Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 1
Fasteignavið skipti SúðvOdnga íslandsmet SúðavíkiirlireppiLr, margfaldur meíhafi í fasteignaviðskiptum, á nú 54 hús sem sveit- arfélagið þarf 10% skattteknanna til að kynda. Við höfum ekkert óskað okkur neitt sérstaklega að eiga öll þessi hús. En Súðvíkingar geta ekki hugsað sér að Iáta þetta grotna niður og verða einhverja drauga- byggð, enda mörg húsin afskap- lega góð. Að fjarlægja þau mundi ekki kosta minna en 50-70 millj- ónir sem enginn vill borga. Hreppurinn er því í þeirri stöðu að eiga 54 fasteignir og verða að halda þeim við og kynda, sem er ærið mál - mundi t.d. samsvara nær 20.000 íbúðum hjá Reykja- víkurborg, auk þess sem kynding- arkostnaður er þó miklu hærri hérna,“ sagði Ágúst Kristinn Björnsson, sveitarstjóri í Súðavík. 54 hús og íbúðir keyptar Ágúst var spurður vegna marg- falds mets Súðavfkur í fasteigna- viðskiptum f fyrra, samkvæmt tölum Fasteignamatsins. Á níu mánuðum voru seldar þar 27 íbúðir fyrir 270 milljónir - eða 4 sinnum fleiri en í Reykjavík, m.v. höfðatölu. Ágúst sagði einfaldar skýr- ingar á þessu. Upp- kaup eigna í gömlu Súðavík hafi verið með þeim hætti að Ofanflóðasjóður veitti sveitarfélaginu styrk en það keypti síðan eignirnar af fólkinu og varð eigandi þeirra. „Alls höfum við þannig keypt 54 hús og íbúðir í gamla þorpinu, til að gera fólki kleyft að færa sig af hættusvæð- • U mu. 10% útsvarsins í kyndingu Ágúst sagði kyndingu húsanna hafa kostað 5 millj. á ári áður. Búist er við 3-4 m. kyndingar- kostnaði standi þær tómar. Tekju- öflun á móti segir Ágúst mál sem ræða þarf sérstaklega. „Aðgerð sem þessi á sér ekkert fordæmi og spurning hvort þetta hafi verið hugsað nógu ftarlega og menn séð dæmið til enda við lagasmíð- ina. Við ætlum okkur að koma þessu f ásættanlega nýtingu." Menn séu með einhvers konar sumarhús í huga, enda óheimilt að dvelja í þeim nema hálft árið.“ „Forritasel“ íyrir hugbúnað- arfyrirtækl? Nokkur tilboð hafa þó borist. Ágúst segir að gengið hafi verið að átta tilboðum, þótt endanleg- um frágangi sé ólokið. „Brott- fluttir Súðvíkingar, stórfjölskyld- ur sem eiga einhverar rætur, hafa m.a. Iátið vita af sér í gegn um þessi tilboð. Verkalýðsfélög og fleiri félagsamtök og jafnvel fyrir- tæki. I einu hugbúnaðarfyrirtæki datt mönnum t.d. í hug að setja upp „forritasel", senda sína forrit- ara hérna í kyrrðina, næðið og sveitasæluna, láta þá forrita alla vikuna og senda þeim fjölskyld- una um helgar. — HEI Sölvi Levi Pétursson. Lýst eftir manni Um hundrað manns frá björgun- arsveitum á höfuðborgarsvæðinu hafa í dag leitað að Sölva Levi Péturssyni sem fór frá Iðufellu 6 um kl. 14:00 í fyrradag. Sölvi er 24 ára, 178 sm á hæð, grannvax- inn og vel á sig kominn. Hárið er skollitað með rauðlitum blæ. Sölvi er klæddur í gráa úlpu með loðskinni á hettu, ljósbrúnar buxur og svarta skó. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sölva eftir kl. 14:00 á sunnudag eru beðnir að Iáta lögregluna í Reykjavík vita. Gamla Súðavík: ibúðaeign bæjarfélagsins jafngildir þvi að Reykjavíkurborg ætti 20 þúsund íbúðir; kosta myndi tugi milljóna að fjarlægja húsin. Helst kemur til greina að nota þau sem sumarhús. Vilhjálm- ur rekiim Vilhjálmur Ingi Árnason, starfs- maður Neytendasamtakanna, skilaði gögnum á skrifstofu verka- lýðsfélagsins Einingar í kjölfar þess að framkvæmdastjóri sam- takanna, Jóhannes Gunnarsson, sagði honum upp störfum. Vil- hjálmur tók síðan gögnin aftur og þá sem annar varaformaður sam- takanna. Jóhannes Gunnarsson segir uppsögnina vera vegna ítrekaðra samstarfsörðugleika og engum sé greiði gerður með því að fara nán- ar út í það. Vilhjálmur telur deil- una persónulega og vill heldur ekki tjá sig um rót hennar. Vil- hjálmur segir að stjórn samtak- anna hafi verið kunnugt um að hann hygðist láta af störfum og uppsögnin til þess hugsuð að koma á sig höggi sem stjórnar- mann. Jóhannes segir að Vil- hjálmur hafi skuldbundið sig til að láta af störfum á árinu þegar hann settist í stól varaformanns. Til þess hefði Vilhjálmur þurft að segja upp í september. Rætt er við Vilhjálm á bls. 2 í Degi i dag. — HH mmammmmmmmmmmmmKm mynd: brink Aldraðir erfa jörð Félag eldri borgara í Hveragerði erfði fyrr á árinu kostagóða jörð í Olfusi, sem liðsmaður þess ánafnaði því í erfðaskrá sinni. Þetta er jörðin Eystri-Þurá, en þar bjó Þorlákur Kolbeinsson sem lést í febrúar síðastliðnum. Forsvarsmenn félagsins fengu að vita af þessum arfi tveimur mán- uðum síðar. „Þetta er kostagóð jörð og nokkuð stór. I hrauninu sem er þarna væri pláss fyrir sumarhús og einnig er þarna að hafa sil- ungs- og laxveiði í Þorleifslæk. Einnig fylgdi jörðinni einhver fullvirðisréttur í sauðfé, en heilsu sinnar vegna bjó Þorlákur aðeins litlu búi síðustu árin,“ sagði Oddgeir Ottesen, stjórnar- maður í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Að sögn Oddgeirs Ottesen hafa eldri borgarar í Hveragerði enga ákvörðun tekið um hvað gert verður við jörðina. Ymsir hafi hins vegar sýnt henni áhuga og hringt og spurt um landgæði og verð. — SBS L FylMnguimi ^PI’RÍHTÍ ■■BB BBBBBBBBBBBBBI Vormoskiptnr SINDRI -sterkur í verki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.