Dagur - 24.10.1997, Side 1

Dagur - 24.10.1997, Side 1
Með Haukdal á bæjarhólnum „Hér stóð bær á lágum hól, “ sörtg Haukur Morthens. Þau orð gæti Eggert gert að sínum, er hann sýndi biaðamanni bæjarhólinn á Bergþórshvoii. Með rannsóknum dr. Kristjáns Eidjárns er staðfest að þar hafi staðið stórbýli á fyrstu öldum íslandsbyggðar sem, hafi brunnið til grunna. Þær rannsóknir staðfesta frásögn Njálu. mynd: sbs Eggert Haukdal er kominn á þurrt land eftirsautján vetra setu áAlþingi og situr nú heima á Bergþórshvoli. Honum svellurmóður yfirheimsins órétt- læti, lánskjaravísitöl- unni, kvótakóngum og Sjálfstæðisflokknum, sem hefur yfirgefið hugsjónir Ólafs Thors. I sautján vetur sat hann á þingi og þó hann færi ekki oft í pontu vakti hann gjarnan athygli fyrir málflutning sinn. Akveðnir mála- flokkar vorum honum hugleiknir og á tungu tamir. Stöku sinnum stormaði hann í ræðustól og tal- aði um nauðsyn á vegabótum í kjördæmi sínu, landsbyggðarmál, andstöðu sína við Evrópusam- bandið og meint landráð Jóns Baldvins, Iánskjaravísitöluna sem hann segir vera undirrót margs ills á Islandi. En nú er okkar maður komið á þurrt land og sit- ur nú á höfðingjasetri sínu aust- ur í Landeyjum. Óralangt frá Ólafi Thors Tvö ár eru síðan Eggert Haukdal féll af þingi. Hugurinn er þó enn við málefni líðandi stundar, og þá ekki síðst þau málefni sem hann talaði svo lengi fyrir. „Sjálfstæðis- flokkurinn er í dag kominn langt frá Olafi Thors og Bjarna Bene- diktssyni. En flokkurinn og ríkis- stjórnin virðast samt standa sig vel, ef marka má kannanir. En blikur eru samt víða á lofti og margir kvarta svo sem aldraðir, sjúkir, öryrkjar, — og láglaunafólk situr í sínum ranni. En þeir hugsa um kvótakóngana. Ljós í myrkrinu eru hin nýju samtök um þjóðareign,“ segir Eggert. Þó honum svelli móður yfir óréttlæti þá þverneitar hann þvf að hann sitji heima og rífist við sjónvarpið þegar sýnt er frá þing- inu. „En annars hef ég nóg ann- að að snúast,“ segir Eggert. Ef þeim fæöist Guð... Vinstri menn? Eggert telur að þeir muni varla leysa heimsins óréttlæti eða skipta auðinum með réttlátari hætti. „Og þessi hreyfing á enga forystumenn sem ná fjöldafylgi. Hver verður for- maður hennar? Jóhanna, Magga, Svavar, Sighvatur eða Baldvin. En ef þeim fæðist Guð mættu þeir vafalaust vænta einhvers," segir Eggert, sem segir að Ingi- björg Sólrún sér býsna fær stjórnmálamaður og færust með- al kvenna í íslenskum stjórnmál- um í dag. „Eg tel mig raunar miklu meiri jafnaðarmann en sumir sem þar berja sér á brjóst," segir viðmælandi okkar. Eggert minnir á að það hafi verið vinstri stjórn sem kom verð- tryggingunni á 1978. „Það var farið að ræða um verðtryggingu fjárskuldbindinga áður en Olafur Thors hætti í pólítík. Eftir hon- um er haft; „að hvorki atvinnu- vegirnir né heimilin þola hana,“ einsog þar segir. Þegar maður horfir til baka skammast maður sín fyrir þá aðgerð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks árið 1983, að afnema verðtryggingu launa en láta hana ganga áfram að fullu á lánum. Það mátti sem sagt ekki verð- tryggja laun láglaunafólks en lán þess skyldu að fullu verðtryggð. Eg flutti ár eftir ár frumvarp um afnám þessarar vísitölu og á þingi IJölgaði stuðningsmönnum þess stöðugt. En peningavaldið sá um að málið komst aldrei úr nefnd til atkvæðagreiðslu í þingsal. Svona er lýðræðið. Alþingismenn hefðu þurft að standa framrni fyrir því í augsýn alþjóðar að segja já eða nei við afnámi lánskjaravísitölu.11 Hér stóð bær á lágum hól Mild er haustblfðan og við göng- um uppá gamla bæjarhólinn. Oddvitinn og þingmaðurinn fyrr- verandi sýnir og segir að hér und- ir séu merkar minjar. „Því er hvergi almennilega haldið á lofti,“ segir hann „að með rann- sóknum dr. Kristjáns Eldjárns haustið 1951 er sannaður stór- bruni hér á fyrstu árum íslands- byggðar í bæjarhúsum sem voru stórhýsi á sinni tíð. Gamla bæjar- stæðið minnir ekki á forna frægð, það er skömm að því að þar er ekki komið minnismerki um Njál og glöggt skilti með upplýsingum um þá atburði sem hér gerðust. Allar rannsóknir sýna að frá fyrstu árum Islandsbyggðar hafa kynslóðirnar haft íbúðarhús hér á sama stað. Nútímamaðurinn rauf hin sögulegu tengsl sem Njáll skóp fyrir þúsund árum.“ Eggert stikar fram og aftur um hólinn, einsog leiðsögumaður með túristahóp, og getur svo sem sagt einsog Haukur Mothens söng forðum daga: „Hér stóð bær með burstir fjórar, hér stóð bær á lágum hól.“ -SBS. Ní h «5 Gúmmu'innustofan hf. RéUÉÉipi 2 & Skipholti 35 Þnöerekki nö nstæöulnusu nö Norðdekk eru most seldu dekk n íslnndi, þnu oru einfnldlocin cióöur og öruoaur kostur viö íslonsknr nöstroötn

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.