Dagur - 24.10.1997, Side 2

Dagur - 24.10.1997, Side 2
I I 18- FÖSTVDAGVR 2 4.OKT ÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU L Flutningar af Brekku áEyri „Eg ætla að flytja um helgina. Við vorum að kaupa hús við Reynivelli á Eyrinni og förum þangað ofan af Brekku,“ segir Orn Viðar Birgis- son, söngvari og sölumaður á Akureyri. Hann hefur verið í fríi frá hefðbundnum störfum síð- ustu daga og hefur staðið á fullu í málningar- vinnu og öðrum slíkum stórræðum við að koma nýrri íbúð í lag. „Síðan verður flutt um helgina og þar verða ættingjar virkjaðir til starfa.“ „Tiltækir ættingjar verða Sem kunnugt er þá er Örn Viðar af ætt virkjaðir i ftutningana, Konnara á Akurey ri, sem þekkt er fyrir söng- seqir Orn Viðar Birgisson. , *. /s .11. m ■ r.-i x L 3 ---------? gleði. Orn vildi ekki tjolyrða um hvort hann og ættmenni hans myndu taka lagið um helgina meðan staðið yrði í stórræðunum, það yrði að ráðast af því hver hljómburðurinn væri í íbúðinni á Eyrinni. Heimsóknir og bíltúr á Hofsós „Ég fæ tengdaforeldra mína í heimsókn um helgina. Síðan ætla ég að bjóða fleiri gestum hingað í heimsókn og í sunnudagskaffi, þannig að í nógu verður að snúast,“ segir Deborah Júlía Robinson á Sauðárkróki, ferðamálafuil- trúi Skagafjarðar. „Það væri gaman að fara í bíltúr út að Hofsósi um helgina. Þar veit ég um sumarbústað sem er til sölu, og ég hef áhuga á,“ segir Deborah, um aðrar fyrirætlanir sínar þessa helgina. „Það er margt skemmtilegt hægt að gera hér á Sauðákrkróki um helgina. Það verður sjálf- sagt eitthvað á Kaffi-Krók og Hótel Mælifelli, og verði veður gott fara sjálfsagt margir skagfirskir hestamenn í út- reiðatúr," segir Deborah. „Tengdaforeldrarnir koma i heimsókn," segir Deborah Júlía Robinson. segir Þórhildur Þorgeirsdótt/r. SUfumælux og pöimukökugafflar „Ætli ég verði ekki að vinna umi ’helgina,“ segir Þórhildur Þorgeirsdóttir, gullsmiður f Reykja- vík. „Ég er búin að vinna sem leiðsögumaður í allt sumar, var síðan eina viku úti í Færeyjum | og síðan var ég síðustu tvær vikur að vinna í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum. Það er því kominn tími til að ég fari að setjast niður við gullsmíðina - en ég hef m.a. fengist við að smíða silfurnælur og pönnukökugaffla.“ „Kiki kannski á Sóton og t „Ég er meg vinnustofu í kjallaranum hjá afa bió á sunnudagskvöld, mínurn á Háteigsveginum og verð sjálfsagt að dunda mér þar. Það má síðan vel vera að ég geri eitthvað annað skemmtilegt um helgina; eins og að kíkja á kaffihús. Til dæmis á Sólon. I slandus. Síðan kemur greina að fara í bíó á sunnudagskvöldið," seg- Þórhildur. lÆtla að skoða RoUingasafnið „Ég ætla að slappa af um helgina. Ef veður verður gott fer ég í göngutúr um bæinn og ef 1 til vill koma börnin með. Mér finnst gaman að I ganga um kaupstaðinn,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Isafirði. Ólafur Helgi var fyrir skömmu í Bandaríkjun- um þar sem haijn komst á tónleika með Roll- ing Stones. I lann náði líka að kaupa geisladiska I og vínilplötur með sveitinni, en Ólafur Helgi „Ætla aðallega að slappa segíst m.a. ætla um helgina að skoða eitthvað af'™ /le/rjma, Ko||mgasa('njö sitt, sem sé mikið að vöxtum og se9'r a ur egi hann haldi uppá einsog sjáaldur augna sinna. XJartansson- „A laugardag verður haldinn aðalfundur Fé- Iags lögfræðinga á Vestfjörðum og þangað þarf ég að mæta og í framhaldinu er fundur um framtíð kjördæmaskipun- arinnar á Islandi, þar sem Jón Baldvin Hannibalsson og Einar K. Guðfinnson hafa framsögu. Það er því sitthvað framundan hjá mér,“ sagði sýslumaðurinn á Isafirði. -SBS. Kornungur Eyjapeyi i heimaranni íþessum lika fina Henson-íþróttagalla. Alltaf í boltanum. Framundan eru góð ár i Þýskalandi, þar sem Ásgeir Sigurvinsson náði að verða fótboltamaður i fremstu röð og hæst ber hróður hans fyrir happadrjúgan tima með Stuttgart. Einnig náði Ásgeir góðum árangri sem kaupsýslumaður. En nú er hann kominn heim og farinn að leggja á ráð/n í íslenskri knatt- spyrnu. Ungur nemur þá gamall temur og þó erÁsgeir ekki nema rétt um fertugt. Svona er aldurinn afstæður. Upp er boðið Isaland „Ég er aldrei með mínna en tvær bækur í takinu hverju sinni,“ segir Ólafur Þ. Jóns- son, títtnefndur Óli kommi. „Nú er ég með bókina Ströndin í náttúru íslands eftir Guðmund P. Ólafsson, ljósmyndara og líffræðing í Stykkishólmi á boröinu og hin bókin er Upp er boðið Isaland, eftir Gísla Gunnarsson, sagnfræðiprófesson, bróður Neytenda-Jóhannesar." Ungversk rapsódía og Hörður Torfa „Ég á nokkra geisladiska en ég hlusta lítið á slfkt. Það er helst að ég stilli á Útvarpið og músík þar. I dag, miðvikudag, held ég að ég hafi ekkert hlustað á tónlist síðan á sunnudag þegar ég hlustaði á Jónas Ingimundarson í Útvarpinu kynna tónlist með Sinfóníuhljómsveitinni þar sem ung stúlka lék á fiðlu og hljómsveitin lék ungverska rapsódíu. Síðan komumst við um daginn á tónleika með Herði Torfasyni í Deigl- unni á Akureyri og þá keyptum við geisladisk af honum." Létt hjal með skenuntilegu fólki Ólafur segist sjaldan setja spólu í myndbandstækið. Sér nægi að horfa á sjónvarp og í eftirlæti hjá sér séu Taggart og aðrir breskir sakamálaþættir. „Síðan finnst mér alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk og ræða við það um landsins gagn og nauð- synjar eða taka upp léttara hjal.“ -SBS.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.