Dagur - 10.12.1997, Side 1

Dagur - 10.12.1997, Side 1
VÍKUR BÍAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. desember 1997 19. árgangur - 45 Tolublað Simdlaugin í biðstöðu Kostnaður við fyrir- hugaða viðhyggingu Sundlaugar Húsavík- ur er áætlaður um 87 miUjóuir. Eins og fram hefur komið hafn- aði hygginganefnd Ilúsavíkur framlögðum teikningum af við- byggingunni og bæjarstjórn vís- aði málinu aftur til nefndarinn- ar með ósk um að nefndarmenn ræddu málið við hönnuð húss- ins og bygginganefnd sundlaug- ar. Þesir aðilar funduðu 3. des- ember s.l. og kynntu sín sjónar- mið og skiptust á skoðunum, án þess að niðurstaða fengist í mál- ið. -JS Óbreytt útsvar Bæjarráð hefur samþykkt að nýta ekki hámarksheimild til álagning- ar og innheimtu útsvars árið 1998, en heimildin hefur verið hækkuð á milli ára úr 11,99% í 12,04%. Alagningarprósentan verður því áfram 11,99% á Húsavík. —js D-listi óskaði viðræðna við A-lista Nokkur kosninga- skjálfti er kominn í meim á Húsavík. Sj álfstæðismenn sýndu áhuga á sam- starfi við Aljiýöu- flokk. Stjórn og uppstillingarnefnd Sjálfstæðisfélags Húsavíkur mun funda í kvöld og fara yfir niður- stöður skoðanakönnunar meðal félagsmanna um æskilegustu frambjóðendur á lista. Þátttaka í könnuninni var mjög góð og svörun yfir 80%. Fátt hefur lekið út um niðurstöður könnunarinn- ar og forsvarsmenn D-lista þög- ulir sem gröfin í þeim efnum. Sigurjón Benediktsson, oddviti D-lista í bæjarstjórn, segir að málið sé í höndum uppstillingar- nefndar og menn myndu gefa sér góðan tíma til að fara yfir málin. Hann sagði og að bæði Sjálfstæð- ismenn og væntanlega Fram- sóknarmenn einnig myndu fylgj- ast grannt með sameiningarvið- ræðum A- og G-lista og ljóst að niðurstaða í því máli hlyti að hafa áhrif á hvernig staðið yrði að framboðum D- og B-lista. „Það er ekkert leyndarmál að ég hafði samband við formann Alþýðuflokksfélagins, Friðfinn Hermannsson, og spurði hvort honum hugnaðist að eiga eitt- hvert samstarf við okkur í fram- boðsmálum. Nokkrum klukku- tímum sfðar fékk hann svo bréf frá G-listanum þar sem óskað var eftir viðræðum við A-lista, og er auðvitað einskær tilviljun, að þetta gerist á sama tíma.“ Nokkur spenna og kosninga- skjálfti virðist þegar hafa runnið á menn. Þannig skrifaði Sigurjón Benediktsson pistil í auglýs- ingapésann Pésa í fyrri viku, þar sem fréttaritari útvarpsins á Húsavík, sem jafnframt á sæti í viðræðunefnd G-lista, fékk dulít- ið á baukinn fyrir að vera „blaða- fulltrúi viðræðunefndar," og koma sérhverri hreyfingu í við- ræðunum til skila í svæðisútvarp- ið. -js Sagði af sér formennsku Friðrik Sigurðsson hefur sagt af sér for- mennsku í SjáKstæð- isfélagi Húsavíkur og tekur varaformaður, Guðjón Ingvarsson, við. Fjöllunum hærra hefur gengið að Friðrik hyggist hætta í bæjar- stjórn einnig og sé ástæðan lé- legt útkoma hans í skoðana- könnun Sjálfstæðisfélagins. Friðrik segir að hann muni sitja áfram í bæjarstjórn til kosninga en ekld gefa kost á sér áfram. Ástæðan fyrir því að hann segir af sér formennsku í Sjálfstæðis- félaginu sé íyrst og fremst sú að hann sér ekki fram á að geta sinnt formannsstarfinu og hald- ið utan um kosningnahráttuna eins vel og nauðsynlegt er. Hann og kona hans eigi von á sínu fyrsta barni á vordögum og hann gæti því ekki gefið sig heill og óskiptur að kosningabaráttunni, enda nóg af góðu fólki í flokkn- um til að sinna því. Friðrik sagði nýverið upp störfum sem framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Húsavíkur og segir ástæðuna fyrst og fremst þá að fyrirtækið hefur minnkað og minna um að vera þar eftir að nýir aðilar tóku við flutninga- þætti starfseminnar. Hann sagðist vera að skoða ýmsa hluti í sambandi við at- vinnu og „ég mun skjóta upp kollinum annarsstaðar, fyrr en seinna," sagði Friðrik Sigurðs- son. — JS Bæjarbúar hafa verið duglegir vió aö skreyta bæinn aö undanförnu. En alltaf er nú gamla góöa kirkjan fallegasta jólaskrautið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.