Dagur - 11.12.1997, Síða 11
Xfc^MT
FIMMTUDAGUR ll.DESEMBER 1997 - 27
IÁFIÐ t LANDINU
Friðrík Ómar
Hjörleifsson er
16 ára Dalvík-
ingursem
sendifrá sér
kassettu með
jólalögum.
Hann útsetur,
sérummestof
undirleiknum,
semurog
syngur.
Fridrik segist ekki hafa lært á hljóðfæri, en fjölskyldan sé tónelsk og mikið sungið og spilað á
heimilinu. mynd: brink
SPJALI,
Sextán ára - syngur o<J
semur
Á kassettunni eru jólalög sem
flestir þekkja, auk eins sem
hann samdi sjálfur. Friðrik seg-
ist ekki hafa lært á hljóðfæri, en
fjölskyldan sé, tónelsk og mikið
sungið og spilað á heimilinu.
„Upphaflega ætlaði ég að gera
kassettu að gamni mínu til að
gefa ættingjunum í jólagjöf, en
það brevttist," segir Friðrik
sposkur.
„Það hefur farið gífurlegur
tími í þetta og ég hef varla gert
annað frá því í haust.“ Flann
segist þó reyna að sinna skólan-
um sæmilega. „Eg fékk þá hug-
mynd þegar ég var byrjaður að
vinna að þessu, að fá styrki frá
fyrirtækjum og nota jafnframt
ágóðann til styrktar Rauða
krossinum."
Af hverju valdi hann jólalög til
útgáfu? ,/E, það er gott að byrja
á einhverju sem er grípandi.
Þegar maður gefur út í fyrsta
sinn verður maður að vera með
eitthvað sem fólk hefur gaman
af við fyrstu hlustun. Seinna
getur maður gert eitthvað sem
krefst þess að fólk hlusti oft
áður en það grípur tónlistina."
Kassettunni hefur verið feiki-
Iega vel tekið og ekki ennþá
komist í dreifingu á landsvísu.
„Fyrsta upplagið, 200 kassettur
kláraðist á Dalvík, en það er von
á 350 í viðbót sem fara í dreif-
ingu. Það eru 300 heimili á Dal-
vík, þannig að kassettan er til á
2/3 heimila."
Eitt lag á kassettunni, „Jól um
jól,“ er eftir Friðrik sjálfan. „Eg
byrjaði á textanum og lagið kom
hara af sjálfu sér í framhaldinu.
Ég held að ég hafi verið tvo tíma
að semja þetta Iag.“ Friðrik gerði
myndband við lagið og naut að-
stoðar Trausta í Traustmynd við
gerð þess. Hann segir þá vinnu
hafa verið einstakiega skemmti-
lega og Trausti hafi lagt nótt við
dag við gerð myndbandsins.
„Það hafa allir verið ótrúlega
hjálplegir, bæði fyrirtæki og ein-
staklingar. Undirtektirnar á Dal-
vík hafa verið frábærar og á út-
gáfutónleikunum á Café Menn-
ingu var fullt út úr dyrum. Eg
ætla að hafa aðra tónleika um
helgina að degi til, svo að þeir
sem ekki höfðu aldur til að
mæta á kvöldtónleikana, geti
líka komið og hlustað."
Friðrik segir að draumurinn sé
auðvitað að sinna tónlist í fram-
tíðinni, „en það getur orðið
erfitt að lifa af því,“ segir hann
að lokum. HH
Kolla fer í bíó
Carrey á fleygiferð
„Sumir hafa góðar tekjur af grett-
unum sínum," segir Jim Carrey á
einum stað í kvikmyndinni Liar
Liar sem um þessar mundir er
ein vinsælasta ntyndin á mynd-
bandaleigum borgarinnar. Carrey
getur trútt um talað þ\a' hann er
einn hæstlaunaði leikari heims
og leikstíll hans byggir einmitt á
fettum og grettum og tilheyrandi
hávaðahljóðum.
Á uppvaxtarárum mínum hefði
Jim Carrey verið 3 - bíó hetja.
En þá var hann ekki kominn til
sögu og í staðinn höfðum við
börnin Jerry Lewis. Á hvíta tjald-
inu minnti Lewis mest á ofvaxið
barn að leik. Okkur fannst hann
ofboðslega fyndinn en ég hef
ekki haft meiri trú á dómgreind
okkar en það að ég hef aldrei
horft á Jerry Lewis m)Tid síðan
ég komst til vits og ára.
En Jim Carrey er Jerry Lewis
samtímans. Eg hef séð allnokkr-
ar myndir hans og mér finnst
hann einkar ófyndinn náungi.
En líklega er ég of fullorðin í
hugsun þegar ég horfi á hann
veltast um hvíta tjaldið í kaótísk-
um æðibunugangi. Víst er að
Carrey var hetja sjö og átta ára
nemenda minna. Enginn maður
þótti þeim skemmtilegri og at-
ferli hans á kvikmyndatjaldinu
var óþrjótandi umræðuefni.
I Liar Liar leikur Carrey hrað-
lyginn lögfræðing sem kemst í
verulegt klandur þegar fimm ára
gamall sonur hans óskar sér
þess að faðir sinn hætti að Ijúga
í sólarhring. Þetta er sennilega
ein besta mynd Carrey, enda er
handritið oft hnyttilega skrifað.
