Dagur - 22.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 22.10.1997, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 rD^r VÍKURBLAÐIÐ LandsgUman að Laugiun Keppnistímabil glímu- manna hófst s.l. laugar- dag þegar Landsglíman var háð að Laugum í Reykjadal. Keppt var í kvenna- og karlaflokki. Mótið fór vel fram og mikil spenna var frá íyrstu glimu til þeirrar síðustu. Úrslit mótsins urðu eftirfarandi: Karlaflokkur: 1. Helgi Kjartansson HSK. 2. Arngeir Friðriksson HSÞ. 3. Jón Birgir Valsson KR. 4. Ingibergur Sigurðs- son UV. 5. Helgi Bjarnason KR. 6. Amgrímur P. Jóns- son HSÞ. 7. Torfi Pálsson HSK. 8. Ragnar Skúlason HSÞ. Kvi'ima ílokkur: 1. Magnea Svavars- dóttir HSK. 2. Inga Gerða Péturs- dóttir HSÞ. GAMLA MYNDIN Nú er vetur genginn í garð og gömlu myndirnar úr safni Óla á Borgarhóli eru vetrarmyndir. Á annarri má sjá þann nafntogaða mann úr húsvískri fortíð, Jóhann Sigvaldason bátasmið og er hann að moka snjó fyrir utan hús sitt að Árgötu 14. Hin myndin er hefðbundin vetrarmynd frá Húsavík, tekin neðan úr Búðarárgili. Hið fornfræga hús Vetrarbraut er á miðri mynd og kemur sjálfsagt yngri bæjarbúum spánskt fyrir sjónir að sjá heljar- mikið hús á þessum stað. ÞANKAR ÞINGEYINGS Okkar besta fólk í bæjarstjórn! JÓHANNES SIGURJÓNS SON SKRIFAR Þessa dagana er Mogginn fullur af lofgreinum um og eftir próf- kjörskandídata Sjálfstæðis- flokksins sem langar að komast í borgarstjórn. Og um þessar mundir eru flokkar og listar víða um land farnir að huga að fram- boðsmálum til bæjar- og sveitar- stjórna og hvaða aðferðum skuli beitt við uppstillingu á lista. (Hvort prófkjörskandídatar allra flokka af öllu landinu fá inni í Mogga með sín tilskrif er enn á huldu). Borðliggjandi ættar-atkvæði Það skiptir auðvitað töluverðu- máli hvernig raðað er á lista og að ýmsu þarf að hyggja. Fyrir það fyrsta að viðkomandi kandí- dat sé stuðningsmaður viðkom- andi flokks, hann sé að mestu leiti vammi firrtur en ekki veru- lega firrtur að öðru leyti og ekki er verra að hann sé mælskur eða kona nema hvortveggja sé. Gott er að hann sé vel kynntur í sinni heimabyggð, hafi getið sér gott orð fyrir störf að einhverjum þjóðþrifamálum og í smærri samfélögum a.m.k. er ekki verra að að honum standi mikill ætt- bogi þannig að 1 50 atkvæði séu þegar borðliggjandi þegar nafn hans er komið á Iistann. En fyrir mestu er þó að við- komandi kandídat vilji gefa kost á sér, hafi áhuga á því að vinna að sveitarsjórnarmálum, sé tilbú- inn að fórna tíma sínum í þetta verkefni og reiðubúinn til þess að taka afleiðingum starfa sinna í sveitarstjórn. starf. Bæjarfulltrúar eru æfin- lega „vondu kallarnir og kelling- arnar“ í umræðunni. Oti í bæ er sem sé fjöldi spekinga sem met- ur og dæmir störf bæjarfulltrúa. Ef þeir samþykkja eitthvað sem viðkomandi spekingar eru sjálfir fylgjandi, þá er það aðeins sjálf- sagður hlutur. En ef þeir gera eitthvað sem gengur þvert á vilja og vit spekinganna, þá eru bæj- arfulltrúar orðnir óalandi og óferjandi gæslumenn annarlegra hagsmuna. Dansi