Dagur - 09.12.1997, Page 2

Dagur - 09.12.1997, Page 2
2 — ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 rD^r AKUREYRI NORÐURLAND Ljóöabók með krístna trú og siðgæði að gruimtóni Út er komin ljóðabók- in „Úr sálarspegli“ eftir Jón Hilmar Magnússon á Akur- eyri, og er það fyrsta ljóðabók höfundar. ] bókinni eru 52 ljóð, ort undir nánast jafnmörgum háttum en grunntónn bókarinnar er kristin trú og siðgæði. Orlög lands og þjóðar eru höfundi mjög hug- leikin en alvara bókarinnar víkur stundum fyrir notalegri glettni. Höfundur segir í eftirmála bók- arinnar að tilefni eins ljóðanna „Atómklárar og atómljóð" hafi verið útvarpsþáttur um ljóðhefð Islendinga. Undir lok þáttarins hafi einn þátttakenda tekið svo til orða að tími væri til kominn að steypa hinum svoköll- uðu þjóðskáldum af stalli og nefndi m.a. Matthías Jochumsson og Jónas Hallgrímsson. Þjóðin hefði til þessa nánast tilbeðið þá sem guði en á Islandi væru nú uppi skáld sem kynnu að yrkja eins vel og jafnvel betur. í lok þáttarins fór þátttak- andinn með ljóð eftir sjálfan sig sem var heil- — ar fjórar línur og eftir atómhætti. Jón Hilmar segir að þá hafi sér verið öllum lokið vegna þeirrar lítilsvirðingar sem höfuðskáldum þjóðarinnar hafi Kápumynd „Úr sálarspegli" er sólsetur viö Eyjafjörð, málað afhöfundi. verið sýnd. Hann hafi reynt að fá ljóðið birt, en ekki tekist. - GG Farveijar í Deighinni HAIJKUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR Fimmtudaginn 4. desember var efnt til tónleika í Deiglunni í Grófargili á Akureyri. Fram komu jazzistarnir Oskar Guð- jónsson, saxafónleikari, Hilmar Jensson, rafgítarleikari, og Matthías M. D. Hemstock, trommuleikari. Þeir félagar hafa nýverið gefið út eigulega geislaplötu, sem ber heitið Far. A henni eru ein- göngu verk eftir Óskar Guðjóns- son og voru þau meginefni tón- leikanna í Deiglunni. Óskar Guðjónsson hefur fal- legan tón, hvort heldur hann leikur á „beinan tenórsaxafón" eða á sópran saxafón. Tónninn er vel mótaður og blæbrigðaríkur hvort heldur í veikum eða sterk- um leik. Ekki skortir heldur tæknilega getu. Það skemmti- legasta við leik Óskars er þó það, að tæknileg færni verður honum aldrei sýningaratriði, heldur nýt- ir hann hana til áhrifa og tján- ingar. Þau verk Óskars, sem flutt voru á tónleikunum í Deiglunni spanna mikið svið. Nokkur fela í sér frumstæðan og eggjandi þrótt, svo sem verkið Þverhaus. Önnur eru rekin áfram í ákveðn- um og sem næst vélrænum takti, svo sem hið magnaða verk Lend- ing, þar sem Hilmar Jensson fór á kostum. Enn önnur eru kyrr- lát og sem næst dreymin, svo sem hið Ijúfa verk Föðurland í fjarska, sem byggir á fallegu stefi þrungnu þrá, og Kurrey, sem er fullt angurværðar. Geta Hilmars Jenssonar í því að laða hljóð og lit fram af strengjum hljóðfæris síns er mikil og var veigamikill þáttur í þeim hrifum, sem náðust í flutn- ingi þeirra félaga. Sérlega falleg- ur var yfirvegaður innleikur Hilmars í verkinu Baun, þar sem hann náði áleitnum, leitandi blæ. Matthías M. D. Hemstock átti ekki síður stóran hlut. Trommu- leikur hans var fjölbreyttur og gefandi. Hann var ætíð samgró- inn hluti flutnings annarra; aldrei yfirgnæfandi, heldur tempraður við hæfi og næmur. Tónlist Farverjanna þriggja, sem fram komu í Deiglunni er framúrstefnuleg á ýmsan veg. Hún ber þó öll merki jazzins. Hún sveiflast og gerir það víða fagurlega. Þar má nefna sem dæmi lokalag tónleikanna, Sól- skarð, sem kom fótum á klass- íska jazzhreyfingu og var gott veganesti út í svala kvöldsins. Góð tónlistar- gjöffráKór AkureyrarMrkju Geisladiskur Kórs Ak- ureyrarkirkju er gott innlegg í kirkjulega tónlist á íslandi en útgáfa á þess háttar tónlist utan jólatón- listar og sálma hefur verið af skomum skammti undanfarin misseri. Það dregur síst úr ágæti geisla- disksins sem inniheldur mjög fjölbreytt efn enda tónlistin eftir ýmsa höf- unda, bæði inn- lenda og er- lenda, og frá ýmsum tímum. Söngur kórsins er mjög áheyri- legur og faglegur þótt á stöku stað „hangi hann neðan í“. Einstaka sinnum skera bassaraddirnar hjá körlunum sig óþægilega mikið úr, eru ójafnar og vantar einhvern samhljóm. í „Vér páskahátíð höldum" bregð- ur þó svo við að þar heyrast karlaraddirnar lítið, þó ekki til vansa, kannski vegna þess að karlarnir