Dagur - 14.11.1997, Síða 12

Dagur - 14.11.1997, Síða 12
12 -FÖSTUDAGVR 14.\ÓVEMBER 1997 £n2uœt TÓNLEIKAR Karlakór Akureyrar-Geysir verður með hausttónleika íLóni sunnudaginn 16. nóv. kl. 16. Flutt verður Jjölbreytt efnisskrá: Vínartónlist, valsar og polkar ásamt íslenskum og erlendum karlakórslögum. Þetta verður ánœgjuleg dagstund með kórfélögum og er fólk hvatt til að mæta og njóta samverunnar við þá, ekki spillir að aðgangseyrir er aðeins kr. 500,- Stjórnandi kórsins er Roar Kvam og undirleikari Richard Simm Framsóknarflokkurinn Kjördæmisþing framsóknarfélaganna á Vesturlandi verður haldið að Lýsuhóli, Staðarsveit, laugardaginn 15. nóv. og hefst kl. 10. Aðal umfjöllunarefni þingsins verða sveitarstjómarmál og væntanlegar sveitarstjómarkosningar. Gestir fundarins verða: Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins Jóhanna Engilbertsdóttir, formaður LFK Ami Gunnarsson, formaður SUF Anna Margrét Jóhannesdóttir, jafnréttisráðgjafi Framsóknarflokksins Einar Sveinbjömsson, bæjarfulltníi í Garðabæ Ingibjörg Pálmadóttir, alþingismaður Magnús Stefánsson, alþingismaður Áætluð þingslit verða um kl. 18.30 Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. nóvember 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 28. útdráttur 1. flokki 1990 - 25. útdráttur 2. flokki 1990 - 24. útdráttur 2. flokki 1991 - 22. útdráttur 3. flokki 1992 - 17. útdráttur 2. flokki 1993 - 13. útdráttur 2. flokki 1994 - 10. útdráttur 3. flokki 1994 - 9. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 14. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍAAI 569 6900 ÍÞRÓTTIR Hörður Már í Valen PáQ til Leifturs Hörður Már Magnússon, sem lék með Leiftursliðinu á síðasta keppnistímabili, hefur gengið frá tveggja ára samningi við Valslið- ið, sem hann lék með áður en hann fór norður. Knattspyrnu- deildir félaganna náðu sam- komulagi um félagaskiptin í gær- dag. Hörður lék með Leifturslið- inu undir stjórn Kristins Björns- sonar og mun einnig gera það að Hlíðarenda. Páll til Leiíturs Urvalsdeildarlið Leifturs hefur gengið frá samningum við Pál Gíslason, einn lykilmanna 1. deildarliðs Þórsara á undanförn- um árum. Páll, sem leikur á miðjunni, mun leika með Olafs- þ'arðarliðinu næsta sumar. Vera kann að þeir Arni Þór Arnason og Halldór Áskelsson, sem leikið hafa með Þór, eigi eftir að bætast í raðir þeirra, en engir samningar hafa verið gerðir þar um. Fleiri Þórsarar af eldri kynslóðinni munu hugsa sér til hreyfings og heyrst hefur að bróðir Halldórs, Hördur Már Magnússon. Þórir, muni halda sig á höfuð- borgarsvæðinu næsta sumar. Tveir riftu samningiun Aðeins tveir leikmenn nýttu sér heimild í leikmannasamningum KSI og riftu samningum við félög sín. Sérstök klásúla er um að leikmenn þeirra liða sem falla úr úrvalsdeildinni geti rift samning- Páll Gíslason. um sínum fyrir 1. nóvember. Tveir leikmenn Stjörnunnar nýttu sér þá heimild. Ingólfur Ingólfsson, sem þegar hefur gert samning við Val, og Kristinn Lár- usson, en vera kann að hann verði áfram í herbúðum Stjörnu- manna. Enginn leikmaður Skallagíms nýtti sér heimildina. - FE Þorvaldur lék með vara- liði Stoke á Old Trafford Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, framherji Leiftursmanna á sl. sumri og þriðji markahæsti