Dagur - 21.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 21.10.1997, Blaðsíða 4
20-ÞRIDJUDAGUR 21. OKTÓBER 19 9 7 UMBÚÐALAUST Stóri bróðir í I nýlegri skýrslu dómsmálaráð- herra, Þorsteins Pálssonar, til Alþingis kemur fram að 17 prestar þjóðkirkjunnar hafa skírt börn í trássi við nafnalögin nýju, síðan þau gengu í gildi um næstliðin áramót. Ekki er getið um fjölda barnanna sem fengið hafa nöfn með þessum frjálslega og sjálfsagða hætti. I lok skýrslunnar um fram- kvæmd nýju nafnalaganna gat ráðherra þess að nú væru í und- irbúningi aðgerðir gegn „lög- brjótunum" sautján. Að sinni mundu þeir ekki hljóta fangels- isdóma heldur yrði fyrst í stað beitt sektum. Það fannst ráðherranum mildilega til orða tekið. Enda mun ráðuneyti dóms- og kirkju- mála eiga að kveða upp sektar- dómana yfir prestunum 17, þó Iögréttara athæfi væri að kæra málin og kalla þá fyrir óhlut- drægan dómara. En þetta verður haft með því gamla góða sniði, að dóms- valdinu verður kippt upp í ráðuneyti. Enda er það vissara í svona máli þar sem verið er að refsa mönnum fyrir það eitt að hafa neitað að fremja mann- réttindabrot. Því flestar greinar manna- nafnalaga okkar btjóta í bága við stjórnarskrána og mörg ákvæði alþjóðasáttmála sem Island er aðili að. Og smá- smyglisleg framkvæmd laganna getur því aldrei orðið annað en hreinræktaður fasismi. Eins og reyndin lika sannar. Ofvöxtur valdbeitingar Fasisma sem þrífst innan lýð- ræðislegrar stjórnskipunar hefur oft verið líkt við krabbamein. Þessi líking stenst að því leytinu til að það eru meinvörpin sem eru háskalegust. Oft hleypur sjúklegur ofvöxtur í valdbeitingarlöngun ráðherra eða ráðuneytisstjóra. Það skilja þeir sem hafa einhverja nasasjón af barnasálarfræði - og þeir telja valdasýkisköstin eðlileg. Enda höfum við lýðræðislegar reglur til að hamla á móti því að mein- vörp verði frá þessum barnalega valdaþorsta. En það ónæmis- kerfi getur þó líka brugðist. Andi mannanafnalaganna er mótsnúinn lýðræðislegri hugs- un. Þau kveða á um íhlutun stjórnvalda um atriði sem eru vernduð af ákvæðum í stjórnar- skrá og almennum mann- réttindaskrám. Akvörðunarvald um þrengstu einkahagi fólks er látið í hendur öfgahópi (manna- nafnanefnd), auk þess sem prestastétt landsins hefur verið afhent framkvæmdarvald, og full ábyrgð með, undir kommandó þessara öfgamanna. SS-meim Allt væri þetta þó líldega í stakasta lagi (eins og mein- legur brandari) ef ekki kæmi til afstaða og starfshættir hagstofustjóra. En hann stjórn- ar meinvörpum þessa sérís- lenska fasisma úr Skuggasundi (150 Reykjavík) ásamt ritstjóra svokallaðrar þjóðskrár. í samræmi við heimilisfangið eru þeir framvegis kallaðir SS- menn. Þjóðskráin hefur þá vafasömu aðstöðu (sem KGB líka hafði í Sovétríkjunum sáluðu) að vera til eftirlits hvarvetna í samfélag- inu. Einkareikningur í banka verður ekki stofnaður nema undir eftirliti SS-manna. Lán verða ekki tekin né eignir keypt- ar og seldar nema undir eftirliti SS-manna. Enginn fær sig lagð- an inn á spítala nema undir eft- irliti SS-manna. Enginn getur skráð sig í símaskrána nema í Oft hleypur sjúklegur ojvöxturí valdbeiting- arlöngun ráðherra eða ráðuneytisstjóra. Það skilja þeirsem hafa einhverja nasasjón af bamasálaifræði. Skuggasundi „í skjóli ólýðræðislegra iaga um mannanöfn og hugarfars SS-mannanna, sem gæta framkvæmdar þeirra, hefur þjóðskráin smám saman orðið að reglulegum skóla i fasískum hugsunarhætti, “ segir Þorgeir Þorge/rson. samráði við SS-menn. Og þannig má lengur telja. Ég þekki mann sem búinn er að missa kosningaréttinn vegna þess að þeir SS-menn telja sig skylduga til að skrifa nafnið hans með öðrum hætti en við- komandi lögreglustjóraembætti hafði gert (í vegbréfi) samkvæmt ákvörðun mannsins (eins og sjálfsagt ætti að vera). SS-menn telja kosningarétt hans eiga að víkja fyrir ofbeldis- dyntum valins öfgahóps (mannanafnanefndar). Þetta ofbeldisstýrða sálar- ástand hefur eðlilega sáð sér í fjölmarga starfsmenn þeirra stofnana sem búa við eftirlit SS- manna. En það eru raunar flest- ar stofnanir samfélagsins. Enda varla til annars að ætlast en barnalegur valdaþorsti finnist