Dagur - 21.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 21.10.1997, Blaðsíða 5
Tfe^ui- ÞRIÐJUD AGUR 21.QKTÓBF.R 1997 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU „í mínum huga eru fullkomnustu Ijóðin tær, fölskvalaust stemmning sem lesandinn skynjar mjög sterkt og Hfir sig inn í." mynd: hilmar. Tvenns konar náttúra KOLBRÚN BERGÞÓRS- DÓTTIR SKRIFAR Sjaldgæftfólk erheiti á Ijóða- bók sem Forlagið gefur út á næstunni. Höfundurinn er SigmundurEmirRúnarsson fréttamaður. Sjaldgæftfólk er fjórða Ijóðabók hans en sú fyrsta kom út þegarhöfundur- inn vareinungis 19 ára gamall. Hvenær bjrjaðir jní að yrkja? „Eg byrjaði að yrkja sem barn. Amma mín kenndi mér að meta ljóðlist. Hún var feikna góður hagyrðingur en orti eingöngu fyrir skúffuna. Hún söng fyrir mig ljóð og þannig lærði ég þau. Kannski er það þess vegna sem mér finnst mesti galdurinn í ljóðagerð sá að hafa hrynjandina á sínu valdi. Eg hef sterkar taugar til hefðbundins ljóðforms, hef ort þó nokkur Ijóð undir hefðbundnum hætti og hef ákaflega gaman að því. Eg hef ekkert gefið út af mínum hefðbundna kveðskap en ég geymi hann.“ Hvernig fer það saman að yrkja jöfnum höndum Ijóð undir hefðhundnum hætti og í frjdlsu formi? „I sjálfu sér fer það illa saman. Þótt ágætt sé að fara úr einu í annað þá er hinn hefð- bundni bragarháttur svo háttbundinn og hrynjandin svo sterk að það er mjög erfitt að skipta aftur yfir í frjálsa formið. Þetta er sennilega svipaður vandi og hjá málurum sem mála bæði abstrakt og fígúratíft. Það er íþrótt að yrkja hefðbundið, frjálsa formið krefst meira næðis, meiri andagiftar." Á hvaða tíma dags yrkirðu? „Eg yrki á öllum tímum dags og ef til vill sést það á mér. Hugmyndir gerjast í hugan- um allan daginn, svo er hending hvenær maður sest niður og kemur þeim á blað. Ég er ekki mjög skipulagður maður, og ég á ófá Ijóð sem ort eru aftan á debetkortareikning á vínveitingahúsum. En mest yrki ég á kvöldin þegar ég hef næði.“ Þegar Ijóðið kemur er það þá fullska'pað? „Nei. Eg sker alla óþarfa fitu af ljóðunum og reyni að skilja eftir mjög tæra stemmn- ingu. I mínum huga eru fullkomnustu Ijóðin tær, fölskvalaust stemmning sem Iesandinn skynjar mjög sterkt og lifir sig inn í.“ Hver eru þín eftirlætis Ijóðskáld? „Eg les afar mikið af ljóðum, jafnt gömlu meistaranna sem yngri skáld. Stefán Hörður Grímsson er minn maður. Eg er hrifinn af ljóðum Davíðs Stefánssonar og held einnig mikið upp á Jóhannes úr Kötlum. Þorsteinn frá Hamri er ákaflega gott skáld og Sigurður Pálsson ber af skáldum sinnar kynslóðar.“ Um hvað yrkirðu, ástina dauðann og til- gang lífsins? „Það er ekkert nýtt undir sólinni, en hvert og eitt upplifum við heiminn með ólíkum hætti. I þessari bók tekst ég á við töluvert öfgakenndar tilfinningar, annars vegar ást og hins vegar hatur og beiskju. Þetta eru einnig Ijóð sem taka sterkt tillit til íslenskrar nátt- úru. Síðasti kafli bókarinnar er nánast óður til þess hluta Islands sem er yfirgefinn. Þetta er mjög heillandi hluti af landinu einmitt vegna þess að hann er yfirgefinn; að horfa niður í yfirgefinn fjörð er ekki bara stórkostlegt vegna þeirrar náttúrufegurðar sem fyrir augu ber heldur einnig vegna þess að maður skynjar sögu fólksins og erfiðið sem náttúran skapaði því. Við gerð þessarar bókar sökkti ég mér niður í hugleiðingar um samband náttúru og fólks. En ef ég á að skil- greina bókina í fáum orðum þá fjallar hún annars vegar um náttúru landsins og hins vegar um náttúruna í manninum." Fjall 13 U mvafinn fjöllum ann ég minni ögn afveröld túnum kjarri urðskýjum regni sól og hugsun til hálfs við haf héðan hafa þau veitt mér nauman hlut úr himni nóg afveðri. Blekking djöfuls- ins eða opinberun skaparans - Vamarræða spíritistans eftir séra Sigurð Hauk Guðjónsson Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Öld af öld fæðast verur sem sjá, heyra og skynja út fyrir þann markaða baug sem krenkir heimahlað okkar flestra. Slíkt vekur spurnir! Suma knýr það til nánari skoðunar, leit að kjarna, og það köllum \dð sálarrann- sóknir. Aðra, þar á meðal marga þjóna kirkjunnar, fyllir slíkt skelfingu, því þeir telja hæfileika miðla blekkingu djöfulsins, vara fólk alvarlega við, telja andkrist- ið, og sanna mál sitt með því sem þeir kalla „guðs heiiaga orði“. Með bókinni Varnarræða spír- itistans er þessum skilningi mót- mælt, hann talinn afsprengi þeirrar heimsku musterisþjón- anna er töldu Krist útsendara hins illa, og rægðu hann því uppá krossinn, klóruðu síðan yfir smán sína með því að kenna skapara manna um. Höfundur leitar í samstofna guðpjöllunum samsvörunar við það er sálar- rannsóknir fást við, og niður- staðan er spurnin: Hvernig get- ur nokkur lesið guðspjöllin án þess að fá áhuga á sálarrann- sóknum? Þær eru ekki trú, held- ur leit að stöðugri opinberun skaparans sem manar fólk til fýlgdar við þann sannleik er Kristur boðaði og boöar um guð og mann. Höfundur er fyrr\'erandi sókn- arprestur. Ævilangt hefur hann fengist við sálarrannsóknir, kynnt sér bæði erlendis og hér heima; verið forseti félaganna í Reykjavík og Hafnarfirði. Bókin er 183 síður og útgefandi er Fjallið H\ íta ehf. Öiyggis- hanabók sjómanna Islenska bókaútgáfan (áður Örn og Örlygur bókaklúbbur) hefur gefið út öryggishandbók fyrir sjómenn sem nefnist SJÓ- MENNSKA OG SIGLINGAR- FRÆÐI. Hér er um að ræða aukna og endurbætta útgáfu Sjómannahandbókarinnar sem kom út árið 1993 og hefur frá byrjun notið mikilla vinsælda meðal sjómanna og útgerðarfyr- irtækja og verið notuð við kennslu í sjómannafræðum. Rit- stjóri er Örlygur Hálfdanarson en Vilmundur Víðir Sigurðsson, kennari við Stýrimannaskólann, hafði umsjón með þýðingunni. Bókin fjallar á ítarlegan hátt um öll undirstöðuatriði góðrar sjómennsku og fer sérstaklega yfir siglingareglur, öryggisatriði, veðurfræði og skyndihjálp. I bókinni eru einnig góðar leið- beiningar um meðferð véla og tækja, svo fátt eitt sé talið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.