leik- maður síðasta Islandsmóts, spreytti sig með varaliði Stoke á Old Trafford, heimavelli Manchester United, gegn kunn- um köppum í fyrrakvöld. Þor- valdur, sem hefur verið til reynslu hjá Stoke að undan- förnu, fær væntanlega að vita það í dag hvort hann skrifar und- ir mánaðarsamning við enska 1. deildarfélagið. Um fimm þúsund áhorfendur fylgdust með leik varaliðanna hjá Manchester United og Stoke. Manchesterliðið var betri aðilinn í leiknum að sögn Þorvaldar og uppskar sigur, 4:2. Norðmenn- irnir Ole Gunnar Solskjær og Eric Nevland, sautján ára piltur Þorvaldur Makan Sigbjörnsson lék gegn Ole Gunnar Solskjær og félögum í fyrrakvöld. sem liðið fékk nýlega frá Viking Stavanger, skoruðu tvö mörk hvor. Nokkrir kunnir kappar voru í Manchesterliðinu, þar á meðal Ronny Johnsen og fyrir- liðinn Brian McClair. Aðspurður um það hvernig honum hefði þótt að leika á Old Trafford sagði Þorvaldur að völl- urinn hefði verið mjög blautur, en gaman væri að segja frá þessu í endurminningunum. „Eg er þokkalega ánægður með mína frammistöðu. Ég var settur á hægri kantinn og fékk engin af- gerandi marktækifæri, enda sótti Manchesterliðið heldur meira. Forráðamenn Stoke báðu mig um að spila æfingaleik í kvöld gegn einhverju Iiði sem ég kann- ast ekki við og ég verð væntan- lega í „senterstöðunni" í þeim leik,“ sagði Þorvaldur. - FE Með hárið að veði... Það er ekki algengt að íþrótta- menn séu svo öruggir uiii eigin frammistöðu að þeir leggi hár sitt að veði. Það mun körfuknattleiksmaðurinn Gísli Nils Einarsson gera á morgun. Leikmenn Skotfélags Akureyrar, sem er með lið í 2. deild ís- landsmótsins í körfuknattleik, hafa ekki verið mikið í fréttum í fjölmiðlum, en nú er svo komið að margir híða spenntir eftir leik liðsins á morgun, gegn Glóa frá Siglufirði. Ástæðan er sú að einn yfirlýs- ingaglaður leikmaður liðsins, Gísli Nils Einarsson, hárprúður framheiji þeirra norðanmanna, hefur sett hár sitt að veði fyrir því að hann nái að skora tuttugu stig fyrir SA. Ef Gísli nær ekki þeim stigafjölda hefur hann lofað því að láta hár sitt fjúka og það hefur frést að margir leikmenn SA séu tilbúnir til að sjá um raksturinn, strax að Ieik loknum. Því er ekki að neita að margir liðs- menn Skotfélagsins eru orðnir ansi þunnhærðir og þeir vilja auðvitað að Gísla takist ekki ætl- unarverk sitt. Munu þeir hafa hótað því að hafa Eirík Sigurðs- son, fyrrum úrvalsdeildarkappa, inná allan leiktímann en Eirfkur mun ekki vera mikið fyrir það að gefa knöttinn, þegar hann er með körfu andstæðinganna í sjónlínu. Gísli hefur svarað fyrir sig og gefið í skyn að ef hann nái átján stigum, þá muni hann jafn- vel skora í eigin körfu, til að bjarga hári sínu frá rakvélinni. Gísli hefur mest náð átta stig- um í leik það sem af er vetrar, en telur sig eiga nokkuð inni eftir ágætis frammistöðu á æfingum og hann hefur þegar fengið lof- orð um að hann megi vera inná allan leiktímann. Þess má geta að Skotfélag Akureyrar er með marga þekkta kappa innanborðs, meðal þeirra eru Konráð Óskars- son og Björn Sveinsson, fasta- menn í úrvalsdeildarliði Þórs mörg undanfarin ár. Liðið leikur heimaleiki sína í Iþróttahúsinu á Þelamörk og leikur Iiðsins gegn Glóa hefst klukkan 13:30 á morgun. - fe

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.