Dagur - 11.12.1997, Page 3

Dagur - 11.12.1997, Page 3
 LÍFIÐ í LANDINU ví»t « i >1 íii v :> a ii i t v w r» fc o 1 m tr «_ 9. V FIMMTUDAGUR ll.DESEMBER 1997 - 19 Lára Jónsdóttir, húsmóðir á Þorfinnsstöðum i Þverárhreppi og kennari við Vesturhópsskóia. - Blessuð Lára, hvað er títt í Vesturhópi. Er kominn jólasnjór? „Nei, ekki nema föl og haustið er búið að vera gott. Mér er alveg sama þó enginn jólasnjór sé kominn. Það er kannski annað með ykkur Akur- eyringana. En annars hefur allur fénaður verið á beit í haust - og fyrst nú er verið er að taka féð inn til rúnings.“ - Síðast þegar ég hitti þig varst þú að afgreiða í sjoppunni í Vtðigerði, það var í lok sumarsins 1996. Ertu ennþá að vinna þar? „Nei, sumarið það var hið síðasta af mörgum í sjoppunni. Nú starfa ég einvörðungu sem leið- Piparkökur ogjóla- bland beinandi við Vesturhópsskóla, þar sem eru 1 1 nemendur. Síðan er ég að vinna við leikskólann sem verið var að setja hér á fót. Þar eru sex krakk- ar héðan úr Þverárhreppi og Víðidal, á aldrinum þriggja til fimm ára, sem þangað koma alla mið- vikudaga." - Eruð þið byrjuð eitthvað t jólaundirhúningi? „Já, einn daginn bökuðum við piparkökur og föndruðum. Svo komu foreldrar í heimsókn og krakkarnir seldu þeim föndur og jólabland, þú veist, svona appelsín og malt. Agóðinn fer í ferða- sjóðinn okkar. Við gerum alltaf eitthvað skemmti- legt að vori; reynum að fara annað árið í leikhús og hitt í skemmtiferð.“ - Eleyrðu, hvaða hávaði er þetta. Mikið er af bömunum, ertu tneð skólann heima í stofu? „Já, þú heyrir þetta. Nei, ég er bara hérna með barnaafmæli og hér er kominn góður hópur af skemmtilegum krökkum. Það er skemmtilegt hér á Þorfinnsstöðum í dag.“ ingunn St. Svarsdóttir, oddviti á Kópaskeri. Forstjórar syngja ttMM d áttatíu símsk Siguróur Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlííið í landin Scndíð okkur fréttir af landsbyggðinní. Sláið á þráðinn til Sigurðar Boga Sr. Guðjón Skarphéðinsson, prestur á Staðarstað á Snæfeiisnesi. - Sæll Guðjón, mig langaði að heyra hvort þú værir byrjaður að slirifa prédikanir fyrir jólamessumar? „Nei, ég passa mig á því að byrja ekki of snemma á þeim, þó þær séu lengi að gerjast með mér. Eg skrifa aldrei ræður fyrr en að morgni messudags og það gefst mér vel að setjast niður klukkan sex að morgni. Þá get ég verið búinn með ræð- urnar einhverri stund áður en messan hefst. Eg er þetta sex til átta tfma að skrifa ræðunar niður, en það geri ég með sjálfblekungi og á línustrikað blað.“ - Já, svo þú skrifar þetta ekki á tölvu? „Nei, það er svo ópersónulegt. Þá gætu ræðurnar allt eins verið bréf frá Gjald- Hand- skrifaðar prédik- anir heimtunni. En annars finnst mér vanta að geta fengið þennan sérstaka tilskorna ræðupappír, eins og faðir minn,. séra Skarphéðinn Pétursson í Bjarnarnesi, skrifaðir sínar prédikanir á í gamla daga.“ - En segðu mér þá hitt, hvemig kanntu við þig þarna undir Jökli, þar sem Jý'rír- rennari þinn, sr. Ámi Þórarinsson, kvaðst hafa verið hjá vondu fólki? „Já, það er nú vel kunnugt að hann sagði þetta í bókinni. En sagði hann ekki Iíka hitt, að Snæfellingar væru ágætt fólk. Kurteisir, alþýðlegir og börnin ágætlega upp alin. I raun hafði hann ekki önnur viðmið en fólkið sem hann ólst upp með í Arnessýslu og hafði síðan mest lítið af að segja í Iífinu. En annars get ég sagt þér að ég kann ágætlega við mig, hvar sem er á landinu, sé það í sveit. Sveitinni er ég vanur, enda uppalinn í Húnavatnssýslu.