Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 3
 LAUGARDAGVR 29. NÓVEMBER 1997 - UI SÖGUR OG SAGNIR Óli prammi hefur verið settur í brenni- vínsámu til að prýða póstkort, sem sýnir hve áfengi var í hávegum haft. Þann 4. ágúst 1908 sendi stjórnar- ráðið frá sér auglýsingu um að at- kvæðagreiðsla um aðflutningsbann gegn áfengi skyldi fara fram sam- hliða Alþingiskosningunum 10. sept- ember sama ár. Niðurstaða kosning- anna varð síðan sú að með aðflutn- ingsbanni voru 4.850 kjósendur en 3.218 á móti. Aðflutningsbann á áfengi tók síðan gildi 1. janúar 1912. Arið 1909 var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um aðflutnings- bann á áfengi, og er í 1. gr. þess til- greint hvað sé áfengi: „En það er áfengur drykkur eftir Iögum, sem í er meira en 2 1/4 % af vínanda (alkó- hóli) að rúmmáli. Duft, kökur og annað, er þau efni eru í, sem sundur má leysa í vökva, og í sér hafa fólgið slíkt áfengi, skal telja áfengan drykk.“ „Frumvarpið gengur út fyrir þau takmörk, sem rétt er eða heppilegt að löggjafarvaldið setji um athafna- rétt einstaldinganna. Bannlögin mega ekki ganga svo Iangt, að þau stefni að því, að verðveita full- þroskaðan, fullveðja og fullvita mann fyrir sjálfum sér.“ Njósnamenn og böðlar verða á hverju strái „Þegar gengið er svo nærri per- sónulegu frelsi og athafnarétti manna, sem hér er gert ráð fyrir, þá verða slík þvingunarlög illa þokkuð og óvinsæl. Freistingin til að brjóta þau verður afarmikil, þar sem menn eru sér þess annars vegar meðvit- andi, að hér sé ekki um neina ósæmilega athöfn að ræða. Eigi lög- in að ná tilgangi sínum, þá verða njósnarmenn og böðlar á hvetju strái, reiðubúnir til að draga sjálf- stæða og góða drengi fyrir lög og dóm, þótt um reglulega smámuni sé að tefla. Þetta Ieiðir aftur til mein- særa og mannorðsspillis, og kveikir í mönnum miður góðar og fijálsmann- Iegar hvatir til þess að koma vilja sín- um fram með Ieynd eða ofríki, þrátt fyrir allar torfærur." Sölubann á áfengi Þá var kveðið á um það í lögunum, að eftir 1. janúar 1915, megi ekki selja hér á Iandi af áfengisbirgðum þeim er þeir þá hafa, gefa, veita eða láta af hendi til annarra manna. Aður en 12 mánuðir eru Iiðnir, skuli eigendur áfengisins skyldir til að fly- tja birgðimar eða láta flytja þær burt af landi, og skulu lögreglustjórar hafa nákvæmt eftirlit með að það sé gert. En allt það áfengi, sem þá er ekki útflutt, skuli vera eign lands- sjóðs. Arið 1917 urðu harðar deilur í blöðum milli andstæðinga og fylgj- enda bannlaganna. Fjallar Morgun- blaðið um þetta þann 9. júlí það ár. Deilurnar hófust í júnímánuði, er andstæðingar bannsins birtu áskor- un til þjóðarinnar um að bannlögun- um yrði aflétt. Undir áskorunina rit- uðu, auk stjórnar „andbanningafé- Brynkifrá Hólmi vei nestaður. Iagsins", 100 þjóðkunnir menn. Áskorunin hljóðaði svo: „Askorun Það er nú orðið fullljóst af hálfs þriðja árs reynslu, að lögin um að- flutningsbann á áfengi koma alls ekki að þeim notum, sem til er ætlast af frumkvöðlum þeirra og fylgis- mönnum. Þótt áfengisnautn hafi ef til vill minnkað eitthvað til sveita, en þar var drykkjuskapur þegar að mestu leyti úr sögunni, þá hefur hann ekki minnkað í kaupstöðum og sjávar- þorpum, en hefir aftur á móti orðið miklu skaðlegri heilsu manna vegna neyslu allskonar ódrykkja, sem allir vita, að margir leggja sér til munns, þegar hörgull verður á ómenguðu áfengi, og allt eru það sterkir brenndir drykkir, sem til landsins flytjast nú. Staðhæfing bannmanna um, að það sé bannlögunum að þakka, að efnahagur landsmanna hefir stórum batnað síðustu árin, verður tæplega tekin í alvöru, þvf öllum er það vitan- Iegt, að öll hlutlaus lönd hafa allt til þessa stórefnast á ófriðnum, og svo er hér. Bannlögin fara í bága við réttar- meðvitund alls þorra landsmanna, og því er það, að þau hafa verið brotin eins almennt og raun er á orðin, og