Dagur - 28.11.1997, Qupperneq 9

Dagur - 28.11.1997, Qupperneq 9
FÖSTVDAGVR 28. NÓVEMBER 1997 - 25 X^UT' LÍFIÐ í LANDINU NORÐURLAND Möguleikhúsið Möguleikhúsiö sýnir nú barnaleikrit- ið „Hvar er stekkjastaur?" Hér er um að ræða ferðasýningu sem sýnd verður í leikskólum og grunnskólum auk þess sem sýningar verða í Möguleikhúsinu við Hlemm. Nú þegar er orðið fullbókað á um þrjá- tíu sýningar. Opinberar sýningar I Möguleikhúsinu við Hlemm verða aðeins þrjár, nú á sunnudag, 30. nóv. kl. 14, og 7. og 14. des. Höf- undur og leikstjóri er Pétur Eggerz og leikarar Erla Ruth Harðardóttir og Bjarni Ingvarsson. Flóamarkaður N.L.F.A. Síðasti flóamarkaður ársins hjá N.L.F.A verður í Kjarnalundi laugar- daginn 29. nóv. kl. 14-16. Af þvi til- efni verður prúttsala á ýmsum vör- um. Einnig er þar ún/al af nýkomn- um munum og fatnaði. Kvenfélagið Aldan Voröld Kökubasar og kaffisala verður hald- inn í Freyvangi sunnudaginn 30. nóv. kl. 15. Frá Kvenfélagi Akureyrar- kirkju Fjölskylduskemmtun í Alþýðuhús- inu, Skipagötu 14, Akureyri, sunnu- daginn 30. nóv. Fjölbreytt dagskrá, s.s. söngur og tónlist, tískusýningar ofl. Miðaverð kr. 1.000,- fyrir full- orðna og kr. 500,- fyrir börn 6-12 ára. Pönnukökukaffi innifalið. Kynnir er Magnús Már Þorvaldsson. Jólatónleikar Blásarasveit- arinnar Jólatónleikar hjá blásarasveit Tón- listarskólans á Akureyri fara fram í Glerárkirkju laugardaginn 29. nóv. kl. 15.30. Fram koma eldri og yngri blásarasveit, blokkflautusveit. Lúðrasveit Akureyrar verður sér- stakur gestur á tónleikunum. Kaffi- sala. Næstu tónleikar í jólatónleikaröð Tónlistarskólans á Akureyri verða miðvikudaginn 3. des. kl. 20.30 í sal skólans, hjá alþýðutónlistardeild. Brekka í Hrísey Gunni Tryggva og Herdís Ármanns verða með dúndursveiflu á laugar- dagskvöld frá kl. 22. Skákfélagið á Akureyri Atskákmót Akureyrar hefst fimmtu- daginn 27. nóv. 1997 kl. 20 og verð- ur framhaldið sunnudaginn 30. nóv. 1997 kl. 14. HÖFUÐBORGIN Skaftfellingafélagið í Reykjavík Félagsvist sunnudaginn 30. nóv. kl. 14. í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Jólabasar Kvenfélag Kópavogs heldur sinn ár- lega basar sunnudaginn 30. nóv. kl. 14 í húsnæði félagsins Hamraborg 10, 2. hæð til hægri. Bókakynningar Næstkomandi sunnudag, 30. nóv. standa nokkrir bókaútgefendur fyrir upplestri úr nýútkomnum barnabók- um í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Upplesturinn stendur frá kl. 15-17. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill meðan húsrúm leyfir. Allir krakkar fá óvæntan glaðning. Norræna húsið Frambjóðandinn, heimildarmynd Ólafs Rögnvaldssonar og Skafta Guðmundssonar um kosningabar- áttu Guðrúnar Pétursdóttur í for- setakosningunum 1996 verður sýnd í Norræna húsinu laugardaginn 29. nóv. kl. 13. Jólaljós Þann 30. nóv. kl. 17. 