Dagur - 22.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 22.10.1997, Blaðsíða 3
 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 - 3 VÍKURBLAÐIÐ Ungir garðyrkjubændur á uppskeruhátíð Skólagarðar Húsavíkur hafa ver- ið starfræktir lengi og þar vaxa oft í fyrsta sinn „grænir fingur' á unga bæjarbúar sem þeir búa að síðan. I skólagörðunum eru ræktaðar ýmsar matjurtir, kart- öflur, kál og fleira góðgæti sem hróðugir ungir grænmetisbænd- ur draga heim í bú eftir upp- skeru að hausti. Og að sjálfsögðu er haldin uppskeruhátíð að fornum sið, — Fjórar hnátur „fríka" út í fótboltaspilinu. Bóndakona í borðtennis. eða því sem næst. Ungir garð- yrkjubændur komu saman til uppskeruhátíðar í Keldunni s.l. sunnudag og þáðu veitingar, dunduðu sér í leiktækjum og sögðu tröllasögur af uppsker- unni. Að sögn Sigríðar Sigurjóns- dóttur, „guðmóður“ Skólagarð- anna, voru um 40 börn í þeim s.l. sumar, en ekki sáu allir sér fært að mæta á uppskeruhátíð. Sísí segir að margir krakkanna séu þarna að koma í fyrsta sinn í Kelduna og mikil upphefð að fá að fara í leiktækin sem eldri krakkar eiga bara kost á allajafn- an. „Þeim finnst þau vera orðin unglingar þegar þau eru komin í Kelduna," sagði Sísí. Hún sagði að Skólagarðarnir hefðu byrjað óvenjuseint í sumar vegna kuldkastsins í júní, en uppskeran í haust hefði verið mjög góð og alls ekki síðri en þegar lengri vaxtartími liefur gefist. Ljósmyndari Víkurblaðsins var á staðnum og myndaði káta garðyrkjubændur sletta úr klauf- unum á uppskeruhátíð. — JS Afmælisböm dagsins I dag, 22. október, eiga þessir Húsvíkingar afmæli: Heimir Bessason, f. 1945; Bragi Ing- ólfsson, Heiðargerði 5, f. 1947; María Michaelsdóttir, Urðar- gerði 4, f. 1962; Hákon Vals- son, Iðavöllum 6, f. 1968; Krist- ey Þráinsdóttir, Alfhóli 1, f. 1981; Hulda Sigmarsdóttir, Holtagerði 16, f. 1982; Hákon Pálsson, Ásgarðsvegi 2, f. 1984. 23. okt. verður 65 ára Guðrún Ingólfsdóttir, Grundargarði 4. Sama dag verður 55 ára Sigrún Jónsdóttir, Baughóli 3. 24. okt. verður 45 ára Hermundur Svansson, Uppsalavegi 25. Og sama dag er fertug Bryndís Guðlaugsdóttir, Höfðavegi 26. 25. okt. er fimmtugur Viðar Sigurðsson, Brúnagerði 4. Og sama dag er 45 ára Lára Júlía Kristjánsdóttir, Árholti 14. 26. okt. verður sjötugur Ólaf- ur Guðmundsson, Skólastíg 3. 28. okt verður 45 ára Jóhanna Björnsdóttir, Sólbrekku 7. Og 28. okt. verður einnig 45 ára Lilja Jónsdóttir, Baughóli 1. - BK/js Ungir og kátir garðyrkjubændur. Friðgeir og Karl eru atvinnumannslegir í snooker. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁLFHEIÐAR EÐVALDSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Kristján Eysteinsson og fjölskylda, Hreinn Jónsson og fjölskylda, Freyja Eysteinsdóttir og fjölskylda, Sigfús Eysteinsson. Þingeyingar! Víkurblaðið er vettvangur skoðanaskipta í héraði. Liggur ykkur eitthvað á hjarta? Þurfið þið að hrósa einhverjum eða hella úr reiðiskálunum? Gagnrýna eða gleðja? Hafi menn eitthvað að segja um landbúnað, útgerð, kaupfélagið, sveitarstjórnarmál, umhverfismál, gam- anmál og allra handa mál, þá er Víkurblaðið vett- vangur Þingeyinga. Hafið samband í síma 464-1585, eða sendið sím- bréf í númer 464- 1522. % VIKUR BIAÐIÐ (Æ mantiÁvná Garðarsbraut 7 Húsavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.