Dagur - 29.11.1997, Qupperneq 1
m nn
Verð ílausasölu 200 kr.
80. og 81. árgangur - 227. tölublað
Hollyivood falast
eftír bók Guðbergs
Þekktur Hollywood-
leikstjóri í viðrædum
um kvikmyndun sög-
lumar.
Hollywoodleikstjórinn Alfonso
Cuaron hefur hug á að kvik-
mynda skáldsögu Guðbergs
Bergssonar, Svaninn, og gert
höfundinum tilboð þar að lút-
andi. Viðræður standa nú yfir
um málið, en Guðbergur hefur
meðal annars sett ákveðin skil-
yrði um hvernig handritið verði
skrifað. Cuaron, sem er af
mexíkóskum ættum, hefur getið
sér gott orð í Hollywood þar sem
hann hefur meðal annars leik-
stýrt útgáfu af hinni frægu sögu
Charles Dickens, Great Expecta-
tions, þar sem Robert de Niro,
Anne Bancroft, Ethan Hawke og
Gwyneth Paltrow fara með aðal-
hlutverk. Sömuleiðis er hann
leikstjóri hinnar vinsælu kvik-
myndar Litla prinsessan sem
sýnd var hér í kvikmyndahúsum
ekki alls fyrir löngu. Cuaron las
spænsku útgáfuna af Svaninum
og hreifst svo af henni að hann
Guöbergur Bergsson:
Hollywoodkvikmynd eftir Svaninum?
hefur falast eftir kvikmyndarétt-
inum.
Ekki náðist í Guðberg Bergs-
son vegna þessa máls í gær en
Jóhann Páll Valdimarsson, út-
gáfustjóri Forlagsins, sem gaf út
Svaninn, segir Guðberg hafa
mjög ákveðnar hugmyndir um
hvernig kvikmyndahandritið eigi
að vera og hafi sett sem skilyrði
að hann fái að skrifa það sjálfur.
„I hugmyndum sínum að kvik-
mynd breikkar Guðbergur sög-
una og víkkar alla skírskotun
hennar. Hann vill fá hugmyndir
sínar samþykktar áður en gengið
verður til samninga. Leikstjórinn
er með hugmyndir Guðbergs til
skoðunar og nú er einungis beð-
ið eftir svari hans,“ sagði Jóhann
Páll.
Svanurinn hefur þegar verið
þýddur á sex tungumál og fengið
feikna góða dóma, hlaut meðal
annars Islensku bókmenntaverð-
launin. Sagan kemur út í Þýska-
landi eftir áramótin. Að sögn Jó-
hanns Páls hafa margir erlendir
útgefendur sýnt áhuga á því að
gefa út fleiri verk eftir Guðberg
Bergsson.
Snæfell
vígt
Snæfell, eitt stærsta sjávarút-
vegsfyrirtæki landsins, var form-
lega vígt í gær. Fyrirtækið, sem
hefur yfir að ráða um 11.200
tonna aflaheimildum, er í eigu
KEA, en hugmyndin er að setja
fyrirtækið á almennan hluta-
bréfamarkað.
Vígsluathöfnin í gær fór fram
bæði á Dalvík og í Hrísey en þar
er fyrirtækið með frystihús. Auk
þess rekur það skreiðarverkun á
Hjalteyri og Snæfellingur í
Olafsvík og Gunnarstindur á
Stöðvarfirði munu sameinast
Snæfelli í næsta mánuði.
Ari Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Snæfells, hélt í
gær ræðu í tilefni vígslunnar og
rakti þar þróunina hjá fyrirtæk-
inu yfir í fullvinnslu afurða.
Hann sagði að á sínum tíma hafi
menn ákveðið að auka verðmæti
framleiðslunnar með því að
pakka henni í fínni pakkningar.
Nú þyrfti fyrirtækið að fara að
hugsa um fiskinn í víðara sam-
hengi - í samhengi við önnur
matvæli.
Ari gerði „sægreifa" og „kvóta-
kónga" að umtalsefni í ræðu
sinni og sagði að hjá Snæfelli
væru þessir greifar og kóngar
hinn almenni félagsmaður.
Mikið var um dýrðir hjá Snæfelli í gær þegar fyrirtæk/ð var formlega vigt. Karlakórssöngur blandaðist saman við framtíðarsöng
stjórnendanna sem voru fullir bjartsýni. - mynd: gg
íhuga sér-
framhoð
á ísalirði
Töluverðar Iíkur eru fyrir því að
tveir bæjarfulltrúar sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn ísafjarðar
bjóði fram sér við komandi sveit-
arstjórnarkosningar í vor. Eftir
síðustu atburði í bæjarstjórninni
er Sjálfstæðisflokkurinn á ísa-
íjarðarbæ klofinn í herðar niður.
Þetta er í annað sinn á þessum
áratug sem flokkurinn ldofnar
þar vestra.
Kolbrún Halldórsdóttir, annar
af tveimur bæjarfulltrúum sjálf-
stæðismanna sem stendur að
nýjum meirihluta í bæjarstjórn-
inni, segir að það komi vel til
álita að bjóða fram sérlista í
kosningunum í vor. Hún segist
vera búin að fá nóg af sambúð-
inni við forystu flokksins í héraði
eftir það sem á undan hefur
gengið í húsnæðismálum grunn-
skólans og framgöngu fráfarandi
meirihluta í Norðurtangamálinu.
I því máli hafi samflokksmenn
sínir orðið uppvísir að valdníðslu
og gengið á svig við öll lýðræðis-
leg vinnubrögð.
- GRH
Sjá bls. 4
Byggði
mér ekki
fangelsi
Blað 2
Bera sakir
ver á
arnian
Bls. 8-9
HHHnHnHHHMHHHBHHHBHBH
Vormaskiptflr
J
j
Alfa Laval SIŒ! ^
80RGARTÚNI 31 • SÍMI
+