eins hitt, að óhugsandi er að þau verði nokkurntíma haldin, svo að í lagi sé. Þau hafa þegar orðið til þess að veikja virðingu manna fyrir lögum landsins yfirleitt, enda hafa þau gert menn, svo þúsundum skiptir, að lög- brjótum, jafnvel heiðarlegustu menn, sem aldrei hafa látið sér til hugar koma að brjóta nokkur önnur Iög, og þetta á engu síður við um þá menn, sem í orði kveðnu eru með bannlögunum. Vér teljum það þegar fullreynt nú, að gjörsamlega ómögulegt sé að framfylgja bannlögunum svo, að girt verði fyrir drykkjuskap í landinu, og mun þetta þó sannast enn betur að Oddur Sigurgeirsson, Oddur sterki af Skaganum, var þekktur á götum Reykjavíkur og er hér all vígalegur. ófriðinum loknum, er eðlilegar sigl- ingar heljast á ný. Vér staðhæfum það enn fremur, að bannlögin séu óþolandi brot á rétti borgaranna, til þess að ráða þeim athöfnum sínum, sem ekki koma í bága við réttmæta hagsmuni annarra og almennt velsæmi. Vér Ieyfum oss því að skora fast- lega á hina íslensku þjóð, að hún hlutist til um, að bannlögunum verði sem allra fyrst létt af, og snúi sér að því, að finna aðrar leiðir og henni samboðnari sem ftjálsri þjóð, til þess að koma áfengismálinu í sæmilegt horf. Af þeim tillögum, sem fram hafa komið, virðist oss sú Ieið einna til- tækust, að Landssjóður hafi einn rétt til innflutnings á vínföngum, taki af þeim hæfilegan toll og úthluti mönn- um vínföngum eftir pöntunum, en að sala þeirra sé að öðru leyti bönn- uð, nema þar sem sýslufélag eða kaupstaður tekur að sér sölu, að undangenginni almennri atkvæða- greiðslu." Þjóðaratkvæðagreiðsla um bannlögin Þann 21. október 1933 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um bannlög- in. A móti áframhaldandi banni voru 15.886 en með banni voru 11.62 5. Utvarpsumræður fóru fram nokkrum dögum fyrir kosningarnar, þar sem fylgismenn bannlaganna og andstæðingar þeirra komu sjónar- miðum sínum á framfæri. Um þetta er fjallað í dagblaðinu Vísi 21. októ- ber 1933. Þar sagði stuðningsmaður banns- ins meðal annars: „Ef það er nú meint með því, að andbanningar hafi reynst sannspárri, að rök þeirra - eða bíómyndir, sem ég nefndi það - hafi haft töluverð áhrif, þá verður því víst ekki neitað. En bannmenn þurfa þó engan kinnroða að bcra. Þeir báru fram gott og rétt mál og þeirra rök reyndust líka sönn. Jón „sinnep“ virðist alsæll með brjóstbirtuna. Frá 1. janúar 1915 til 1922 minnk- aði ofdrykkja stórum og mundi betur hafa gert, ef lögin hefðu Iengur feng- ið að njóta sín og þroska þjóðina til að meta þau. En þá kom Spánarund- anþágan, sem allir þekkja, og þá breyttist öll aðstaðan og hefir gert andbanningum auðveldara að hælast um sannspár sínar. Þó ber flestum saman um, að ofdrykkja muni þegar aukast, ef bannlögin verða afnumin. En margir bæta við, að það verði að- eins um stund, en fyrir þvf eru litlar líkur, því síður trygging: Það er orð- inn mikill siður, að kalla þennan lagabálk „slitur", til þess að auðvirða lögin í augum manna, svo þeim þyki minna fyrir að afnema þau. Þau standa óhögguð, þegar væntanlega Spánarundanþágan hverfur. Þegar það var gert, lýsti þingið yfir, að með því hyrfi það alls ekki frá bannstefn- unni.“ Andstæðingur bannsins sagði meðal annars: „Sífellt klifa þeir á skaðsemi víns- ins - á sama hátt og með sömu orð- um, sem þeir hafa tönnlað þúsund sinnum áður. En skaðsemi vínnautn- ar kemur hinni fyrirhuguðu at- kvæðagreiðslu alls ekki við, þvf að hver sauðkind veit, að þetta Iand er fullt af áfengi og að hver einasti maður, sem vill drekka sig drukkinn, hefir hundrað leiðir til þess, bæði ieyfilegar og óleyfilegar. í staðinn fyr- ir að fjasa um skaðsemi áfengis, ættu bannmenn að reyna að sýna fram á að brennivín, whisky, rom og koníak væru svo miklu skaðlegri drykkir en Spánarvín og landinn - soradrykkur- inn, sem bannlögin hafa fætt af sér - að það sé þess vegna óhæfilegt að leyfa innflutning þeirra áfengisteg- unda. Þeir ættu ennfremur að reyna að færa rök að því, að gerlegt muni að hefta ólöglegan innflutning hinna sterku drykkja. En hvorugt þetta hafa þeir reynt að gera. Hin einasta tilraun, sem bannmenn hafa gert til þess að rökstyðja fastheldni sína við bannlagaslitrin, er þetta, að þeir hafa slegið fram þeirri firru, að því fleiri víntegundir sem fluttar verði inn í landið því meira muni verða drukk- ið.