Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 ro^u~ VÍKURBLAÐIÐ Stórhættulegur leikur! Maður slasaðist illa á reiðhjóli þegar fram- hjólið losnaði undan á ferð. Hugsanlegt er talið að framhjólið hafi verið losað af óvitaskap. Alvarlegt reiðhjólaslys varð á Húsavík fyrir skömmu. Stefán Guðmundsson, skipstjóri á Aron, var á leið niður Naustagil- ið á hjóli sínu þegar framhjólið losnaði skyndilega undan reið- hjólinu og hann steyptist fram yfir sig beint á andlitið og lá í roti þegar að var komið. Stefán var illa farinn í andiitinu og mátti teljast heppinn að ekki fór ver, t.d. höfðu læknar áhyggjur af þvi að hálsliðir hefðu skadd- ast. En Stefán er nú sem betur fer á batavegi. Þetta er ekki síst alvarlegt vegna þess að hugsanlegt er talið að framhjólið hefði vísvit- andi verið losað, enda taldar hverfandi líkur á að hjól losni með þessum hætti af sjálfu sér og hefur lögreglan rannsakað málið með það í huga. Sigurður Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að í haust hafi verið orðrómur um tilvik í Borgarhóls- skóla þar sem nemendur voru að gera sér að leik að losa bolta á framhjólum reiðhjóla og að sjálf- sögðu með það í huga að stríða og hrekkja. En þetta gæti verið grátt gaman. Þegar búið er að losa boltana verður hjólreiða- maður ekki var við neitt fyrr en hjólið lendir í holu eða fær á sig hnykk og þá skoppar gjörðin undan, eins og gerðist hjá Stef- áni. Sigurður sagði að ekkert væri hægt að fullyrða um hvort átt hefði verið við hjól Stefáns og ef svo væri hvort „hrekkurinn“ hefði beinst að honum eða ein- hverjum öðrum. Það væri hins- vegar grafalvarlegt mál, ef ein- hverjir væru að „stríða“ með þessum hætti. Og auðvelt að sjá fyrir sér hvað gæti gerst ef fram- hjól hrykki undan reiðhjóli sem barn eða unglingur sæti í um- ferðinni með bílana allt í kring. Sigurður vildi beina þeim til- mælum til allra sem málið varð- ar, barna, unglinga og foreldra, að fylgjast með því að svona nokkuð væri alls ekki stundað. Það sem í fljótu bragði virtist saklaus hrekkur, gæti orðið ein- hverjum að íjörtjóni eða valdið óbætanlegum skaða. — JS Spikmengað skótau Fjöldi bæjarbúa lagði leið sína niður í Suðurfjöru seinni part mánudags þegar búrhvalurinn var dreginn á land og sömuleiðis í gær þegar hvalurinn var skor- inn. Og hófst þá mikil þvottatíð í bænum. Spik og annar illa lykt- andi óþverri sem var í fjörunni hafði sem sest á skó bæjarbúa og bílmottur og fnykurinn væg- ast sagt lítt aðlaðandi. Og ekki var tekið út með sældinni að losna við þetta og þurfti mikið að skrúbba og skrapa skótau til að afmenga. Björgunarsveitarmenn unnu við að skera hvalinn í gær og sagði einn þeirra, um leið og hann greip fyrir nefið, að það þyrfti örugglega að auglýsa eftir nýjum félögum í sveitina að verki loknu. — JS Neyðarblys á Skjálfanda S.I. sunnudag var skotið upp neyðarblysi á Skjálfanda og björgunarsveitin var kölluð út. Bátur hafði orðið þar vélarvana, en ekki kom til frekari kasta björgunarsveitarmanna þar sem annar bátur sem var á þessum slóðum tók hinn í tog og dró hann inn til Húsavíkur. — JS Bílaþvottadagur framhaldsskólanema Nemendur Framhalds- skólans á Húsavík tóku að sér að þvo og bóna bíla bæjarbúa s.l. sunnudag. I Framhaldsskólanum á Húsavík starfrækja nemendur í Atvinnu- fræði fyrirtækið UFF (Unglinga- fyrirtæki Framhaldsskólans) og er hluti að náminu. Starfsemin hófst í fyrravetur og þá tóku nemendur m.a. að sér snjó- mokstur. Og sjálfsögðu er þetta rekið eins og önnur fyrirtæld, með bókhaldi, virðisaukaskatti og tilheyrandi, enda markmiðið að kenna nemendum að stofna og reka eigið fyrirtæki þó í smá- um stíl sé. S.l. sunnudag tóku UFF-Iiðar að sér bílaþvott og bónun fyrir bæjarbúa og fengu aðstöðu í Mjólkursamlaginu. Og þvotta- fælnir bílaeigendur streymdu á staðinn og nýttu sér þessa þjón- ustu og þvottafólldð sló hvurgi slöku við. — JS Kvöldarvlf konu- fólkarefa A degi íslenskrar tungu flutti prófessor Höskuldur Þráinsson snjallt erindi yfir Þingeyingum. Hann ræddi um færeyska tungu og íslenska, bar saman merkingu orða og sjindi skemmtileg dæmi um orðsnilld færeyskra frænda okkar. Til dæmis orðið „kvöldarvíf' um konu sem menn vilja gamna sér með eina kvöldstund eða svo. Og „konufólkarefur" yfir kvennabósa. h.k. hagyrð- ingurinn góði og haukur í Nagga-horninu túlkar þetta svona: Til að auðga eigið líf ærinn vilja hefur. Krældr sér í kvöldarvíf konufólkarefur. Neyttu á meðan á nef- inu stendur Mikið gengur á hjá Neyt- endasamtökunum. Jó- hannes Gunnarsson og Vilhjálmur Ingi Árnason deila fast og gefur hvor- ugur eftir. Engir aðrir skilja neitt í þessari deilu. Því barst eftirfarandi ályktun frá h.k.: Ólánssöm stjórn er alveg að springa og enginn svör við þeim spumingum kann (eða lætur í té): Hvort Jóhannes veltir Vithjálmi Inga, eða Vilhjálmur Ingi fellir hann (- netna hvortveggja sé)? Bráðhollt er hakvatnið Óvökvafróðir bæjarfull- trúar á Húsavík veltu því mjög fyrir sér á bæjar- stjórnarfundi á dögunum hvurskonar væta „bak- vatn“ væri. Orðið kom fyrir í bókun Veitunefndar þar sem fram kom að veitan myndi „endurnýta bakvatn" frá tilteknum notendum. Menn voru að pæla í því hvort bakvatn væri t.d. sérstaklega hentugt til að þvo sér um bakið með. Eða hvort þetta væri pólitískt fyrirbæri, þannig að ekki væri síður nauð- synlegt fyrir frambjóðend- ur að hafa gott bakvatn og gott bakland, sérstaklega ef um blauta frambjóð- endur væri að ræða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.