Dagur - 22.10.1997, Page 4

Dagur - 22.10.1997, Page 4
é - MIÐVIKUDAGVR 22. OKTÓBER 1997 VÍKURBLAÐIÐ Húsvíkiiigar vilja gott sam- starf vi o sína nágraima EI^AR NJALSSON SKRIFAR í eftirí arandi grein hafnar Einar Njálsson hæjarstjóri j)ví alfarið að HúsvíMngar hafi ekki leitað eftir sam- ráði og samstarfi við Reykjahrepp um kaup á jörðinni Saltvík. Húsvíkingar hafa sýnt það á undanförnum árum að þeir vilja gott samstarf við sína nágranna. Framkvæmd fjölmargra sam- starfsverkefna ber því vitni. Sú stefna er óbreytt. Vegna um- ræðu um kaup á jörðinni Saltvík er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. Lengi hefur verið Ijós og aldrei farið leynt áhugi forráða- manna Húsavíkurkaupstaðar á því að fá jörðina Saltvík keypta. Umræða um það hefur farið fram með hléum a.m.k. frá ár- inu 1960. Á árunum 1994 og 1995 hafði undirritaður ítrekað samband við Þorgrím Sigurðsson oddvita og óskaði eftir því að hann kannaði áhuga hreppsnefndar Reykjahrepps á því að hreppur- inn og Húsavíkurkaupstaður leituðu saman eftir kaupum á jörðinni Saltvík með sameigin- lega landnýtingu í huga. Eldd veit ég hvort oddvitinn kannaði málið en aldrei komu nein svör þrátt fyrir eftirgrennslan. Eitt sinn færði ég þetta í tal við odd- vitann ásamt Sigurjóni Bene- diktssyni bæjarfulltrúa meðan beðið var eftir því að fundur hæfist í Héraðsnefnd. Eg trúi því ekki að Þorgrímur kannist ekki við þetta. Þegar við vorum orðnir úrkula vonar um að nokkuð kæmi út úr þessari málaleitan við oddvita Reykjahrepps, skrifaði ég, að höfðu samráði við bæjarráð Húsavíkur, bréf til landbúnaðar- ráðherra og óskaði eftir viðræð- um við ráðuneytið og ráðherra um kaup Húsavíkur á jörðinni. Bréfið er dagsett 24. mars 1996. Lengi vel gerðist ekkert í málinu þrátt fyrir munnlegan eftirrekst- ur. En eftir fund sem undirritað- ur átti 12. mars 1997 með Jóni Höskuldssyni lögfræðingi ráðu- neytisins voru dómkvaddir menn til að meta jörðina. Nú er verið að vinna að gerð kaupsamnings, sem grundvallast á því mati. Þessi ferill var oddvita Reykja- hrepps kunnur. Af hálfu Húsavíkur var haft frumkvæði að samstarfi við Reykjahrepp um kaup og nýt- ingu á jörðinni Saltvík á árunum 1994 og 1995, eins og að fram- an er lýst. Og 28. maí 1997 var svohljóðandi tillaga frá Sigurjóni Benediktssyni samþykkt í bæjar- ráði Húsavíkur: „Bæjarráð Ilúsavíkur samþykkir að taka upp viðræður við Reykjahrepp um samskipti sveitarfélaganna. Sérstaklega verði rædd möguleg sameining sveitarfélaga í hérað- inu sem og nýting ríkisjarðarinn- ar Saltvíkur..“ Tillaga þessi var kynnt oddvita Reykjahrepps með bréfi dags. 29.05.97 og óskað formlega eftir viðræðum við hreppsnefnd Reykjahrepps um málið „og von- ast til að svar berist Húsavíkur- kaupstað fljótlega." Nokkru síð- ar hitti ég oddvita og kvað hann áhuga vera af hálfu Reykja- hrepps á því að halda fund með bæjarráði Húsavíkur, en nú færu sumarannir í hönd og gæti verið erfitt að koma því við. Svarbréf dagsett 13. október 1997 hefur borist. Húsavíkurkaupstaður vinnur ekki gegn atvinnurekstri, hvorki í eigin sveitarfélagi eða öðrum. Nýting nágranna okkar á slægju- landi og beitarlandi verður auð- sótt mál að því marki sem landið þolir slfkt og önnur not ekki ákveðin. Hingað til hefur ekki staðið á Húsvíkingum að fallast á sameiningu sveitarfélaga. Hús- víkingar samþykktu sameiningu, einir sveitarfélaga á þessu svæði, í kosningunni 1993. I skoðana- könnun um málið sem Héraðs- nefnd lét gera samhliða síðustu forsetakosningum voru tveir þriðju hlutar þeirra Húsvíkinga sem afstöðu tóku fylgjandi sam- einingu. Að mínu áliti hagnast litlu sveitarfélögin, sem ekki geta veitt lögboðna þjónustu, mest á eflingu sveitarfélaganna með sameiningu, því er nauð- synlegt fyrir íbúa þeirra að gera upp hug sinn í því máli. Ekki er eðlilegt eða skynsamlegt að Húsavík hafi frumkvæði í sam- einingarmálum, minni sveitarfé- lög og íbúar þeirra verða sjálfir, á eigin forsendum, að sannfær- ast um hagkvæmni sameiningar. 