“ - Sæl Ingunn, ég ætlaði að athuga hvort þið á Kópaskeri væruð kominn í jóla- skap? „Já, svo sannarlega. Hér er jólahugur í fólkinu. Við erum búin að setja hér upp jólatré, eitt í Lundarskóla í Öxarfirði og annað hér á Kópaskeri. Síðan er hér hangi- kjötslykt angandi um allt þorp, þva nú er verið að reykja kjötið hjá Fjallalambi. Um helg- ina verður síðan aðventuhátíð hér í Snartastaðakirkju, þar sem ------------------- barna- og kirkjukór mun syngja og börn leika á flautu. Flutt verður jólahugvekja og síðan munu þeir Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, og Kristján Þór- liallur Halldórsson, sem er framkvæmdastjóri Geflu, báðir syngja þarna einsöng." - Já, það finnst mér athyglisvert. Þetta er sambærilegt því að maður færi á aðventu- kvöld í Reykjavík þar sem tveir helstu forstjórar landsins myndu syngja, segjum Hörður Sigurgestsson í Eimskip og Friðrik í SH... „Já, það væri nú gaman að heyra þá syngja saman. Nei, en annars er þetta nú þannig að hér tekur fólk þátt í öllu félagsstarfi sem er í gangi og þá breytir ekki öllu hvaða stöðu það gegnir." - Laufabrauðsbakstur. Er hann ekki áfullu á Kópaskeri núna...? „Hann cr að fara af stað. Við væntum þess að fá unglingana okkar von bráðar heim úr skólunum í Reykjavík og á Akureyri. Ætli það verði ekki í kringum aðra helgi. Það er einmitt niiðað við það á mörgum heimilum að fara þá í að skera út laufabrauðið." Gunnar Skjóldal, fisksali á Akureyri. - Komdu sæll Gunnar, mig langaði til að heyra í þér varðandi skötuna. Nti er skötu- veislan mikla á Þorláksmessu, er fólk eitt- hvað byrjað að kaupa núna? „Nei, ekkert að ráði. Þetta fer ekkert af stað fyrr en síðustu dagana fyrir Þorláks- messu og á þeim degi líka. En þetta er stöðugt að færast í vöxt, ég er búinn að vera bér í fiskbúðinni í tíu ár og fyrsta árið sem ég var hér seldum við 200 kg af skötu. En þetta hefur margfaldast síðan þá. Eg veit hins vegar ekki hvort ég á nokkuð að segja þér hvað ég er að selja mikið; það er samkeppnin, sjáðu til.“ Skötu- veislan inikla - Hvaðan færð þú skötuna og verkar þú hana sjálfur? „Við fáum tindabikkjuna senda vestan úr Hnífsdal, en stórskötu fáum við frá sjó- mönnum hér við Eyjafjörð. Nei, það geng- ur ekki upp að við verkum hana - það er lyktin, sjáðu til. Hún er þvílík að þá yrð- um við að vera með hana í sérstöku húsi.“ - Hvemig finmt þér sjálfum lyktin vera og borðar þú skötu eim og hinir? „Hún er ágæt. Já, og ég borða skötu á Þorláksmessu til að vera eins og hinir.“ - Segðu mér - eykur fólli við sig í fiskneyslu síðustu daga fyrir jól, áður en kjötveislan mikla hefst? „Nei, ég verð ekki var við það. Kannski er það helst að við seljum meira af laxi. Fólk kaupir liann mikið til að grafa hann og eins eru veitingahúsin mikið að kaupa lax til að reiða fram með ýmsum hætti á jólahlaðborðum sínum." -SBS.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.