00 verður kveikt á leiðisljósum í Gufunes- kirkjugarði og munu Ijós þessi loga fram á þrettánda dag jóla. Múlinn Föstudagskvöldið 28. nóv. mun Tríó Tómasar R. Einarssonar leika á jazzklúbþnum Múlanum sem starf- ræktur er á Jómfrúnni, Lækjargötu 4. Gallerí Listakot Síðasta sýningarhelgi á myndverk- um Bryndísar Björgvinsdóttur. Sýnir hún 12 acryl verk sem öll eru unnin á þessu ári. Sýningin er í sal Gallerý Listakots, Laugavegi 70 R. Innsetningarfyrirlestur í tilefni af ráðningu í starf prófessors í heimspeki við Háskóla (slands flyt- ur dr. Vilhjálmur Árnason opinberan fyrirlestur á vegum Heimspekideild- ar í Hátíðasal háskólans laugardag- inn 29. nóv. kl. 15. Fyrirlesturinn nefnir hann Leikreglur og lífsgildi. Hugleiðing um hlutverk siðfræðinnar. íslandsdeild IBBY Fyrsta sunnudag á jólaföstu heldur íslandsdeild IBBY samkomu í Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Samkoman hefst kl. 2 í sýningarsal á annarri hæð en þar stendur jafnframt yfir sýning á myndlist Brian Pilkingtons. Kátir krakkar Laugardaginn 29. nóv. lýkur sýning- unni Kátir krakkar í Gallerí Handverk & Hönnun að Amtmannsstíg 1. Þar sýna húfur sem hlæja, Textílkjallar- inn, Blanco Y Negro og Saumagall- erí JBJ. Sýningin er opin í dag, föstudag frá kl. 11-17 og á morgun laugardag frá 12-16. Félagsvist ABK Félagsvist ABK verður spiluð í Þing- hóli, Hamraborg 11, mánudaginn 1. des. kl. 20.30. Allir velkomnir. Nýtt á Álftanesi Lista- og menningarfélagið Dægra- dvöl á Álftanesi heldur áfram að kynna list og hönnun Álftnesinga og um næstu helgi verður Handverks- sýning í Haukshúsum. Opið verður frákl. 14-17. Félag eldri borgara Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu um borgina kl. 10 á laugardagsmorgun frá Risinu, Hverfisgötu 105. Stúdentar Stúdentar við Háskóla íslands munu að vanda halda fullveldisdag l’slend- inga 1. des. hátíðlegan. Hefst dag- skráin kl. 11 með messu í Há- skólakapellunni. Jólabókakonfekt á Rauða Ljóninu Laugardagskvöldið 29. nóv. kl. 21 verður efnt til svokallaðs Jólabóka- konfekts á veitingastaðnum Rauða Ijóninu á Eiðistorgi. Lesið verður úr jólabókum bókaútgáfunnar Skjald- borgar og fram kom alþingismenn- irnir Jón Kristjánsson og Árni John- sen og gleðigjafinn Andri Bachmann ásamt hljómsveit sinni. Súfistinn Laugardaginn 29. nóv. kl. 15 efnir Bókaútgáfan Skjaldborg til kynning- ar á bókinni SPOR EFTIR GÖNGU- MANN - í SLÓÐ HJARTAR Á TJÖRN eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Þórarinn Hjartarson. Kynningin fer fram á kaffihúsinu Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 og mun Tjarnarkvar- tettinn syngja nokkur lög við þetta tækifæri. Norræna húsið Jóhanna V. Þórhallsdóttir heldur tónleika á sýningu Tryggva Ólafs- sonar í Norræna húsinu sunnudag 29. nóv. kl. 16. Jóhanna er nýbúin að gefa út geisladisk með 14 lögum sem kynntur var í Þjóðleikhúskjallar- anum þ. 16. nóv. sl. fyrirfullu húsi. Kvikmyndasýning Sunnudaginn 30. nóv. kl. 14 verður sýnd myndin NEGERKYS OG LABRE LARVE í Norræna húsinu. