Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 6
22-FÖSTUDAGUR 2A.OKTÓBER 1997 jDjg^tar Leikfélag Akureyrar 4 TROMPÁHENDI Hart / bak eftir Jökul Jakobsson. á Renniverkstæðinu 5. Sýning Föstudaginn 24. október laus sæti 6. Sýning Laugardaginn 25. októbe UPPSELT 7. Sýning Föstudaginn 31. október laus sæti 8. Sýning Laugardaginn 1. nóvember aukasýning kl. 16.00 UPPSELT 9. Sýning Laugardaginn 1. nóvember kl: 20.30 UPPSELT 10. Sýning Föstudaginn 7. nóvember laus sæti 11. Sýning Laugardaginn 8. nóvember UPPSELT Gagnrýnendur segja: „Uppsetning LA á Hart í bak er hefðbundin og verkinu trú. Örlög og samskipti persónanna eru í fyrirrúmi ..." Auður Eydar í DV „Leikritið Hart í bak er meistara- lega samsett af hliðstæðum og andstæðum, táknum og samblandi af stílfærðu raunsæi og botnlausri rómantík. Sveinn Haraldsson t Mbl. „Inn í dökkva söguþráðarins fléttar hann (höfundur) fögur ljósbrot og spaugileg atriði auka dýpt verksins." Haukur Ágústsson í Degi „Af því að ég skemmti mér svo vel ."★★★ Arthúr Björgvin Bollason Dagsljós ♦ Á ferð með frú Daisy Frumsýning á Rermiverkstceðinu 21. des. Tltilhlutverk: Sigurveig Jónsdóttir Söngvaseiður Frumsýning í Samkomukúsimi 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir 4 Markúsarguðspjall Frumsýning á Rermiverkstceðinu 5. apríl Leikari: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Akureyrar Við bendum leikhusgestum á að enn gefst tækifæri til þess að kaupa aðgangskort á allar sýningar Leikfélagsins, tryggja sér þannig sæti og njóta ljúfra stunda í leikhúsinu á einstaklega hagstæðum kjörum. S. 462-1400 Munið Leikhúsgjuggið FLUGFÉIAG ÍSLANDS sími 570-3600 Tktqwr ■OEtí WttKKKM er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar LÍF OG FJÖR Dúkristur Sigursveins Sigursveinn H. Jóhannesson sýnir dúkrist- ur á sýningu í Listhúsinu að Strandgötu Hafnarfirði. Þetta er fyrsta sýning Sigur- sveins og verður hún opin til 3. nóvember. Karlakórinn Hreimur í söngför Hinn ágæti sam-þingeyski karlakór, Hreimur, verður með söngskemmtanir á Norður og Austurlandi á næstunni. Fyrsta söngskemmtunin verður n.k. mánudagskvöld að Breiðumýri kl. 21. Miðvikudagskvöldið 29. okt. verður Hreimur í Stórutjarnaskóla kl. 21. Laug- ardaginn 1. nóvember syngur kórinn á Seyðisfirði kl. 15 og um kvöldið kl. 21 verður Hreimur á Egilsstöðum. Laugar- daginn 8. nóvember kl. 17 syngur kórinn í Glerárkirkju á Akureyri. Stjórnandi kórsins er Robert Faulkner. Undirleikarar Juliet Faulkner á píanó og Aðalsteinn ísfjörð á harmoniku. Ein- söngvarar með kórnum eru Ásmundur Kristjánsson, Baldur Baldvinsson, Einar Hermannsson og Sigurður Þórarinsson. Efnisskrá er fjölbreytt, bæði hefðbundin og í léttum dúr. js Edda með píanótónleika Næstkomandi mánudag held- ur Edda Erlendsdóttir pianó- tónleika í Listasafni Kópavogs. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Á efnisskrónni eru verk eftir Haydn, Schubert og Tchaikovsky. Verk Tchaikov- skys, sem Edda leikur á tón- leikunum er Árstíðirnar, en verkið verður að finna í flutningi lisladiski sem kemur næsta mánaðar. Máíþing í Þjóðarbókhlöðu Almenn íslensk orðabók, staða og stefnumið Á málþingi í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 25. október eru orðabókarmál á dagskrá og verður fjallað um almenna íslenska orðabók frá ýmsum sjónarhornum. Islensk orðahók Árna Böðv- arssonar kom fyrst út árið 1963 og önnur útgáfa, aukin og bætt, árið 1983. Nú er í undirbúningi þriðja útgáfa þeirrar orðabók- ar. íslensk orðabók verður undirstaða umræðunnar á málþinginu, en jafnframt fjallað unr þörfma fyrir íslensk-íslenska orðabók og hlutverk slíkrar bókar á okkar tímuin. Ymis álitaefni verða rædd, bæði fræðilegar forsendur almennrar íslenskrar orðabók- ar, þáttur hennar í íslenskri málstefnu og kröfur notenda í upp- lýsingasamfélagi nýrrar aldar. DAGSKRA múmmmmmmmmmmmm MALÞINGSINS: 13.00-13.15 Setning. 13.15- 13.35 Mörður Árnason, íslenskufræðingur á Máli og menningu: Endurútgáfa „íslenskrar oröabókar". Stefna - staða - horfur. 13.35- 13.55 Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Há- skólans: Uppruni orðaforðans í „íslenskri orða- bók“. 13.55- 14.15 Jón Hilmar Jónsson, ritstjóri á Orðabók Háskól- ans: Glíman vlð orðasamböndin. 14.15- 14.35 Eirikur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri mál- fræði við Háskóla íslands: Málfræði í oröabók- um. Hvernig og til hvers? 14.35- 14.55 Kristín Bjarnadóttir, sérfræðingur við Orðabók Háskólans: Um skýringarorðaforðann. 14.55- 15.25 Kaffihlé. 15.25- 15.45 Dóra Hafsteinsdóttir, ritstjóri orðabanka íslenskrar málstöðvar: Fagorðaforöinn. 15.45-16.05 Ásta Svavarsdóttir, ritstjóri á Orðabók Háskól- ans: Orðaval og notkunarleiðbeiningar. Hvað á að gera við tökuorö og slettur? 16.05-16.25 Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður íslenskrar málstöövar: Málræktarhlutverk íslenskrar oröa- bókar. 16.25- 16.45 Umræður og ráðstefnuslit. Fundarstjóri verður Gunnlaugur Ingólfsson, ritstjóri á Orðabók Háskólans. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Mál og menning Orðabók Háskólans Orðmennt, félag áhugamanna um orðabókarfræði Dúkristur Sigurveigar Á laugardag opnar Sigurveig Knútsdóttir sýningu á dúkristum í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15. Þetta er fyrsta einka- sýning Sigurveigar og þar sýnir hún 22 dúkristur þar sem unnið er með and- stæður hins rökræna og sálræna og samspil þeirra þátta í tilfinningalífinu. Sýningin stendur til 12. október. Gjár og gjótulíf Á laugardag opnar Elin G. Jóhannsdóttir málverkasýningu í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg. f nokkurn tíma hafa gjár verið myndefni Elínar. Endurkast sögufrægs staðar, Þingvalla, ásamt bergmáli líðandi stundar er viðfangsefni hennar að þessu sinni. Þetta er þriðja einkasýning Elínar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.