Dagur - 28.11.1997, Síða 1

Dagur - 28.11.1997, Síða 1
„Þessi bók er mín persónulega sýn og túlkun á lífi ömmu minnar. Bókin er skrifuð sem skáldsaga en hún er byggó á staðreyndum sem ég reyni að fylgja eftir fremsta megni, “ segir Oddný Sen. mynd: gva. í nýútkominni bók sinni, Kínverskum skuggum, rekurOddný Sen sögu ömmu sinnar, Oddnýjar Erlendsdóttur, sem giftist kínverskum manni, bjóífimmtán ár í Kína og kynntist þarbæði hamingju og erfiðleikum. Oddný Erlendsdóttir var bónda- dóttir frá Breiðabólsstöðum á Alftanesi sem örlögin leiddu alla leið til Kína. Þar bjó hún í fimmt- án ár en sneri síðan heim til Is- lands. „Amma var snemma haldin brennandi útþrá,“ segir sonar- dóttir Oddnýjar og nafna, Oddný Sen, sem segir sögu ömmu sinn- ar í Kínverskum skuggum. „Æskuást hennar var Jón Vest- dal, sem hafði menntað sig í Skotlandi og var vísindamaður sem vann að þararannsóknum. Hann drukknaði í Hvalfirði og ég held að amma hafi aldrei jafnað sig á þeim harmi. Ári eftir lát hans, árið 1909, þegar hún var 19 ára gömul, fór hún til Edin- borgar og fékk vinnu sem bókari hjá íslensku fyrirtæki sem þar hafði starfsemi sína. Síðan fór hún í nám við Edinborgarháskóla og kynntist þar afa mínum, Kwei Ting Sen. Að skipan föður síns lagði Kwei Ting stund á nám í uppeld- is- og sálarfræðum. Þetta var ekki nám sem hann hefði kosið sér hefði hann fengið að ráða. Hann hafði brennandi áhuga á bókmenntum og bókmennta- fræði og þráði að verða virtur prófessor í þeim greinum en sem kínverskur sonur neyddist hann til að lúta vilja föður síns. Amma og Kwei Ting urðu ástfangin og giftust í Edinborg og þar eignuð- ust þau sitt fyrsta barn, soninn Erlend, sem dó úr hundaæði í Kína skömmu eftir komuna þangað." Þau fluttust síðan til Kína, hvemig leið ömmu þinni í fram- andi umhvetfi? „Bréf hennar til ættingja og vina bera með sér að henni hafi liðið mjög vel, sérstaklega fyrstu árin. Hún var kennari við skóla í Amoy og var áberandi í félagslífi vestrænna kvenna sem þar bjug- gu. Hún ferðaðist mikið og var ákaflega áhugasöm um gamlar kínverskar siðvenjur og goðsagn- ir.“ Var hjónabandið farsælt? „Einkalífið var ekki áfallalaust. Amma eignaðist þrjú börn, Er- lend, sem lést ungur, Jón, föður minn sem var skfrður í höfuðið á æskuástinni hennar, og Signýju Sen. Ég held að hjónabandið hafi með tímanum þróast í vinskap og afi minn átti hjákonu sem hann bjó síðan með til dauðadags og þau eignaðist þijú börn. Amma fór frá Kína 1937. Aðstæður í einkalífi réðu þar einhverju um, en hún óttaðist einnig þær sí- felldu ógnir sem steðjuðu að landinu frá Japönum og þegar þeir náðu Peking á sitt vald þótt- ist hún vita að sér yrði ekki vært. Það var rétt mat því Japanir gerðu eignir afa míns upptækar. Hann lést úr krabbameini árið 1949 og hafði þá búið við sára fá- tækt síðustu árin. Ég veit ekki hvað varð um börn hans og ást- konu. Mér hefur verið bent á að þau hafi líklega annað hvort orð- ið fórnarlömb hungursneyðar- innar miklu eða menningarbylt- ingarinnar. Ég er að grennslast fyrir um afdrif þeirra og held í vonina um að finna þau á lífi.“ Hvað gerði amma þín eftir uð heim var komið? „Faðir hennar hafði ekki búist við að hún myndi snúa heim og hafði því svipt hana föðurarfi. Hún fékk íbúð á Amtmannsstíg og varð kennari við Kvennaskól- ann í Reykjavík. Það starf hafði verið draumastarfið hennar þeg- ar hún var ung stúlka þannig að hún var mjög sátt.“ Manstu eftir ömmu þinni? „Hún dó árið 1963 þegar ég var fimm ára gömul en ég man mjög vel eftir henni. Það má segja að ég hafi alist upp hjá henni í „kín- verska herberginu“ sem svo var kallað. Þar geymdi hún djásn og fjölskyldugripi úr safni afa sem hún hafði flutt með sér til lands- ins. Þegar heim var komið þráði hún Kína og sagðist margoft hafa séð eftir þvf að hafa farið þaðan." Hvemig tekur fjölskyldan því að þú skulir taka þig til og skrifa sögu ömmu þinnar? „Þessi bók er mín persónulega sýn og túlkun á lífi ömmu minn- ar. Bókin er skrifuð sem skáld- saga en hún er byggð á stað- reyndum sem ég reyni að fylgja eftir fremsta megni. Það er við- búið að ekki séu allir jafn sáttir við túlkun mína, en ég vona að sem flestir lesendur hafi gaman af bókinni." Veitum hagstæð lán til kaupa á ^ landbúnaðarvélum - „ Reiknaðu með 1SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmúii 3 • 108 Reykjavik • Simi S88-7200 • Fax 588-7201 Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.