Dagur - 20.12.1997, Qupperneq 7

Dagur - 20.12.1997, Qupperneq 7
I.AUGARDAGVR 20. DESEMBER 19 9 7 - 23 Ðgfur. að slappast eða fer að leiðast þetta. Þá get ■ hreinlega farið heim og farið að huga að nýjum hlutum. Þetta er orðið langt út- hald. Eg hef verið heppinn, ver- ið þokkalega laus við meiðsl. Það var fyrr á ferlinum sem ég varð mest fyrir barðinu á slíku.“ Uppaliim meðal atvinnu- manna Er Eiöur Smári sonur þinn hetri en þú Arnór? „Þetta er nú erfið spurning. Hann á auðvitað eftir að sanna sig og það gerir hann áreiðan- lega þegar hann er laus úr meiðslunum, sem ég vona að verði innan tíðar. En ég vona að hann njóti góðs af því að hafa alist upp á heimili atvinnuknatt- spyrnumanns. Eiður Smári er betur undir þetta búinn en ég var og á ekki í neinum erfiðleik- um með tungumálin í Belgíu og Hollandi. Eg renndi blint í sjó- inn með alla hluti þegar ég byrj- aði. Eiður var með mér þegar við vorum að spila leiki, og hann hitti leikmennina í búningsklef- anum. Fótboltinn var umræðu- efnið á heimilinu, allt snerist um boltann." Var Eiðitr Stnári snemma holtastrákur? „Blessaður vertu, hann var byijaður að heimta bolta áður en hann fór að labba. Eg keypti handa honum Lokerenbúning, og í honum gekk hann allan liðlangan daginn, það mátti ekki klæða hann úr honum, það var ekki gert fyrr en hann sofnaði. Fljótlega þurfti svo að taka allt niður af veggjum, búið að brjóta ýmislegt. Maður sá svo sem hvert stefndi með strákinn, og það er ekki spurning að hann er hörkuefni. Hann á áreiðanlega eftir að sýna okkur sitt af hverju," segir Arnór og hlær við þegar hann minnist brotinna mynda sem áttu að prýða veggi í Belgíu forðum. Erfiður tími í lífmu En meiðsli Eiðs hafa sett strik í reikninginn. Þií þekkir þetta meiðslaferli atvinnuknatispyrnu- manns? „Þetta leit alveg rosalega vel út hjá Eiði og sorglegt hvernig fór hjá honum í þessum ung- lingalandsleik í Irlandi. Hann var kominn í aðallið Eindhoven svona kornungur. Nú þarf hann að ná sér upp úr meiðslunum, hann var skorinn fyrir þrem vik- um og vonandi fer allt að ganga í haginn. Hann er búinn að vera burtu á annað ár. Það er rétt, sjálfur lenti ég í langvarandi meiðslum á sínum tíma. Eg var einmitt á hrikalega góðri braut, áður en meiðslin komu til og þau voru langvarandi. Þetta var mjög erfiður tími í lífi mínu og mér fannst allt breytast. Ég tel að ég hafi aldrei síðan náð sama hraða og áður, þó ég sé sagður hafa góðan hraða enn í dag. Meiðslin breyttu mörgu hjá mér. Ég var víst 22 ára þá og nýkom- inn til Anderlecht," segir Arnór. Einmitt það félag setti mest mót á Arnór, þar lærði hann mest á ferlinum. Arnór Guðjohnsen hélt utan til Belgíu aðeins 16 ára að aldri ásamt Eiði föður sínum. Hann gerði þar samning daginn íyrir 17. afmælisdaginn árið 1978, og var yngsti atvinnuknattspyrnu- maður Islendinga, þangað til Eiður Smári sonur hans sló það met. Lokeren reyndist honum góður skóli, - og stórliðið Ander- lecht enn betri, sá besti fullyrðir Arnór núna. Hjá því liði var aldrei talað um annað en meist- aratitil á hverju ári. Frá Belgíu fór hann til Bordeaux í Frakk- landi. Það lið var og er stórlið, en fjármál