rúnii I sjálfu sér þarf þetta ekki að vera vandamál. Bæjarfulltrúar styðja auðvitað aðeins það sem þeir telja rétt og bæjarfélaginu fyrir bestu og eiga að vera menn til að skýra og rökstyðja gerðir sínar. En það hlýtur að vera hvimleitt að þurfa alltaf að vera í vörn, geta t.d. alltaf átt von á því að á næsta balli geti þeir ekki dansað við maka sinn því allur tíminn fari í að „svara til saka“ fyrir hinar og þessar meintar misgjörðir. Það er sem sé ýmsir annmarkar á því að gefa kost á sér í framboð til bæjarstjórnar og örugglega til þeir hæjarfulltrúar sem séð hafa eftir slíkri ákvörð- un. Málið er að fara ekki á lista með hálfum huga. I sveitarstjórn á enginn að setjast nema hann sé fullur áhuga á að láta gott af sér Ieiða, treysti sér til þess og sé tilbúinn til að búa við ýmsa hvimleiða fylgifiska starfsins. Að þannig fólki leita flokkarn- ir einmitt nú. Og er vonandi að enn fyrirfinnist slíkt fólk á Húsa- vfk og öðrum bæjum og hrepp- um um land allt. Létt verk? Á síðustu árum hefur það t.d. ekkert gengið alltof vel að finna fólk og fá það til að taka sæti á framboðslistum til sveitarstjórna á Húsavík og vísast víðar í sam- bærilegum samfélögum. Þeir sem fylgjast með þessu málum, Málræpiunælikvarðiim Þetta gæti ekki verið fjærrri lagi. Undirritaður hefur fylgst náið með störfum bæjarfulltrúa á Húsavík til fjölda ára og þeir þurfa svo sannarlega að vinna fyrir kaupinu sínu og vel það. Að vísu hækkuðu greiðslur til bæj- eitthvað til málanna að leggja sem máli skiptir. En það er alls ekki mælikvarði á störf bæjar- fulltrúa hversu oft og lengi þeira tala. Hvað það varðar gildir hið sama f sveitarstjórnum og á al- þingi. ganga sem sé ekki að því grufl- andi að á margan hátt er það ekki verulega eftirsóknarvert að starfa í sveitarstjórnum. Margir álítar reyndar að starf- ið felist einkum í því að mæta á fundi u.þ.b. tvisvar í mánuði og rétti upp hendi til að samþykkja einhverja vitleysuna eða hafna skynsamlegum tillögum. Og að- alastarfið sé e.t.v. að mæta í boð og móttökur og skála fyrir ein- hverjum höfðingjum eða fram- kvæmdum. arfulltrúa á s.I. ári en tímakaup þeirra sem vinna af samvisku- semi við að setja sig inn í hin ýmsu mál, er harla rýrt. Raunar er ég þeirrar skoðunar að allir bæjarfulltrúar Húsavíkur hafi unnið samviskusamlega og af heilindum að framfaramálum bæjarins, hver með sínum hætti. Hver bæjarulltrúi hefur sinn stíl og sitt vinnulag. Sumir tjá sig um öll mál og oft í löngu máli. Aðrir taka sjaldnar til máls og þá aðeins þegar þeir telja sig hafa Annarlegir hagsmimir? Störf f bæjarstjórn Húsavíkur kalla sem sé á fjarveru frá heim- ili og vinnustað einnig. Og sjálf- sagt fá bæjarfulltrúar oft orð í eyra frá fjölskyldumeðlimum og vinnuveitendum fyrir illþolandi fjarvistir. Það er eitt af því sem letur fólk frá því að sækja í þessi störf. Og eins og áður sagði, fjár- hagslegur ávinnngur er ekki mik- ill. Og fleira kemur til. Þetta er t.d. einstaklega vanþakklátt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.