Dagur - 09.12.1997, Qupperneq 4
4 - PRIÐJVDAGUR 9. DESEMBER 1997
ro^iF'
AKUREYRI NORÐURLAND
Sparisjóður i glæsilegt húsnæði
Nýr sparisjóður,
Sparisjdður Norðlend-
inga, opnaði í nýjum
húsakyimum sl. laug-
ardag og komu margir
til að berja húsnæðið
augum.
Sparisjóður Norðlendinga varð
til við sameiningu Sparisjóðs Ak-
ureyrar og nágrennis og Spari-
sjóðs Glæsibæjarhrepps og er 6.
stærsti sparisjóður landsins. Við
sameiningu sjóðanna 1. júlí sl.
var eigið fé sjóðsins 270 milljón-
ir króna og CAD-hlutfall 35,74%
en þarf að vera 12% og staðan
því mjög sterk. Innlán námu 775
milljónum króna og útlán 696
milljónum króna. Sameinaður
sparisjóður verður hagkvæmari
rekstrareining og húsakynnin
mun persónulegri sem jafnframt
skapa starfsfólkinu betri starfs-
aðstöðu. Allir starfsmenn
„gömlu“ sparisjóðanna flytjast
yfir og gott betur, því stöðugild-
um fjölgar um tvö. Helga Stein-
dórsdóttir, sem áður var spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Akureyrar
Græddur er geymdur eyrir. Stór „sparibaukur“ vakti óskipta athygii yngstu gesta
sparisjóðsins sl. laugardag. Á innfelldu myndinni er Jón Björnsson sparisjóðsstjóri á
nýrri skrifstofu, umvafinn blómum. Mynd: GG
verður þjónustufulltrúi, en ann-
ar sparisjóðsstjóra Sparisjóðs
Glæibæjarhrepps, Sigrún Skarp-
héðinsdóttir, verður skrifstofu-
stjóri en hinn, Dísa Pétursdóttir,
aðalbókari. Sparisjóðsstjóri er
Jón Björnsson en formaður
stjórnarjón Sólnes. — GG
Besta árið í
Eyjafjarðará
Árið 1997 reyndist vera það
besta frá upphafi í Eyjaljarð-
ará, sem er ánægjuleg breyt-
ing frá rriörgum öðrum ám á
landinu.
Eyjafjarðará gaf 3.778 fiska
á árinu sem er gríðarleg aukn-
ing frá árinu 1996 en þá
veiddust 2.254 fiskar. Eftir
veiðisvæðum skiptist veiðin
þannig að á veiðisvæði 1.
veiddust 593 fiskar, 2. svæði
1.140 fiskar, 3. svæði 614
fiskar, 4. svæði 798 fiskar og
5. svæði 693 fiskar. Aður
veiddust flestir fiskar árið
1994, eða 3.489, þannig að
aukningin er 8,3%.
A árinu veiddust 3.625
bleikjur, 138 sjóbirtingar og
15 laxar. Bleikjan var væn á
sl. sumri, algengt að veiði-
menn fengju um 4 punda
bleikjur en sú stærsta var um
7 pund, hana fékk Einar
Guðnason á 5. svæði á flugu
þann 17. september. Vænsti
sjóbirtingurinn var 11 punda,
veiddur á 2. svæði af Páli
Stefánssyni á maðk 17. júlí og
Stefán Ragnarsson fékk 10
punda sjóbirting á maðk 22.
ágúst, einnig á 2. svæði, en
margir vænir sjóbirtingar
fengust. Stærsta laxinn fékk
Magni R. Magnússon 15.
september á 4. svæði á maðk,
en hann var 8 pund. — GG
Dýrð, vald, virðmg
hlýtur góðar viðtökur
Kór Akureynirkirkju
hefur gefid ut geisla-
diskinn „Dýrð, vald,
virðing“ ásamt Skál-
holtsútgáfuimi, sem
er úrval kirkjulegra
söngva fyrir hlandaða
kóra sem Skálholtsút-
gáfan gaf út árið
1996.
