Dagur - 11.12.1997, Qupperneq 10
. - u« i 'Viíiu'.ta.u kr.;>/,mríwy.F.
26 - FIMMTUDAGUR ll.DESEMBER 1997
LÍFIÐ í LANDINU
Heldur óhefðbundnari blæjufólksvagn sem Dave Blesing yngri teiknaði.
Ætli þetta verði ekki að kallast Bjalla langbakur eða Bjalla Wagon upp á þýskan máta. Chris Achilles á
þessa teikningu.
Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@isIandia.is
----- BÍLAR -----
Viltu hanna
nýj a Bj öllu?
Nýju Volkswagen Bjöllunnar, sem er væntanleg á markað á næsta ári, er beðið með nokkurri
eftirvæntingu. Framleiðandi Volkswagen hefur boðið netverjum (notendum Intemetsins] að leggja fram
sínar hugmyndir um hönnun biisins og kom þessi mynd af verklegri Bjöllu frá tvítugri stúlku í Flórída.
Næsta hefðbundinn blæjufólksvagn sem Clem Schulze teiknaði.
Nýja Bjallan hefur vakið mikla athygli
þó hún sé ekki væntanleg á markað fyrr
en á næsta ári. Fyrir þá sem ekki vita er
hér um að ræða nýjan
bíl frá Volkswagen sem
á að verða arftaki
gömlu Volkswagen
Bjöllunnar, tímamóta-
bílsins sem seldist og
seldist og seldist og
selst meira að segja
enn í ákveðnum heims-
hlutum.
Töluverð eftirvænt-
ing er ríkjandi gagnvart
nýju Bjöllunni, enda ekki á hverjum
degi sem slíkur bíll kemur á markað.
Framleiðendur Bjöllunnar vilja eðlilega
gera sem mest úr þessari eftirvæntingu
og gera sitt til að ýta undir hana. Þeir
hafa m.a. boðið fólki að taka þátt í
hönnun bílsins á Internetinu. Þar geta
netverjar sótt mynd á heimasíðu Bjöll-
unnar og breytt myndinni síðan að vild
og sent hugmyndina til baka.
Undirtektirnar hafa verið feiknarleg-
ar og fjöldi netverja sent inn sínar hug-
myndir og nokkrar þeirra eru sýndar
hér á síðunni. Hugmyndirnar er síðan
hægt að skoða á Netinu. Slóðin að
heimasíðunni fylgir hér með hafi net-
verjar áhuga á að skoða hana eða taka
þátt í hönnun Bjöllunnar. Það skal þó
tekið fram að með því að senda inn
mynd eru menn um leið að samþykkja
að Volkswagen noti hana í auglýsingum.
Slóðin er: http://www.beetle.de/
Olgeir Helgi
Ragnarsson
skrifar
Mjólk kameldýrsins ystir ekki.
Það hafa engin ný dýr verið gerð að
húsdýrum sl. 4000 ár.
Gríska útgáfan af Gamla testamentinu
er kölluð Septuagint.
Clinton, Dole og Perot, þeir sem
kepptu um forsetastól Bandaríkjanna
árið 1996, eru allir örvhentir.
Engin saga hefur verið mynduð jafnoft
og Drakúla. Næst á eftir er Dr. Jekyll
og mr. Hide en Oliver Twist er í þriðja
sæti.
Svartir lemúrar eru einu af æðri spen-
dýrum sem geta haft hlá augu, fyrir
utan menn.
• Stóra Bretland var fyrst til að nota frí-
merki og því er landsins ekki getið á
þeim. I stað þess er skuggamynd af
ríkjandi þjóðhöfðingja hverju sinni á
merkinu.
• Frá árinu 1896, er nútíma Olympíu-
leikar hófust, eru Grikkir og Astralir
einir um að hafa tekið þátt í þeim öll-
um.
• Fullt naln dúkkunnar Barbie er Barbra
Millicent Roberts.
HVAÐ Á É G A Ð GERA
Afmælisgjafir
Sæl Vigdís.
Eg veit ekki hvort það sem ég er að
velta fyrir mér er vandamál hjá fleirum en
mér, en ætla að spyrja samt. Ég á 6 ára
gamla dóttur, sem á fullt af vinkonum.
Henni er boðið í afmæli reglulega og þá
kemur alltaf upp spurningin um það
hversu mikið afmælisgjöfin ætti að kosta.
Þetta eru tilfinnanlegar upphæðir þegar
um það er að ræða að stelpan fari í 2 af-
mæli í mánuði, stundum fleiri.
Jú, svo sannarlega vefst þetta fyrir
fleirum. Best er auðvitað þegar hægt er
að komast að samkomulagi og foreldrar
allra í bekknum t.d. ákveða upphæð.
Mér finnst að 500 kr. ættu að vera há-
mark í svona afmælum, en auðvitað fer
það eftir efnum og ástæðum hópsins
sem um er að ræða. Þú getur annað
hvort sett mörk sjálf eða rætt við aðra
foreldra og ég er viss um að flestir taka
því fagnandi að setja mörk.
Vigdís svarar í símann!
Ertu með ráð, þiirliu að spyrja,
viltu gefa eða skipta?
Vigdís svarar í símann kl. 9-12.
Síminn er 563 1626 (beint)
eða 800 7080
Póstfang: Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgata 31 Ak.
Netfang: ritstjori@dagur.is
Varasamar siiuökcöjur
Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu
hafa borist ábendingar, bæði innlendar og
erlendis frá, um hættur af völdum notk-
unar á svokölluðum snuðkeðjum, en þær
hafa átt miklum vinsældum að fagna hjá
foreldrum ungra barna á undanförnum
árum.
Kannað var framboð á snuðkeðjum á
markaði hér á landi, og kennir þar margra
grasa. Samkvæmt upplýsingum frá Birnu
Hreiðarsdóttur leiddi þessi könnun f ljós
að sammerkt með öllum snuðkeðjum er,
að hönnun og samsetning er á þann veg
að gæta ber ítrustu varúðar við notkun
þeirra.
1. Keðjan má ekki vera lengri en 22
sentimetrar, lengri keðjur geta vafist
um hálsinn á börnum og valdið þeim
köfnun.
2. Forðist snuðkeðjur með öryggisnælum,
þær opnast auðveldlega og geta stung-
ist í börnin.
3. Varist snuðkeðjur með tréperlum, börn
geta bitið þær í sundur og hætta er á
að þær geti hrokkið ofan í þau.
4. Forðist að láta börn nota snuðkeðjur,
ef þau eru ekki undir eftirliti fullorð-
inna.
Erfitt að losna við lykt úr bókum
OLesandi sem var í vandræð-
um með ólykt af gömlum
bókum hringdi og Sað um
ráð. Við höfðum samband við
fornbókaverslunina Bókina og fengum
þar eftirfaranadi ráð:
Það er erftitt að losna við lykt úr bók-
um, en best er að setja bækurnar út á
svalir þegar víst er að þurrt verði og
opna þær vel til að lofti um sem flestar
síður. Svo er gott að bleyta tusku, ekki
rennbleyta samt og þvo spjöldin á bók-
inni og láta þau þorna vel áður en hún
er sett í hillu. Síðast en ekki síst, er gott
að úða smávegis af rakspíra eða ilm-
vatni í bókina, það endist oft lengi.