Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 6
22 - ÞRIDJUDAGUR 9.DESEMBER 1997
fD^ur
LÍFIÐ í LANDINU
Vald látinnar
prinsessu
Breski blaðamaðurinn
Anthony Holden kom
hingað til lands í til-
efni afútgáfu á hók
sinniDíana - Ævi
hennarog aifleifð. í
viðtali viðDag ræðir
hann um vináttu sína
við prinsessuna,
árekstra við Karlprins
ogframtíð bresku kon-
ungsfjölskyldunnar.
Holden var í ágætum kunnings-
skap við Karl Bretaprins, en
þegar brestir komu í hjónaband
hans og Díönu tók Hoiden opin-
berlega málstað hennar þegar
fáir aðrir urðu til þess. „Mér
fannst hún vera fórnarlambið og
hann sá seki,“ segir Holden.
Skrif Holden komu honum í
ónáð hjá prinsinum en öfluðu
honum vináttu prinsessunnar.
Það þarf ekki að ræða lengi við
Holden til að komast að raun
um hversu mikið honum þykir
til Díönu koma. Minning henn-
ar virðist mjög lifandi í huga
hans því í viðtalinu ræddi hann
margsinnis um hana í nútíð.
Persónutöfrar og innsæi
Upphaf kynna þeirra var á þá
leið að fyrir fimm árum hringdí
sameiginlegur vinur Díönu og
Holden í þann síðarnefnda og
bað hann að mæta á San Lor-
enzo, eftirlætisveitingastað
Díönu. Þarna þakkaði hún mér
fyrir stuðning við sig á erfiðum
timum. Mér þótti fallegt af
henni að þakka mér. Eg hafði
lengi skrifað vinsamlegar greinar
um Karl en hann hafði aldrei
haft fyrir því að þakka fyrir sig.
Mér fannst Díana hlý mann-
eskja og hugsaði með mér að
það væri ekki einkennilegt að
konungsfjölskyldan ætti erfitt
með að átta sig á henni því þau
væru allt öðru vísi gerð, byggju
ekki yfir sömu mannlegu hlýju.
Hvemig persóna var hún?
„Henni var oft lýst sem vit-
grannri konu en þegar maður
hitti hana gerði maður sér grein
fyrir að hún var mjög greind.
Hún bjó yfir miklum persónu-
töfrum en átti til að vera stjórn-
söm og því voru karlmenn
stundum á verði gágnvart henni.
Hún gat verið erfið, en það á við
um okkur öll. Hún hafði mikið
innsæi og allt sem viðkom
mannlegum samskiptum lék í
höndunum á henni. Hún var
hnyttin og fjörug og ef hún væri
hérna núna við borðið hjá okkur
væri hún hrókur alls fagnaðar og
þú sætir í hláturskasti.
Hún las mikið, hafði gaman af
popptónlist en naut þess einnig
að hlusta á klassíska tónlist.
Hún var mildu fjölhæfari og
þroskaðri manneskja en margir
töldu hana vera. Þegar hún var
að tala um eitthvað sem henni
var sérlega kært, eins og börnin
sín eða baráttuna gegn jarð-
sprengjum, þá hallaði hún sér
fram og stór og falleg augu
hennar leiftruðu af ákafa.
Þannig er sterkasta mynd mín af
henni.“
Rúnstykkjiun hent í Camillu
Helduröu að hjónaband
Díönu og Karls hafi verið dauða-
dæm tfrá upphafi ?
„Það skipti Díönu miklu máli
að það lánaðist en Karli stóð á
sama. Viðhorf hans til hjóna-
bandsins voru mikil vonbrigði
fyrir okkur sem þekktum hann.
Það var eins og hjónabandið
vekti upp allt það versta í hon-
um og það kom í ljós að hann
var, þegar allt kom til alls, enn
einn forpokaði aðalsmaðurinn
sem ætlaðist til þess að eigin-
konan hefði skilning á framhjá-
haldi hans. Díana var fyrsta eig-
inkonan í sögu konungdæmisins
sem lét ekki bjóða sér það. Um
leið breyttist viðhorf femínista
til hennar. Fram að því höfðu
þær afgreitt hana sem illa gefna
tískudrós en nú varð hún tákn-
gervingur kvennabaráttunnar."
Af hverju gifiist Karl ekki
Camillu þegar hann hafði tæki-
færi til þess?
„Eg held að hann óski þess að
hann hefði gert það, en á þess-
um tíma átti hann í erfiðleikum
með að gera upp hug sinn -í
kvennamálum og var að kanna
völlinn. Ef hann hefði gifst
Camillu hefði sagan farið á ann-
an veg. Eg veit ekki hvort hann
hefði tekið sér hjákonu, en
Camilla hefði umborið það.
Hann hefði notið vinsælda og
konungsveldið væri í föstum
skorðum. Eg held að foreldrar
hans séu honum ævareiðir
vegna framkomu hans í hjóna-
handinu við Díönu, því meir en
nokkuð annað hefur hún stuðl-
að að óvinsældum konungsfjöl-
skyldunnar.
Camilla fór nýlega í verslunar-
miðstöðina í heimabæ sínum og
húsmæðurnar sem þar voru
hentu í hana rúnstykkjum. Hún
er hataðasta kona á Englandi.
Sambandið við Karl hefur ekki
fært henni mikla gæfu. Onnur
kærasta Karls, lafði Tryon, lést
nýlega og hafði aldrei jafnað sig
á því að Karl valdi Camillu sem
ástkonu sína t stað hennar
sjalfrar. Karl eyðilagði líf Díönu,
lafði Tryon er látin og líf
Camillu er í uppnámi vegna
sambandsins við hann og Karl
mun aldrei eiga sér viðreisnar
von í hugum fólks ef hann
kvænist henni. Hann hefur eyði-
lagt líf þriggja kvenna.“
Var Karl einhvem tímann ást-
fanginn af Dtönu?
