Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 11
 FÖSTUDAGUR 28.NÓVEMBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Fyrrum nemend- ur Sjómanna- skólans hafa nú blásið til stofn- unarHollvina- samtaka skól- ans og ætla með þeim samtökum að styðja við skólann og þá menntun sem hann veitir. SPJAÍX Gudjón Arnar Kristjánsson er einn af Hollvinum Sjómannaskólans. Sj ómanna- sKólinn lifi „Hér koma árlega tugir eldri nemenda við útskrift, allt að 40 ára útskriftarnemar og þeir færa skólanum gjafir, annaðhvort til tækjakaupa eða annarra hluta,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, sem er einn þeirra er stendur að stofnun Hollvinasamtaka Sjó- mannaskólans. „Það sem kannski liggur helst að baki er sú ákvörðun Mennta- málaráðherra að vilja skyndilega flytja skólann upp á Höfðabakka 9 til að rýma fyrir kennslu á há- skólastigi fyrir þroskaþjálfa og fóstrur," heldur Guðjón áfram. „Hér var búið að vinna mikið í því að búa til plan í þeim tilgangi að breyta menntun skipstjórnar- manna, taka fornámið sér og að- fararnámið sér, minnka sigling- artíma og að skólinn yrði fyrst og fremst fagskóli. Á þetta féllst menntamálaráðherra og allir voru glaðir. I framhaldi af því hafa Kenn- araháskólinn, stýrimannaskólinn og vélstjóraskólinn rætt það sín á milli að hægt væri að samnýta aðstöðuna og gerð tillaga um Afþví að mennfundu ekkert hentugt hús- næði átti aðfæra Sjó- mannaskólann upp á Höfða. það að byggja upp félagslegt húsnæði sem nýttist nemendum allra skólanna þriggja." Sjómannaskólinn er barn síns tíma og víða komið að viðhaldi. Með því að byggja nýtt mötu- neyti á lóðinni, sem um leið nýttist hinum skólunum, myndi losna um neðstu hæðina, þar sem nú er mötuneytið og þá væri hægt að flytja kennara og skóla- stjóra niður og fara að vinna að viðhaldi á efri hæðum eftir skipulagi og samræma viðhaldið endurhyggingunni. Meðfram þessu væri byggt dagheimili þannig að í raun yrði svæðið að stúdentagörðum, líkt og í Há- skólanum. Þetta var allt skipu- lagt og sett á pappír og samþykkt við ánægju og gleði þeirra manna sem hlut á áttu að máli. „Svo þegar þetta var loks kom- ið á pappír og menn voru komnir með þetta í hendurnar, þá dúkk- ar allt í einu upp tillaga niður í Menntamálaráðuneyti, þar sem einhver nefnd var að skoða hús- næðismál fyrir kennslu á há- skólastigi fyrir þroskaþjálfaskól- ann og fóstruskólann. Og af því að menn fundu ekkert hentugt húsnæði fyrir það, þá bentu þeir bara á Sjómannaskólann og vildu færa hann. Þeir sem að skipulagningunni stóðu frá Sjó- mannaskólanum, urðu eins og sveppir í framan og skildu hvorki upp né niður. Þess vegna kemur nú þessi andstaða. Við erum ekki sáttir við að flytja upp í Höfðabakka 9, þó svo að aðal- verktakar séu að flytja þaðan. Eg hélt nú að ríkið væri með nóg af tómu leiguhúsnæði, það þyrfti ekki að leita langt til að finna húsnæði fyrir fóstru- og þroska- þjálfaskólana,“ segir Guðjón að Iokum. VS Einn í ellefubíó Clooney í kaM Nú kom Ioks eftir langa mæðu fín spennumynd í Borgarbíó á Akureyri. Hún var mun betri og athyglisverðari en Air force one. Ég er að tala um myndina Peacemaker með sjálfum Cloo- ney í aðalhlutverki. Á móti hon- um lék ástralska leikkonan Nicole Kidman. En Clooney stal senunni. Hann er einfaldlega einn sá flottasti í dag. Ég er bú- inn að fjalla um hárgreiðsluna á Clooney alloft en nú eru það kakí-buxurnar. Hann gekk í drapplituðum kakí-buxum (kakí- buxur eru vinsælar meðal bandaríska karlmanna. Algeng- asti liturinn er ljós. Ljósblá skyrta með hnepptum kraga er algeng við buxurnar) og ljós- blárri skyrtu og var frekar mikill nagli. I upphafi myndar Iæddist að mér sá grunur að ég væri á rangri sýningu. Upphafið minnti óneitanlega á James Bond- mynd. Ég er ekki að segja að það sé af hinu slæma. Byrjunin lofaði góðu og myndin hélt dampi allan tímann. Söguþráðurinn