16.10.97, Einar Njálsson. Heima- viiniandi Völsungs- stúlkur Völsungsstúlkur unnu fyrsta sig- ur sinn í 1. deild Islandsmótsins í blald um síðustu helgi þegar liðið lék gegn KA á Húsavík. Heimastúlkur unnu næsta ör- ugglega 3-1 og þó fyrstu leikirnir fyrir sunnan hafi tapast, þá á liðið örugglega eftir að styrkjast og vinna fleiri leiki, ekki síst hér heima og krafan auðvitað að sú að Völsungsstúlkur verði alfarið „heimavinnandi“ í vetur. — js Fastráðntr Uilkar hjá Korra! Túlkar starfa hjá fisk- verkirn Korra sem þd er ekki „ferðamanna- fiskverkim.“ Umsvif hjá fiskverkun Korra hafa aukist að undanförnu. Gunnlaugur Hreinsson heldur þar um stjórnvölinn og 12 manns starfa við verkunina. Þegar blaðamaður leit við hjá Korra í vikunni, þá voru þeir Helgi Pálmason og Trausti Jóns- son að stafla freðnum þorski og Helgi gaf bísperrtur þá yfirlýs- ingu að þeir félagar störfuðu sem túlkar hjá Korra. Blaðamað- ur hváði og vissi ekki til þess að Korri væri búinn að setja upp „ferðamannafiskverkun" í anda FH, og ferðamannavertíðinni þar að auki lokið, þannig að ekki virtist mikil þörf fyrir túlka á þessum árstíma. Og ennfremur var honum ókunnugt um yfir- gripsmikla tungumálakunnáttu þeirra félaga. En jú, Helgi var með svörin á reiðum höndum: „Við störfum hér sem túlkar því við erum nefnilega að þíða Rússafisk!" Þeir eru margir orðfimleika- mennirnir fyrir neðan bakkann og hafa löngum verið. — js Helgi Pálmason, starfandi „túlkur" hjá Korra. Upp með endur- skins- merkin! Ökumaður kom að máli við blaðið og benti á, ef það hefði farið fram hjá einhverj- um, að nú væri farið að dimma á kvöldin og því kom- in tími til fyrir gangandi veg- farendur að setja upp endur- skinsmerkin. Hann sagðist hafa mætt alltof mörgum á gangi án endurskinsmerkja sem skapaði viðkomandi verulega hættu. Sérstaklega væri þetta varasamt rétt utan bæjarins þar sem götulýsingu þrýtur. — js íslensk eða Erlingsk leiklist? Flestir fögnuðu því þegar kynnt voru áform um sunnudagsleik- rit ríkissjónvarpsins. Og töldu auðvitað að þarna yrðu á ferð- inni íslensk leikrit í stað er- lendra, eftir íslenska höfunda og með íslenskum leikurum. En nú þegar búið er að sýna þijú Ieikrit þá er niðurstaðan sú að vissulega eru þetta íslensk verk en ekki erlend, en þau eru hinsvegar ramm-erlingsk. Þau eru sem sé öll eftir Frikka Erlings, leikstýrt af Gísla Snæ Erlings og Ieikin af Benna Erlings og reyndar Erlingi sjálf- um. Eða eins og einn ágætur er- lendur leikhúsmaður á íslandi sagði: „Að vera, eða ekki vera Erlingur og allt hans fólk, það er spurningin.“ Hinmesk mjólk Nagga-ritari brá sér í messu á dögunum, einu sinni sem sjaldnar. Hópur væntanlegra fermingarbarna var í kirkju þennan dag og beindi Húsavík- urklerkur orðum sínum einkum að þeim og varð tíðrætt um hollustu og óhollustu og varaði m.a. við reykingum og áfengis- neyslu eins og vera ber. Og gaf einnig ýmis þörf hollráð sem hægt var að taka undir. Mælti t.d. sérstaklega með mjólkur- neyslu og sagði að allir ættu að drekka tvö glös af mjólk á dag það sem eftir væri æfinnar. Svoddan boðskap úr predik- unarstólnum er auðvitað ekki hægt annað en að taka alvar- lega, því eins og kunnugt er er þar mælt fyrir munn háttsetts aðila sem ku vera með afbrigð- um ábyggilegur og óljúgfróður. Boðskapurinn kætir væntanlega mjólkurframleiðendur verulega og hljóta þeir að ráða klerk til að koma fram í sjónvarpsaug- lýsingum, þambandi mjólkina fyrir altarinu. Sauðfjárbændur eru hinsveg- ar væntanlega ekki jafn kátir með boðskapinn, því í þessari sömu predikun talaði klerkur gegn feitu kjöti. titþenslustefna I Þingeyjarþingi virðist í upp- siglingu einhverskonar Palest- ínudeila milli Húsvíkinga og Reykhverfinga út af jörðinni Saltvík sem er ( Reykjahreppi. Húsvíkingar girnast jörðina og hyggjast kaupa og Reykhverf- ingar ekki alltof kátir með út- þenslustefnu og landvinninga- áform granna sinna. I framtíð hyggjast Húsvíking- ar byggja íbúöir í Saltvík, þar verða því „landnemabyggðir" bæjarbúa og ekki alltaf friður um slíkar eins og ísraelsmenn hafa fengið að reyna. Vonandi fæst ásættanleg nið- urstaða í málinu fyrir alla aðila. Nóg er að hafa Gólan í bæn- um þó ekki bætist Vestur- bakkinn við.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.