Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 1
Hvalskur ður í Suðurfj öru í gær var uimið af kappi við að skera búrhvalinn sem Hvalamiðstöðin á Húsavík keypti á 100.000 krónur. Áformað er að setja beinagrindma upp í Hvalasafninu í sumar í gærmorgun var hafist handa við hvalskurð í Suðurfjörunni við Húsavík, en þar hafði búrhavlur verið dreginn upp kvöldið áður. Hvalinn keypti Hvalamiðstöðin á Húsavík af hóndanum á Hró- bergi og þeir feðgar Arnar Sig- urðsson og Sigurður Sigurðsson fóru til Steingrímsfjarðar á Moby Dick og sóttu hvalinn og sigldu með hann á síðunni til Húsavík- ur og voru um 30 tíma á leiðinni. Komið var með hvalinn inn í Húsavíkurhöfn á mánudags- morgni og þá var stefnt að þvf að ná honum upp í dráttarbrautina eða draga hann á land í krikan- um við smábátabryggjuna. En heilbrigðisfulltrúi kom í veg fyrir þau áform. Hvalurinn var þegar farinn að valda mengun í höfn- inni og vætluðu úr honum vessar og spik og krafðist heilbrigðisfull- trúi þess að hvalurinn yrði færð- ur út úr höfninni sem var gert og hann látinn fljóta um tíma sunn- an við Suðurgarð á meðan menn réðu ráðum sínum. Á tímabili voru sem sé líkur á því að hætt yrði við allt saman þegar í Ijós kom að Sauðkrækingar, sem höfðu falast eftir kjötinu í refa- fóður, féllu frá þeim áformum. Og því ljóst að kjötið þyrfti að urða með ærnum tilkostnaði. En Sveinbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvar- innar, sagði að ekki hefði verið hægt að hætta við á þessu stigi, og því var búrhvalurinn dreginn upp í fjöru á mánudagskvöld og gekk vel. Hvalskurður hófst svo í gærmorgun undir stjórn sérfræð- inga frá Hafró og það voru vaskir félagar í björgunarsveitinni Garðari sem unu við skurðinn í fnyk og fýlu ógurlegri sem lagði yfir suðurbæinn. Jafnframt tóku vfsindamennirnir sýni og rann- sökuðu neðri kjálka skepnunnar, sem nánast vantaði alveg. Höfðu ménn gert því skóna að hvalur- inn hefði annað hvort fæðst svona og væri því vanskapaður, ellegar hann hefði lent í átökum og misst neðri kjálkann fyrir ein- hverjum árum. I Ijós hefur kom- ið að hið síðarnefnda er rétt, og þykir mjög merkilegt að hvalur- inn hafi getað lifað í mörg ár við þessa bægilegu fötlun. Hvalamiðstöðin keypti búr- hvalinn eingöngu til að komast yfir beinagrind hans, sem brúka á sem sýningargrip á Hvalasafn- inu á Húsavík. Þegar búið er að hreinsa kjöt og spik frá beinum, verður þeim komið fyrir í hrossa- taðshaug í vetur. Hitaveitulögn verður lögð umhverfis beinin og hita haldið í haugnum og maðkar látnir vinna það skítverk að hreinsa heinin. Hvalamiðstöðin er þegar með hrefnubein í slíkri meðferð. Að sögn Ásbjörns er stefnt að því að hægt verði að hafa beina- grindina til sýnis i sumar og með henni allar upplýsingar um skepnuna sem vísindamenn munu hafa út úr sínum rann- sóknum. — JS Lifandi skógur? Mari tekur við Hlöðufelli Hermann Benediktsson, eigandi veitingastaðarins Hlöðufells, hefur leigt Maríusi Helgasyni reksturinn og tekur hann við stjórninni 6. desember n.k. Maríus er Húsvíkingur og hefur að undanförnu starfað sem veityingastjóri á þeim vinsæla stað Astró í Reykjavík og hefur því góða reynslu í faginu. Þórhallur Harðarson hefur séð um rekstur Hlöðufells undanfar- in misseri af myndarbrag. — js Rrimir gerður út frá Húsavík Þrír Húsvíkingar við fjórða iiianii sem starfað hafa í útgerð og sjómeimsku iiui árabU eru að kaupa hlut í skipi sem þeir hyggjast gera út á rækjuveiðar fyrir vinnslustöðvar. S.l. mánudag var skrifað undir samning um stofnun félags til að gera út togskipið Brimi SU, sem nú heitir reyndar Sléttanúpur og er í eigu Jökuls hf. á Raufarhöfn. Jökull hefur ekki gert skipið út en nýtt kvóta þess. Jökull verður áfram með 75% eignaraðild, en nýir eigendur koma inn, þeir Þráinn Gunnarsson starfsmaður Fiskiðjusamlags Húsvíkur, Bjarni Eyjólfsson fyrrum skip- stjóri á Kolbeinsey, Guðvarður Jónsson, vélstjóri á Geira Péturs og Jón Sigurðsson, sem var vél- stjóri á Brimi. Og ekki er loku fyrir það skotið að Reiri sjómenn muni eiga aðild að félaginu. Að sögn Þráins verður skipið gert út frá Húsavík en félagið verður skráð á Raufarhöfn. Þar sem skipið er kvólalaust mun það veiða rækju fyrir vinnslu- stöðvar og þegar hefur náðst samkomulag um veiðar fyrir eina stöð. Ef allt fer eftir áætlun þá er reiknað með að Brimir fari í prufutúr fyrir jólin. — JS Húsavík og Gimli Bæjarstjórn Húsavíkur hefur borist bréf frá Olafi Grétari IG'istjánssyni varðandi „Húsavik Hall“ í Gimli í Kanada. í bréfinu er m.a. fjallað um málverk af Húsavík frá árinu 1912, en það hangir uppi í danssal í húsi í Gimli. Þá er rætt um hugsanleg samskipti við Húsavík. Bæjarráð ákvað að senda upp- lýsingar og ljósmynd af Húsavík vestur til Gimli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.