerð er sem sé uppsetning á söngleiknum Oliver Twist. Viðræður hafa farið fram milli Búkollu og Hafralækjarskóla um sameiginlega uppfærslu á Oliver og er mikill áhugi hjá báðum að- ilum. Hafralækjarskóli á einmitt 25 ára afmæli um þessar mund- ir og vill af því tilefni standa að veglegri sýningu. Ef ákveðið verður að ráðast í þetta stóra verkefni myndi Robert Faulkner verða tónlistar- stjóri og þegar hefur verið rætt við Sigurð Hallmarsson um að taka að sér leikstjórn. Reiknað er með að Oliver yrði frumsýnd- ur rétt fyrir páska ef niðurstaðan verður að ráðast í þetta stórvirki. 1 fyrra var aðsókn á sýningu Búkollu á verkinu „Á svið“ nokk- uð dræm og í fréttabréfi Búkollu, Baulinu, er Guðrún Lára Pálmadóttir formaður, að velta fyrir sér skýringum. E.t.v. séu áhorfendur í sýslunni orðnir svo kröfuharðir að það sé nánast ekki hægt að bjóða þeim upp á annað en stórsöngleiki. „Og þá skulu þeir bara fá það og hananú." Skrifar Guðrún Lára. -JS Verðlauna- ostar kyirntir Ostameistari íslands, Her- mann Jóhanns- son, kynnti verðlaunaosta MSKÞíKÞMat- bæ s.l. föstn- dag. Hér er hann ásamt gæðastjóranum Kristínu HaU- dórsdóttur og ánægðum við- skiptavini sem fékk að smakka. íslensk gestrisni? Sá góðkunni hagyrðingur Jó- hannes Sigfússon á Gunnars- stöðum mætti á Sláturhúsið á Húsavík með fé til slátrunar á dögunum. Þegar hann hafði sinnt þar sínum erindum fór hann í matsal og fékk sér morgunmat eins og bænda er siður, en kom nokkuð á óvart þegar hann var krafinn um greiðslu fyrir og hafði ekki kynnst því áður á þessum stað. En Jóhannes greiddi að sjálfsögðu fyrir greiðann og gerir það enn betur með eftir- farandi vísu: Rausnarsemin lágt nú laut, lélegt má það telja, hálfan disk af hafragraut hungruðum gesti selja. Naggar í brauði Áhrifamestu og virtustu fjöl- miðlar landsins halda allir úti matreiðslu- ellegar sælkera- þáttum af ýmsu tagi með flóknum uppskriftum frægra manna að uppáhaldsréttum sínum. Víkurblaðið hefur lítt verið á þessum matreiðslu- buxunum enda þekkjum við enga þjóðþekkta Islendinga sem kunna að elda. En við gerum hér smá undantekn- ingu á reglunni og birtum uppskrift að bráðsnjöllum rétti sem 10 ára sonur Nagga- ritara fann upp á dögunum. Uppskriftin að réttinum (sem er fyrir einhleypinga) er þessi: Eitt pylsubrauð, þrír Naggar, rauðkál, steiktur laukur, tómatsósa eða annað meðlæti. Pylsubrauðið hitað í örbylgjuofni og Naggarnir líka eða á pönnu eftir smekk. Rauðkáli eða öðru meðlæti smeygt f pylsubrauðið og Nöggunum þremur ofan á (þrír passa eins og flís í rass). Þetta er síðan étið eins og pylsa. Við seljum þessa upp- skrift ekki dýrara en við keyptum. Viðskiptaþviiigaiiir Og fyrst við erum að tala um mat og það mat sem kemur frá Kaupfélagi Þingeyinga, þá höfum við fyrir því algjörlega óstaðfestar heimildir að í kjöl- far miliríkjadeilu Kjnverja og Islendinga á dögunum hafi sala á Kínakáli dregist stór- lega saman hjá KÞ. Þetta flokkast víst undir ósamantekin ráð almennings um viðskiptaþvinganir, eða eins og einn kúnnin mun hafa sagt: „Maður fer sko ekki að gera þessum helvítum það til geðs að éta andskotans kálið þeirra." Gott er að hafa þetta í huga ef Grænlendingar fara eitthvað að derra sig í garð ís- lendinga. Þá hættum við ein- faldlega að kaupa og éta Grænkál.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.