víðar en hjá ráðherrum og ráðu- neytisstjórum. í skjóli ólýðræðis- legra laga um mannanöfn og hugarfars SS-mannanna, sem gæta framkvæmdar þeirra, hefur þjóðskráin smám saman orðið að reglulegum skóla í fasískum hugsunarhætti. Og það er alveg með ólíkindum hvað sumt starfsfólk stofnana hér leyfir sér enn í dag við einstalding sem telur sig eiga að ráða einhverju um sitt eigið nafn. Enn í dag, segi ég. Því víst er þetta að breytast. Alveg nú upp á síðkastið hef ég áþreifanlega orðið var við breytta afstöðu til einmitt þess- ara mála hjá yfirmönnum stofn- ana hér. Það er eins og vonarglæta. Maðurinn sem ég nefndi áðan hefur að vísu enn ekki fengið kosningarétt (en það heyrir beint undir SS-menn og manna- nafnanefnd og verður því naum- ast leyst hér innanlands á með- an sömu aðilar ráða ríkjum í Skuggasundinu). En þó maður þessi hafi enn ekki kosningarétt, má hann þó skrá bankareikning á sitt rétta nafn, fær aðgang að sjúkrastofn- unum líka, og hann er aukin heldur rétt skráður í símaskrá höfuðstaðarins. Þökk sé lög- fræðideild Landsbanka Islands, Landlæknisembættinu og yfir- stjórn Landsímans, sem tekið hafa fram fyrir hendur SS-liðs- ins og látið manninn njóta þeirra sjálfsögðu réttinda sinna að ráða því sjálfur hvernig nafn- ið hans er stafsett. Miðað við fyrra ástand bendir þetta til lýðræðisvæðingar í sam- félaginu. Enda full þörf á því að breyta um háttalag á þessu sviði áður en hálf prestastéttin verður komin á Litla-Hraun fyrir það eitt að neita að vinna nasistalög- reglustörf með öðrum embættis- verkum sínum. Þetta ættu báðir lýðræðissinn- arnir á Alþingi nú strax að hug- leiða. KOLBRUN BERGÞÖRS DOTTIR SKRIFAR Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags, hafði ekki fyrr mótmælt hugmynd- inni um ferðalag utanríkisráð- herra og sendinefndar til Indónesíu, en upplýst var að flokkur þingmannsins hafði í riti nokkru mælt með því að tekið væri upp viðskiptasam- band við landið. Þetta kemur svosem ekkert sérstaklega á óvart því hin ógeðfellda stað- reynd er sú, að þegar viðskipti eru annars vegar verða sið- ferðilögmál iðulega að víkja. Gagnrýni er síðan svarað með því að á undan eða eftir undir- ritun viðskiptasamninga sé ætl- unin að ræða við harðstjórana Menniugarvaktin Þeir eru ekki allir gapuxar og fræða þá um undirstöðuat- riði lýðræðis og mannréttinda. Það voru einmitt þessi rök sem utanríkisráðherra landsins greip til þegar hann svaraði gagnrýni Steingríms J. Sigfússonar. Flestir Iétu sér fátt um finnast. Það eru örugglega fæstir sem trúa því að slíkar viðræður fari fram í neinni alvöru, enda varð ekki mikillar einlægni vart í hinum syljulega framsóknartalanda utanríkisráð- herra. Enn má minna á orð fyrr- verandi forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, eftir Kínaferð, þegar hún sagði að þeir sem sætu f silkisófum gestgjafa sinna færu ekki að segja þeim sömu mönn- um til syndanna. Frá þessu þjónkulega viðhorfi eru þó undantekningar. Merk- asti stjórnmálamaður heims, Nelson Mandela, var fyrir örfá- um mánuðum í opinberri heim- sókn í Indónesíu. Hann var ekki kominn til að hjala við ráða- menn heldur til að lesa fyrir þeim, hitti fangelsaðan leiðtoga andófsmanna Austur-Tímora og ítrekaði ósk um að hann yrði lát- inn laus. Heimsóknin og krafa Mandela hafði greinileg áhrif á ráðamenn Indónesa, enda var þar engin tæpitunga töluð. Stjórnmálamönnum er iðulega lýst sem metnaðarfullum en hugsjónasljóum gapuxum. Þeir eru það örugglega margir en ekki allir. Kannski er helsta mein vestrænna stjórnmála- manna einmitt það að þeir hafa ekki fyrir nægilega miklu að berjast. Orð friðarverðlaunahafa Nóbels Jose-Ramos Horta kunna því að hljóma ókunnug- lega f eyrum þeirra: „Heiður, virðing, skylda, ábyrgð - þetta eru ekki bara orð. Ef einstak- lingur vill lifa samkvæmt þess- um gildum, ef honum iinnst þau einhverju varða, verður hann að vera tilbúinn að kaupa þau dýru verði, með lífi sínu ef nauðsyn ber til.“ „Stjórnmálamönnum er iðulega lýst sem metnað- arfullum en hug- sjónasljóum gapuxum. Þeir eru það örugglega margir en ekki allir."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.