félagsins voru í rugli, og félagið varð gjaldþrota og dæmt niður um deild. Síðara árið lék Arnór því með þessu góða liði í 2. deild og hætti hjá félaginu eftir að það var komið á sinn stað í 1. deildinni. Arnór Guðjohnsen er fæddur á Húsavík 1961. Líkt og sonur hans, Eiður Smári, var Arnór snemma gefinn fyrir þessa kúlu- laga hluti úr leðri, fótboltana. Það mátti ljóst vera að sveinn- inn stefndi í fótboltann. Hann spilaði fyrst í 6. flokki Völsungs og þá Ieyndi sér ekki hvað var á ferðinni. Fjölskyldan flutti suður fljótlega og settist að í Breið- holtshverfum sem voru að byggj- ast. Þar var lítið um skipulagt knattspyrnustarf. IR var rétt að setjast að í þessu mikla borgar- hverfi. Arnór sótti því til Víkinga við Hæðargarðinn, strætó gekk nánast upp að dyrum þar. „Þetta var góður félagsskapur. Minn árgangur í Víkingi náði góðum árangri. Þarna voru Lár- us Guðmundsson, Heimir Karls- son og fleiri og fleiri, sterkur þriðji flokkur. Síðan átti ég eina tólf leiki með meistaraflokki Víkings sem var sterkur þá, en ég stoppaði ekki lengi hjá Vík- ingum.“ Ertu ekki orðinn algjört tungu- málaséní, Arnór, húinn að starfa í þremur löndum sem knatt- spyrnumaður? „Ég get nú ekki hælt mér nein ósköp af því. Mér gekk vel með flæmskuna í Belgíu, fannst það ekkert erfitt að læra það mál. Það var allt annað með frönsk- una sem var miklu erfiðari, ég komst aldrei inn í tungumálið og stoppaði þar stutt, enda var félagið í basli. Hins vegar var Frakkland skemmtilegt land og miklu menningarlegra en Belgía, þótt þar hafi verið gott að lifa. I Svíþjóð hefur gengið ágætlega að ná tökum á málinu. En tungumálaséní er ég ekki. Ég hef lært málin mest í búnings- klefunum og með því að vera í góðu sambandi við innfædda, ekkert sótt í skólanám," sagði Arnór. Ekkert langskólauám Og talandi um skólanám, þá segir það sig sjálft að Arnór, sem hóf svo ungur að vinna fulla vinnu við knattspyrnuna, gekk ekki menntaveginn sem kallað er. Að loknum vel heppnuðum ferli á knattspyrnuvellinum, hef- ur hann ekki aflað sér starfsrétt- inda. Hann hyggst starfa áfram við knattspyrnuna eins og fyrr segir, - en þá starfar hann ef svo má segja, handan við borðið sem þjálfari og skipuleggjandi leiks- ins. Undir það starf hefur Arnór búið sig og mun gera það áfram. Hvemig tilfinning heldurðu að verði að kveðja ferilinn sem er orðinn þetta langur. Verður það ekki nokkuð erfitt? „Það verður eflaust erfitt að slíta sig svona frá þessu allt í einu. En eins og ég segi, þá mun ég reyna fyrir mér á nýjum vett- vangi í knattspyrnunni og vona að ég geti unnið fyrir mér í fót- boltanum á komandi árum,“ sagði Arnór Guðjohnsen að lok- um. -JBP. Sumar sögurfara hljótt þegar holskeflan ríðuryfirjyrirjólm, en eiga þófyllilega erindi viðgóða lesendur. „Þetta hefur verið mjög ævin- týralegur tími enda er það alger- lega nýtt fyrir mér að vera höf- undur á jóiabókamarkaði," segir Elín Ebba Gunnarsdóttir, höf- undur smásagnasafnsins Sumar sögur, sem vann til bókmennta- verðlauna Tómasar Guðmunds- sonar, en bókin kom út hjá Vöku Helgafelli nú fyrir jólin. Varla búin að ná þessu. „Jólabókaerillinn ríður á eins og