Dagur - 10.12.1997, Page 4
4 — MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1997
VÍKURBLAÐIÐ
ro^tr
Ár
hvalsins
á Húsa
vík
Ársins 1997 á
Ilúsavík verður
væntanlega minnst
sem árs hvalsins.
IsJnveijar eru svo skynsamir
að kenna hvert ár sem líður
við tilteknar dýrategundir,
t.d. ár svínsins, ár rotlunnar
og ár pöndunnar. Með
sömu formerkjum yrðu
væntanlega flest ár í sögu
Islendinga ár sauðkindar-
innar eða ár þorksins. Það
er hinsvegar þegar ljóst á
Húsavík að árið 1997 er
óumdeilanlega ár hvalsins.
Samtals fóru um 20.540
manns í hvalaskoðunarferð-
ir á íslandi s.l. sumar og þar
af fóru 14.050 frá Húsavík
með Norðursiglingu og Sjó-
ferðum Arnars. Hvalaskoð-
unarferðir frá Húsavfk voru
mjög í fréttum hér heima og
erlendis á árinu og m.a.
kom hingað lið frá CNN til
að fjalla um þetta efni og
útsendarar fleiri frægra er-
lendra fjölmiðla mættu á
staðinn.
Hvalamiðstöð var stofnuð
í bænum á árinu sem vakti
athygli og síðasta verkefni
hennar var aðalumfjöllunar-
efni Ijölmiðla hérlendis í
marga daga þegar búrhval-
urinn Kjálkarýr var dreginn
hingað og skorinn.
Næsta sumar er stefnt að
því að halda „Hvalaskoðun-
arhátíð" á Húsavík um sum-
arsólstöður. Þar er m.a.
áætlað að bjóða ferðamönn-
um að sitja fyrirlestra er-
lendra og innlendra sér-
fræðinga um hvali og hvala-
skoðun ásamt því að standa
fyrir sérstökum miðnætur-
hvalaskoðunarferðum norð-
ur fyrir heimskautsbaug.
-js
Endur-
nýjun
hjá Fram-
sókn
Nú er orðið ljóst að algjör
endurnýjun verður í liði
bæjarfulltrúa Framsóknar-
flokksins á Húsavík eftir
kosningar í vor. Framsókn-
arflokkurinn er með þrjá
fulltrúa í bæjarstjórn. Einn
þeirra, Arnfríður Aðalsteins-
dóttir, gekk úr bæjarstjórn }
fyrir nokkrum mánuðum
þegar hún fluttist búferlum |
til Reykjavíkur. Og nú hafa
hinir tveir, Stefán Haralds-
son og Sveinbjörn Lund,
lýst því yfir að þeir gefi ekki
kost á sér til endurkjörs í
vor. Ymis nöfn hugsanlegra
arftaka hafa verið nefnd, en
ekkert mun frágengið í þeim efnum á þessum tíma- punkti. — JS
h
Oft hafa fleiri bátar veriö í höfninni á Húsavik á þessum árstíma og þar veröur væntartlega ekki veruleg þröng á þingi á næstunni.
Léttistum 17 kíló á
þremur mánuðum
Guimar Valdimarsson
er 61 árs og hefur lést
mii 17 kíló á tæpum 3
mánuðum, án þess að
notast við töfralansn-
ir.
Nú fer í hönd sá tími sem menn
belgja sig út af mat og mæru og
glöggi og aukakílóin hrannast
upp í kjölfarið. Því má reikna
með gósentíð hjá Spinning-stof-
um og Herbalife-höndlurum og
öðrum ágætum aðilum sem
vinna að því að draga úr þver-
vexti landsmanna. Ef menn
hinsvegar vilja starfa að þessu
þarfa málefni einir og óstuddir
og án mikils tilkostnaðar, þá er
tilvalið að feta í fótspor Gunnars
Valdimarssonar, 61 árs Húsvík-
ings, sem hefur losað sig við 17
kíló á tæpum 3 mánuðum al-
gjörlega upp á eigin spýtur.
A þessum tíma hefur hann
farið úr 106 kílóum niður í 89
og stefnir í 85 kíló. „Þá er þetta
Gunnar Valdimarsson.
orðið gott,“ segir Gunnar. En
hvaða töfraaðferð hefur hann
notað til að ná þessum árangri?
„Þetta er ósköp einfalt, ég
breytti mataræðinu og fór að
hreyfa mig. Eg borða mun
minna en áður og forðast sæt-
indi sem ég hef alltaf verið sólg-
inn í, kökur og þess háttar. Og
ég held t.d. að ég sé búinn að
borða meira hrásalat á þessum 3
mánuðum en samanlagt í 61 ár
áður. Hinsvegar er ég eins og
alkarnir, ég er með sælgætisskál
á borðinu hjá mér handa gest-
um, en snerti hana ekki sjálfur.