“ Málið rammpólitískt Ljóst er að málið var rammpóli- tískt. Bæði Alþýðublaðið og Morgun- blaðið Ijölluðu um það, meðal ann- ars sama daginn og atkvæðagreiðslan fór fram. I Alþýðublaðinu er áróður gegn því að bannið verði fellt. Þar segir í fyr- irsögn á forsíðu: „Segið nei í dag við nýju áfengisflóði". A forsíðu Morgunblaðsins er fyrir- sögnin: „Burt með bannið! Setjið X við Já.“ Þá er á einni síðu blaðsins mynd af atkvæðaseðli, þar sem merkt hefur verið x við Já. Þá segir: „Þannig Iítur atkvæðaseðillinn út þegar andbanningur hefir greitt at- kvæði sitt. Þeir sem vilja afnema þá þjóðarsmán, sem bannlögin eru, setja kross fyrir framan „Já.“ Davíð Sigurðsson frá Læknisnesi, Dabbi í Nesi, hampar Bakkusi, en vatn og brauð er innan seilingar. Fylgið með vínbanni víða að tapast Um þetta leyti var tekið að minn- ka rækilega fylgið við vínbann á Vest- urlöndum. 1 Bandaríkjunum höfðu mörg fylki snúist gegn banninu. Þá voru 33 þeirra búin að samþykkja af- nám þess og var skammt í að sú tala vrði 36, svo að nægði til að fella það úr stjórnarskrá. Kanadamenn höfðu þegar fellt bannið eftir skamma og slæma reynslu. Á Norðurlöndum var sama uppi á teningnum. Norðntenn og Finnar felldu bannið í þjóðarat- kvæði, Danir og Svíar innleiddu aldrei vínbann og sama má segja um margar þjóðir aðrar. Reynslan virðist alls staðar hafa orðið hin sama; vínbann hafði í för með sér lögleysu og vandræði. Eftir afnám banns voru í mörgum löndum uppi alls kyns takmarkanir á sölu áfengis og er reyndar hægt að segja að sumar hafi orkað tvímælis. Á margan veg virðist hafa dregið úr áróðrinum gegn áfengisneyslu um Ieið og bannið var samþykkt. Við- leitni góðtemplara til að fá menn til að halda sig frá víni, virðist hafa vik- ið fýrir varðgæslu um bannið og fé- lagsstarfi góðtemplarastúkanna. Það virðist ekki hafa reynst mönnum auðvelt að snúa til fyrri baráttu fyrir almennu bindindi. Þetta er líklega hollt að hafa í huga þegar menn bera þetta saman við ástand og horfur í fi'kniefnamálum. Konungur staðfestir nýja áfengislöggjöf Þann 9. janúar 1935, staðfesti konungur nýja áfengislöggjöf fyrir ís- land, sem tók gildi 1. febrúar sama ár. Þar með var heimilaður innflutn- ingur og sala á sterkum brenndum vínum og öðrum áfengum drykkjum og skyldi Áfengisverslun ríkisins annast innflutninginn. Þá voru sam- hliða eða í framhaldi af hinum nýju áfengislögum gefnar út ýmsar reglu- gerðir eða eldri reglugerðir endurnýj- aðar, svo sem varðandi sölu og veit- ingar áfengis, sölu áfengis til Iækn- inga og um áfengisvarnarnefndir. Þá má sjá á dagbók lögreglunnar í maí 1934, að umfangsmikil leit hafi verið gerð að ólöglegu áfengi á sex bæjum í sýslu austanlands og hafi fundist heimabrugg á öllum þessum bæjum og bruggtæki á tveimur bæj- um. Þá kemur fram í dagbók lögregl- unnar í desember 1934, að 17 ára piltur hafi veitt tveimur sjö ára böm- um áfengi og kom annað útúrdrukk- ið heim til sín. Þó svo að „bannlögin" svokölluðu hafi verið afnumin, hafði lögreglan áfram afskipti af brotum gegn hinum nýju áfengislögum. I dómasafni Hæstaréttar Islands, mál nr. 76/1936, er athyglisverður dórnur um ólöglega áfengissölu þrí að þar beitir lögreglan símhlerun, sam- kvæmt uppkveðnum úrskurði, í þágu rannsóknarinnar. Bjöm Blöndal og Jakob Bjömsson í leit að landabruggurum sumarið 1935. Far- þegi með þeim á norðurleið er Steinunn Guðnadóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.