Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 28.11.1997, Blaðsíða 2
18- FÖSTUDAGUR 2B.NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU FótboltaMtíð og skjálftavakt „Eg ætla á laugardag að taka þátt í árshátfð sem fótboltafélagið Felix stendur fyrir. Fé- lagið er 3ja mánaða gamalt og okkur þótti ekki seinna vænna en að efna til árshátíðar," segir Pálmi Guðmundsson dagskrárgerðar- maður. Arshátíðin verður á laugardag og stendur frá því klukkan þrjú um daginn og fram á „Æskuvinur minn er ad rauða nótt. „Við ætlum að fara út að borða, verða pabbi. Búiö aö en það sem eftir kemur er með öllu óráðið. kaupa koniak og Veislustjórinn hefur taumana þar í hendi Albertsvindla,"segir Pálmi ser“ segir Pálmi. Hann segir að á laugardag Guðmundsson. verði hann síðan í vinnu, en um þessar mundir starfar hann við dagskrárgerð hjá Útvarpinu. „Síðan verð ég á skjálftavakt um helgina. Æskuvinur minn síðan úr leikskóla, Hlynur Þór Sveinbjörnsson, er að verða þabbi og við vinirnir hans ætlum að samgleðjast með honum þeg- ar barnið kemur í heiminn. Það er búið að kaupa koníak og digrir Albertsvindlar eru við hendina," segir Pálmi. „Ætla með synina tvo á barnabókakynningu i Hafnarborg, “ segir Hólmfríður Þórisdóttir. Bílskúr og bamabækur „Það gæti verið að ég byði manninum mínum út að borða um helgina. Það hefur verið mikið að gera í vinnu hjá okkur háðum og samveru- stundir hafa því verið fáar. Við þurfum að bæta úr því,“ segir Hólmfríður Þórisdóttir, ritstjóri Fjarðarpóstsins í Hafnarfirði. „Það má vera að við förum í bíltúr austur fyr- ir fjall og heilsum uppá vini og kunningja. Síð- an liggur fyrir það skylduverk um helgina að fullgera bílskúrinn við húsið okkar hér í Stuðlabergi í Firðinum. Þá verður á sunnudag lesið uppúr nýjum barnabókum í Menningar- miðstöðinni Hafnarborg og þangað ætla ég að mæta með synina tvo,“ segir Hólmfríður. Rjúpur og Álftagerðis- bræður „Eg vonast til þess að geta komist eitthvað á rjúpu um helgina og þá myndi ég fara hér eitt- hvað inn á Melrakkasléttuna. Einnig þarf frjöl- skyldan að skjótast inn á Akureyri í jólaferð í verslanir þar,“ segir Gunnlaugur Kr. Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. „Á laugardag verða Álftagerðisbræður síðan með tónleika hér í fé- lagsheimilinu og þangað mun ég fara, ef ég hef tök á. Það er aldrei svo að eitthvað leggist ekki til í samkomuhaldi í byggðarlögum eins og hér á Raufarhöfn," segir Gunnlaugur. Aðspurður um bækur segir Gunnlaugur að hann sé þessa dagasna að lesa bókina VatnajökuII, eftir þá Hjörleif Guttormsson og Odd Sigurðsson. Seg- ist Gunnlaugur vera sérdeilis hrifinn af þeirri bók „... og hún er Hjörleifi til sóma, eins og allt annað sem hann gerir,“ segir sveitar- stjórinn á Raufarhöfn. „Aldrei svo að eitthvað leggist ekki til í sam- komuhaldi hér, “ segir Gunnlaugur Kr. Júlíusson. Tískusýniiig og ættarmót „Ég hef nóg að gera um helgina, þó hún fari að vísu rólega af stað. Á föstudagskvöld verður konan mín að vinna og því þarf ég að vera heima að gæta barnanna,“ segir Magnús Már Þorvaldsson, KA-maður að aðalstarfi. „Á laug- ardaginn er ég kynnir á tískusýningu sem Kvenfélag Akureyrarkirkju stendur fyrir í Al- þýðuhúsinu við Skipagötu. Um kvöldið ætlar síðan föðurfjölskylda mín að hittast og borða | saman á Greifanum, það er að segja sá hluti „Ættarmót föðurfjölskyld- hennar sem enn er búsettur hér nyrðra. unnar á Greifanum, það er Sunnudagurinn er svo undirlagður í vinnu, að segja okkar sem búum meðal annars fyrir KA,“ segir Magnús. Hann hér nyrðra," segir Magnús segir að hugur sinn talsvert bundinn við sam- Már Þorvaldsson. komu sem KA-menn ætla að halda í Sjallanum um aðra helgi. Þar verður stemmning fyrri ára í Sjallanum rifjuð upp - auk þess sem Álftagerðisbræður munu syngja nokkur lög. -SBS. Árið er 1978. / stórsigri Alþýðuflokksins það ár skolaöi Jóhönnu á þing varð fljótt atkvæðamikil, I tvöfaldri merkingu. Einsog Albert var hún málsvari litla mannsins. Fékk síðan að sporðrenna eins miklu af félagslegum íbúðum og hún gat i sig látið. Seinna skildu Jóhanna og Alþýðuflokkurinn að skiptum. Þá boðaði hún að sinn timi myndi koma. Og hann er alveg að koma, því Þjóðvaki er með 0,8% fylgi samkvæmt nýjustu könnun. Það gengur bara betur næst... Kokkabækur frá Sviss „Ég er að lesa ýmsar bækur þessa dagana," segir Marinó Sveinsson, veitingamað- ur á Pizza 67 á Akureyri. „Núna er ég að lesa bókina Restauranl Management, sem er frá svissneskum hótelskóla. Það er um að gera að vera sífellt að læra og fræðast um allt það nýjastaí faginu." Indverskt diskó „Ég er mikið að hlusta á indverska tónlist þessa dagana, það er tónlistarstefnan GOA sem er nýjasta stefnan í dans- og diskótónlist þar í landi. Hvað útvarps- hlustun varðar reynir ég mikið að fylgjast með bæði Bylgjunni og síðan Akureyr- arútvarpinu Frostrásinni og ætli ég hlusti ekki tiltölulega jafnt á báðar stöðvar." Nýjustu myudimar Marinó segist reyna að sæta Iagi með að horfa á allar nýjustu vídeómyndir sem koma á Ieigurnar, það er að segja ef hann er þá ekki áður búinn að sjá þær í kvik- myndahúsum. „Síðast var ég að horfa á myndina Fifth Element með Bruce Will- is, Gary Oldman og ýmsum fleiri leikurum. Það var ágæt mynd.“ -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.