Síðan tek ég lýsi og vítamín. Og
svo geng ég ósköpin öll á hverj-
um degi.“
Gunnar segir að sér líði mjög
vel, úthaldið og þolið hafi batn-
að verulega og hann er farinn að
geta notað föt sem hann hefur
ekki reynt að klæðast í mörg ár.
Og svo lítur hann betur út.
„Þetta var allt framan á mér og
þess sjást auðvitað merki þegar
maður missir sem nemur meira
en meðal lambsskrokki framan
af sér,“ segir Gunnar Valdimars-
son, sem býr sig nú undir hátíð-
arátið eins og aðrir landsmenn.
Hann hefur ekki verulegar
áhyggjur af því að þyngjast yfir
jólin, en gerir ekki ráð fyrir að
léttast heldur. „Enda sagði einn
kunninginn við mig að ef ég létt-
ist áfram yfir jólin, þá væri ég
einfaldlega bilaður." — JS
Hlöðufelli fyrsta kvöidiö sem opiö var eftir vel heppnaðar breytingar á veitingahúsinu.
Afsökuiiarframboð?
Sjálfstæðisflokkurinn á Húsavík
stóð fyrir skoðanakönnum meðal
félagsmanna á dögunum um
kandídata á framboðslista til
bæjarstjórnar í vor. Fengu
flokksbundir félagsmenn bréf
þar að lútandi og þeir beðnir að
tjá sig um málið. Einn af þeim
sem fékk slíkt bréf var Guð-
mundur G. Halldórsson. Guð-
mundur er rnikill andstæðingur
framsóknarmanna og hefur ekki
fyrirgefið sjálfstæðismönnum að
hlaupa saman í meirihluta með
Framsókn á miðju þessu kjör-
tímabili. Guðmundur end-
ursendi því bréfið með eftirfar-
andi vísu:
Þið hlupuð til og eflduð
óláns-hramm,
eftirhöstin verri en ykkur
grunar.
Ntí væri hest að bjóða ekki
fram,
en biðja Húsvíkinga ajsök
unar.
Lítil jólagleði „Lúserpúl-
manna“
Húsvíkingar voru upp til hópa
afskaplega glaðlegir og komnir í
gríðarlegt jólaskap, þegar þeir
fjölmenntu við hátíðlega athöfn
er Ijós voru tendruð á bæjarjóla-
trénu sl. laugardag.
Hin almennu gleðibros á and-
litum viðstaddra gerðu það að
verkum að nokkur hópur ólund-
arlegra manna skar sig því meir
úr fjöldanum, þar sem þeir
stóðu þegjandalegir og þurrir á
manninn, líkt og enn væru
margir mánuðir til jóla og skila-
frestur skattframtala að renna
út. En ástæður ólundarinnar var
reyndar önnur. Þessir kallar voru
sem sé svokallaðir Liverpool-að-
dáendur og höfðu fyrr um dag-
inn horft á lið sitt tapa með stæl
eða hitt þó heldur fyrir
Manchester United. Og því var
þeirra „jólagleði" örlítið demp-
aðri en annarra þennan dag.
Enda menn farnir að uppnefna
þeirra ástkæra félaga „Lúser-
púl.“
Skeggstífðir jólasveinar?
Fordómar vaða víða uppi og
nauðsynlegt sporna við þeim
hvar sem þeirra verður vart. 1
kynningu á dagskrá Stöðvar 2 í
öllum Ijölmiðlum á dögunum
komu fram gríðarlegir fordómar
í garð skeggjaðra manna í kynn-
ingu á kvikmyndinni Vindurinn
og ljónið. Þar sagði um söguþráð
myndarinnar m.a.: Myndin ger-
ist í Marokkó þar sem fúlskeggj-
aður arabahöfðingi rænir banda-
rískri konu og börnum hennar.
Og Naggar spyrja: Af hverju
þurfti að taka fram að maðurinn
væri fúlskeggjaður? Vegna þess
að slíkir eru verri og hættulegri
en nauðrakaðir? Hvaða fordóm-
ar eru hér á ferð á þessari skegg-
lausu skálmöld? Á að reka jóla-
sveinana til rakarans svo þeir
skeggjaðir skelfi eldd börnin?
Naggar fordæma harðlega for-
dóma Stöðvar 2 í garð skeggj-
aðra - og krefjast þess að Sig-
mundir Ernir raki sig kvöld og
morgna.