„Það er enginn vafi á því að
hún elskaði hann en hún var
mjög ung þegar þau giftust. Eg
held að hann hafi aldrei elskað
hana. Skömmu fyrir dauða sinn
sagði hún vini sínum að það
hefðu verið stundir þegar Karl
elskaði hana, en það voru henn-
ar orð, ekki hans.“
Hvemig samdi Díönu við aðra
í konungsfjölsliyldunni?
„Samband hennar við drottn-
inguna var ekki eins slæmt og
margir halda. Drottningin virti
Díönu sem góða móður og kom
fram við hana af sanngirni,
enda var henni Ijóst að sonur
hennar hafði brugðist eiginkonu
sinni. Filippusi fannst Díana
hins vegar vera til vandræða og
skrifaði henni vandlætingarfull
bréf þar sem hann minnti hana
á skyldur hennar. Díönu samdi
lengi vel við Fergie, en þegar
Fergie var komin út í vafasamt
auglýsingabrask á sjálfri sér þá
fjarlægðist Díana hana. Eg var
meðal þeirra sem ráðlögðu
Díönu að halda sig frá Fergie.
Hún vildi það í rauninni ekki
því henni fannst gaman að vera
í návist hennar en hún gerði sér
einnig grein fyrir því að hún
yrði að fara varlega í samskipt-
um við hana.“
Prins án ástar og virðingar
Hafðirðu einhver kynni af
Dodi Fayed?
Díana. Þetta er ein af eftirlætismyndum Holden af prinsessunni. Myndin er tekin i
Angóla þegar Díana hélt ræðu um bann við notkun jarðsprengna. Holden segir mynd-
ina lýsa konu sem búin sé að öðlast langþráð sjálfsöryggi.
„Ég þekkti hann ekki en hef
talað við marga sem kynntust
honum. Hann virðist eldd hafa
verið sérlega greindur og þurfti
ekki að hafa mikið fyrir lífinu.
En hann reyndist Díönu vel og
sýndi henni mikla umhyggju,
ólíkt því sem Karl gerði. Það rík-
ir mikil samheldni í Fayed fjöl-
skyldunni og þegar Díana dvaldi
hjá þeim fannst henni hún vera
metin sem einstaklingur, en ekki
vegna stöðu sinnar. Samband
þeirra Dodie hefði getað leitt til
hjónabands og ég held að það
hefði lánast vel.“
Heldurðu að Karlfinni til sekt-
arkenndar vegna framkomu
sinnar við Dtönu?
„Hann er tilfinningaríkur
maður og hlýtur að gera sér
grein fyrir því núna að hann
kom mjög illa fram. Konungleg-
ar skyldur hans næstu árin
munu að mildu leyti byggjast á
því að vígja byggingar og stofn-
anir sem hera nafn Díönu. Þeir
sem þar verða viðstaddir munu
horfa á hann og hugsa með
sjálfum sér: „Þarna er maðurinn
sem lagði Iíf hennar í rúst.“
Hann mun aldrei losna undan
þeim dómi. Það sem hann glat-
aði með framkomu sinni við
Anthony Holden. Hann var vinur
prinsessunnar en Karli Bretaprins er ínöp
við hann og bannaði honum að ferðast
með sér i flugvél til Suður- Afríku.
Díönu er það tvennt sem þjóð-
höfðingi hefur mest þörf fyrir;
ást og virðing þegna sinna.“
Heldurðu að Karl eigi eftir að
verða konungur?
„Eg veit það ekki en það er út-
breidd trú á Englandi að Díönu
hafi verið ætlað að deyja ung og
að Karl muni aldrei verða kon-
ungur.“
Heldurðu að forlögin hafi ætl-
oð Díönu að deyju á unga aldri?
„Þegar litið er til haka þá
finnst manni að hún hafi verið
manneskja sem ómögulegt er að
sjá fyrir sér sem gamla konu.
Hennar verður ávallt minnst
sem ungu og fallegu
prinsessunnar sem prinsinn
hafnaði."
Máttug í dauðaniun
Nú eru synir Díönu og Karls
13 og 15 ára, hvernig heldurðu
að þeir muni spjara sig?
„Harry virðist spjara sig betur
en Vilhjálmur. Vilhjálmur er
feiminn og á verði gagnvart
fólkij Harry er glaðlyndari. Eg
hef áhyggjur af Vilhjálmi og er
hræddur um að dauði móður
hans eigi eftir að hafa varanleg
áhrif á tilfinningalíf hans. Það
sama á við um Harry en í nokk-
uð minna mæli.“
Komtngsfjölskyldan vildi losna
við Díönu. Nú er hún dáin en
losnar fjölskyldan nokkum tím-
ann við hana?
„Díana er jafnvel máttugri í
dauðanum en hún var lifandi.
Hún er tákn þcss konungsveldis
sem fólkið vill sjá og sjálf var
hún sú konunglega persóna sem
almenningur átti auðvcldast
með að láta sér þykja vænt um.
Konungsfjölskyldan mun líða
fyrír samanburðinn við hana.
Fólk mun ekki gleyma því
hvernig fjölskyldan kom fram
við hana. Látin á Díana eftir að
ásækja konungsfjölskylduna af
meiri krafti en hún gerði nokkru
sinni lifandi." -KB.