Kórinn syngur við reglulegt helgi-
hald í Akureyrarkirkju en annar og
ekki minni þáttur í starfi kórsins
er sjálfstætt tónleikahald sem hef-
ur borið hróður hans víða, einnig
erlendis eftir tónleikaferðir til
Danmerkur og Kanada. Mikil
áhersla er lögð á flutning á „a
capella11 tónlist, þ.e. kórsöng án
undirleiks en kórinn hefur einnig
flutt stærri verk tónbókmennt-
anna. Stjórnandi kórsins frá 1986
er Björn Steinar Sólbergsson, og
hann var ynntur eftir tilurð þessa
nýja geisladisks.
Björn Steinar segír að útgáfa
Skálholtsútgáfunnar á kórbókinni
Björn Steinar Sólbergsson.
„Dýrð, vald, virðing" sem inni-
heldur 50 kirkjulega söngva, perl-
ur kirkjutónlistarinnar, hafi leyst
nokkuð þann skort sem hafi verið
að á efni fyrir kóra til að syngja í
kirkjunum, annað en sálma fyrir
söfnuðina.
„Þegar bókin kom út vaknaði sú
hugmynd að gefa út úrval af þess-
ari bók á geisladiski og það leiddi
til þessa samstarfs Skálholtsútgáf-
unnar og kórsins sem nú hefur
séð dagsins ljós og báðir aðilar
njóta góðs af. Strax í upphafi var
ákveðið að ekki yrði jólaefni í bók-
inni en í náinni framtíð verður
gefin út sérstök bók tengd jólun-
um. Á geisladiskinum eru því lög
sem ganga alla 12 mánuði ársins,
m.a. eftir Norðlendinga, m.a. Jak-
ob Tryggvason, stjórnanda kórsins
í liðlega 40 ár og Jón Hlöðver Ás-
kelsson.
Mörg laganna eru „a capella"
en einnig leika með kórnum
hljóðfæraleikararnir Antonia
Hevesi frá Siglufirði á orgel og Ak-
ureyringarnir Sveinn og Hjálmar
Sigurbjörnssynir á trompet. Ein-
söng syngja Oskar Pétursson ten-
ór, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran
og Sigrún Arngrímsdóttir mezzó-
sópran, en hún er einnig kórfé-
lagi,“ segir Björn Steinar.
Er markaður fyrir kirkjulega
tónlist?
„Já, það hefur verið góð sala á
geisladiskinum og einnig hefur
okkur verið sagt að einmitt svona
tónlist hafi útvarpið vantað við
ýmiss tilefni. Við óttumst ekki að
geisladiskurinn verði „undir“ í
„flóðinu" fyrir jólin enda hefur
hann nokkuð verið keyptur sem
jólagjöf. Næsta sumar verður
hann til sölu fyrir ferðafólk sem
kemur í Akureyrarkirkju og von-
andi kann ferðafólk vel að meta
þaö.“ - GG
aksjónfZI
Sjónvarpsdagskrá 10. til
14. desember
Miövikudagur 10.
desember
kl. 18.00 Akureyri í dag
kl. 18.30 Heimskaup
kl. 21.00 Akureyri í dag (e)
kl. 21.30 Styrkur viljans (The
Waterdance)
Myndin íjallar um þremenn-
inga í hjólastól, sem örlögin
hafa tengt saman. Þeir takast
á við fyrri erfiðleika og óvissa
framtíð með gamansemi og
heiðarleika, sem breytir lífi
þeirra í eitt skipti fyrir öll. Að-
alhlutverk: Eric Stoltz, Wesley
Snipes og Helen Hunt. 1992
(e).
Fimmtudagur 11.
desember
kl. 12.10 Endursýning frá
gærdeginum
kl. 18.00 Akureyri í dag
kl. 18.30 Heimskaup
kl. 21.00 Akureyri í dag (e)
kl. 21.30 Ákærð fyrir morð
(Final Appeal)
Christine Biondi er ákærð fyr-
ir að hafa myrt eiginmann
sinn í afbrýðiskasti en sver að
um sjálfsvörn hafi verið að
ræða. Eina vitnið er hjákona
manns hennar, sem segir að
þetta hafi verið morð að yfir-
lögðu ráði. Aðalhlutverk: Bri-
an Dennehy, Jobeth Williams.