holskefla og ég veit mest Iítið um hvernig ég á að bera mig að í þessu öllu saman. Þetta er hálfgerður frumskógur og það er auðvelt að týnast. Umfjöllun- in á það líka til að vera ómál- efnaleg þegar hún verður of mikil og það er kannski ekki eftirsóknarvert heldur. Þetta eru oft og tíðum hálfgerðar endursagnir. Ég átti ekki von á því að vinna keppnina og úrslitin komu mér þvi algerlega í opna skjöldu. Ég er varla búin að ná mér ennþá. Ég fékk að vita um þau tíu dögum fyrir afhendingu verðlaunanna en þurfti að halda því fyrir sjálfa mig. Börn- in mín urðu því alveg ofboðs- lega hissa. Sú yngsta sagði þó við mig fyrir nokkrum dögum. „Ertu nokkuð hætt að vera mamma fyrst þú ert orðin rit- höfundur"." Elín Ebba er fædd árið 1953, stúdent úr MR og hjúkrunar- fræðingur frá Hjúkrunarskóla íslands. „Þegar ég átti mitt þriðja barn kom í Ijós að hún var mjög veikbyggð og hefur síð- an átt í miklum veikindum. Ég hef því verið mest heimavinn- andi en bömin eru alls fjögur." Hefurðu verið að skrifa öll þessi ár? „Ég hef eitthvað verið að fást við það. Ég fór á námskeið hjá Ingólfi Margeirssyni og hef ég tekið kúrsa í bókmenntafræði við Háskólann, þar fór ég Ifka í tfma í frásagnartækni hjá Nirði P. Njarðvfk." Hvaða höfundar eru í uppá- haldi hjá þér? ,Af íslenskum höfundum er það helst Guðrún Helgadóttir, bækurnar hennar eru svo blátt áfram og hlýjar. Þar er ákaflega mikil dýpt, sérstaklega, trflógí- unni, Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Mér finnst Gyrðir Eh'asson Ifka of- boðslega góður, sérstaklega smásögurnar hans. Ég held líka upp á Oscar Wilde, Raymond Carver og Flannery O’Connor. Ég les nú eiginlega allt sem ég kem höndum yfir.“ Eitt leiddi af öðru Hvemig fæddist þessi bók? „Ég veit það eiginlega ekki. Það má kannski segja að eitt hafi leitt af öðru. Ég set mig ekki í neinar sérstakar stellingar við skriftir. Ég er lengi að hugsa um hvað ég ætla að gera, spái í persónurnar og andrúmsloftið. Söguefnið leiðir mig. Sögurnar spinna sig mest sjálfar.” Fannst þér þá að skriftirnar toguðu sterkt í þig eða finnst þér það vera tilviljun að þi't fórst að skrifa? „Ég geldk með þann draum í maganum fyrir tíu, tólf árum síðan að verða rithöfundur en það varð ekki neitt af því. Það er kannski tilviljun hvenær þetta fór af stað.“ Hefur þetta þá skapað ein- hverja togstreitu hið innra? „Nei, það hefur ekki gert það. Þetta bara lognaðist út af. Ég hef haft svo mikið að gera í móðurhlutverkinu og ég nýt þess virkilega að vera með börnunum mínum.“ Sviðsskrekkur Hvaða inðbrögð finnst þér vænst ttnt? „Þegar fólk þakkar mér fyrir bókina en það hefur gerst nokkrum sinnum. Ég hef lesið upp einum fimm sinnum enn sem komið er. Ég þjáist af svið- skrekk en er svo heppin að það kemur ekki fram í röddinni en mér finnst stundum sem hnén séu að gefa sig. Ætli mér finnist ekki skemmtilegra að hlusta á aðra lesa,“ sagði Elín Ebba að lokum en hún trúði blaða- manni einnig fjrir því að hún væri komin með nokkrar hug- myndir að næstu bók. ÞKÁ Hálfgerður fnunskógur Elín Ebba Gunnarsdóttir, höfundur bókarinnar Sumar sögur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.