Dagur - 12.11.1997, Side 12

Dagur - 12.11.1997, Side 12
h m Miðvikudagur 12. nóvember 1997 Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 Ésfer e éger ann- ar... Kennarar og nemendur Síðuskóla skemmtu sér konung- lega þegar þau vörpuðu af sér hversdagshamnum og klæddust drauma- og ímyndunarskrúðanum. Það kom í ljós á þessum drauma-og skemmtidegi að krakkarnir í skólanum eiga sér stórt áhugamál, nei ekki bara Krydd- stelpur, heldur línudans. Kúrekastígvél og tunlgönguskór prýddu fima faetur sem tifuðu í línudansi fram og aftur um skólastofur og ganga. En hin klassíska lína heldur sínu og heillaði Dagstíðindamann sem fylgidst með fjör- inu, trúðurinn, já trúðurinn stendur fyrir sínu. Ekki vit- um við hvað hún heitir stúlkan hér að ofan, enda ekki hún, heldur annar, eins og sjá má. Og félagarnir (til vin- stri) frekar svalir yfirlitum og greinilega fólk með erindi við samtímann, og framtíðina. Það var sem sagt furðu- fata- eða grímubúningadagur hjá þeim og allt sem gerir lífið líflegra er vel þegið. I skólanum. Og í Lífinu í land- inu — hjá Degi! Hátt í 200 titlar út- gefnir íár. 120 á síð ustu mánuðunum. Útgefendur hræð- ast ekki sam- keppni við hókina. Búist er við að út- gáfa á íslenskum hljómplötum nemi eitt- hvað um 200 titl- um á þessu á r i . Það er svipaður fjöldi og í fyrra. Á síð- ustu tveimur til þremur mánuð- um ársins verða hinsvegar gefnar út hátt í 120 plötur, enda er aðal- vertfðin í sölu innlendra platna á þeim árstíma. Þá er alltaf eitt- hvað um að hljómsveitir og flytj- endur gefi sjálfir út afurðir sínar og dreifi þeim. Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands flytj- enda og hljómplötuframleið- enda, segir að útgefendur séu hóflega bjartsýnir á vertíðina sem er framundan. Hann segir menn ekki óttast samkeppni við bókina, enda sé verð á plötum mun hag- stæðara en á bókum. Sem dæmi þá jókst sala á hljómplötum um rúm 12% á milli áranna 1995 og 1996. Hörð samkeppni Þótt sala á innlendu efni hafi minnkað um 9% fyrstu sex mán- uði ársins og erlent efni aukist um sama hlutfall miðað við sama tíma í fyrra, er talið að hlutur innlendrar framleiðslu muni rétta sinn hlut eins og ávallt þeg- Sigga Beinteins er eitt afstóru nöfnunum i ár, med tvær plötur, hvorki meira né minna! ar líða tekur að lokurn ársins. Talið er að hver plata þurfi að seljast í 1-3 þúsundum eintökum til að hún borgi sig. Það fer þó mikið eftir fjölda upptökutíma og öðrum tilkostnaði sem lagður er í útgáfuna. Verð á geisladiski í ár er svipað og í fyrra eða í kringum 2 þúsund krónur. Viðbúið er að verð á vinsælustu plötunum geti orðið eitthvað lægra þegar sam- keppnin á milli verslana fer að harðna með þátttöku stórmark- aða. Athygli vekur að við þessa plötuvertíð gefa söluhæstu tón- listarmennirnir frá því í fyrra ekki út plötu. Þar má nefna t.d. Pál Óskar, Emilíönu Torrini og Botn- leðju. Hinsvegar stendur Bubbi Morthens vaktina eins og endranær með nýrri plötu og einnig Sigga Beinteins og Megas ásamt fjölda annarra listamanna, bæði eldri sem yngri. Um 90% þeirra sem gefa út plötur og dreifa eru í Sambandi flytjenda og hljómplötuframleið- enda. Þar á meðal er Skífan, Spor, Japis, Geimsteinn, íslenska tónverkamiðstöðin, Smekkleysa og Hljóðsmiðjan. Þá er Rimur, fyrirtæki Rafns Jónssonar, á leið f sambandið. -GRH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.