Justin Cooper sem leikur son
Carrey er geðþekkur drengur og
það er honum að þakka að hinn
mannnlegi þáttur fær að njóta
sín í myndinni. Carrey er sjálf-
um sér líkur, á fleygiferð allan
tímann, baðandi út öllum öng-
um með tilheyrandi hávaða.
Jennifer Tilly sýnir mestu leik-
hæfileika þeirra sem við sögu
koma og stelur senunni þótt
hlutverkið sé Iítið. Þetta er
mynd fyrir þá sem hafa unun af
fíflalátum og gauragangi og
sennilega er Jim Carrey mynd
ómissandi fyrir alla kvikmynda-
áhugamenn undir tólf ára aldri.
SMÁTT OG STÓRT
Ritstjóri Dags og báðir ritstjórar DV
hafa gagnrýnt harkalega afstöðu
stjórnvalda. Jónas Kristjánsson ritstjóri
vill koma á mengunarskatti, nokkurs
konar skítaskatti, þar sem mengunar-
valdarnir borgi sinn eigin mengunar-
brúsa. Leiðin til skilnings liggur um
budduna, segir ritstjórinn.
Borga fyrir sóða-
skapinn?
Nú hafa báðir ritstjórar DV
gagnrýnt stefnu stjórnvalda í
Kyoto og Jónas Kristjánsson
meðal annars hvatt til þess að
komið verði á fót „umhverfis-
ráðuneyti sem leysi núverandi
mengunarráðuneyti af hólmi".
Hann styður mengunarskatt
með nokkrum vel völdum orð-
um: „Eina leiðin til að fá sóða til
að skilja sóðaskap er að láta
hvern þeirra fyrir sig borga fyrir
sinn sóðaskap. Leiðin til sldln-
ings liggur sem oftar um budd-
una.“ Oneitanlega er nokkuð til
í þessu. Krónurnar auka skiln-
ing.
ísmeygilegar í skriíum
I Morgunblaðinu birtist nýlega athyglisvert viðtal við Ragnhildi
Richter, höfund nýrrar bókar um fyrstu sjálfsævisögur kvenna,
þar sem hún segir að sjálfsævisögur kvenna séu frábrugðnar
sjálfsævisögum karla að því Ieytinu til að konur fjalli um sjálfar
sig á „ísmeygilegan" hátt. Konurnar ku ekki skrifa sjálfsævisögur
sínar beint „heldur fela það með því að lýsa öðru fólki og láta
lesa sjálfsmynd sína í gegnum þau skrif,“ segir Ragnhildur. Hún
útskýrir: „Ingunn Jónsdóttir skrifar heilmikið um flakkara og
finnur sterka samkennd með þeim. Þær eiga það reyndar allar
sameiginlegt þessar Ijórar konur að lýsa þeirri tilfinningu að vera
utangarðs í samfélaginu"...
Móöir og dóttir
I þessum sjálfsævisögum er mik-
ið fjallað um flókið samband
móður og dóttur en það er
einmitt efni sem margar konur
þekkja sjálfsagt frá sjálfum sér
og mæðrum sínum og þyrstir í
að skilja. Konurnar, sem Ragn-
hildur skrifar um, eiga það sam-
eiginlegt að „lýsa flóknu sam-
bandi við mæður sínar sem birt-
ist aðallega með tvennum hætti.
Annars vegar virðist mamman
ekki hugsa nægilega um dóttur
sína eða á hinn bóginn að hún
skipti sér svo mikið af henni að
hún sé við að kafna. Þær Iýsa
þörfinni fyrir gott samband við móður,“ segir Ragnhildur meðal
Annars vegar virðist mamman ekki
hugsa nægiiega um dóttur sfna eða
hún skiptir sér sro mikið afhenni að
hún er við að kafna.
í vondan
félags-
skap?
Loftslagsráð-
stefnan í Kyoto
hefur af eðlilegum ástæðum ver-
ið til umljöllunar í fjölmiðlum
að undanförnu og þó að almenn-
ingur hafi mismikinn áhuga á
henni þá hafa fagmenn og leið-
arahöfundar sýnt greinilegan
áhuga og ráðamenn greinilega
fagnað „árangrinum". Nokkrir
áhugamenn um umhverfismál
lýstu vonbrigðum sínum í Degi í
gær og Stefán Jón Hafstein rit-
stjóri deildi harkalega á stefnu
stjórnvalda um sérstöðu landsins
nýlega. Hann sagði meðal ann-
ars „Vist má vera að við „eigum
inni“ mengunarkvóta miðað við
verstu iðnríkjasóðana. En á „sér-
staða Islands" að vera fólgin í því
að heimta að fá inngöngu í þann
vonda félagsskap?““ Svo mörg
voru þau orð.
. Þó að almenningur hafi mismikinn
áhuga á þvi að fylgjast með loftslags-
ráðstefnunni i Kyoto ÍJapan að und-
anförnu þá hafa fagmenn og leiðara-
höfundar sýnt greinilegan áhuga og
nokkur f- Nokkrir áhugamenn lýstu
vonbrigðum sínum með stefnu stjórn-
valda í Degi i gær.