eru mun færri. Þar hljómar einnig orgel nokkuð sterkt á kostnað radda. í „Bæn“ er söngur kórsins ein- staklega Ijúfur, sem er töluvert vandmeðfarið þegar sungið er svo veikt. Kvennaröddunum tekst einnig vel upp í „Ó undur lífsins". Sálmaforleikur og út- setning Jóns Hlöðvers Askels- sonar á Dýrð, vald, virðing er fýrst og fremst falleg og virðuleg, fær hlustendur vafalaust oft til að hlusta á þetta síðasta lag geisladisksins. Einsöngvarar með kórnum eru þrír; Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, sem fer með sinn hlut af hreinni snilld svo varla verður gert betur, Óskar Pétursson ten- ór sem er einn okkar besti tenór og Sig- rún Arngríms- dóttir mezzó- sópran, sem hefur mjög áheyri- lega rödd og frá henni á örugg- lega eftir að heyrast meira í framtíðinni. Kannski helst að túlkun hefði mátt vera meiri. Það er hins vegar galli við gerð geisladisksins og prentun að þar er hvergi getið í hvaða lögum einsöngvararnir syngja. — GG SKOÐANIR BRYNJOLFS Kvenfrelsis- barátta Ef ég skil fréttir af þessari har- áttu rétt þá eru einhversstaðar ófrjálsar konur en hvar? Ekki er átt við þær sem eru að gera upp sakir sínar við réttvísina það þyk- ist ég vita en hvar eru þær þá. Eg þekki enga ófrjálsa konu og því þætti mér mikils um vert ef ein- hver góður einstaklingur vildi upplýsa mig og hugsanlega aðra lesendur sem eins er ástatt með um þetta athyglisverða atriði. Ég tel mér skylt að vita ef verið er að níðast á einhverjum með frelsissviptingu. Slíkt varðar alla menn því það er brot á lögum um mannréttindi. Til er stjórn- málaflokkur og meira að segja þingflokkur sem virðist eiga til- veru sína undir því að berjast þessari kvenfrelsisbaráttu fyrir konur sem eru þegar frjálsar. Eitthvað ætlar málstaðurinn að reynast illa til að halda lífinu í þessurn samtökum því þau virð- ast vera að gufa upp. Hafa með- limir þeirra helst þann starfa núna að deila um hvað þær ætla að gera og hvað ekki. Mér sýnist þessar konur sem hafa ánetjast þessum samtökum þær einu sem eru í raun ófrjálsar í okkar ágæta landi. I LANDNAMI HELGA MAGRA GlerárMrkja orðin „lifandi hús 66 GEIRA. GUÐSTEINS- SON SKRIFAR A aðventunni verður fleirum hugsað til kirkjunnar sinnar en oft áður. Sl. sunnudag, þegar kveikt var á Betlehemskertinu, var í hátíðarmessu í Glerárkirkju þess minnst að 5 ár voru liðin frá vígslu kirkjunnar og 10 ár frá vígslu fyrsta áfanga hennar en fyrsta skóflustungan var tekið 1984. Fimm ár eru ekki mikill aldur kirkju og ungrar sóknar, en aðeins eru liðin tæp 20 ár síðan Glerársöfnuður var stofnaður. Jónas Karlesson, formaður sókn- arnefndar, segir að ung kirkja búi ekki í fyrstu við sama hag og eldri sóknir, hvorki verald- lega né andiega. Unga sóknin hafi ekki hefðir og eldra fólk sæki í fyrstu áfram í sína gömlu kirkju, en nú fyrst er að verða þar breyting á, fólk er farið að tala um Glerárkirkju sem kirkjuna sína en hlutfall ungs fólks í söfnuðinum er eðilega mjög hátt, enda hefur vöxtur Akureyrar verið fyrst og fremst norðan Glerár undan- farin ár. Glerárkirkja er því í dag orðin það sem vonir og væntingar stóðu til, þ.e. lifandi hús. Þar eiga mörg félagasam- tök athvarf, þar er rekið barna- heimili og yngstu bekkjadeildir Síðuskóla eru þar til húsa meðan skólinn býr við mikinn húsnæðisskort. Sóknarprest- urinn, sr. Gunnlaugur Garð- arsson, telur hlutverk kirkj- / Glerárkirkju sl. sunnudag. Sr. Bolli Gústavsson, vígslubiskup, Jónas Karlesson, formaður sóknarnefndar, og sóknarpresturinn, sr. Gunnlaugur Garðarsson. mynd: gg unnar síst minna en áður og ýmsar breytingar beinlínis kalli á að hún haldi vöku sinni. Sr. Bolli Gústavsson, vígslu- biskup, sagði í prédikun sinni í kirkjunni sl. sunnudag að það væri í tísku að véra „töff', kannast ekki við neinn veik- leika eða vanmátt, þannig settu blekkingar sinn svip á líf fólks í dag. Ymislegt böl í sam- félaginu færi einnig vaxandi, ekki síst eiturlyfjaógnin sem e.t.v. mætti rekja að sumu leyti til vægðarlausrar samkeppni þjóðfélagsins. Þannig færir upplýsingatæknin heimsvið- burðina í beinni útsendingu heim á stofugólf og gegnum tölvuheiminn færist fólk einnig nær hvort öðru, auk þess að njóta þar ýmislegs efnis, bæði til góðs og ills.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.