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Skemmtihúsið Fyrir skömmu var tilkynnt að ítalski rithöfundurinn, leikskáldið og leik- stjórinn Dario Fo hefði hlotið bók- menntaverðlaun Nóbels. Af því til- efni boðar stofnun Dante Alighieri, ítalska menningaarfélagið á íslandi til samkomu í Skemmtihúsinu að Laufásvegi 22, föstudaginn 28. nóv. kl. 20.30. Aðgangur ókeypis og öll- um heimill. Tónleikar í Digraneskirkju Blásarakvintett Reykjavíkur og fé- lagar halda sína árvissu og vinsælu tónleika „Kvöldlokkur á jólaföstu n.k. þriðjudagskvöld, 2. des. Að þessu sinni verða þeir í Digranes- kirkju og hefjast kl. 20.30. Bókmenntakvöld SÍUNG Mánudaginn 1. des. kl. 20.30 verður bókmenntakvöld á vegum SÍUNG (samtaka barna og unglingabóka- höfunda) í húsi Rithöfundasam- bandsins Dyngjuvegi 8, Reykjavík. Árni Árnason flytur fyrirlestur sem hann kallar: Lestrarnám, afplánun eða ævintýri.Lesið verður úr nýjum barnabókum.Guðrún Helgadóttir les úr bók sinni, Englajóllðunn Steins- dóttir les úr bók sinni, Út í víða ver- öld.Kaffi verður á könnunni og léttar veitingar á vægu verði. Útgáfutónleikar í Digranes- kirkju I tilefni af útkomu geisladisks Gunn- ars Guðbjörnssonar tenórssöngvara og Jónasar Ingimundarsonar píanó- leikara verða útgáfutónleikar í Digraneskirkju í kópavogi laugar- daginn 29. nóv. kl. 17. Fella- og Hólakirkja Eins og undanfarin ár verður að- ventusamkoma í Fella- og Hóla- kirkju fyrsta sunnudag í aðventu sem í ár er 30. nóv. Samkoman hefst kl. 20. Gallerí Svartfugl Sýningu Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur í Gallerí Svartfugl lýkur nú um helgina. Kristín teflir saman andstæðum í verk- um sínum, annars vegar Ijósum, þunnum og viðkvæmum formum úr postulíni og hins vegar dökkum, þungum og gróf- um formum sem unnin eru í jarðleir. Opið er föstudag kl. 15-18 og laugardag og sunnudag kl. 14-18. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi, og langafi, ÞORGEIR SVEINSSON, Hrafnkelsstöðum, Hrunamannahreppi, Árnessýslu, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju, laugardaginn 29. nóvember 1997 kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á öldrunardeild Ljósheima, Selfossi og Sjúkrahús Suðurlands, Selfossi Svava Pálsdóttir, Pálmar Þorgeirsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir, Guðmundur Auðunsson Brynhildur Þorgeirsdóttir, Sveinn S. Þorgeirsson, Anna Ringsted, Aðalsteinn Þorgeirsson, Margrét Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS KARLS HANNESSONAR, fyrrverandi bónda á Kollsá, sem lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga föstudaginn 21. nóvember, fer fram frá Prest- bakkakirkju í Hrútafirði laugardaginn 29. nóv- ember kl. 14. Rúta ferfrá BSÍ kl. 09.30. Ingiríður Daníelsdóttir, Erla Karlsdóttir, Sigurður Þórólfsson, Ásdís J. Karlsdóttir, Eiríkur Bjarnason, Steinar T. Karlsson, Björk Magnúsdóttir, Margrét H. Karlsdóttir, Sigurður Þórðarson, Daníel E. Karlsson, Helga Stefánsdóttir, Indriði Karlsson, Herdís Einarsdóttir, Sveinn Karlsson, Guðný Þorsteinsdóttir, Sigurhans Karlsson, Þórey Jónsdóttir, Karl Ingi Karlsson, Steinunn Matthíasdóttir og fjölskyldur. Tilboð á sérblandaðri innimálningu gljástig 10 Verð: 1 lítri 499 4 lítrar 1996 10 lítrar 4990 Þúsundir lita í boði KAUPLAND KAURANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.