1993.
Föstudagur 12.
desember
kl. 12.10 Endursýning frá
gærdeginum
kl. 18.00 Akureyri í dag
kl. 18.30 Heimskaup
kl. 21.00 Akureyrí f dag (e)
kl. 21.30 Lokauppgjörið (The
Playboys)
í litlu írsku þorj)i eignast ung
kona, Tara, barn í lausaleik,
en neitar að gefa upp faðerni
þess. Hún verður ástfangin af
Ieikara í leikllokki sem slær
upp tjaldi sínu í þorpinu. En
lögreglustjórinn í þorpinu
reynir allt hvað hann getur til
að vinna ástir Töru. Það kem-
ur til lokauppgjörs. Aðalhlut-
verk: Albert Finney, Aldan
Quinn, Robin Wright. 1992
(e).
Laugardagur 13.
desember
kl. 12.10 Endursýning frá
gærdeginum
kl. 13.00 Syrpa í vikulok
kl. 13.40 Heimskaup
Sunuudagur 14.
desember
kl. 13.00 Syrpa f vikulok (e)
kl. 13.40 Heimskaup
Þriðjungi iuiuui rækjukvóti á Húnaflóa
Mjög góö skelveiöi
hefux verið undanfar-
iö á Húnaflóa fram af
Skagaströnd, og hefur
skelin farið til
viimslu á Skaga-
strönd og í Stykkis-
hólmi.
Skelin sem larið hefur til vinnslu
á Skagaströnd hefur verið hand-
pilluð hjá Norðurströnd og farið
fersk á markað í Evrópu. Dagrún
ST-12, 20 tonna bátur, hefur
verið á skelinni en byrjar á
næstu dögum á innfjarðarrækju
inni í Miðfirði og á Hrútafirði.
Rækjunni er sfðan landað á
Hvammstanga og síðan ekið til
Skagastrandar og þannig spöruð
allt að 5 tíma sigling. Rækjuverk-
smiðja Skagstrendings hefur þó
varla haft nægjanlegt hráefni til
vinnslu, því veiði úthafsrækju-
sldpa hefur almennt verið fram-
ur treg. Rækjuveiði á innanverð-
um Húnallóa hefur einnig verið
fremur treg og nokkuð blönduð,
en smærri en oft áður á þessum
árstíma. Rækjuverð hefur farið
hækkandi.
Veiði hefur verið mun betri
norður í Ofeigsfirði á Ströndum
og bátar sem þar hafa verið hafa
verið að fá mjög stóra rækju, eða
allt að 200 stk/kg. Lýður Hall-
bertsson, skipstjóri á Dagrúnu,
segist hafa fengið úthlutað 62
tonna rækjukvóta nú á móti 92
tonnum í fyrra, og ástæða þess
sé sú að minna sé um rækju á
Húnaflóa og eins hafi verið tölu-
vert um ýsu- og þorskseiði innan
um rækjuna. Hafrannsóknaskip-
ið Dröfn fer í annan rannsóknar-
leiðangur á innfirði norðanlands
í janúarmánuði til að kanna
ástand rækjunnar og gera rækju-
sjómenn á Húnaflóa sér vonir
um að í byrjun febrúarmánaðar
fái þeir einhverja viðbótarúthlut-
un.
Innfjarðarrækjuvertíðin á
Skagafirði hefur staðið í tvo
mánuði og hafa aflabrögð verið
mjög góð, svo góð að varla hefst
undan í vinnslunni hjá Dögun á
Sauðárkróki þar sem þrír bátar
landa, þ.e. Sandvík, Þórir og Jök-
ull en Berghildur á Hofsósi land-
ar til vinnslu hjá Meleyri á
Hvammstanga. — GG