Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 11
 ÞRIÐJUDAGUR 9.DESEMBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Um þessar mundirhefur Heimahlynn- ing starfað í 10 ár. Hún var stofnuðfyrst ogfremstí þeim tilgangi að shina krabbameins- sjúklingum í heimahúsi. „Hjá Heimahlynningu starfa þrír læknar og sjö hjúkrunarfræðingar, “ segir Helgi Benediktsson, hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu. mynd: e.ól. HemaMyiuiirig krabbamemssj úMinga „Hjá Heimahlynningu starfa þrír læknar og sjö hjúkrunar- fræðingar," segir Helgi Bene- diktsson, hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu. Hann hef- ur unnið þar sl. fimm ár, en út- skrifaðist sem hjúkrunarfræð- ingur fyrir 20 árum og er menntaður gjörgæsluhjúkrunar- fræðingur. Það má segja að það hafi ver- ið óplægður akur að veita sér- hæfða líknandi meðferð krabba- meinssjúklinga í heimahúsum en eftir 10 ára starf hefur starf- semin sannað gildi sitt. „Eftir því sem sjúkrahúsin út- skrifa sjúklinga fyrr, því flóknari og sérhæfðari þjónustu þarfnast þeir,“ segir Helgi. Þjónusta Heimahlynningar er Þetta þýðirað aðstand- endureru miklu viljugri til að taka að sérað hafa sjúklinga heima fyrst og fremst fólgin í því að sjúklingar og aðstandendur þeirra hafa sólarhringsaðgang að fagfólki. „Þetta þýðir að aðstandendur eru miklu viljugri til að taka að sér.að hafa sjúklinga heima, því fjölskyldan veit að hún getur treyst á okkur hvenær sem er. Aðgengi að fagfólki skiptir fólk mjög miklu máli.“ Hjúkrunarfræðingar Heima- hlynningar hafa ekki viðveru heima hjá fólki, heldur koma eftir þörfum og vitjanir eru mis- tíðar, allt frá því að vera einu sinni í viku upp í það að vera tvisvar á dag. „Það er í sjálfu sér ekki mark- mið að fólk sé heima við fremur en á sjúkrahúsi, en sé sjúklingur spurður og aðstæður kynntar fyrir aðstandendum, þá óskar sjúklingur þess oft frekar að vera heima, einfaldlega vegna þess að fólki líður oft best heima hjá sér,“ segir Helgi." En svo geta aðstæður breyst, og þá er málið endurskoðað og breytt um meðferð samkvæmt því,“ segir Helgi að lokum. VS NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Ellert kemur í heimsókn Til ýmissa sérstakra bragða var brugðið í desemberkosningun- um 1979. Kosningastjóri Sjálf- stæðisflokksins var Pétur Svein- bjarnarson og beitti hann ýmis- konar nýstárlegri kosninga- tækni, svo sem þeirri að senda frambjóðendur flokksins í hús í Reykjavík valin af handahófi. Á kosningaskrifstofu flokksins í Reykjavík var eftirfarandi saga búin til, en hún er tekin trausta- taki úr bókinni Sögur úr Reykja- vík eftir Ásgeir Hannes Eiríks- son, pylsusala. Pétur Sveinbjarnarson sendi Ellert B. Schram til að húsavitja í Breiðholtinu. Hann fékk upp- „Ellert, hvernig vissirðu að ég væri flutt, sagði unga konan sem þingmaðurinn heimsótti í Breiðholtið. gefið að fara í tiltekna blokk þar og átti að fara í ákveðna íbúð á þriðju hæð. Og Ellert fór. Bank- aði. Fyrst kom enginn til dyra. Ellert bankaði aftur. Síðan kom löng bið og þingmaðurinn var í þann mund að tygja sig til brott- farar. Þá kom til dyra ung og fal- leg kona í baðslopp. Hún brosti fallega, þegar Ellert bar upp er- indi sitt með kveðju frá Sjálf- stæðisflokknum. „Ellert,“ sagði konan og brosti feimnislega. Leit niður fyrir sig og sagði: „Hvernig vissirðu að ég væri flutt hingað." - Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. SMÁTT OG STÓRT MMBMHHBHHHHhMBMbHMMMM—^MHMMfflHHM Klingir í fleiri krónum Kaupmenn eru í góðu skapi þessa dagana því að aldrei er veltan meiri en einmitt um jólin og sjálfsagt hefur hún aldrei ver- ið meiri en um þessi jól. Ein- hvern veginn virðist jólavertíðin hafa byrjað heldur fyrr í ár en fyrri ár. Góðærið hefur sitt að segja. Vöruúrvalið sitt. Það klingir örugglega í heldur fleiri krónum í kassa kaupmanna nú en áður. Kauþmenn eru í góðu skapi núna. Niður með bruðlið Hjálparstofnanir hafa lfka hugs- að sér að fá sinn skerf af pen- ingaveltunni um jólin og hafa sent út sparibauka og byrjað áróður í því skyni. Auðvitað styðjum við hjálparstofnanir. Enginn má fara í jólaköttinn, svelta eða Iíða illa á jólunum (frekar en aðra daga ársins). Niður með gegndarlaust bruðlið! Áfram Hjálparstofnun kirkjunnar, Samhjálp, Hjálpræð- isherinn! Krónurnar eiga að fara Enginn má fara ijólaköttinn. Krónurnar til ykkar líka. Við eigum að / baukinn!____ hjálpa þeim sem erfiðara eiga og hafa ekki tök á að hjálpa sér sjálfir. Hvað svo sem hver segir þá er fullt af svoleiðis fólki í þjóðfélaginu. Þegar vel árar verða stofutrén stærri. Krónumar ráða Og þá eru það jólatrén. Það verður víst að fara að huga að þeim máium fyrir jólin. Dagur segir að stofujólatréð fari stækk- andi og fólk kaupi helst rauð- greni en líka blágreni eða stafa- fura frá okkar eigin nakta Iandi. Vinsælustu trén ku vera um 1,50 metrar en voru hér áður fyrr bara um meter á hæð. Ástæðan? „Ef þrengir að, kaupa menn minni tré og öfugt í góð- æri. Svo einfalt held ég að það sé.“ Krónurnar ráða. Svo mörg voru þau orð í Degi fyrir helgi. Kæri Jón. Þú ert okkar besti við- skiptavinur Cþó að þú skuldir helling. Við getum lokað augunum fyrir því i bilij. Kæri Jón Fleiri en kaupmenn hafa hug á að næla sér í hlut af góðærinu. Bankarnir hafa ekki beint orð á sér sem góðgerðarstofnanir þó að þeir reyni að hressa upp á ímyndina með styrkjum og verð- launaveitingum. Nú eru spari- sjóðirnir að hrinda af stað gull- debetkorti og það stendur „að- eins þeim til boða sem hafa get- ið sér gott orð fyrir áreiðanleika í fjármálum. Gulldebetkortið er því hvort tveggja í senn viður- kenning og traustsyfirlýsing frá sparisjóðnum og sýnileg stað- festing á því að handhafi Gull- _________________ debetkorts sé einn af bestu við- skiptavinum.“ Þannig er komist að orði í bréfi til viðskiptavina undir ávarpinu Kæri Jón. Þú ert bestur! (Jafnvel þó að þú hafir alltaf skuldað heilan helling.) Einhvern ávinning hljóta sparisjóðirnir að hafa í þessu öllu sam- an. Varla eru þeir að bjóða upp á Gulldebetkort af gæskunni einni saman.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.