Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGVR 1 l.NÓVEMBF. R 1997 - 11 Díana og Dodi á sólarströnd: „Þau hefðu aldrei leyft henni að giftast Araba, “ er viðkvæðið hjá mörgum i Egyptalandi. Samsæriskeiming íun Díonu og Dodi Fjölmiðlar í Egypta- landi eru enn að birta fréttir um að breska konungsfj ölskyldan hafi staðið að dauða Díönu prinsessu. Egyptaland á engan einkarétt á samsæriskenningum, en sumum sem þar búa tímabundið getur stundum virst sem svo sé. Ef marka má fjölmiðla þar í landi þá eru Egyptar í stöðugri hættu frá skuggalegum erlendum öflum sem reyna að spilla sið- ferði þeirra, grafa undan efna- hagslífinu og niðurlægja trú þeirra. Ekki er að undra, að flest þessi samsæri eigi sér rætur í Isr- ael, sem talið er bera ábyrgð á flestu því sem misfarist hefur í egypsku þjóðlffi. Nú virðist hins vegar sem ísra- el hafi fengið samkeppni frá nýj- um aðila í samsærisbransanum: Bresku konungsljölskyldunni. Frá því að Díana prinsessa og hinn egypski ástmögur hennar, Dodi Fayed, létu lífið í bílslysi í París þann 31. ágúst síðastliðinn, hafa egypskir bókaútgefendur sett á markað heilar sex bækur sem byggðar eru á þeirri ískyggi- legu kenningu að þetta ástfangna par hafi verið myrt eftir fyrirmæl- um frá Buckingham höll. Hug- myndin er sú að konungsíjöl- skyldan hafi ekki fyrir sitt litla líf getað hugsað þá hugsun til enda að prinsessan giftist múslima. Nærri tveimur mánuðum eftir að áreksturinn varð í undirgöng- um Parísar eru egypsku síðdegis- blöðin enn að birta reglulega fréttir þar sem þessi kenning er útgangspunkturinn. Og einn af bestu kvikmyndaleikstjórum Eg- ypta, Khairy Beshara, hyggst gera kvikmynd eftir hinni stuttu og sorglegu ástarsögu prinsessunnar og Egyptans, þar sem athyglinni verður einkum beint að „eðli konunnar, og Díana þá notuð sem dæmi, í þjóðfélagi þar sem hefðin ræður ríkjum." Konungs- Qölskyldan, bætti hann við, verð- ur „tákn“ fyrir ósveigjanleika hefðarinnar. „Heimurinn á enn eftir að komast að því sem raunverulega gerðist þetta kvöld," sagði nýlega í vikublaðinu Dustour. „Við erum ekki nógu góðir fyrir þau“ Þótt sumir egypskir pistlahöf- undar hafi gert grín að þessari kenningu, þá hafa viðbrögðin al- mennt verið þau að fólki finnst hún trúverðug skýring á atburð- inum. Enda eru Egyptar haldnir djúpstæðri tortryggni gagnvart Vesturlöndum og eru afar við- kvæmir fyrir öllu sem þeim finnst vera árás á trú sína. „Þau myndu aldrei leyfa Díönu að giftast múslima,11 sagði Abdel Nami Ali, rúmlega þrítugur ávaxtasali í Zemalak, einu af betri hverfum Kaíró. „Guð mun ekki fyrirgefa þeim hvernig þau fara með Araba. Eina ástæðan fyrir því að þau drápu þau var að þau ætluðu að giftast." Added Hassan Saleh, hús- gagnabólstrari á sextugsaldri: „Þau blekkja engan. Hvernig gætu þau leyft Araba að ganga inn í konungsíjölskylduna? Við erum ekki nógu góðir fyrir þau. Það er þess vegna sem þau kalla okkur Þriðja heiminn." Reyndar er ekki undarlegt þótt Egyptar séu móttækilegir fyrir samsæriskenningum. Saga Aust- urlanda nær er uppfull af raun- verulegum samsærum, allt ref- skákum valdaklíkunnar í Ottóm- an-ríkinu til hins misheppnaða morðtilræðis ísraelsku leyniþjón- ustunnar við einn af Ieiðtogum Hamas-hreyfingarinnar í Jórdan- íu í síðasta mánuði. Auk þess eru margir Egyptar sármóðgaðir út í fyrrverandi ný- lenduherra sína vegna þess að þeir neituðu að veita föður Fayeds, stórkaupmanninum Mo- hamed Fayed, ríkisborgararétt. Auk þess fannst þeim Ijölmiðlar á Vesturlöndum gera lítið úr þeim með því að fjalla um dauða Fayeds eins og hann væri bara smámál við hliðina á dauða Díönu. Fréttir af samsæri um að myrða Dodi og Díönu skutu upp kollinum strax fáeinum dögum eftir slysið. „Breska leyniþjónust- an drap hana til þess að bjarga krúnunni, rétt eins og CIA drap Marilyn Monroe á sama aldri,“ skrifaði pistlahöfundurinn Anis Mansour í stærsta dagblað Eg- yptalands, al-Ahram. „Þegar hún átti að giftast múslima sem hún hefði getað átt með barn, >son sem héti Múhameð eða dóttur sem héti Fatema, og það barn væri bróðir Englandskonungs, verndara kirkjunnar, þá varð að finna lausn.