var ekki nýr af nálinni, en inn á milli leyndust frumlegir og nýir sprettir eins og lestaratriði sem var í hinu marg- umtalaða byrjunaratriði. Mynd- in var laus við alla óþarfa væmni og þjóðarrembing og var ég sátt- ur við það. Tónlist og tækni- brellur voru vel útfærðar, eins klippingar sem voru óaðfinnan- legar. Nú er ég kominn út á brautir sem ég er ekki vanur að fjalla um. Hvað um það slepp- um því eins og Brimkló söng um árið við lag Bob Dylans. Sem sagt, myndin er hin besta afþreying og mæli ég ein- dregið með henni í Borgarbíói á Akureyri. Clooney er flottur, spenna til staðar og engin óþarfa vella í gangi. Bráðum koma blessuð jólin og nýjar myndir koma. Ég hlakka til. Ég tek undir með samstarfskonu minni henni Kollu að The Eng- lish Patient er besta myndin á myndbandaleigum í dag. Elskendurnir í þeirri mynd leika svo vel að vera ástfangin að þau eru einfaldlega ástfangin. SMÁTT OG STÓBT Himdalíf Það er ekki á hverjum degi sem hasshundurinn gefur kost á því að rætt sé við hann. Mikil Ieynd hvílir yfir starfi hans og hefur hann verið tregur til að ræða starfsaðferðir sínar. Fyrir þrábeiðni og vegna kunningsskapar blaðamanns við spor- hund nokkurn féllst hasshundurinn á að tjá sig um mikla ffkniefnaleit sem gerð var í Menntaskólanum á Laug- arvatni. „Mér hafði borist til eyrna frá smalahundum úr Árnessýslum sem dvöldu með mér á hundahótelinu í sumar að ekki væri allt með felldu í Menntaskólanum á Laugarvatni,“ sagði hasshundurinn. „Ég hefði náttúrlega átt að átta mig á að slík- ar grunsemdir væru eðlilegar hjá lítt lífs- reyndum smala- hundum sem þekkja ekki djúphugula menntamenn frá hálf rænulausum fíklum,“ Hasshundurinn segir það leitt að menntskælingar rVi fyrir þessum óþægindum og þakkaði skiln- ing þeirra á málinu. Hann bað einnig fyrir kveðjur til Selfosslög- reglunnar sem hefði brugðist vel við beiðni sinni og hvað það synd að þeir væru ekki af hundakyni því þá væru þeir fyrsta flokks hasshundar. Hættulegt starf Störf í öryggisgæslu verða sífellt hættulegri eftir þvf sem menn búast við verri glæpum. I Kringlunni hafa verið sviðsett rán að undanförnu til að þjálfa starfsfólk í því að bera kennsl á ræningja. Ymsu starfsfólki hefur verið brugðið, enda ekki fengið að vita fyrirfram af þess- um æfingum, þar sem slíkt væri tilgangslítið. Ekki hafa þessar æfingar gengið slysalaust fyrir sig, en stórslysa- laust sem þetur fer. Margir eru þó fegnir að ekki séu æfðir alvar- legri og hættulegri glæpir en rán, s.s eins og hryðjuverk. Nú líður að jólum og spurning hvort ekki verði að hafa æfingu sem þjálfar fólk í að þekkja í sundur glæpamenn í jólasveinabún- ingum, því á þessum árstíma er það líklegastir dulbúningurinn. “ Linduliuffs- stríðiö Sérkennileg deila er haf- in á lesendasíðum DV. Stríðsöxin var reidd á loft með skrifum lesenda um að sér þætti Lindubuff seigt og vont. Ekki stóð á svari og unnandi Lind- buffs lét þegar í sér heyra. Þar sem þættir um deilumál þjóðarinnar eru fastir liðir í sjónvarpi og fólk getur fyrir sanngjarnt verð hringt og tjáð skoðanir sínar á að- skiljanlegustu málum, er tilvalið að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hver hugur þjóðarinnar er til Lindubuffs. Við slíka dauð- ans óvissu verður ekki búið. Sofið fyrir vestau Lesandi hafði samband við blaðið og fannst ekki nægjanlega fylgt eftir frétt um að bannað væri að sofa í tímum í Framhaldsskóla Vestfjarða. Fréttin var reyndar í Morgunblaðinu, en ekki Degi og fjallaði um ýmsar agareglur í Framhaldsskólanum. Fróðlegt væri að vita hvernig, hvar og hjá hverjum nemendur framhaldskóla landsins sofa og hvaða reglur skólar víða um land hafa um svefnvenjur nemenda sinna. Þá mætti fylgja með hvað þá dreymir og hvort munur er á draumum eftir því hvort sofið er heima eða í kennslustofu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.