“ - The Washington Post Bændaf undir Mjólkursamlag KEA boðar til funda með mjólkurframleiðendum á samlagssvæðinu Dagskrá: 1. Fundarsetning og framsaga. Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri. 2. Ónæmi og lyfjanotkun. Ólafur Jónsson dýralæknir. 3. Mjaltavélin og frumutalan. Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður. 4. Utreikningur á frumutölu samkvæmt nýrri reglugerð. Ólafur Jónsson/Kristján Gunnarsson. 5. Kynbótamat fyrir frumutölu. Guðmundur Steindórsson nautgripar. ráðunautur. 6. Kaffiveitingar og umræður. Mjólkurframleiðendur eru hvattir til að fjölmenna, meðal annars verður fjallað um nýja mjólkurreglugerð og er mikið í húfi að baendur fái rétta mynd af því sem í vændum er. Fundarstaðir og fundartími: Rimum Svarf. miðvikudaginn 12. nóv. kl. 13.30 Hlíðarbæ miðvikudaginn 12. nóv. kl. 20.30. Freyvangi fimmtudaginn 13. nóv. kl. 13.30 Grenivík fimmtudaginn 13. nóv. kl. 20.30. Kínverjar og Rússar ná sáttiun inn landamæri KÍNA - Boris Jeltsín, forseti Rússlands sem nú er staddur í opinberri heimsókn í Kína, og Jiang Zemin, forseti Kína og formaður kínverska Kommúnistaflokksins, undirrituðu í gærmorgun sameiginlega yfirlýs- ingu um að náðst hefði samkomulag í gömlu deilumáli ríkjanna um legu landamæra þeirra. Að auki voru gerðir átta samningar milli ríkj- anna um samvinnu á sviði viðskipta og tækni ásamt rammasamkomu- lagi um lagningu 3.000 km langrar gasleiðslu. Stóðu ekki við hótanir ÍRAK - írakar létu í gær ekki verða af hótunum sínum um að skjóta á bandaríska eftirlitsflugvél sem flaug yfir írak í gærmorgun í umboði Sameinuðu þjóðanna. Flugvélin var í þijá klukkutíma á flugi yfir írak, en írösk stjórnvöld lýstu því yfir að flugvélin, sem er af gerðinni U-2, hefði aldrei verið í skotfæri íraskra loftvarnavopna vegna þess hve hátt hún flaug. Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt í gærkvöld fund þar sem ræða átti til hvaða aðgerða skyldi grípa vegna þess að írakar hafa neitað Bandaríkjamönnum um að taka þátt í vopnaeftirliti Sam- einuðu þjóðanna. Velferðarflokkurnm banuaður? TYRKLAND - Necmettin Erbak- an, leiðtogi tyrknesku stjórnar- andstöðunnar og fyrrverandi for- sætisráðherra, þarf að mæta fyrir stjórnlagadómstól í dag, þriðju- dag, þar sem úrskurða á hvort banna skuli stjórnmálaflokk hans, Velferðarflokkinn, sem er flokkur rétttrúaðra múslima. Vural Savas, ríkissaksóknari Tyrklands, lagði í maí síðastliðnum fram kæru á hendur Velferðarflokknum vegna þess að hann sé andvígur aðskiln- aði ríkis og kirkju og starfsemi flokksins brjóti í bága við stjórnar- skrá Iandsins. Necmettin Erbakan, leiðtogi Velferðar- flokksins. KÓPAVOGSBÆR Félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi, Gullsmára 13 Tilboð óskast í rekstur hársnyrtistofu í Gullsmára, Félagsmiðstöð eldri borgara. Um er að ræða 15.8 fm. aðstöðu í nýju húsnæði og miðað er við að rekstur geti hafist 1. janúar nk. Tilboðsgjafi þarf í tilboði sínu að gera ráð fyrir greiðslu vegna leigu á aðstöðu og þátttöku í sameiginlegum kostnaði, s.s. þrifum, rafmagni, hita, móttöku og þvotti. Miðað er við að tilboðsgjafi sjái sjálfur um sinn síma. Skilmálar: Tilboðsgjafi skal sjálfur leggja til allan útbúnað sem þarf til slíkrar starfsemi. Aðstaðan sem ætluð er til starfsemi hársnyrtistofunnar verður búin innréttingum, þ.m.t. speglar og vaskar. Tilboðsgjafi þarf að verðleggja þjónustu sína í samræmi við sambærilega þjónustu í nágrannabæjarfélögunum og í samráði við Félagsmálaráð Kópavogs. Bæjarsjóður Kópavogs áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Gert er ráð fyrir að gerður verði sérstakur samningur sem kveði á um nánara samkomulag. Tilboðum skal skilað í afgreiðslu Félagsmálastofnunar Kópavogs, Fannborg 4, eigi síðar en 15. nóvember nk. Nánari upplýsingar gefur félagsmálastjóri eða yfirmaður öldrunardeildar Kópavogsbæjar í síma 554 5700.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.